Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Efnisvinnsla I á Norðurlandi vestra 1986. (46.000 m3). Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 26. maí 1986. 2. Miðfjarðarvegur 1986. Verki skal lokið 15. júlí 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 20. maí 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12. maí nk. og skal skila tilboðum á sömu stöðum. Vegamálastjóri. Sálir Jónanna SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA Tegund BMW 520i ... BMW 320 .... BMW 518 .... BMW 323i ... BMW 318i ... BMW 315 .... Renault 5 TL Renault 4 TL Árg. 1982 1979 1982 1981 1982 1982 1981 1982 Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur nýlega bíla á söluskrá. Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633.^^^ - sýndar á „Galdraloftinu" „Sálir Jónanna“ minnir mjög á „Sálina hans Jóns míns“ eftir Dav- íð - en á Galdraloftinu í Hafnar- stræti eru sálir Jónanna einar fjórar, pokurinn birtist í dulargervi úr nútímanum og endalokin - segj- um ekkert um þau hér. Það er áhugaleikflokkurinn „Hugleikur" sem sýnir „Jónana“. Að „Hugleik“ stendur fólk úr mörgum starfsgreinum - en á sér leikgleðina sameiginlega og að því er virðist ritgleðina líka því „Sálir Jónanna" eru eftir þrjár úr hópn- um. „Hugleikur" ffumsýndi „Jón- ana“ í gærkvöldi, föstudagskvöld, - og næsta sýning verður á sunnu- dag í eftirmiðdaginn. Næstu daga mun svo fólki gefast færi á að kynnast „öðruvísi" leikhúsi í tvenns konar merkingu; leikverkið er frumlegt og staðurinn, Galdra- loftið, er óvenjulegur. í leikskrá segir: „Sálir Jónanna er harmleikur. Annars vegar lýsir verkið átakanlegu ferðalagi fjög- urra einstaklinga með sálir ástvina sinna til fyrirheitna landsins. Að baki ferðalagsins liggja mismun- andi aðstæður, hagsmunir og ástæður...við fáum að kynnast blásnauðum alþýðuheimilum á ís- landi einhvern tíma fyrr á öldum. Fyrirvinnur heimilanna deyja fyrir aldur fram, útbrunnin skör af þræl- dómi og vosbúð. Þetta er hin skarpa þjóðfélagsádeila verksins með ekki svo lítilli höfðun til veru- leika dagsins í dag. Hins vegar fjallar verkið um ástina, tryggðina, þjáninguna og sektarkennd mannsins yfír illvirkjum sínum. Þarna kemur fram sá sársaukafulli boðskapur að alls ekki allir komist á leiðarenda, að alls ekki allir ná settumarki..." Draumurinn Galdraloftið er lítið og þröngt. Samt hefur þar orðið til leikhús - leikhús sem virðist bjóða bæði þeim sem þar eru að vinna og þeim sem heimsækja þá upp á tækifæri til að gægjast inn í einhvem töfra- heim. Leikendur smjúga inn á sviðið, koma undan svörtum blæj- um, troðast í stiganum framan við forstofudyr, læðast inn fyrir dyra- staf, stökkva allt í einu upp á svartmálaða kassa og breytast í morðingja, afturgöngur, umkomu- leysingja. „Mannkynið allt elur með sér draum,“ segir í leikskrá „Hug- leiks“ - „drauminn um að klæða sig í gervi, bregða sér í hlutverk, - vera annar en maðui: er. íslenskir skrifstofumenn, blikksmiðir og hjúkrunarfræðingar ala líka með sér þennan draum. Eftir amstur dagsins og glímuna við hversdags- leikann bregður maður sér í hlutverkillvirkja, einfeldnings, sáluhjálpara eða venjulegs aum- ingja og lætur gamminn geisa. Allt sem er bannað milli 9 og 5 er leyfi- legt i leikhúsi. Hömlurnar heng- irðu upp með frakkanum í upphafi æfingar og verður frjáls. Ástarsam- band okkar við samfélagið í kringum okkur getur ekki gengið með einhliða veitingum af sam- félagsins hálfu, við verðum einnig að fá að vera veitendur í leiklist- inni, veitendur á okkar hátt...“ Sálir i skjóðu í „Sálinni hans Jóns míns“ fer kerling með sál látins manns síns í skjóðu til himna, því hún treystir því ekki að hann komist inn fyrir ÚRVALS NOTAÐIR Arg. Km Kr. Opel Asconafastb. 