Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Síða 34
34
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Aparassar í umferðinní
Eitt nýjasta tískufyrirbrigðið í
umferðinni er að skreyta afturenda
bfla með rauðu plasti sem nær milli
afturljósa. Á þetta plast er gjaman
ritað tegundarheiti bflsins. Þetta
skrautfyrirbæri sést aðallega á Golf,
Escort, BMW og Opel bílum. Ég var
ekki lengi búinn að virða þetta fyrir
mér þegar ég sá hversu líkt þetta
var rauðu aparössunum í dýragarð-
inum í Kaupmannahöfri. Vitanlega
skiptir engu máli þó ökumenn á Is-
landi kjósi að aka um með rauða
aparassa svo lengi sem það brýtur
ekki í bága við reglur um búnað
viðkomandi bifreiðar. Á sumum bfl-
anna gerist það þegar aparassinn er
settur á að skáningamúmer bílsins
er flutt niður fyrir höggvara bílsins
og er þá í myrkri óupplýst en apa-
rassinn hins vegar rækilega upplýst-
ur með ljósum þeim er áttu að lýsa
upp skráningamúmerið. Þó svo að
skrautlegt geti verið að aka um með
upplýstan aparass ætti það ekki að
verða til þess að númer bílsins væri
óupplýst.
Númerapláss
Gerð, stærð og lögun skráningar-
númera bifreiða hér er ákveðin með
lögum eða reglugerð. Sú reglugerð
eða þau lög veita enga undanþágu
þannig að hvemig sem það pláss er
lagað, sem ætlað er skráningamúm-
erinu á bifreiðinni, skal hið staðlaða
númer vera þar. Á ýmsum bifreiðum,
einkanlega bandarískum, er plássið
fyrir númerið þannig að með engu
móti er hægt að koma löngu númeri
þar fyrir. Hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins
hafa menn því tekið út og veitt skoð-
un bílum með aftumúmerið beygt í
U þannig að útilokað er að lesa
fyrsta staf og síðustu tölu skráning-
amúmersins. Þetta er vitanlega
óviðunandi og víst er að viðkomandi
bíleigendur myndu fegnir kaupa sér-
búið merki sem þá félli í stað þann
sem númerinu er ætlaður. Að halda
sig við stöðluðu númerin í þessum
tilvikum er aðeins asnaskapur. Til
þess að breyta þessu þarf víst að
breyta umferðarlögum eða reglu-
gerðum en þar sem breyting þeirra
hefir með hörmulegum hætti dregist
úr hömlu, svo sem Ömar Ragnarsson
benti á í ágætri grein í Morgun-
blaðinu nýlega, mætti hugsanlega
koma svona smárri breytingu með
fyrir næsta þing.
KRISTINN
SNÆLAND
LEIGUBÍLSTJÓRI
Neyðarljósin - þokuljósin
Hér vil ég benda á hina algengu
misnotkun nýju þokuljósanna sem
flestar bifreiðar, sem nú koma til
landsins, eru búnar. Þessi þokuljós
eru aftan á öllum eða nær öllum
nýjum bifreiðum og eru afar skær,
svo skær að þau skera mjög í augu
þeirra er á eftir aka, blinda þá hrein-
lega. Misnotkun ljósa þessara virðist
einkum koma fyrir hjá ungum öku-
mönnum sem finnst „stæll“ að aka
með þau kveikt, gjaman þeim sömu
og aka með rauðan aparass og svo
hjá kvenökumönnum. í öllum bif-
reiðum er sérstakur rofi fyrir ljós
þetta og auk þess ljós í mælaborði
sem sýnir þegar það er kveikt. Þessi
ljós má ekki nota innanbæjar og
ekki utanbæjar nema þegar skyggni
er sérstaklega vont. Þetta ættu
strákamir og konumar að athuga
og þannig forðast að blinda þá öku-
menn sem á eftir koma.
Glitaugu og skítur
Að lokum vil ég benda á að ástand
glitaugna aftan á vömbifreiðum er
oft einstaklega bágborið. Glitaugim
em skítug, brotin eða horfin. Þess
em líka dæmi að þó svo að vörubíll
sé vel búinn glitaugum þá sjást þau
ekki dögum eða vikum saman vegna
þess að ekki er hirt um að þrífa bfl-
ana. Slíka sóða ætti lögreglan að
taka og fær þá á næsta þvottaplan.
Það ætti að vera regla að mála þá
fleti á vömbifreið, sem snúa aftur,
ljósa og þrífa þá almennilega. Lág-
mark er að þrífa glitaugu, skráning-
amúmer og afturljós og við slæmar
aðstæður ættu bifreiðarstjórar
gjaman að gera það oft á dag.
Hvert fyrir sig og jafhvel öll saman
em framanskráð atriði ekki stórt
mál en óneitanlega liði mér betur í
umferðinni ef tillit yrði tekið til þess-
ara ábendinga.
Kristinn Snæland
„Misnotkun ljósa þessara virðist einkum
kom fyrir hjá ungum ökumönnum sem
fmnst „stæll“ að aka með þau kveikt,
gjarnan þeim sömu og aka með rauðan
aparass, og svo hjá kvenökumönnum.“
Árásin á Líbýu og Evrópufriðurinn
Nýlega hafa Bandaríkin gert
sprengjuárásir á Trípólí, höfuðborg
Líbýu. Þessar árásir hafa verið mjög
umdeildar: Auka þær líkumar á
kjamorkustríði? Em þær réttlætan-
legar sem svar við skæruhemaði
Khadafys Líbýuleiðtoga?Draga þær
ísland nær vettvangi hryðjuverka?
