Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Smjörvi er símjúkur. Fóni á mis við jötuninn Þeir á Hótel KEA eru sagðir naga sig í handar- bökin yfir því að hafa farið á mis við kraftajötuninn sem braut allt og bramlaði á Hótel Varðborg nýlega. Þeir KEA-menn hafa nefni- lega staðið fyrir rándýrum breytingum á hóteli sínu í vetur og háum fjárhæðum verið eytt í múrbrot. Bara að jötunninn hefði sótt Akureyri heim í haust, heyrist nú sagt á Hótel KEA. Skiltin á Ráðhústorgi Hvort sem menn trúa því eða ekki þá eru tólf um- ferðarskilti við Ráðhús- torgið á Akureyri. Það er líka svo að hvergi er rugl- ingslegra að aka. Verið er að búa til vandamál, segja sumir. Það hlýtur að vera skiltagerð þarna nálægt, segja aðrir. 3000 pör af skóm Skógerðin hjá Samband- inu á Akureyri gengur með afbrigðum vel. Act i takt og allt það... Nú heyrist að Act-menn ætli að bjóða konu Markos- ar, fyrrum forseta á Filipps- eyjum, skó. Hún er nefnilega með skóæði og á 3000 pör af skóm. En það sem verra er, kerlingin er sögð með ilsig. Barinn við lurkinn Allmargir útlendingar eru búsettir á Akureyri. Útlendingur einn sem búið hefur í bænum í nokkur ár og talar sæmilega íslensku sagði nýlega þegar hann var útkeyrður: „Þetta er ægilegt, maður er alveg eins og barinn við lurkinn.“ Til nánari skýringar mun hann hafa átt við að hann væri lurkum laminn. Þriggja ára biðröð Nýlega sagði frá því í Tímanum að margir áhugasamir húsbyggjend- ur og kaupendur húsnæðis verði að bíða úrræðis hjá Húsnæðisstofnum og að biðröðin jafnist ekki fyrr en eftir 2-3 ár. Það er svo gott til þess að vita að þeir hafi húsaskjól á meðan. Júlli rækja Rækjutogarinn Júlíus Havsteen frá Húsavík held- ur áfram að setja aflamet en hann hefur sett nokkur slík það sem af er árinu. I síðasta túr kom Júlli inn með 50 tonn af rækju. í við- tali við Víkurblaðið segist skipstjórinn á Júliusi enda „alls ekki vera óánægður með aflann það sem af er árinu“. Hógvær skipperinn á Havsteen. Júlli rækja fékk 50 tonn. Smjörvi Akureyringar eru frægir fyrir að gefa mönnum við- urnefni. Sennilega hefur þó enginn á Akureyri fengið eins góða nafngift og Akur- nesingurinn sem fær sér oft neðan í því. Skagamenn kalla hann Smjörva. Hann er nefnilega símjúkur. Geðþekkt hótel Blaðamenn og fyrirmenn hjá Flugleiðum fóru fyrir skömmu í ferð til Þýska- lands til að skoða sumar- húsaþorpið við Biersdorf. Lent var í Luxemburg og þaðan ekið til Bjarts í Sum- arhúsum. Hópurinn gisti þó í Luxemburg, nánar tiltek- ið á hótel Inter-Continen- tal. Í frásögn blaðamanns Dags, sem fór í ferðina, seg- ir að hótelið sé ákaflega geðþekkt. Segið þið svo að hús hafi ekki sál. Flensuborg Flensa hefur herjað á Akureyringa að undan- förnu. Þetta er illskeytt flensa, um 40 stiga hiti með verkjum og öllu tilheyr- andi. Svo hefur verið að undanförnu að heilu „vinnustaðirnir" hafa lagst. Heyrst hefur að sjö kenn- ara hafi vantað í Síðuskóla sl. fimmtudag. Ástandið i Lundarskóla var einnig slæmt þennan dag. Í einn bekkinn mættu níu nem- endur en þrettán vantaði og allir auðvitað heima liggjandi í flensu. Frímúrarar í vígslu Frímúrararnir á Húsavík vigðu kjallaramusteri sitt fyrir skömmu. „Frimmar" frá Akureyri mættu í vígsl- una. Þeir komu í tveim rútum og að sögn Víkur- blaðsins létu þeir líkt og knattspyrnulið á keppnis- ferðalagi. Þeir gengu fyrst um bæinn í hversdagsgall- anum en skunduðu síðan í hús eitt og skiptu um múnderingu. Og við mikinn fögnuð komu þeir út í bún- ingnum, kjól og hvítu, og þrömmuðu í nýja kjallar- ann Umsjón: Jón G. Hauksson. fFrá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1980) fer fram í skólum borgarinnar mánudag- inn 21. og lýkur þriöjudaginn 22. apríl nk. kl. 15-17 báða dagana. Þaö er mjög áríöandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Skólastjórar. Heilsubótarskór — Þýsk gæðavara LAUGAVEG/ 1- S/M/ 1-6SS4 XECOrabb SJÚKRASKÓR Kvikmyndir__________Kvikmyndir Regnboginn - Innrásin 0 Furðuleg della Innrásin (Invasion USA). Bandarisk, árgerð 1985. Framleiðandi: Cannon Group. Leikstjóri: Joseph Zito. Handrit: James Burner. Kvikmyndun: Joao Fernandes. Tónlist Jay Chattaway. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Richard Lynch og Melissa Prophet. Það eru næstum því engin takmörk fyrir því sem þeim félögum Golan og Globus dettur í hug að framleiða og gæti virst sem svo að þeir félagar vilji koma einhverjum ákveðnum skoðunum á framfæri. Myndir þeirra eru hlaðnar pólitískum skoðunum og hugmyndum sem eru ekki í nein- um tengslum við raunveruleikann. Söguþráður myndarinnar er einn brandari og enginn maður með fullu viti getur tekið hann alvarlega. Það er í sjálfu sér allt í lagi að beita ímyndunaraflinu við kvikmynda- gerð en þegar maður fer að efast um heiðarleika þeirra sem það gera þá er rétt að stoppa aðeins við og íhuga hvað er á ferðinni. Myndin lýsir innrás í Bandaríkin. Innrásin er gerð af heilli herdeild hryðjuverkamanna sem á að lama landið og er hún undir stjóm náunga að nafni Rostov sem vinnur fyrir óþekkt stórveldi og grunar trúlega flesta við hvaða stórveldi er átt. Hryðjuverkamennimir hefjast þegar handa við að fremja hin hryllile- gustu óhæfuverk og er hálfósmekk- legt að þurfa að horfa upp á þá murka lífið úr friðsömum borgurum. Þeim hefði sjálfsagt tekist ætlunar- verk sitt, sem var að brjóta niður bandarískt þjóðfélag, ef þeir hefðu ekki verið svo óheppnir að erta Chuck Norris. Eftir það eiga þeir sér ekki viðreisnar von. Þrátt fyrir fáránlegt handrit þá er greinilegt að myndin er ekki gerð af neinum vanefhum. Mikið er lagt í margvíslegar átakasenur og er ekki hægt að segja annað en að þær hafi tekist vel! Heilu íbúðarhverfúnum er eytt í stuttum senum og bílunum er ekki hlíft. Það liggur við að fari um efnishygjumenn hér á klakanum þegar heilu flotarnir af nýjum spegil- gljáandi bílum brenna upp í örstutt- um atriðum - allt gert til að skemmta skrattanum í okkur. Aðalathafnamaður (það er varla hægt að tala um leikara) þessarar myndar er Chuck Norris. Hann nýt- ur orðið töluverðra vinsælda fyrir þátttöku sína í myndum eins og þess- ari og er í raun að fikra sig upp í verðflokkum innan kvikmyndaiðn- aðarins. Er að verða óhætt að nefna hann í sömu andrá og kappa eins og Stallone og Schwarzenegger. Menn sem geta ekki leikið en eru hins vegar færir um að framkvæma ákveðna hluti í kvikmyndum - hluti sem njóta mikilla vinsælda á afþrey- ingarmarkaðnum. Sigurður Már Jónsson. Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Hjúkrunarfræöingar óskast í föst störf og til sumaraf- leysinga á bæklunarlækningadeild og á handlækn- ingadeildir Landspítalans. Sjúkraliðar óskast á fastar næturvaktir og til sumaraf- leysinga við handlækningadeildir Landspítalans. Hjúkrunarfræöingar og sjúkraliðar óskast á lyflækn- ingadeildir og á taugalækningadeild 11 -E sem verður opnuð að nýju 1. til 15. maí nk. eftir gagngerar breyt- ingar. Möguleikar eru á föstum kvöld- og næturvöktum. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunar- forstjóri Landspítalans í síma 29000. Hjúkrunarfræðslustjóri óskast við geðdeild Landspít- alans. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra geðdeildar Landspítalans fyrir 18. maí nk. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri geðdeildar Landspítalans í síma 38160. Sjúkraþjálfari óskast til sumarafleysinga við öldrunar- lækningadeild Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari öldrunarlækninga- deildar í síma 29000. Starfsfólk óskast til ræstinga við Landspítalann. Full vinna eða hlutastarf. Upplýsingar veita ræstingastjórar Landspítalans í síma 29000. Læknaritari óskast nú þegar við geðdeild Landspítal- ans. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri geðdeildar Land- spítalans í síma 29000-637. Starfsmaður óskast til frambúðar í fullt starf við fata- búr Landspítalans 14 A. Upplýsingar veitir yfirsaumakona í síma 29000-587. Reykjavík, 21. apríl 1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.