Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. TT Frjálst.óháð dagblað' Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Ólíkt hefst hann að Annars vegar lætur Reagan Bandaríkjaforseti varpa sprengjum að hávaðasömum meinleysingja, sem er við völd í smáríkinu Líbýu. Hins vegar fer hann í opinbera heimsókn til eins mesta fjöldamorðingja og rummungs- þjófs, sem uppi er nú á tímum, Suhartos í Indónesíu. Þetta dæmi gengur engan veginn upp. Að baki hinna tveggja ólíku aðgerða forsetans er grófur tvískinnungur og skortur á siðrænu mati, sem skaðar málstað vest- rænna ríkja, eins og svo margt annað, sem þessi forseti hefur gert og sagt á erlendum vettvangi. Indónesía skiptir töluverðu máli fyrir umheiminn, því að það er fimmta fjölmennasta land veraldar, óvenju auðugt að málmum, olíu og timbri. Þar hefur í tvo ára- tugi ráðið ríkjum valdaræningi úr stétt herforingja, stórum hættulegri umhverfi sínu en Kaddafi. Á ferli sínum í Indónesíu hefur Suharto látið slátra um 300 þúsund íbúum landsins. Tugir þúsunda pólit- ískra fanga hírast í fangabúðum og útlegð án dóms og laga, sumir í meira en áratug. Pyndingum er meira beitt í Indónesíu en flestum öðrum löndum heims. Þá hefur Suharto stundað útþenslustefnu með hræði- legum afleiðingum fyrir nágrannaþjóðirnar. Hann gerði innrás á eyjuna Timor fyrir einum áratug og hefur síð- an látið koma fyrir kattarnef 200.000 af 600.000 íbúum eyjarinnar. Þar eru ofsóknirnar óvenju ógeðfelldar. Bæði Timor og Irian, sem Indónesía sölsaði áður undir sig, eru vettvangur pyndinga, skipulagðrar eyði- leggingar menningar og þjóðhátta, og annarra ofsókna af hálfu hins illræmda hers Suhartos. Þetta framferði er með svartari blettum á mannkyninu. Að þessu leyti má skipa Suharto í fylkingu mestu ógæfumanna aldarinnar, með Pol Pot, Hitler og Stalín. En hann er líka einn mikilvirkasti þjófur nútímans, hefur mergsogið þjóð sína, er hálfdrættingur á við Marcos, sem nýlega var hrakinn frá Filippseyjum. Stjórnkerfi Indónesíu er talið eitt hið spilltasta í heimi. Ástralíumaður hefur skrifað afar fróðlega dokt- orsritgerð um, hvernig kona Suhartos, börn þeirra, bræður hans og aðrir nánustu vinir og ættingjar hafa rakað saman fé með því að misnota valdaaðstöðu sína. Marcos er talinn hafa stolið sem svarar 200-400 mill- jörðum íslenzkra króna. Suharto er talinn hafa komizt upp í 80-120 milljarða íslenzkra króna. Marcos hefur nú glatað völdum, en Suharto er fastari í sessi en nokkru sinni fyrr og baðar sig í sól Bandaríkjaforseta. Þegar Reagan var að búast til ferðar til að heilsa upp á Suharto, birti ástralskt blað yfirlit um þjófnað Indónesíuforseta og spillingu stjórnar hans. í hefndar- skyni var hinum áströlsku blaðamönnum, sem voru í föruneyti forsetans, vísað umsvifalaust til baka. Þetta olli forseta Bandaríkjanna auðvitað töluverð- um óþægindum. En hann lét sig hafa það að halda áfram hinni opinberu heimsókn eins og ekkert hefði í skorizt. En áróðursherferðin, sem Suharto hafði skipulagt gagn- vart fjölmiðlum, fór blessunarlega út um þúfur. Dæmigert fyrir Suharto er, að hann hefur óbeit á upplýsingum. Fréttamenn eiga erfitt með að komast inn í landið, þá aðeins til skamms tíma og er vísað úr landi af minnsta tilefni. Þannig hefur hann reynt að koma í veg fyrir alþjóðlegt umtal um glæpi sína. Eitt er að veita slíku fóli aðstoð, sem nemur um 80 milljörðum íslenzkra króna. En að heimsækja það þar á ofan opinberlega, tekur út yfir allan þjófabálk. Jónas Kristjánsson C&ci n'etf/uM Réne Magritte - Orðanna notkun 1,1928-29 Ollu má nafh gefa Allt hefur naí'n og eðli, segir mál- tækið. Ekki þræti ég fyrir það. En hver eru tengslin milli nafns og eðl- is? Um það eru spekingar ekki á eitt sáttir og nokkrir listamenn hafa endurspeglað óvissu þeirra. Magritte málaði til dæmis sína frægu mynd af reykjarpípu, sem hann kallaði „Þetta er ekki reykjar- pípa“. Sem er öldungis rétt hjá honum, því strangt til tekið er ekk- ert sem tengir orðið og hlutinn. Og ef út í það er farið, þá er heldur ekkert sem tengir orð, hlut og mynd. En hér erum við komin út í einum of flókna sálma. Höldum okkur við