1984 16.000 395.000 Opel Ascona fastb. Berl. 1983 23.000 270.000 Buick Skylark LTD 1980 43.000 300.000 Isuzu Trooper, disil 1982 51.000 630.000 Toyota Corolla, 4d. GL 1982 67.000 230.000 Mazda 323 1981 55.000 175.000 Oldsm. Cutl. Brough. d. 1982 700.000 Toyota Corolla liftback 1978 105.000 140.000 Ch. Blazer 1973 65.000 225.000 Buick Skylark 1981 14.000 mílur 350.000 Honda Civic, 4d., sjálfsk. 1985 14.000 405.000 Isuzu Gemini 1981 51.000 170.000 Ch. Citation, sjálfsk.. 1980 66.000 230.000 Isuzu Trooper turbo dísil 1984 74.000 720.000 Subaru 1800 4x4 1982 27.000 300.000 Dodge Omni, sjálfsk.. 1980 70.000 230.000 Toyota Corolla st. 1979 99.000 135.000 Isuzu Trooper LS, bensin. 1984 23.000 795.000 Ford Taunusst. 1982 67.000 265.000 Talbot Salora, 5 gíra. 1982 53.000 295.000 Fiat Ritmo 65 1981 64.000 150.000 DodgeAspen, 2jad., 1978 89.000 180.000 Ch. Citation 1981 130.000 230.000 Opið laugardaga kl. 13-17. Sími 39810 (bein lína). BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO Fágæt áróðursspjöld í Kópavogssafninu — eftir helsta fjandmann Gerlachs ræðismanns á íslandi Á Kópavogsvöku, sem lýkur á morgun, 11. maí, hafa hangið uppi fágæt vegg- eða áróðursspjöld eftir Wilhelm E. Beckmann. Veggspjöld þessi eru úr svonefndu Ólafssafni, sem varðveitt er í Bókasafni Kópa- vogs. I Ólafssafni kennir margra grasa og það sem sýnt er úr því safni á yfirstandandi Kópavogs- vöku er aðeins sýnishom af því sem safnið geymir. Veggspjöldin eftir Beckmann voru hengd upp á vö- kunni í því skyni að gefa gestum bókasafnsins tækifæri á að kynn- ast tíðaranda þeirra daga þegar spjöldin voru gerð. En reyndar vissu þeir sem fyrir sýningunni standa ekkert um höfund þeirra, W.E. Beckmann. Wilhelm E. Beckmann var þýsk- ur sósíaldemókrati sem flúði ofsóknir Hitlers, fór fyrst til Dan- merkur, þar sem hann nam um skeið við Listaakademíuna, en kom svo til íslands árið 1935. Hér starf- aði hann við ýmislegt, m.a. myndskurð hjá Ríkharði Jónssyni. Og svo fór að Beckmann ílentist hér, giftist íslenskri konu og á hér niðja. Wilhelm Beckmann lést árið 1965 - þann ll.maí. Eftir Beckmann liggja ýmis verk, svo sem altaristöflur, skímarfontar og ljósatöflur í kirkjum - myndir og veggspjöld. Veggspjöldin sem sýnd eru í Bókasafni Kópavogs em gerð í þeim stíl sem mótaðist í Ev- Wilhelm E. Beckmann. rópu um kreppu - og gaman að bera þau saman við önnur pólitísk veggspjöld sem í bókasafninu hanga. Þar er mikill munur á hand- bragði. Flóttinn undan Hitler Herbert Guðmundsson blaða- maður ritaði minningargrein um Wilhelm Beckmann í Vísi. Þar seg- ir m.a.: „1934 var Wilhelm orðinn 25 ára gamall og stóð þá þegar nærri prófessorsstöðu í listgreinum sínum. En jafnframt störfum á þessu sviði var hann ásamt föður sínum og bróður virkur þátttak- andi í flokki þýskra jafnaðar- manna. Stjórnmálaskoðun hans varð honum því, eins og fleirum, skyndilega fjötur um fót þegar Hitlerstímabilið í sögu Þýskalands rann upp. Faðir hans og bróðir voru fangelsaðir en hann flúði til Danmerkur. Þar með var endir bundinn á frama listamannsins Wilhelms Beckmann í heimalandi hans. í Danmörku fékk Wilhelm dval- arleyfi í eitt ár og notaði þann tíma til þess að nema í konunglega Kunstakademíinu. En að því loknu varð hann að leita nýrra úrræða. Það atvikaðist svo þannig að hann leitaði til íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fékk þar leyfi til þess að fara til Islands. í maí 1935 kom Wilhelm Beck- mann til Reykjavíkur óviss um hvað biði hans hér. Hann leitaði til skrifstofu Alþýðuflokksins, þar sem Stefán Jóhann Stefánsson tók á móti honum. Greiddi Stefán Jó- hann fyrir honum, svo að Wilhelm gat komið undir sig fótunum hér...“ Viðureign við Gerlach I nýútkominni bók Þórs White- head, „Stríð fyrir ströndu“, kemur Beckmann nokkuð við sögu. Þar segir m.a. (bls. 66-67): „...Að minnsta kosti tveir útlagar létu þó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.