Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Umboðsmann vantar á Breiðdalsvík. Uppl. gefur Geirlaug í síma 5662 og afgreiðsla DV í síma 91-27022. Nauðungaruppboð á lausafjármunum Að kröfu ýrriissa lögmanna, banka og stofnana fer fram nauð ungaruppboð á lausafjármunum laugardaginn 17. maí 1986 og hefst kl. 13.30 að Kaplahrauni 3, Hafnarfirði. Krafist er sölu á þessum bifreiðum: G-1062, G-1173, G-1186, G-1935, G-3295, G-5596, G-5603, G-5708, G-7154, G-7440, G-8081, G-9744, G-10167, G-10544, G-11845, G-12834, G-13182, G-13751, G-14390, G-14430, G-17713, G-18017, G-18353, G-19039, G-19088, G-19570, G-19625, G-20142, G-20530, G-20573, G-20976, G-21114, G-21308, G-21359, G-21489, G-21607, G-21998, G-22016, G-22089, G-22134, G-22197, G-22501, G-22534, G-22702, G-22724, G-22875, G-22892, G-23401, G-23475, G-23573, Y-8302, E-902, Ö-6383, Ö-6972, H-1603, Y-8845, Y-9626, Y-11416, V-1538, R-9568, R-23236, R-34666, R-46443, R-56561, R-60063, R-65404. Einnig er krafist að selt verði: Hljómflutningstæki, myndbandstæki, sjónvarpstæki, Apple III tölva, sófasett, sófaborð, ölskápar úr verslun, 2 stk. IWO-kæliborð og 6 stk. búðarkassar, ísskápur, Ijósritunarvél, skrifborð, fræsivél, þvottavél, blöndunartankar, átöppuharvél, R-73870, Kawasaki 555, árg. 1982, Volvo 495 vélaflutningavagn, Mercedes Benz, árg. 1968, Land-Rover, árg. 1973 og Caterpillar jarðýta. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað, á Seltjarnarnesi og sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð w a lausafjármunum Að kröfu tollinnheimtu ríkissjóðs í Hafnarfirði og þrotabús Hafskips hf. fer fram nauðungaruppboð á ótollafgreiddum vörum og vörum sem eigi hafa verið leystar út frá farmflytjanda laugardag- inn 17. maí 1986 og hefst það kl. 14.00 í vörugeymslu Dvergs hf. v/Flatahraun í Hafnarfirði. Af hálfu tollinnheimtunnar er krafist að selt verði: 6 plts. Bakery wheatflour, 5923 kg (Arnarbakarí); 6 plts. Ba- kery wheatflour, 5923 kg (Arnarbakarí); 641 crt. cork floor tiles, 7051 kg (Bláfell sf.); 1 case tools ,92 kg (burstar); 1 kll. sengetil- behör, 25 kg. (Danco hf.); 1 co. seng, 90 kg. (Danco hf.); 8 crt. decorated earthenware, 332 kg (Donna hf.); 1 spare parts, 18 kg. (Fit hf.); 1 fat og 9 kanner STC, 445 kg. (Fit hf ); 1 kll. Hintersc- huttung, 150 kg. (Garðafell hf ); 2 blanketter, 24 kg. (Grímnir hf.); 6 crt. sportfiskeparavaner, 41 kg. (Grímnir hf.); 2 wood box hy- draulic rock, 1103 kg. (Hagvirki hf ); 1 casespare part earthmowing machine, 306 kg. (Iceplant Itd); 13 kll. eldhúsinnréttingar, 108 kg. (Innréttingar hf.); 22 kll. eldhúsinnréttingar, 134 kg. (Innréttingar hf.); 64 c. sælgæti (íslensk dreifing); 206 ks. af 904 sælgæti (ís- lensk dreifing); 45 ktt. tilsætningspulver, 990 kg. (íslensk matvæli hf.); 1 soyalecithin, 25 kg. (íslensk matvæli hf. v/Mar hf.); 3 kll. vefnaðarvara, 45 kg. (Jógi c/o S. Sigurðsson hf.); 1 pll. dör & karm, 98 kg. (Bústofn hf.); 3 crt. armatur, 35 kg. (Bústofn hf ); 1 Stuc Man Sattelsug, 11185 kg. (Kauphóll); 1 unverp Ackermann Fruhauf, 6920 kg. (Kauphóll); 25 crt. sanitaryware shower encl. og 5 crt. fitting, samt. 731 kg. (Kjartan Jónsson); 8 kll. húsgögn (Nýform); 10 kll. húsgögn, 236 kg (Nýform); 6 kll. húsgögn, 336 kg (Nýform); 2 kll. trélistar, 100 kg. (Rúnar Karlsson); 1 unp. still- elektro gabelst, 4870 kg. (Steinbock-þjónustan); 1 unp. Stein- bockitreibagas-ga berstapler Mlt, 4400 kg. (Steinbock-þjónustan); 3 pll. paprsekker, 2496 kg. (Strandir hf ); 1 crt. leir, 50 kg. (Svan- hvít Magnúsdóttir); 23 kll. sengemöbler, 320 kg (Tréborg); 14 kll. trémublur, 158 kg (Tréborg); 10 kll. húsgögn, 151 kg (Tréborg); 53 kll. húsgögn (Tréborg); 2 Dang goods, 5 kg. (Tæknivörur); 1 ctn. Danfoss products, 25 kg. (Vélsmiðjan Héðinn hf.). Af hálfu Hafskips hf. er krafist að selt verði: 15 stk. píanó (K. Torfason), 15 carton plaströr o.fl., 121 plast- vörur, 44 búnt slöngur (Jógi hf.), 2 cart. civinycel (Polyester hf.), 5cart. katalogvörur (Póstversl. Prima), 1 coll. hnoðvél (Matvælaiðj- an Mar), 1 ks. varahlutir (Tækjasala H. Guðmundsson), 1 coll. varahlutir (Skóhöllin), 1 pall. Developer negative (framköllunar- vökvi), (Prisma), 8 coll. húsgögn (Tréborg), 1 coll. rúm (Danco), 1 ks. varahlutir (Tækjasalan hf.), 3 pall. pokar (Strandir hf ), 1 ks. Caravan accesories (Reynir Adamsson), 10 coil. húsgögn (Nýform hf.). Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Hálft i hvoru gefa á næstunni út plötu. Nýtt efni og nýir liðsmenn. Sitt af hverju - um Hálft í hvoru Sveitin Hálft í hvoru sendir á næstunni frá sér nýja plötu. Er hér um að ræða stóra tíu laga plötu með lögum eftir núverandi og fyrrver- andi liðsmenn, utan eitt sem fengið er að láni frá írlandi. Sitt af hverju hefur drifið á daga sveitarinnar frá því hún lét heyra í sér síðast. Mannabreytingar hafa orðið og verða í kjölfar nýju plöt- unnar. Þegar upp verður staðið er Gísli Helgason sá eini sem verið hefur með frá upphafi. Herdís Hallvarðsdóttir gekk til liðs við Hálft í hvoru fyrir ekki svo ýkja löngu og Guðmundur Benedikts- son bættist nýlega í hópinn. Síðast en ekki síst mun Hannes Jón Hannesson taka sæti Inga Gunn- ars Jóhannssonar sem hættir innan skamms eftir fimm ára veru í flokknum. Þau skipti eiga sér stað þegar við útkomu plötunnar. Áætlað er að gefa plötuna út 20. maí ef skurður og pressun ganga að óskum. Upptökur fóru fram í Stemmu og Hljóðrita. Upptöku stjórnaði Gísli Helgason og honum til aðstoðar var hinn fjölhæfi Diddi fiðla. Diddi tók jafnframt upp ásamt syni sínum Ólafi Kjartani Sigurðssyni. Diddi fiðla kemur fram á plöt- unni ásamt ýmsum kunnum tón- listarmönnum. Björn Thoroddsen lék með á gítar og Ásgeir Óskars- son sá um allan áslátt. Auk þessara þriggja spilar fyrsti hornleikari sinfóníunnar undir í einu laganna og einnig heyrist f MK kvartettin- um. Sannarlega fjölskrúðugt lið tónlistarmanna. Tónlistin er að sama skapi fjöl- breytt. Hún hefur breyst með nýju fólki. Vísnaáhrifin eru ekki eins áberandi og áður þó ekki sé þeim algerlega ýtt til hliðar. Svið tón- listarinnar er breitt, rokk, popp og ballöður, svo dæmi séu tekin. Jafn- vel örlar á fusion áhrifum. Textarnir eru ekki síður fjöl- breyttir. Meðal textahöfunda má nefna Iðunni Steinsdóttur, Hannes Jón, Herdísi og sjálfa Vatnsenda- Rósu. Auk þess þýddi Ásgeir Ing- varsson einn texta úr ensku. Götumynd. Það kemur platan til með að heita eftir einu lagi plöt- unnar. Hálft í hvoru gefa gripinn út sjálf, nú á tímum útgefendahal- læris. Veglega verður staðið að út- gáfunni. Tónleikar eru fyrirhugað- ir á Borginni fljótlega eftir útgáfudag og í júní verður farið í hljómleikaferð um landið. Götu- mynd Hálft í hvoru ætti því ekki að fara fram hjá neinum. Ekki sakar svo að geta þess að Gísli Helgason fær afhenta gull- plötu á útgáfudegi Götumyndar. Gísli fær gullið fyrir Ástarjátn- ingu sína sem kom út í fyrra og hefur nú verið dreift í um það bil 6000 eintökum. -ÞJV „Ha? Erum vid hættir?“ „Hvað ertu að segja. Erum við hættir? Nei, hættu nú alveg...“ Helgi Bjömss. var heldur betur hissa þegar undirritaður kannaði þá flugu- fregn hvort hljómsveitin Grafík hefði lagt upp laupana. Hann kom alveg af fjöllum. „Það er ekkert til í þessum sögu- sögnum," bætti hann við. „Við höfum einungis verið í vetrarfríi." Þar með féllu sögusmettur á eigin bragði. Enginn fótur fyrir flugu- fregnunum. Ekki einu sinni annar. Svíar spenntir Þeir Grafíkmenn hafa verið ýmis- legt að bardúsa hver i sínu lagi í vetur, Helgi verið hjá Leikfélaginu og Rafn meðal annars leikið með Possabillis. Þeir hittast aftur með hækkandi sól. „Við stefnum að því að vera með á rokklistahátíðinni í júní. Einnig verðum við á ferðinni í kringum verslunarmannahelgina. En við ætl- um ekki að slíta okkur út á ballspila- mennsku í sumar.“ Til hvers líka ef betra er í boði? Grafík fékk mjög góðar viðtökur í sænskum útvarpsþætti um páskana. „Aðilar þarna úti vildu allt fyrir okkur gera. Það er hins vcgar ekk- ert búið að ákveða í því sámbandi ennþá. Við orum að kanna málin,“ sagði Helgi Björnsson. -ÞJV Graffk ásamt aðstoðarmönnum í Roxzý á dögunum. Ekkert til I þeim sögusögn um aö þeir séu að hætta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.