Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Page 20
20
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Ibróttir
mi
• Ómar Rafnsson,
Ómar sleit
krossbönd
Frá Þráni Ste£ánssyni, fréttamanni
DV á Akureyri.
Ómar Rafiisson, sem var einn al-
besti leikmaður Völsunga á Húsavík í
2. deildinni í knattspyrnu sl. sumar,
sleit nýlega krossbönd í hné. Þarf að
fara í uppskurð og litlar líkur á að
hann leiki í sumar. Það er mikið áfall
fyrir Völsung. Ómar lék áður með
Breiðabliki i Kópavogi og lék þá fjóra
landsleiki sem bakvörður. hsím
Frestað vegna
bikarúrslita
Vormót Ungmennafélags Keflavik-
ur, sem vera átti á laugardag kl.14,
hefur verið fært til sunnudags vegna
úrslitaleiks Everton og Liverpool sem
sýndur verður í sjónvarpinu í beinni
útsendingu á laugardag. Vormótið
hefst kl.14 á sunnudag.
FH-Akranes
- í litfa bikamum
Fyrstu deildar lið FH og Akraness
leika í litlu bikarkeppninni á morgun,
uppstigningardag. Leikuriim verður í
Kaplakrika í Hafharfirði og hefst kl. 14.
Fer Metgod
til Kölnar?
V-þýska liðið Köln hefur mikinn
áhuga á að fá Hollendinginn Johnny
Metgod til liðs við sig. Metgod, sem
hefur staóið sig frábærlega með Nott-
ingham Forest, er í miklu áliti hjá
Georg Kessler, þjálfara Kölnar. „Met-
god er leikmaður á heimsmælikvarða.
Ég vildi gjaman hafa hann í liði mínu
og veit að hann hefur áhuga á að
koma,“ sagði Kessler en hann þjálfaði
Metgod þegar þeir voru hjá hollenska
liðinu AZ 67 Alkmaar.
Hið háa verð sem Nottingham hefur
sett á Metgod gæti komið í veg fyrir
þessí kaup. Þeir vilja fá um 1,8 milljón
marka (u.þ.b. 34 milljónir kr.). Þessa
tölu segir varaformaður Köhiar,
Karl-Heinz Thielen, fáránlega. Það er
því óvíst hvort af þessum kaupum
verður. -SMJ
róttir
Iþróttir
Iþróttir
Urslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða kl. 18 í dag:
Verður Steaua fyrst
austantjaldsliða til
að sigra í keppninni?
Einn af hápunktum knattspymu-
vertíðarinnar í Evrópu, sjálfur úrslita-
leikurinn í Evrópubikarnum, keppni
meistaraliða, fer fram á Sanchez Piz-
juan leikvanginum í Sevilla í kvöld.
Að þessu sinni eru það lið Barcelona
og Steaua Búkarest sem keppa um
þennan eftirsóttasta knattspymutitill
í Evrópu.
Barcelona er eitt þriggja spænskra
liða sem komust í úrslit í Evrópu-
keppninni þetta tímabil. Það hefur
gífiirlega sterku liði á að skipa. I liðinu
em sjö leikmenn sem verða í spánska
landsliðinu í Mexíkó. Þar að auki er
v-þýski snillingurinn Bemd Schiister
á miðjunni og í framlínunni er skoski
markaskorarinn Steve Archibald.
Nokkur heppni hefur fylgt Barcel-
ona á leiðinni í úrslitaleikinn. Liðið
náði að slá Evrópumeistarana frá þvi
í fyrra, Juventus, út með 1:0 sigri
heima og 1:1 jafhtefli úti. Barcelona
var en heppnara í leik sínum við
sænska liðið Gautaborg. Töpuðu fyrri
leiknum 3:0 en unnu þennan mun upp
á heimavelli og komust áfram eftir
vítaspymukeppni.
Þetta tímabil hefur verið heldur rýrt
hjá Barcelona. Félagið varð 11 stigum
á eftir Real Madrid f 1. deildinni og
tapaði í úrslitaleik um spánska bikar-
inn fyrir Real Zaragoza. Það er því
ljóst að leikmenn Barcelona em þyrst-
ir í verðlaun.
uð á óvart í keppninni og sló m.a.
stjömum prýtt lið Anderlecht ömgg-
lega út. Þeirra bestu menn em
miðvallarleikmaðurinn Ladislau Bol-
oni og sóknarmaðurinn Marius
Lacatus. Báðir frábærir leikmenn.
til
Yrðu fyrstir austantjaldsliða
að vinna
Ef Steaua Búkarest vinnur leikinn
í kvöld yrði félagið fyrst austantjalds-
liða til að vinna Evrópubikarinn,
keppni meistaraliða. Aðeins Partizan
Belgrad hefur náð svona langt áður í
keppninni. Júgóslavneska liðið komst
í úrslit 1966 og tapaði fyrir Real
Madrid. Lið frá Spáni hefur ekki unn-
ið þennan titil síðan.
