Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 7 jk Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Spurt á Seyðisfirði: Hverju spáir þú um úrslit kosn- inganna á Seyðisfirði? Pétur Jónsson hótelstjóri: - Róttæku öflin munu vinna þessar kosningar og afturhaldsmenn verða áhrifalitlir. Sigurður Júlíusson verkamaður: - Ég get engu spáð. Mér er alveg sama hvaða vitleysingar eru þarna við völd. Björn Eiriksson járnsmiður: - Ég held að þetta verði svipað. Ég á samt von á að nýi listinn komi einum manni að en á kostnað hvers veit ég ekki. Ólafur Kjartansson verkamaður: Það er mjög erfitt að spá um úrslit. Það er kominn nýr listi og þess vegna geta úrshtin orðið tvísýn. ísleifur Ástþórsson vélvirki: - Æth það verði ekki sömu hlutföll áfram. Nýi listinn fær tæplega mann inn. Gunnar Ragnarsson húsasmiður: Sjálfstæðismenn fá þrjá, Framsókn fjóra, Alþýðuflokkur einn, Alþýðu- bandalag einn og nýi listinn ekki neinn. Seyðisfjórður: Sami meirihluti síðustu 12 árin Síðastliðin 12 ár hefur meirihluti bæjarstjómarinnar verið skipaður fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hvort þessi meirihluti heldur velli núna er ekki gott að spá í. Hins vegar hefur nýtt framboð bæst í hópinn frá því í síð- ustu kosningum. Ekki er fráleitt að ætla að það geti riðlað þeim valdahlut- follum sem nú ríkja í bæjarstjóm Seyðisfjarðar. Nýi listinn er tilkominn vegna klofn- ings í Alþýðubandalagsfélaginu á staðnum. Hópur ungs fólks, sem ný- lega gekk til liðs við flokkinn, var ekki sáttur við þá sem þar vom fyrir. Þessi hópur sagði sig því aftur úr fé- laginu og ákvað að þjóða fram nýjan lista, sem ber nafnið Alþýðbandalags- menn og óháðir. Þeir sem eftir sátu buðu svo fram í nafni Alþýðubanda- lagsins. Fólksfjölgim hefur verið stígandi á Seyðisfirði undanfarin ár og íbúar þar em nú 1022. -APH Frá Seyðisfirði. Alþýðubandalagsmenn og óháðir: Búum í fátæku bæjarfélagi Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt og efsti maður á lista alþýðubandalags- manna og óháðra. „Þrátt fyrir að Seyðfirðingar leggi nótt við dag að mala gull fyrir þjóðar- búið búum við í fátæku þæjarfélagi. Þetta er stórpólitískt mál er varðar skiptingu auðsins í þjóðfélaginu. Sem sveitarstjómarmaður lendir maður í því hlutverki að fara með hattinn til misskilningsgóðra kerfismanna í Reykjavík og kría út fé fyrir þjóðþrifa- málum heima í bæjarfélagi þvi mikið skortir enn á að landsbyggðin sitji við sama borð og þéttbýlið hvað varðar nútíma aðbúnað svo sem félagslega þjónustu, samgöngur, atvinnu, um- hverfi og fleira,“ segir Þóra Guð- mundsdóttir, arkitekt og efsti maður á lista alþýðubandalagsmanna og óháðra. Þóra segir að listinn hafi sett um- hverfismálin á oddinn og þar beri hæst mengunarvandamál vegna loðnubræðslunnar. Einnig sé mikil- vægt að koma samgöngumálunum í betra horf. Á þvi sviði þafa Seyðfirð- ingar búið við mikið óöiyggi. -APH Alþýðuflokkun Meiri völd til svettarstjóma „Við leggjum höfuðáhersluna á mál sem ekki snerta beint sveitarstjómar- pólitíkina hér. Við viljum að sveitar- stjómimar fái mun meiri völd og forráð yfir því fjármagni sem er í hverju þyggðarlagi. 1 hnotskum vilj- um við að tekjustofnar verði færðir frá ríkinu til sveitarfélaganna og að þau verði sjálfstæð um hvemig þeim fjár- munum er eytt,“ segir Magnús Guðmundsson, skrifstofumaður og efsti maður á lista Alþýðuflokksins. Magnús telur upp mörg aðkallandi verkefni í byggðarlaginu. Meðal þeirra em umhverfismálin. „Það þarf að huga nánar að mengun lofts og sjávar og einnig að leggja áherslu á betra umhverfí í bænurn." -APH Magnús Guðmundsson, skrifstofu- maður og efsti maður á lista Alþýðu- flokksins. Framsóknarflokkur: Dægilegt mannlíf Jónas Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri og efsti maður á lista Framsókn- arflokksins. DV-mynd KAE „Aðalatriðið er að gera mannlífið hér dægilegra," segir Jónas Hallgríms- son, framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Framsóknarflokksins. Hann telur mikilvægt að haldið verði áfram að vinna að atvinnuupp- byggingu staðarins, einnig við bygg- ingu sjúkrahússins og bamaskólans. „Persónulega hef ég mestan áhuga á samgöngumálefnum. Ég vil að sani- göngur, bæði á sjó og landi. verði efldar. Því að ef þær eru ekki í lagi erum við illa í stakk búin,“ segir Jón- as sem stjómar fyrirtækinu