Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Helgi Grímsson: „ Og þokan lykur mig ljósri kyrrð“ í tilefni af áttræðisafmæli Snorra Hjartarsonar Eiginlegt er manninum að hugsa sér sífellt það sem gæti verið en er ekki; þeirrar gerðar eru vitsmunir hans. í huga mannsins verður hið mögulega þar með óðara lifandi raunveruleiki, hann smíðar þar nýj- an, öðruvísi. í listinni kann gildi og sannleikur möguleikans að birtast með fullkomnustum hætti; hún er í senn sjálfur hugsjónaveruleikinn og hugsjónin um hann. Því gefur listin nýtt fyrirheit öllum þeim sem eiga hlutdeild í henni, hvort heldur þeir yrkja hana eða taka við henni. Enn eykur það auðlegð listarinnar til handa öllum að samkvæmt eðli möguleikans er hún margræð; kröfu um túlkun gerir hún til hvers og eins sem tekur þátt. I því felst um leið frelsi hans - og réttur með þann draum sem hann á sér; og alls ólíkir reynast draumar manna vera, vísa jafnvel í mismunandi heima. Skáldskapur Snorra Hjartarsonar er mikil list, sannur ekki síst vegna skilyrðislauss trúnaðar við sjálfan sig og hugsjónina sem hann ber í sér öllum. Af þeim samþættu heilindum stafar jafnt listgildi hans og baráttu- gildi; list sem er sjálfri sér traust felur baráttuna í sér, sjálfkrafa leik- ur hún alltaf mikilvægt hlutverk í baráttu manna fyrir betri heimi. Samkvæmt þeim skilningi er hvorki hægt að meta hugsjón skáldskapar eftir yrkisefnum einum né aðferð; hún er ofin saman úr öllum þáttum hans. í skáldskap Snorra er reyndar bæði að finna fremur ljós baráttu- og ádeiluljóð - mest einkenna þau aðra ljóðabók hans, Á Gnitaheiði - og verk sem tjá hugsjónina skýr- ingalaust með allri gerð sinni - einni. Þeim síðamefiidu er enn brýnni lestrannáti sem leitast við að ráða í samhengi, greina tengsl eininga undir yfirborði þess sem sagt er ber- um orðum, í hinu táknlega. En þessi tvenns konar skáldskapur er ekki hvor öðrum ahdstæður og togstreit- inn hjá Snorra, einmitt vegna þess aflur að í báðum tilvikum eru heil- indin við listina sett öðru ofar; ólíkindin eru aðeins staðfesting á þeim. Að sönnu kann baráttugildi þessara ljóða að vera af tvennu tagi; engu að siður eru þau jafiigild blæ- brigði við hugsjónina. Og skyldi hún þá ekki vera ein, aðeins búin mörg- um hliðum og víddum; hugsjón um heim þar sem menn una friði og rétt- læti, frjálsir undan kúgun og grimmum ljótleikanum, um „fegurð og góðvild"? Kannski eru hér komin tvö horf sömu hugsjónar: frelsið er falið þar sem fólkið berst /.../ Þó dimmi á hættum vegum er engu að kviða: þau ljóma hin rauðu log og lífið er beint af augum; þú horfir sýkn fram á heilli gjöfulli tíma, sérð heiðan vorblæ nema hvem dal og tind og frjálsa menn njóta fegurðar starfs og drauma hjá fornum múram, við blóm og lind. („í Eyvindarkofaveri“) Flýgur tjaldur yfir mynd sinni út blælygnan vog fljúga tveir tjaldar breiddum faðmi móti hafi himni hvor öðrum inn í sófhvita þögn og hillingar langt út á firði. („Við sjó“) Ljóðabækur Snorra fiórar eru gefnar út með löngum hléum á 35 ára bili; Kvæði 1944, Á Gnitaheiði 1952, Lauf og stjömur 1966 og Haust- rökkrið yfir mér 1979. Þarf ekki að fjölyrða um hve ólíkur er sá persónu- legi, bókmenntalegi og þjóðfélags- legi veruleiki sem þær spretta úr; sérkenni þeirra, misglöggt bundin samtimanum, eru líka margvísleg. Þannig hlýtur hugsjónin að birtast í ljóðunum í afar fjölbreytilegum myndum: Kvöldar á liimni, kvöldar i tijám, kyrrðin stigur upp af vötnunum, læðist i spor mín gegnum rökkrið sveipuð léttri drifhvítri slæðu, tekur mig við hönd sér, hvíslar máli laufs máli gáru við strönd og löngu kulnaðs náttbáls á heiði: ég er bið þin og Ieit, ég er laun þeirrar leitar og þrár, ég er komin. („Kyrrð“) Þar með er henm líka ætlað að rætast í öðru og hlutlægara formi en staðlausri kyrrð, í ýmsum til- brigðum við friðland og ljúf heim- kynni - hún er „vorland sólgræns friðar", „morgunhvítt líknarland": Tindar bláir og skærir við skýarof skyggnast úr kyrrð og heiði máttugra tíva um landið fagra sem loganna brim gróf, landið þitt og hið ókimna land blómgaðra fræva. („Rauðir gígar og grár sandur“) Ókunna hugsjónalandið er jafn- sannur veruleiki og jarðbundið gijótið. I erindinu er