Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 9 Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ymislegt sem að gagni mætti koma Ullartrefill, strigalímband, salem- ispappír, sólgleraugu. álpoki eða dúkur, sólkrem, vasahnífur, drykkj- arbrúsi, hitabrúsi, salttöflur (min- alka), heftiplástur, teygjubindi, sáragrisja, sárabögglar, græðandi krem, verkjatöflur, skæri, lítill speg- ill, nál og sterkur tvinni, öryggisnæl- ur, vasaljós og gleymið ekki rafhlöðunum sem best er að vefja í plast, varaáburður, hreinlætisgögn, eldhúsþurrkur, skóreimar. sterkir sokkar til að vaða ár í, plastpokar til að varðveita þurr föt, grannt Ferðalög og viðlegubúnaður: Hvernig best er að búa sig í íslenska útilegu Mest hefur borið á útlendingum í háfjallaferðum og eru myndavélamar óspart notaðar. nælonsnæri, áttaviti, kort, skriffæri og pappír, eldspýtur og dósahnífur. Gleymið svo ekki að láta einhvem vita af ykkur, hvenær þið leggið í ferðalag, hvert þið ætlið að fara og hvenær þig hugsið ykkur að snúa heim. Slík fyrirhyggja getur skipt sköpum í ferðalögum á fslandi. Fyrir þá sem hyggja á ferðalög um hvítasunnuhelgina er gott að hafa í huga að þótt heita eigi að sumarið sé komið er enn allra veðra von og því skynsamlegt að huga vel að við- legubúnaði. Ferðafélag íslands hefur tekið saman nokkur heilræði til þeirra sem hyggja á tjaldútilegur og gönguferðir. Tjaldið Að sumarlagi má notast við tjald sem vegur 2,5-3,5 kíló og miðast við tveggja manna stærð. Æskilegt er að tjaldið sé tvöfalt og að innra tjald- ið „andi“ en ytra tjaldið sé fullkom- lega vatnsþétt. Sé tjaldinu haldið uppi af glertrefjabogum er tryggara að hafa varastykki í bogana með- ferðis. Sjálfsagðir era fylgihlutir eins og aukahælar og stög ef eitthvað skyldi skemmast eða týnast. Bakpokinn Best er að bakpokinn sé á grind, rúmi 60-80 lítra og hafi stóra utaná- liggjandi vasa og burðarbelti sem helst skal vera stoppað. Raða skal þannig í pokann að sjúkragögn, nesti, regnfatnaður og aðrir hlutir, sem oft þarf að grípa til í skyndingu, séu efstir eða í utanáliggjandi vös- um. Þungir hlutir eiga að vera efst í pokanum næst baki en athugið þó að setja ekki oddhvassa eða óþægi- lega lagaðan farangur við bak. Svefnpoka og fatnað er gott að hafa í þunnum plastpokum til að verja gegn raka og regnhlíf úr þunnum, húðuðum nælondúk er æskilegt að hafa yfir bakpokann í rigningu. Heildarþyngd pokans ætti ekki að vera meiri en þriðjungur af þyngd þess sem ber hann. Svefnpokinn Dúnpokar era bestir en nú má einnig fá allgóða poka sem fylltir era með gervitrefjum. í sumarferðum er hagkvæmt að rennilás sé á pokanum en jafhframt að hann sé með sömu lögun og líkaminn og nái upp yfir höfuð. Þyngd pokans getur verið 1-2 kíló. Varist að vefja áldúk eða öðra vatnsþéttu um pokann meðan sofið er í honum því það veldur bæði óþægindum og raka í einangrunar- laginu. Gott er að hafa svampdýnu með í farangrinum og álteppi eða áldúk undir dýnuna til einangranar ef jörð er köld. Hitunartæki Margar gerðir era til af hitunar- tækjum en þær algengustu brenna annaðhvort spritti, bensíni eða era með gasfyllingu. Mun minni eld- hætta er af tækjum sem brenna spritti og þarf u.þ.b 30 grömm af spritti til að hita 1 lítra af vatni upp í suðumark. Gastæki eru til í mörg- um stærðum og gerðum og nefna má gerðina Camping S 200 sem veg- ur 500 grömm án fyllingar en hún vegur 270 grömm og endist í 180 mínútur á fullopnu. Fatnaður Hlýr nærfatnaður, tvennt af hvora og a.m.k. annar úr þunnri ull, einar sterkar hnébuxur, tvennir hnéháir ullarsokkar, styttri ullarsokkar eftir þörfum, léttár síðbuxur og gætið þess að eiga alltaf þurr föt þegar komið er í tjald en farið í röku fötin að morgni áður en ganga hefst. Ann- að nauðsynlegt er tvær þunnar ullarpeysur, tvennar skyrtur, dún- fyllt eða trefjafyllt vesti eða lopa- peysa, vindþétt silikonvarin poplinúlpa með hettu, létt regnföt, þunn lambhúshetta, vettlingar og sterkir gönguskór úr þykku leðri. Mörgum mun eflaust þykja þessi upptalning miðast við heimskauta- leiðangur frekar en stutta útilegu á Islandi, en þeir sem ferðast hafa um landið vita að ferðin getur staðið eða fallið með góðum útbúnaði. Þeim sem leggja i ferðalög svo snemma sumars veitir í öllu falli ekki af föð- urlandi í farangrinum. Nesti Stefha ber að þvi að nestið inni- haldi sem minnst vatn og þurfi sem minnsta eldun. Varla má ætla sér minna en 4000 hitaeiningar á dag í erfiðum gönguferðum með þungan farangur. Þeir sem hægar fara sér þurfa mun minna. Máltíðir: Morgunverður 30% dagskammtsins, eggjahvíturík fæða Miðdegisverður 30% dagskammtsins, val eftir smekk Eftirmiðdagur 10% dagskammtsins, aðallega kol- vetni Kvöldverður 30% dagskammtsins, staðgóð fæða en auðmelt. Hálendisferðimar um miðjan júlí Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas- sonar er þekkt fyrir hálendisferðir sínar en þær hefjast ekki fyrr en há- lendisvegimir verða færir eða um mitt sumar. „Við gátum byrjað snemma í fyrra- sumar eða um miðjan júní þvi veturinn var svo góður. Nú hefur einnig verið góður vetur í ár þannig að við ráðger- um fyrstu hálendisferðina 16. júní,“ sagði Ásdís Ágústsdóttir starfsmaður ferðaskrifstofunnar í samtali við DV. Fyrsta sumarferðin hefet núna 15. maí. Þá verður farið með hóp Englend- inga austur á Hellu þar sem gist verður á nýja hótelinu Mosfelli og síð- an farið í ferðir þaðan. Langstærstur hluti viðskiptavina Guðmundar Jónassonar era útlend- ingar, þar era Svisslendingar og Þjóðverjar fjölmennastir en þriðjir era Bretar. „Þetta er ekki ævintýrafólk heldur fólk sem er hrifið af stórbrotinni feg- urð landsins. Það hefur mikið af myndavélum meðferðis, einkum Þjóð- verjamir sem eru sífellt að taka myndir. Hálendisferðimar eru mjög vinsælar en einnig era margir sem kjósa að fara aðeins í hringferð um landið, “ sagði Ásdís. SUMARTÍMI Frá 12. maí til 13. september verða skrifstofur okkar opnar frá kl. 8.00 til 16.00. TRYGGINGANHDSIODIN P AÐALSTRÆTI 6-101 REYKJAVÍK - SlMI 26466 -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.