Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 19 Norskir jötnar í Norræna húsinu Deviris kalla þeir sig - Norðmenn- irnir fimm sem nú sýna í kjallara Norræna hússins. Listamennimir eru allir á sama aldri, standa ú fer- tugu, hafa nokkuð svo sambærilegan bakgmnn - nám og sýningar - og eru vinir. Það ætti að duga mönnum til að rotta sig saman í grúppu. Þrír úr Deviris komu í eigin per- sónu til íslands til að vera við opnun sýningarinnar í Vatnsmýrinni. Helg- arblaðið hitti tvo þeirra, mynd- höggvarann Axel Tostrup og málarann Ulf Valde Jensen. „Við lentum í því að sýna saman sumarið 1984 í Moss í Noregi,“ sagði Jensen okkur. „Þetta var sýning sem eftir var tekið. Tuttugu og fimm þús- und manns komu og skoðuðu verk okkar. Og blöðin auðvitað og sjón- varpið - og síðan hefur verið meira en nóg að gera við að sýna. Við ætl- uðum að sýna í Tammerfors í Finn- landi um þetta leyti núna, en þegar boðið kom frá Norræna húsinu, köst- uðum við því frá okkur í bili og fórum hingað. Tammerfors næsta ár. Eða Grænland. Það stendur líka til.“ „Já,“ sagði þá myndhöggvarinn, Axel Tostrup. „Við höfum verið að færast í vesturveg upp á síðkastið. Deviris í vesturveg gæti eins verið okkar mottó, því við höfum færst æ vestar á jarðkringlunni síðan sumar- ið í Moss. Nú stendur nefnilega til að við sýnum á Grænlandi. Ég held að það sé í fyrsta sinn sem menn flytja listsýningu til Grænlands.“ Ulf Valde Jensen virðist mála í anda „nýja málverksins", sem ein- hvern tíma var nefnt svo hér á landi. En kannski er það rangnefni, kannski er „nýja málverkið" ekki lengur nýtt. En sýningin er „ný“ - hún er fersk og sterk - enda verkin frá allra síðustu árum, sum reyndar unnin í ár. Tostrup hefur greinilega tilfinningu fyrir eilífðinni, því hann vinnur í marmara sem aldrei hverf- ur, aldrei eyðist, aldrei breytist. Og því til sannindamerkis hefur hann valið úr eitt verka sinna á sýning- unni og fært Norræna húsinu að gjöf. - Hvernig lýst ykkur á ísland? „Við fórum þennan nærtækasta rúnt,“ sagði Jensen. „Þingvellir, Geysir og Gullfoss. Það var stórfínt. Alveg stórfint." - Engin hætta á að þið flytjist hing- að til að mála landslag eins og svo margir íslenskir málarar fást við? „Það er skiljanlegt að landslags- málverk hafi myndað tradisjónina hér. En við þekkjum dável til ís- lenskrar myndlistar. Svavar Guðna- son er fi-ægur maður. Eins og Kobra-hópurinn í heild. Og íslensk myndlist er alþjóðleg. Hún er sterk." Norsk myndlist er væntanlega líka „sterk“ - ef marka má sýnishom Deviris-manna í Norræna húsinu. -GG Ulf Valde Jensen og Axel Tostrup við skúlptúr eftir þann síðarnefnda. 75%&80% Nú býöur Samvinnubankinn tvo nýja og glæsilega kosti: ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 18 mánuði. Vextir eru 7,5% umfram verðbætur. ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 24 mánuði. Vextir eru 8,0% umfram verðbætur. Ávöxtun sem breytir öllu dæminu. SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.