Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Einvígið hjá Liverpool- rísunum heldur áfram! - West Ham sigraði einnig og hefur smámöguleika á meistaratitiinum. Birmingham fallið í 2. deild. Norwich sigurvegarí í 2. deild í fyrsta sinn fiá 1931 t Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi. Einvígi stórliða Liverpoolborgar heldur áfram um enska meistaratitil- inn í knattspyrnu. Bæði liðin sigruðu á laugardag, þó með minnsta mun, og hafa bæði 79 stig. Meistarar Ever- ton standa betur að vígi, - hafa leikið einum leik minna en hafa hins vegar aðeins lakari markamun. West Ham á enn smámöguleika. Hefur tapað einu stigi meira en Liverpool en fjór- um fleiri en Everton. Lundúnaliðið á sex leiki eftir. Nokkra mjög erfiða, m.a. Everton á Goodison Park í Li- verpool. Man. Utd, sem lengstum hafði forustu í 1. deildinni, og um tíma tíu stiga forustu, hefur nú ekki • lengur möguleika á meistaratitlinum eftir jafntefli við Tottenham í Lund- únum á laugardag. Þá missti Chelsea nær örugglega af meistaravoninni eftir jafntefli á „Brúnni“ við New- castle. Liverpool hafði mikla yfirburði í West Bromwich gegn WBA, sem þeg- ar er fallið í 2. deild, en tókst þó ekki að sigra nema með eins marks mun, 1-2. Kenny Dalglish skoraði fyrir Liverpool á 23. mínútu. Það var eins og leikmenn liðsins teldu þá að sigur væri í höfn, slöppuðu talsvert af eins og oft kemur fyrir þá þegar þeir hafa náð forustunni. Þetta hefndi sín, - Craig Madden jafnaði á 39. mín. Knötturinn hafnaði í URSLIT Úrslit í ensku deildakeppninni. 1. deild Birmingham-Southampton 0-2 Chelsea-Newcastle 1-1 Coventry-Luton 1-0 Everton-Ipswich 1-0 Man. City-Nottingham For. 1-2 Sheff. Wed.-Aston Villa 2-0 Tottenham-Man. Utd 0-0 Watford-West Ham 0-2 » West Bro.-Liverpool 1-2 2. deild Blackburn-Sheff. Utd 6-1 Carlisle-Fulham 2-1 C. Palace-Leeds 3-0 Huddersfield-Brighton 1-0 Hull-Charlton 1-1 Millwall-Bradford 2-1 Norwich-Stoke 1-1 Oldham-Middlesbrough 1-0 Portsmouth-Grimsby 3-1 Shrewsbury-Wimbledon 1-1 Sunderland-Barnsley 2-0 3. deild Blaekpool-Walsall 2-1 Borunemouth-Doncaster 1-1 4 Bristol City-Swansea 0-1 Bury-Rotherham 2-0 Cardiff-Bristol Rovers 2-0 Chesterfield-Brentford 1-3 Darlington-Reading 0-0 Derby-Bolton 2-1 Gillingham-Wolverhampton 2-0 Notts County-Newport 1-2 Wigan-Plymouth 3-0 York-Lincoln 2-1 4. deild Aldershot-Stockport 6-1 Cambridge-Crewe 1-0 Exeter-Burnley 0-2 « Mansfield-Swindon 1-1 Orient-Chester 0-0 Port Vale-Peterborough 2-0 Wrexham-Torquay 3-2 Föstudagur Colchester-Preston 4-0 Halifax-Northampton 2-0 Scunthorpe-Rochdale 3-1 ' Southend-Hereford 3-1 Tranmere-Hartlepool 4-2 marki Liverpool en Bruce Grobbela- ar hefði ótt að verja. Það tók leikmenn Liverpool langan tíma að jafna sig eftir áfallið. Loks á 65. mín. tókst Ian Rush að skora og eftir það var aðeins eitt lið á vellinum þó mörkin yrðu ekki fleiri. Leikmenn Liverpool nær stöðugt með knöttinn og eins og leikmenn WBA væru að elta skugga. Stöðug sókn á Goodison Þó Liverpool hafi haft yfirburði í West Bromwich voru yfirburðir Everton algjörir gegn Ipswich á Goo- dison Park. Knötturinn fór varla af vallarhelmingi Ipswich en það var þó ekki fyrr en leikmenn Ipswich voru einum færri að Graeme Sharp tókst að skora. Það var eina mark leiksins. Stjóri Ipswich hafði sett varamann liðsins inn á þegar Mich D’ Avray slasaðist á 53. mín. og gat ekki leikið meir. Ipswich, sem varist hafði mjög vel með Terry Butcher fremstan í flokki, fékk loks á sig mark á 64. mín. Það reyndist eina mark leiksins. Leikmenn Everton geta nagað sig í handarbökin. Þeir fengu fjölmörg góð færi í leiknum sem þeim tókst ekki að nýta. Auð- velt hefði átt að vera fyrir þá að laga markamuninn á Liverpool í þessum