sjálfsögðum raunveruleika hugsjónarinnar hald- ið fram með því að fá henni fast land. Leyndir, magískir eiginleikar hug- sjónarinnar og hins mögulega koma þó einmitt fram í lýsingu þessa lands - endalaus fyrirheit búa í hinu óþekkta og frjósama. Heimkynni í ljóðum Snorra tengj- ast náið bemsku; minningin er þar áleitin: í mjúku grasi leitar golan minninga, strýkur mér barni um vanga: það er vor, ég hef vakað hjá ánni og hlustað á svanina, nú hefja þeir flug gegnum hjarta mitt, fljúga með frið minn og unað eitthvað burt austur um blárökkrið, hingað Hingað til heiðarvatnanna undir jöklinum. í kvöld er ég heima. Kyrrðin er djúp, hver álft sefur. /.../ („Á Amarvatnshæðum“) Merking þess að vera heima er þó víðfeðmari en blasir við í fyrstu. Því veldur að hluta sú afstaða til tímans í skáldskap Snorra að hann sé ekki framrás með andstæðum fortíðar, nútíðar og framtíðar heldur allur einn, núið sama og eilífðin: staka samhengi er munurinn þess vegna endanlega aðeins á hugtaka- sviðum. Allt sem var lifað og allt sem hvarf er, það sem verður dvelur fiær ónuminn heimur, hulið starf; hús þessa dags stóð reist í gær. („Mig dreymir við hrunið heiðarsel“) I ljóðinu um kyrrðina heima renna minning og nútíðarskynjun þess sem talar alveg saman; ákaflega mikil- væg afleiðing af viðhorfinu til tímans er einmitt að minning um liðna sælu og fegurð og svo draum- urinn um að slíkur sé veruleikinn einnig eru tvær hliðar á hinu sama; minningin birtir hugsjónina um það sem gæti orðið - og mun verða, e.k. minning um hið ókomna sem er. Að eiga heima er þess vegna líka hug- sjónin um hið mögulega. Auðvitað er hér leikið á sviði túlk- unar. Það skiptir ekki litlu hverri merkingu lesandi ljóðsins gæðir heimkynnin með sínum forsendum, reynslu, tilfinningum og hugmynd- um. Fullgild er þá líka sú túlkun að minningin visi ljóslega í aðeins eina átt, til ákveðinna heimaslóða aftur í æsku. Sama máli gegnir um hvem- ig ráðið er tákngildi þeirrar birtu sem hugsjónin leitar eins forms í í ljóðum Snorra: En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina rís tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er forinni heitið. (,,Ferð“) Sumir vilja e.t.v. sjá í ljósinu þjóð- félagslegan veruleika, aðrir trúar- legan, enn aðrir listina. Það lætur skáldskapurinn sig í raun einu gilda svo lengi sem menn leita sannleika; hann leggur ekki út af sjálfum sér, hans háttur að miðla merkingu er annar, í því liggur líka mikilvægi hans. Hér er um túlkun og upplifim að ræða, móttökuskilyrði - í því sér- í skáldskap Snorra er náttúran ævinlega nálæg; í henni býr einkum sú umlykjandi kyrrð sem sterklega einkennir ljóðin og er snar þáttur hugsjónarinnar. - Öðrum þræði er náttúran tákn hennar. En hún er Hka í ljóðunum í nafiii sjólfrar sín og eiginleika sinna: Þann frið sem maðurinn leitar finnur hann í nátt- úrunni- og sjálfum sér að því leyti sem hann er líka náttúra. Samruni manns og náttúru er því ein forsenda þess að draumurinn um vemleika geti ræst. Þess vegna er það að í skáldskap Snorra slær maðurinn ekki eign sinni á náttúruna, hefur sig upp yfir hana og gerir hana þar með að andstæðu sinni - hann leit- ast við að verða eitt með henni. I Laufi og stjömum kemur hin af- dráttarlausa samlíðan með nóttúr- unni einna víðast fram; í „Lyngi“ gefst ljóðmælandi algerlega unaði jarðarinnar: Gott er að leggjast í lyngið, sjá lauf glóa, finna kvik fjaðurmjúk atlot þess, fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lóg sólin lækkar og lyngbreiðan er ilmgrænt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku. Sameining manns og nóttúm heyr- ir svo aftur til víðtækri viðleitni til að upphefja andstæður; tímaskiln- inginn má einmitt rekja til hennar. Ég held að þessi valdsvipting and- stæðna eigi stóran þátt í því hve heillandi ljóðheimur Snoira er. Því þannig er kannski líka gerður sá útópíski heimur sem maðurinn á sér eilíft fyrirheit um en reynist erfitt að finna stað nema í endalausum hugsmíðum, fullkomleikinn sjólfur - allt í því jafnvægi sem reyndar er ef að er gáð torskilið til fulls einni saman þess konar rökvísi sem okkur er ærið töm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.