Austfari. sem m.a. hefur ferjuna Norrönu á sín- um snærum. -APH Sjálfstæðisflokkur: Verður að byggja upp atvinnulvfið „Ég mun leggja aðal áhersluna á heilbrigðis- og umhverfismál. Einnig á uppbyggingu nýrra fyrirtækja hér. Hingað til hefur verið þröngt um lóðir og erfitt að fá fólk til að byggja upp atvinnulífið. Þessi mál þarf að leysa," segir Guðmundur Ingvi Sverrisson, læknir og cfsti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins. Guðmundur nefiiir fjölmörg verkefhi sem þarf að sinna á næsta kjörtíma- bili. Ljúka þarf við framkvæmdir við smábátahöfhina. Einnig þarf að ráðast í bvggingu íþróttahúss svo eitthvað sé nefht. -APH Guðmundur Ingvi Sverrisson, læknir og efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins. Alþyðubandalagið: Framkvæmdir fyrir fólkið „Við leggjum höfuðáhersluna á fé- lagsmálin og ýmsar framkvæmdir sem koma fólkinu hér til góða,“ segir Her- mann V. Guðmundsson, verkamaður og efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins. „Við viljum einnig að vatnsveitu- stöðinni verði komið í lag því hún hefur ekki nýst sem skyldi. Einnig er mikilvægt að þeim kvöðum, er hvíla á loðnuverksmiðjunni um mengunar- vamir, verði framfylgt. Þá leggjum við áherslu á að fleiri gangstéttir verði lagðar. Reyndar var unnið nokkuð vel að því verði haldið áfram af fullum að því verki á síðasta ári, en við viljum krafti.“ -APH ÚRSLIT 1982 Fjórir listar voru i framboði i kosningunum 1982. Á kjörskrá voru 598 manns og kjörsókn var 91,6%. Urslit uröu þessi: Alþýöuflokkur (A) 110 2 Framsóknarflokkur (B) 157 3 Sjálfstæðisflokkur (D) 185 3 Alþýðubandalag (G) 84 1 Eftirtaldir voru kjörnir i bæjarstjórn: Hallsteinn Friðþjófsson (A), Magnús Guömundsson (A), Þorvaldur Jóhannsson (B), Þórdis Bergsdóttir (B), Birg- ir Hallvarðsson (B), Theodór Blöndal (D), Ólafur M. Óskarsson (D), Ólafur M. Sigurðsson (D) og Hermann V. Guömundsson (G). Framboðslisti alþýðubanda- lagsmanna og óháðra: 1. Þóra Guðmundsdóttir 2. Jón Halldór Guðmundsson 3. Jóhanna Gísladóttir 4. Sigrún Ólafsdóttir 5. Einar Hilmarsson 6. Stefán Pétur Jónsson 7. Erla Blöndal 8. Hilmar Sigurðsson 9. Kristjana Bergsdóttir 10. Einar Jónsson 11. Pétur Kristjánsson 12. Karólína Þorsteinsdóttir 13. Hrafnhildur Gestsdóttir 14. Friðgeir Garðarsson 15. Árdís Sigurðardóttir 16. Hrafnhildur Borgþórsdóttir 17. Þórður Sigurðsson 18. Elín Frímann Listi Framsóknarfélags Seyðis- fjarðar: 1. Jónas Hallgrímsson 2. Birgir Hallvarðsson 3. Valgerður Pálsdóttir 4. Friðrik Aðalbergsson 5. Anna Karlsdóttir 6. Óla B. Magnúsdóttir 7. Björn Á. ólafsson 8. Ingibjörg Svanbergsdóttir 9. Páll Ágústsson 10. Gunnar Sigurðsson 11. Jóhann Stefánsson 12. Bjarghildur Einarsdóttir 13. Borgþór Jóhannsson 14. Jóhanna Sigurjónsdóttir 15. Gunnlaugur Friðjónsson 16. Ásta Sigtryggsdóttir 17. Þórdís Bergsdóttir 18. Hörður Hjartarson Listi Alþýðubandalagsfélags Seyðisfjarðar: 1. Hermann Guðmundsson 2. Margrét Gunnlaugsdóttir 3. Kolbeinn Agnarsson 4. Alfreð Sigmarsson 5. Inga Hrefna Sveinbjamardóttir 6. Stefán Smári Magnússon 7. Guðborg Sigtryggsdóttir 8. Snorri Emilsson 9. Sigrún Sigurðardóttir 10. Stefán Haukur Jónsson 11. Sigurbjörn Sigtryggsson 12. Erla Pálsdóttir 13. Einar Harðarson 14. Egill Sölvason 15. Níels Atli Hjálmarsson 16. Einar Pálmi Ottesen 17. Sveinhildur ísleifsdóttir 18. Einar H. Guðjónsson Listi Alþýðuflokksfélags Seyð- isfjarðar: 1. Magnús Guðmundsson 2. Hallsteinn Friðþjófsson 3. Þorkell Helgason 4. Helena Birgisdóttir 5. Halldór Harðarson 6. Þorsteinn Arason 7. Ámi Stefánsson 8. Anna María Haraldsdóttir 9. Hilmar Eyjólfsson 10. Bryndís Egilsson 11. Hulda Gunnþórsdóttir 12. Hjördís Þorbjörnsdóttir 13. Aðalsteinn Einarsson 14. Ólafur Kjartansson 15. Ásta Þorsteinsdóttir 16. Gunnþór Björnsson Listi Sjálfstæðisflokksins: 1. Guðmundur Ingvi Sverrisson 2. Ambjörg Sveinsdóttir 3. Sigfinnur Mikaelsson 4. Lilja Kristinsdóttir 5. Adolf Guðmundsson 6. Sigurbjörg Óskarsdóttir 7. Davíð Gunnarsson 8. Valgerður Petra Hreiðarsdóttir 9. Sveinn Valgeirsson 10. María Ólafsdóttir 11. Sveinbjöm Orri Jóhannsson 12. Ingunn Ástvaldsdóttir 13. Ólafur Þór Leifsson 14. Sigurbjörg Jónsdóttir 15. Níels Egill Daníelsson 16. Inga Sigurðardóttir 17. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir 18. Theodór Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.