Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 48
s.'. Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju nm frétt - hringdu þá í síma 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafiileyndar er gætt. Við tökum við fiéttaskotum allan sólarhringinn. t-'r m %fr;i ai'in ;, sh : i uu Frjálst, óháð dagblaÖ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. fær ekki staðist - andstæður 67. grein stjórnarskrárinnar Samkvæmt dómi Hæstaréttar, er Hafíjarðarár á Snæfellsnesi, þau innheimtuaðilar. kveðinn var upp á föstudag, fær Thor R. Thors, Richard Thors, Þórð- f dómi Hæstaréttar er Thors-íjöl- hlunnindaskattur ekki staðist og er ur Thors, Unnur Thors og Jóna fris skyldan sýknuð af kröfu hreppanna í raun andstæður 67. grein stjómar- Thors, vildu ekki una því að greiða um greiðslur hlunnindaskattsins. skrárinnar þar sem segir að eigna- hlunnindaskatt af eign sinni og Hann er felldur úr gildi og fær ekki rétturinn sé friðhelgur. höfðuðu því mál gegn Kolbeins- staðist. Málavextir eru þeir að eigendur staðahreppi og Eyjahreppi er voru -EIR Sautján ára stúlka fómar- lamb nauðgara - árásarmaðurinn gengur laus Tilraun var gerð til að nauðga sautján ára stúlku á lóð Fjölbrauta- skólans á Akranesi um kl 3.00 aðfaranótt sunnudagsins 13. apríl. Stúlkan kærði árásina þegar til lög- reglunnar og vinnur rannsóknarlög- reglan á Akranesi enn að málinu. Lögreglan á Akranesi hefur ekki séð ástæðu til að skýra frá þessu atviki. Að sögn Ásmundar Vilhjálmsson- ar, fulltrúa bæjarfógetans á Akra- nesi, var árásarmaðurinn handtek- inn skömmu eftir verknaðinn. Gat stúlkan gefið greinargóða lýsingu á honum. Vegfarendur höfðu einnig séð til mannsins fara á eftir stúlk- unni inn á lóðina og einnig séð til hans eftir árásina. Bar vitnisburði þeirra saman við frásögn stúlkunn- ar. Árásarmaðurinn viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglunni að hafa ráðist á stúlkuna. Eftir játninguna var manninum sleppt og gengur hann nú laus. Stúlkan hlaut nokkur meiðsl við árásina en þó ekki alvarleg. Fékk hún fljótlega að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hennar. -GK 25 þúsund seiði köfhuðu Það tjón varð um helgina að 26 þús- und laxaseiði köfnuðu hjá Fiskeldi Grindavíkur h/f. „Það var áll sem átti sök á þessu. Állinn hafðist við ásamt fleiri fiskum í heitu vatnsbóli hjá okkur. Hann smeygði sér i gegnum dælur stöðvar- innar og áfram eftir lögnum þar til hann staðnæmdist í ventli og stíflaði þar með lögnina. Seiðin köfhuðu og állinn drapst," sagði Jónas Matthías- —*íðn, framkvæmdastjóri Fiskeldis Grindavíkur hf. „Fyrir okkur er þetta mikill skaði, stöðin er ekki stór. Hvert seiði er um 60-70 króna virði. Heildartjónið er því hátt á aðra milljón króna,“ sagði Jón- as. -KB Geriö verösamanburö og pantiö úr Simi: 52866 Þorsteinn hefur þá veg cg vanda af málinu. !i Stóðu sig vel Að vanda stóðu þeir sig vel, blaðberar DV á Akureyri, á laugardaginn. Auk þess að dreifa blaðinu til fastra áskrifenda bönkuðu þeir upp á í þeim húsum þar sem ekki eru áskrifendur og buðu blaðið til kaups. Það gerðu þeir vegna sérstaks Akureyrarblaðs er fylgdi helgarblaði DV að þessu sinni. Undirtektir voru góðar og seldist blaðið vel. Að lokinni dreifingu bauð DV blaðberunum upp á hamborgara, franskar og gos frá Bautanum. Það rann að sjálfsögðu vel niður eftir erilsaman dag. DV-mynd -JGH Veðrið á morgun: Litlar breytingar - vor í lofti Veður á morgun breytist lítið frá því sem var í gær og í dag. Nú er kominn sá tími að hægt er að fara að vonast eftir vorinu og í dag ber veðurkortið greinilegan vorsvip. 3-6 stiga hiti verður um allt land og áttin verður suðvestlæg með 2-4 vindstigum. Veður verður bjart og úrkomulaust sunnan-, vestan- og norðanlands, en búast má við ein- hverri úrkomu á annesjum austan- lands. -S.Konn Verktakar vilja flýta vegaftamkvæmdum: Þorsteinn hringdi loks í moigun „Það er ljóst að Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hefúr ekki kynnt sér tillögur okkar um að flýta vega- framkvæmdum. Við höfum matg- reynt að ná fundi hans, jafnvel gegnum forsætisráðherra, en hann hefúr ekki séð sér fært að tala við okkur fyrr en núna að hann boðar okkur á fúnd í dag,“ sagði Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Verktakasambandsins, í morgun. Sambandið óskaði eftir samvinnu um að færa vemlegm' vegafram- kvæmdir fram, sérstaklega til þess að koma í veg fyrir hrun hjá verk- tökum á þessu ári sem þeir telja óumflýjanlegt að öllu óbreyttu. „Við erum með tillögur um að fjármagna þessa tilfærslu hér innanlands og bendum einnig á það tækifæri sem býðst núna með lágu olíuverði til þess að gera framkvæmdirnar sem hagkvæmastar." „Það er óskpsamleg stefna að leggja helmingi vinnuvélaflotans á þessu ári og setja verktakafyrirtæk- in á hausinn. Á allra næstu misser- um verður aftur full þörf fyrir allan rekstur þeirra og þá verður dýrt að byrja upp á nýtt,“ sagði Pálmi Krist- insson. -HERB Arnarflugs- mál skýrast Búist er við að hluthafamál Amar- flugs skýrist síðar í dag eða á morgun. Engin fúndahöld voru um helgina en ræðst við í gegnum síma. Ráðamenn Amarflugs hafa leitað leiða til að svokallaðir níumemiing- ai- geti hafið samstarf við Helga Þór Jónsson um að endurreisa félagið. Helgi Þór hefur sagst geta lagt félag- inu til verulega fjármuni. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.