Stórveldaátök nálgast Evrópu.
Árás Bandaríkjanna á Líbýu em
e.t.v. uggvænlegustu átökin fyrir
heimsfriðinn síðan síðara heimsstríð-
inu lauk: Því síðan þá hefur enginn
þorað að nota bæði flota og flugher
við sprengjuárásir á sjálfstætt ríki
nálægt Evrópu. Að vísu gerðu Bret-
ar meiri háttar árás á Egyptaland
1957, en það var á þeim tímum þegar
kjamorkueldflaugatækni risaveld-
anna var ekki orðin nógu þróuð til
að hætta væri á að hún yrði dregin
með inn í takmarkað stríð eða væri
fær um að eyða heiminum.
Vaxandi innbyrðis átök hvitra
þjóða.
Síðan heimsstyrjöldinni síðari
lauk hafa átök stórveldanna að
mestu takmarkast við baráttu við
fjarlæga kynstofna: t.d. Sovétmenn
í Angóla og Mosambique og Banda-
ríkin í Víetnam og Grenada. Eftir
Víetnamstríðið hafa átakasvæðin
færst nær Evrópu og em milli hvítra
manna: Sovét í Afghanistan og nú
síðast Bandaríkin í Líbýu. Auk þess
hafa átökin í Líbanon færst á nýtt
stig með óbeinum stuðningi risa-
veldanna og stríð er milli írans og
fraks. Róstur hafa aukist á N-írlandi
svo og hryðjuverk í Nató-löndum.
Möguleiki virðist því á að sú frið-
helgishefð, sem virðist hafa ríkt milli
hvítra þjóða síðustu fjóra áratugi,
sé að brotna niður.
Kjallarinn
TRYGGVI V. LÍNDAL
SKRIFSTOFUMAÐUR
LANDSPÍT ALANUM
Khadafy: Eindæma illmenni?
Árásin á Líbýu hefúr m.a. verið
réttlætt með því að slíkt óhræsi sem
Khadafy Líbýuleiðtogi eigi ekki til-
verurétt. Þó mætti nefna hliðstæður
hans úr nálægum heimshlutum, svo
sem:
Mussolini Ítalíuleiðtoga sem í tvo
áratugi stundaði morð á pólitískum
andstæðingum, háði tækifærissinn-
uð landvinningastríð í Afríku og
dreymdi um að gera land sitt að stór-
veldi við Miðjarðarhaf.
Khadafy þykir af mörgum vera
bijálaður. Svipað hefúr verið sagt
um Khomeini, Mussolini og Hitler.
Til marks um það þóttj að allir þess-
ir menn aðhylltust blöndu af stjóm-
arstefhum sem ekki þykja geta með
nokkru móti farið allar saman: hem-
aðarhyggju, jafnaðarstefnu, þjóð-
emisrembing og kynþáttafordóma,
að viðbættu trúarofetæki af ýmsu
tagi.
Þessar hliðstæður minna á að
sjónarmið þessara manna studdust
við útbreitt fylgi meðal samlanda
þeirra. Slíkt flókið þjóðfélagslegt
vandamál kallar því á flóknari
lausnir en sprengjuárás á höfuðborg.
Tortryggilegur tækifærissinni.
Það sem verst þykir þó við Khad-
afy er stuðningur hans við alþjóð-
lega hiyðjuverkastarfsemi. Sýrland
styður hryðjuverkamenn en ólíkt
Líbýu viðhefur Assad forseti ekki
hótanir gagnvart alþjóð. I saman-
burði við hann er Khadafy svívirð-
ing við þá háttsemi í milliríkjavið-
skiptum á friðartímum sem hefur
tíðkast á Evrópusvæðinu í meira en
öld. Gorbatsjov treystir trúlega Re-
agan betur en bandamanni sínum,
Khadafy.
Skæruhemaður og hryðjuverk em
ekki nýtt fyrirbæri í sögunni, innan
ákveðinna landamæra, en ótak-
mörkuð alþjóðleg hermdarverka-
starfeemi hlýtur að virðast leiðtog-
um sem ógnun við öll hefðbundin
valdalandamæri: Ef ríkisvald missir
einkarétt sinn til ofbeldis blasir
stríðshætta við.
Árásin á Líbýu hefði verið réttlæt-
anleg ef hún hefði dugað til að
stórminnka hermdarverk og stríðs-
brölt Khadafystjómar því þau hafa
eflaust þegar orðið margfalt fleirum
að bana en árásin, í saklausum
mannslífum talið. En ef frekari á-
rásir þarf til er erfitt fyrir Islending
að finna siðferðilega réttlætingu á
slíkum fjöldaaftökum, sér í lagi þeg-
ar tekið er tillit til þess að það auki
líkumar á hlutdeild Islands í hryðju-
verkaaðgerðum eða kjamorkustríði
með hverri nýrri árás.
Tryggvi V. Líndal
„Möguleiki virðist því á að sú friðhelgis-
hefð sem virðist hafa ríkt milli hvítra þjóða
síðustu fjóra áratugi sé að brotna niður.“