leik. Það tókst ekki og greinilegt að framlínan er ekki hin sama ón Gary Lineker sem á við meiðsli að stríða. Tottenham tókst ekki að sigra Man. Utd á White Hart Lane en var þó mun betra liðið. United án nokk- urra þekktra leikmanna eins og oftast áður. Glenn Hoddle átti stór- leik í liði Tottenham. Enski lands- liðseinvaldurinn, Bobby Robson, var meðal áhorfenda og hældi Hoddle mjög eftir leikinn. Einnig Chris Turner, markverði Man. Utd, sem varði mjög vel og bjargaði liði sínu frá tapi. Það merkilega var að United hefði þó með smáheppni getað sigrað í leiknum. Norman Whiteside átti skot í stöng, síðan þverslá. Birmingham fallið Birmingham féll í 2. deild eftir tap á heimavelli fyrir Southampton. Þar með eru tvö lið frá þessari annarri stærstu borg Englands fallin í 2. deild, WBA og Birmingham, og As- ton Villa er enn í fallhættu. Danny Wallace skoraði fyrir Dýrlingana í fyrri hálfleik, Cockerill í þeim síðari. Aston Villa átti ekki möguleika gegn Sheff. Wed. á Hillsborough í Sheffield. Heimaliðið lék einn sinn besta leik og hefur náð mjög góðum árangri að undanfömu. Megan skor- aði fyrra markið á 29. mínútu. Sterland annað markið í síðari hálf- leiknum. Coventry lagaði nokkuð stöðu sína í fallbaráttunni með sigri á Luton á heimavelli. Nick Pickering skoraði eina mark leiksins. Stórleikur West Ham „Við höfum leikið við Everton og West Ham að undanförnu og að mínu óliti er West Ham mun betra lið,“ sagði Graham Taylor, stjóri Watford, eftir að lið hans hafði tapað á heima- velli fyrir Lundúnaliðinu úr austur- bæ heimsborgarinnar. Leikmenn West Ham léku mjög vel í leiknum, einkum þó Alan Devonshire, og höfðu yfirburði. Sigurinn var þó ekki algjörlega tryggður fyrr en á loka- mínútu leiksins þegar Frank McAvennie skoraði annað mark West Ham. 26. mark hans á leiktíma- bilinu. Tony Cottee skoraði fyrra markið á 59. mín., 23. mark hans. Þá átti West Ham bæði skot í stöng og þverslá marks Watford í leiknum. Mikill gæðaleikur hjá West Ham. Það sama var ekki uppi á teningn- um hjá Chelsea á Stamford Bridge og Lundúnaliðið raunverulega hepp- ið að ná jafntefli. Þó skoraði Chelsea á undan, Pat Nevin á 21. minútu. John Anderson jafnaði á 44. mínútu og í síðari hálfleik slapp Chelsea. • Man. City tapaði enn einu sinni ó heimavelli, - á laugardag fyrir Nottingham Forest. Webb skoraði fyrsta mark leiksins á 71. mín. Síðan komst Forest í 0-2 með marki Champbell en Gordon Davies skor- aði eina mark Man. City á 85.mínútu. • Norwich hefur tryggt sér sigur í 2. deild eftir jafntefli gegn Stoke á laugardag. Hagur Portsmouth að fylgja Norwich upp vænkaðist tal- svert á sama tíma eftir sigur á Grimsby á heimavelli, 3-1. Quinn, Vince Hilaire og Scott McGarvey skoruðu mörk Portsmouth. Lund- únaliðin Charlton og Wimbledon gerðu jafntefli í sínum leikjum á úti- völlum en hafa þó enn möguleika á að komast í 1. deild. Lundúnaliðið Fulham er hins vegar svo gott sem fallið í 3. deild. • Reading, frá kexborginni frægu skammt vestan Lundúna, hefur tryggt sér sæti í 2. deild næsta leik- tímabil í fyrsta skipti síðan 1931. Hefur haft forustu í 3. deildinni allt keppnistimabilið. Derby County hef- ur góða möguleika á að leika í 2. deild á ný. Hefur 75 stig úr 39 leikj- um. Reading með 88 stig. Wigan og Plymouth keppa um þriðja sætið. Hafa bæði 75 stig eftir 42 leiki. Á laugardag sigraði Wigan Plymouth 3-0 á heimavelli sínum í rugby- borginni í Lancashire. Wolverhamp- ton Wanderers, eitt frægasta knatt- spyrnufélag Englands eftirstríðsá- ranna, tapaði í Gillingham og fall í 4. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins er nú skammt undan. hsím • Ian Rush, enn eitt þýðingarmikið mark fyrir Liverpool. tírian McClair skoraði annað mark Celtic í 2-6 sigrinum á Hibernian á Parkhead í Glasgow á laugardag tveimur mínútum fyrir leikslok. Það var sjöþúsundasta mark Celtic, þessa frægasta knattspyrnufélags Skot- lands, i skosku deildakeppninni. Owen Archdeacon skoraði fyrra mark liðsins og enn á Celtic smá- möguleika á að hljóta skoska meist- aratitilinn. Það þarf þó margt að ske til þess. Þegar þetta er skrifað getur vel verið að Edinborgarliðið Hearts hafi enn fest grip sitt á meistaratitlinum. Átti að leika við Aberdeen í Edin- deildamark Celtic borg í gær. Hearts hefur nú - fyrir leikinn við Aberdeen - þriggja stiga forustu á Celtic. Dundee Utd er hins vegar komið í vonlitla stöðu eftir jafntefl: gegn Clydebank á laugardag, 1-1, í Clyde- bank. Það var áfall fyrir Dundee- liðið. Clydebank löngu fallið í 1. deild og Dundee Utd er nú tveimur stigum á eftir Hearts. Glasgow Rangers tapaði, 2-1, fyrir St. Mirren í Paisley og verður greini- lega erfitt fyrir Graeme Souness að taka við stjórninni þar innan skamms. Rangers er nú fyrir neðan miðju eftir að Dundee vann stórsigur á Motherwell, 4-0, á laugardag. Staðan er þannig og þar vantar úrslitin í leik Hearts og Aberdeen í gær. Hearts 33 Dundee Utd 34 Celtic 33 Aberdeen 33 Dundee 34 Rangers 34 St. Mirren 34 Hibemian 34 Clydebank 34 Motherwell 33 19 9 5 57-30 47 17 11 6 56-28 45 17 10 6 58-38 44 15 10 8 54-29 40 13 7 14 43-49 33 12 8 14 50-44 32 12 5 17 40-57 29 11 6 17 47-58 28 6 8 20 29-70 20 6 6 21 30-61 18 -hsím • Graeme Sharp, tryggði Everton sigur. Don McKay sagði upp - og Geoige Curtis var ráðinn eftiimaður hans hjá Convenrty Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV i Englandi: Don McKay hefur sagt upp fram- kvæmdastjórastöðu sinni hjá Coventry í 1. deild ensku knattspyrn- unnar. McKay ákvað að segja upp eftir að lið hans hafði tapað illa fyr- ir Liverpool um síðustu helgi. Eftirmaður McKay verður George Curtis er lék með liði Coventry fyrir meira en tíu árum. Hann er ráðinn til loka keppnistímabilsins. Það er athyglisvert að síðan Co- ventry komst upp i 1. deild árið 1967 hefur liðið alltaf verið í botnbarát- tunni og við það að falla. Þó eru aðeins þrjú lið í deildinni sem haldið hafa sæti sínu þann tíma en það eru Liverpool, Arsenal og Everton. - fros STAÐAN Staðan eftir leikina á laugardag í ensku knattspyrnunni er þannig. 1. deild. Liverpool 39 23 10 6 81-37 79 Everton 38 24 7 7 78-38 79 Man. Utd 40 21 9 10 65-35 72 Chelsea 38 20 11 7 55-45 71 West Ham 36 21 6 9 58-33 69 Sheff. Wed. 39 19 9 11 58-51 66 Nott. For. 39 18 9 12 66-51 63 Luton 40 17 11 12 57-41 62 Arsenal 38 18 8 12 44-42 62 Newcastle 39 16 12 11 63-61 60 Tottenham 39 16 8 15 60-45 56 Watford 37 15 8 14 59-55 53 QPR 40 15 7 18 50-57 52 Southampton 38 12 9 17 44-47 45 Man. City 39 11 11 17 41-52 44 A. Villa 40 9 14 17 46-62 41 Coventry 40 10 10 20 46-69 40 Leicester 39 9 12 18 52-70 39 Ipswich 39 10 8 21 28-50 38 Oxford 38 8 12 18 55-75 36 Birmingham 40 8 5 27 30-67 29 WBA 39 4 10 25 30-83 22 2. deild. Norwich 39 24 9 6 80-35 81 Portsmouth 39 21 6 12 65-39 69 Wimbledon 37 18 11 8 52-35 65 Charlton 37 18 10 9 67-43 64 C. Palace 39 18 8 13 50-46 62 Hull 39 15 13 11 61-52 58 Sheff. Utd 39 16 9 14 60-60 57 Oldham 39 15 9 15 58-57 54 Brighton 39 15 8 16 61-59 53 Millwall 38 15 7 16 57-58 52 Barnsley 39 13 13 13 41-43 52 Huddersfield 40 14 10 16 50-64 52 Stoke 38 12 15 11 44-47 51 Leeds 39 14 8 17 52-65 50 Grimsby 39 13 10 16 55-57 49 Shrewsbury 39 13 9 17 49-58 48 Bradford 37 14 5 18 45-54 47 Blackburn 40 11 13 16 50-58 46 Sunderland 39 11 11 17 42-58 44 Carlisle 38 12 7 19 42-64 43 Middlesbr. 39 11 9 19 39-49 42 Fulham 38 9 6 23 42-61 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.