Steaua Búkarest hefur komið nokk-
Leikið í skugga Heysel harm-
leiksins
Mönnum er enn í fersku minni úr-
slitaleikurinn í fyrra - ekki vegna
knattspymunnar sem þar var leikin
heldur vegna harmleiksins sem átti sér
þar stað. 39 manns létu þá lífið eftir
að óeirðir bmtust út meðal áhorfenda.
Það er því mikilvægt fyrir knattspym-
unna að fá nú góðan úrslitaleik.
Öryggisráðstafanir í Sevilla em
miklar og ætti að vera tryggt að ekk-
ert í líkingu við það sem gerðist í fyrra
eigi sér stað nú.
Ensk lið hafa oftast unnið
Evrópukeppni meistaraliða hefur
farið fram síðan 1956 og hafa eftirfar-
andi lið unnið keppninna:
1956 ..........Real Madrid, Spáni
1957 ..........Real Madrid, Spáni
1958 ..........Real Madrid, Spáni
1959 ..........Real Madrid, Spáni
1960 ..........Real Madrid, Spánb
1961 ....................Benfica, Portúgal
1962 ....................Benfica, Portúgal
1963 ........... AC Mílano, Ítalíu
1964 ........Inter Mílano, Italíu
1965 .......Inter Mílano, Ítalíu.
1966 ..........Real Madríd, Spáni
1967 ...Glasgow Celtic, Skotlandi
1968 .Manchester United, Englandi
1969 ...........AC Mílano, Ítalíu
1970 ..................Feyenoord, Hollandi
1971 .......................Ajax, Hollandi
1972 .......................Ajax, Hollandi
1973 .......................Ajax, Hollandi
1974.. .Bayem Múnchen, V-Þýskalandi
1975.. .Bayem Múnchen, V-Þýskalandi
1976.. .Bayem Múnchen, V-Þýskalandi
1977....................Liverpool, Englandi
Stefnt að byggingu þrjátíu íþróttahúsa
Mikill áhugi er hjá mörgum sveitar-
félögum um byggingu íþróttahúsa og
fyrirhugað er að byggja þijátíu á
næstu ámm. Hér er um umtalsverðar
fjárfestingar að ræða þvi áætla má
byggingarkostnað íþróttahúsa í bilinu
25-30 milljónir króna eftir því hvaða
byggingagerð er valin. Sveitarfélög og
íþróttafélög leita því leiða til að koma
upp hagkvæmum og hentugum
íþróttahúsum á ekki alltof löngum
tíma.
- önnur ráðstefna um byggingu þeirra
kröfixr hinna ýmsu áhugaaðila um
byggingu íþróttahúsa og bygginga- og
verkefnisstjórn. Þá verður fjallað um
gerð starfe- og kostnaðaráætlana svo
og fiármögnunarleiðir. Farið verður
yfir helstu atriði sem varða byggingu
íþróttahúsa og einkum þau sem gætu
orðið til lækkunnar á stofii- og rekstr-
arkostnaði þeirra.
Ákveðið hefur því verið að efiia til
sérstaks námskeiðs um skipulagningu
og verkefnastjómun í sambandi við
undirbúning og byggingu íþróttahúsa.
Á námskeiði þessu verður fjallað um
Námskeiðið verður haldið dagana
16.-17.maí nk. og er þegar góð þátt-
taka. Leiðbeinendur á námskeiðinu
verða verkfræðingamir Jón Hjaltalín
Magnússon og Gunnar Torfason sem
veita allar nánari upplýsingar. Nám-
skeið um þetta efni var haldið í apríl
og var fullbókað á það. Þar komust
færri að en vildu.
Ásta Urbancic í öðni sæli á bandaríska háskólameistaramótinu í borðtennis
" . ■ " I
Ásta Urbancic, Eminum, varð í öðru
sæti á bandaríska háskólameistara-
mótinu í borðtennis sem fram fór í
Colarado. í slendingar eiga nú tvo góða
borðtennisspilara sem dvelja ytra við
nám, Hjábntý Hafsteinsson, KR, sem
stundar doktorsnám í tölvufræði við
Comell, og Ástu Urbancic, Eminum,
sem stimdar mastersnám í landafræði
við Maryland háskólann.
