Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 6
6 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru íyrir.15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru •verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,2570 og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verð tryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun ei því einnig 15,5%. 18 mónaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 T>0 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru yextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í maí 1986 er 1432 stig en var í mars 1428 stig, í febrúar 1396 og jan- úar 1364 stig. í apríl var hún 1425 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársíjórðungi 1986 ' er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) INNLÁN MEÐ SÉRKJ0RUM sjA sérlista lil liiiiiiiiiilllíl INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10,0 6 mán. uppsögn 12.5 12mán.uppsogn 14.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTURSparað J-5mán 13,0 Sp.6mán.ogm. 13,0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ Hlaupareikningar 4.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 INNLÁN gengistryggð 6 mán. uppsögn 3.5 GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjsdollarar 8.0 Sterlíngspund 11.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 útlAnóverðtryggð Danskar krónur 8.0 ALMENNIRViXLAR (forvextir) 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) ALMENN SKULOABRÉF 2) VIDSKIPTASKULDABRÉF 3) 15.5 HLAUPAREIKNINGAR ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ YFIRDRÁTTUR 9.0 SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 ÚTIÁN TIL FRAMLEIÐSLU sjAneðanmAlsd Lengri en2 1/2 ár 5.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.0 10,0 14,9 14.0 11.0 12.6 12.0 13,0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6,25 11.5 9.5 9.0 9,5 10.0 10.0 11.5 9,5 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 9.5 7.0 7.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 15,25 15,25 15.25 15.25 15,25 15.25 15,25 15,25 kge 19.5 kge 19.5 kfle kge kge 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15,5 kge 20,0 kge 20.0 kge kge kge kge 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 4.0 4.0 4.0 4.n 4.0 4.0 4.0 4.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,25%, í sterlingspundum 11,5%, í vestur- þýskum mörkum 6%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Útlönd Útlönd Útlönd Geislavirk vatns- ból í Chemobyl? Sænskir vísindamenn segja að Sovét- menn reyni nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að geislavirkur úr- gangur fró kjamorkuverinu í Chemo- byl komist í grunnvatn og ár við kjamorkuverið og mengi vatnsból. Segja þeir að Sovétmenn hafi með stórvirkum vinnuvélum reynt að ein- angra geislavirkt úrgangsvatn er notað hafi verið við slökkvistarf við kjamakljúf númer fjögur í Chemobyl og sýni gervihnattamyndir að ýtt hafi verið upp miklum vamargörðum um- hverfis kjamorkuverið í þeim tilgangi. Sænskir vísindamenn telja enn mikla hættu á því að geislavirkt úr- gangsvatn komist í ámar Pripyat og Uzh sem renna báðar í Dnéprfljótið og streyma um stóran hluta Úkrainu. Sænskir vísindamenn hafa látið hafa það eftir sér að viturlegt væri fyrir Sovétmenn að láta loka öðrum 27 kjamaoíhum af sömu gerð og þeim er brann yfir við Chemobyl sem nú er í notkun í Sovétríkjunum. Sovésk yfirvöld gáfu það í skyn í gær að kjamaofnamir 27 yrðu áfram í notkun og yrði ekki lokað. Kjamorkuslysið i Chernobyl hefur víða valdið mikilli ólgu. Á myndinni sést fjölmenn mót- mælaganga Pólverja er skunduðu út á stræti borgarinnar Vrocklaw og mótmæltu seinvirkum fréttaflutningi Sovétmanna af slysinu. Hertar efhahags- aðgerðir í Noregi Ný minnihlutastjóm Verkamanna- flokksins tók formlega við völdum í Noregi á hádegi í gær undir forsæti Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra. í hinni nýju stjóm em 18 ráðherrar, þar af 8 konur. Brundtland gaf þá yfir- lýsingu við valdaskiptin að efhahags- vandi Norðmanna yrði efstur á baugi hjá hinni nýju stjóm og búast mætti við hörðum efnahagsaðgerðum á næs- tunni. Ame Oeien, nýskipaður ráðherra olíu-og orkumála, sagði á fundi með blaðamönnum eftir stjómarskiptin að Norðmenn myndu ekki afneita þátt- Gro Harlem Brundtland, nýr forsætisráð- herra i Noregi, tók formlega við embætti á hádegi í gær. Ásamt henni eru átta konur í hinni nýju rikisstjórn. töku á fundum OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkja, og myndu leggja sitt lóð á vogarskálamar til að ná fram jafhvægi á heimsmarkaðsverði olíu á nýjan leik. Samtök olíuframleiðsluríkja hafa áður skorað á Norðmenn, er framleiða yfir 900 þúsund tunnur af olíu á dag, að taka þátt í aðgerðum samtakanna til að hafa stjóm á framboði og reyna að ná fram hækkandi heimsmarkaðs- verði. Knut Frydenlund var skipaður ut- anríkisráðherra norsku stjómarinnar og Johan Jorgen Holst var skipaður ráðherra vamarmála. Skakkaföll í sænskum ferðamanna- iðnaði vegna Chernobyl Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: „Ástandið er mjög alvarlegt" segir Ed Conradson, forstjóri sænska ferða- málaráðsins í New York. „Þúsunduir BAndaríkjamanna hafa afbókað ferðir til Svíþjóðar vegna kjamorkuslyssins í Sovétríkjunum. Áður hafði stefnt í metár varðandi ferðamannastrauminn en nú er öll uppbyggingin orðin að engu orðin vegna taugaveiklunar í Bándarikjun- um í kjölfar Chernobyl slyssins." Conradson sakar bandaríska fjöl- miðla um mjögöfgafulla frétta- mennsku af kjamorkuslysinu í Sovétríkjunum er haft hafi þessar af- leiðingar fyrir ferðamananstraumninn til Norður- Evrópu. Svipaða eögu er að segja frá öðmm Evrópuríkjum. Áður hafði óttinn við skæruliða GAddafys Líbýuleiðtoga dregið mjög úr straumi bandarískjra ferðamannas til Evrópu, og nú hefur kjamorkukslysið í Sovétríkjunum orðið til að auka enn á þann ótta. Þessar eldfjörugu rúlluskautaflugfreyjur rákumst við á í bandarísku stórblaði nýve- rið. Stöllurnar eru flugfreyjur hjá bandariska flugfélaginu Trans World Airways, en hafa siðustu niu vikur verið í hatrömmum vinnudeilum við yfirboðara sina ogjafn- löngu verkfalli. Þeim er, eins og islenskum stallsystrum sinum, auðvitað annt um launakjör og langar fjarvistir að heiman. Krefjast þær hækkaðra launa með auknum greiðslum dagpeninga í fjarvistum. í staöinn fyrir að ferðast um loftin blá þessa dagana láta þær sér nægja aö þeys- ast um stéttir og sali Logan alþjóðaflugvallarins við Boston á rúlluskautum og kynna málstað sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.