mannanöfh. Er ekki stundum eins og nöfn grói sam- an við fólk, þannig að án þeirra er fólkið berskjaldað? Enda er það jafh- an eitt fyrsta verk fangagæslumanna í einræðisríkjum að svipta menn nafninu og gera úr þeim númer. Þess vegna hef ég aldrei verið sáttur við þá sérkennilegu íslensku ráðstöf- rrn að breyta nöfnum erlendra manna, sem gera okkur þann greiða að setjast að á skerinu okkar. Okkur stendur því ekki á sama þegar einhverjir taka upp á því að skipta um nafn/nöfh, jafnvel þótt þeir hafi til þess góðar og gildar ástæður. Það var til dæmis með sorg, eða a.m.k. með trega, í hjarta að ég horfði á unga og spræka íslendinga, sem eru fyrir löngu orðnir þjóðhetjur sem Stuðmenn, taka sér far til Kína undir nafhinu Strax. Að skilja stuð Ekki það að ég lái þeim. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Kín- verjar beri fram „Stuðmenn", hvað þá að þeir hafi húmor fyrir þessu íslenska hugtaki „stuð“. En hvað gerist svo í Kína þegar hljómsveitarmeðlimimir hressu komast að því að á Shanghai mál- lýsku þýðir „strax“ sama og „stækja af mongólsku úlfaldataði"? Við hljótum kannski það nafn sem við verðskuldum, hvort sem við er- um einstaklingar eða hljómsveit. Tökum „Icy“ til dæmis. (Já, blessað- ur taktu „Icy“ og verði þér að góðu, segir vinnufélagi minn sem hefur þann leiðinlega sið að lesa af skerm- inum hjá mér). í talfæri Aðalsteinn Ingólfsson Er það ekki fullkomið bókmennta- legt réttlæti að „Icy-hópnum“ skuli hafa verið tekið fremur kuldalega i Bergen? Annars eru hljómsveitamöfh alveg í sérflokki, hvar sem er í heiminum. Ætli það sé nema í Rússíá sem hljóm- sveitir heita ennþá „Næturgalamir" eða „Skuggar"? Á Vesturlöndum kalla hljómsveitir sig öllum illum nöfnum og enginn virðist uppnæmur fyrir þeim. Plötu- snúðar smjatta á nöfhum eins og „Prefab Sprout", „Half Man Half Bisquit" og „Chumbawamba" án þess að blikna eða flissa. Ég gæti aldrei verið plötusnúður. Til þess þykja mér orð allt of skemmtileg. Norskur veruleiki og negrar En hljómsveitamöfh em ekki einu nöfhin sem mér þykir gaman að. Verðandi forsætisráðherra í Noregi heitir yndisþekku nafhi: Gro Harlem Bmndtland. Það er eins og ljóðlína í súrrealísku ljóði, þar sem þrenns konar „vemleika" er teflt saman. „Gro“ er vitaskuld ekta norskt „minni", uppfullt með því sem Ro- land heitinn Barthes mundi kalla „norskheit", þ.e. óbeinum tilvísun- um í geitarost, fjallaklifur og út- saumaðar skotthúfur. „Harlem" er svo allt annar hand- leggur. Upp í hugann flæða myndir af þeldökkum búkum sem dansa við takt frumskógarins í einhverri knæpunni í New York borg. Þama er hinni heilbrigðu og óbif- anlegu norsku tilveru teflt gegn hættum stórborgarlífsins. Er síðan ekki dálítið óþægilegan kynferðis- legan undirtón að finna í „Bmndt- land“? Svari nú hver fyrir sig. Kannski er þetta bara hið fræga „Verfremdungseffekt" sem Brecht gerði frægt í leikhúsinu. Það er eins víst að útlendingum þyki íslensk nöfh furðuleg. Þeir hafa a.m.k. átt í nógu miklum erfiðleikum með mitt nafh. Að heita eftir gnípu fyrir vestan Af þeim mörgu útsetningum af Ingólfsson, sem ég hef þurft að um- bera um dagana, þykir mér einna vænst um „Snogolfson", „Gingoff- son“ og „Isnogofsson". En hæfir nafnið mér, eða hefur það háð mér? Hefði mér gengið betur eða verr ef ég héti Hlymrekr (ekkert u), eftir gmpu fyrir vestan, eða tvöfóldu tískunafhi eins og Kári Már? Ungir handhafar slíkra og þvílíkra nafna verða að miðla okkur af reynslu sinni eftir nokkur ár. Skiptir nafhið svo miklu máli þeg- ar öllu er á botninn hvolft? Era það ekki hæfileikar sem gilda? „Gulli betra er göfugt nafn“, segir annar málsháttur. Bemie Schwartz var að sönnu myndarlegur ungur maður, en hefði hann fengið að kyssa Marilyn Monroe með svoleiðis nafhi? Óekki. Til þess varð hann að heita Tony Curtis. Og hefði nokkrum dottið í hug að fylgja að málum manni með nafnið Schicklgmber? Hvað þá að hrópa „Heil Schicklgmber" í tíma og ótíma? Ég held nú síður. Hitler var það heillin, stutt og snaggaralegt eins og Kodak. Þannig hafði nafh- gift bein áhrif á mannkynssöguna. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.