Bæði Hjálmtýr og Ásta unnu fjöl-
menna keppni innan síns skóla og
képptu í framhaldi af því á rnillisvæða-
móti þar sem háskólar á tilteknu svæði
leiða saman sína bestu menn til
keppni. Þar lenti Hjálmtýr Hafeteins-
son sem keppti um árabil með KR í
öðru sæti en Ásta sigraði örugglega
og vann þar með rétt til að keppa í
úrslitum í Colarado. Þar gekk henni
vonum ffamar og sló meðal annars
bandaríska unglingalandsliðsstúlku
sem flestir spáðu sigri, úr keppninni
og komst í úrslit. Þar tapaði hún
naumlega fyrir indverski stúlku sem
hún hafði reyndar unnið fyrr í keppn-
B-keppni Evropukeppninnar í körfu:
Njósnað rækilega um
im í Belgíu
Það verður greinilega allt gert til að
tryggja sem bestan árangur íslenska
landsliðsins i körfuknattleik á Evr-
ópumótinu sem fram fer í Belgíu eftir
nokkra daga. Eins og fram hefur kom-
ið í DV mun islenska liðið leika tvo
æfingaleiki gegn Hollendingum á
föstudag og laugardag í Hollandi.
Nú er ákveðið að þeir Kristinn Al-
bertsson og Hilmar Gunnarsson fari
utan á vegum körfuknattleikssam-
bands Islands og taki leiki Hollend-
inga og Pólverja upp á myndband en
þjóðimar leika tvo leiki fyrir b-keppn-
ina. Pólverjar eru sem kunnugt er í
riðli með íslenska liðinu og fyrsti leik-
ur okkar er einmitt gegn Póllandi.
Pólverjar leika einnig tvo landsleiki
gegn Belgum fyrir b-keppnina og
munu þeir Kristinn og Hilmar einnig
taka þá leiki upp á myndband. Ljóst
má því vera að Einar Bollason og
Gunnar Þorvarðarson landsliðsþjálf-
arar ættu að vita mikið um pólska liðið
þegar að leíknum gegn þeim kemur,
föstudaginn 16. maí.
Einar njósnar
Þeir Knstinn og Hilmar fara utan á
næstu dögum og nú mun ákveðið að
þeir Einar Bollason og jafnvel Gunnar
Þorvarðarson fari til Hollabnds og sjái
leik Pólveija og Hollendinga fyrir b-
keppnina. Landsliðsþjálfaramir munu
fara utan á undan landsliðinu en hitta
það síðan í Belgíu. -SK
Reiknað er með fjörutíu Islendingum á Evrópukeppnina í körfu
Allt stefiiir í mikla þátttöku í hópferð
sem Flugleiðir gangast fyrir á Evr-
ópukeppnina í körfuknattleik. Alls
bjóða Flugleiðir körfuknattleiksunn-
endum ijörutíu sæti og er reiknað með
þvi að þau seljist fljótlega upp enda
kostar pakkinn aðeins 16 þúsund krón-
ur. Innifalið er flug, gisting, morgun-
matur á Holiday Inn í Liege í Belgíu,
ferðir frá Luxemburg til Liege þar sem
leikið verður og ferðir frá hóteli á leik-
ina. Farið verður utan 15. maí og
komið heim þann 21. maí. Söluskrif-
stofur Flugleiða veita nánari upplýs-
ingar.
-SK
SSEfíL i Kvikmynd um sögu Vals í tiiefni 75 áia afmælis félagsins
Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavik-
ur, sem fresta varð 1. maí vegna
veðurs, verður haldin á uppstjgningar-
dag, 8. maí, á skiðasvæði Fram í
Bláfjöllum. Keppnin hefst kl. 13 en
skráning keppenda hefst kl. 11 í skála
Fram í Eldborgargili. Keppt er í svigi
og göngu og er um forgjafárkeppni að
ræða.
Rnattspymufélagið Valur verður 75
ára 11. maí nk. Félagið starfar nú í
fimm íþróttadeildum, knattspymu-,
handknattleiks-, körfuknattleiks-
skíða- og badmintondeild. Nú stunda
yfir 800 manns reglubundnar æftngar
og keppni á vegum Vals. Skráðir félag-
ar em um 1400.
Félagssvseði Vals er við Hlíðarenda
en þar fara nú fram miklar fram-
kvæmdir á vegum félagsins. Nýtt
íþróttahús er í byggingu ásamt bún-
ingsaðstöðu fyrir inni- og útiíþróttir
svo og nýtt félagsheimili. Þá em einn-
ig nýhafiiar miklar vallarframkvæmd-
Valsmenn gera margt til að minnast
75 ára afmælisins. Það verður gefinn
út minnispeningur og gerð sérstök
kvikmynd um sögu félagsins.
Á laugardagskvöldið verður haldið
kvöldverðarsamsæti á Hótel Sögu þar
sem m.a. verða afhent gullmerki fé-
lagsins fyrir félagsstörf. Heiðursgestur
verður Davíð Oddsson borgarstjóri.
Sunnudaginn 11. maí ætla Valsmenn
að hittast við styttu séra Friðriks Frið-
rikssonar í Lækjargötu. Þar mun
Albert Guðmundsson halda ræðu.
Þaðan verður síðan gengið út á
íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. Þar
verður vegleg íþróttahátíð. -SMJ
Iþróttir
Iþróttir
róttir
Iþróttir
m