Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 43
DV. MÁNIÍDAGUR 2h APRÍL 1986. 43-, Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós MargrétDanadtottningísængFmks KonungsHjón Danmerkur, Margrét drottning og Henrik prins, hafa verið á ferð um Austurlönd að undanförnu. í þeirri ferð hafði Margrét það af að gista sæng Far- uks konungs og komst þar með í tölu þeirra fjölmörgu kvenna frá Margrét ásamt Henrik,j eiginmanni sínum, rétt áður en hún skaust upp í rúm Faruks konungs. hinum ýmsu heimshornum sem þar hafa dvalið næturlangt. Faruk hef- ur nú yfirgefið jarðlífið fyrir allmörgum árum þannig að Margr- ét missti ekki æruna fyrir tiltækið en það gerðu hins vegar nokkrar súperbombur sem mættu á svæðið þegar kóngsi var enn í fullu fjöri hérna megin grafar. Faruk var með litríkari persónu- leikum, svínfeitur fír með ólækn- andi spilafíkn og óblandinn áhuga á öðrum heimsins lystisemdum - konur þar meðtaldar. Hann yfirgaf þessa jarðvist sitjandi við matar- borð á veitingahúsi með glæsi- kvendi sér við hlið. Eftir þessum nautnabelg er sú fleyga setning höfð: „Bráðum verða bara fimm kóngar eftir í veröldinni - Eng- landskóngur og hjarta-, spaða-, tígul- og laufkóngur!" Nokkrum árum síðar voru bæði Englands- kóngur og sjálfur úr sögunni. Faruk var ekkert óvanur því að hans konunglega fleti gistu hressar konur frá hinum ýmsu heimshorn- um. Hún heitir Paulina Porizkova og það þarf ekki meira en nafnið, Pau- lina, til að upp í huga manns komi kvenleg fegurð, annaðhvort í loðfeldi eða sundbol. Hún klæddist því síðamefnda á myndinni sem gerði hana að „heitustu" fyrirsætu ársins, þegar hún birtist á forsíðu Sports Illustrated’s. Síðan þá hafa hvorki færri né fleiri en fjórtán tímarit birt forsíðumyndir af þessari undurfögru, 21 árs göralu tékk- nesku stúlku. Dóttir borgarstjórans Alison Eastwood, 11 ára dóttir Clints hins nýkjörna borgarstjóra i Carmel, ætlar að feta í fótspor föður síns og gerast kvikmyndastjarna áður en hún snýr sér að pólitíkinni. Hún hefur á síðustu árum leikið nokkur smáhlutverk i myndum gamla mannsins. Eftirleiðis stefnir hún þó hærra og heitir því að vera komin í aðalhlutverkin fyrir tvítugt. N autabanar sjá rautt Verkfall nautabana er yfirvofandi á Spáni þessa dag- ana vegna tilrauna Felipe Gonzalez í þá veru að sósíal- væða þessa aldagömlu íþrótt landsmanna. Höfuð þjóðarinnar vill tryggja félagslegt öryggi nautabananna en þeir gefa lítið fyrir hugmyndina, sjá bara rautt og heimta að hann fjarlægi fingurna frá þeirra einkamál- um. Annaðhvort óbreytt ástand eða ekkert nautaat verður iðkað á næstunni er hótun atvinnumanna í fag- inu og það er mikið í húfi fyrir fjárhagsafkomu landsins að halda nautabönum í hringnum. Spánn án nautaats væri eins og Frakklands án víns og osta, stórkostlegt hrun yrði í atvinnugreinum tengdum ferðaiðnaði. Það er hart deilt um réttmæti trygginga á hinum vösku köppum sem vilja ekki sjá opinber afskipti af þeirra málum og sjálfir segja þeir líkur á að Gonzalez neyðist til að láta undan núna - of mikið sé í húfi. Þeir einu sem gleðjast eru nautin sem hafa það bara náðugt og safna holdum í hóglífinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.