Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Beljavsky og franska vörnin Alexander Beljavsky: Beitti sálfræðinni gegn Ljubojevic og tefldi franska vörn sem verið hefur eftirlæti hans síðan. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á skákþingi Sovétmanna i Kiev. Hvers vegna tefla sumir skák- menn aldrei annað en Sikileyjar- vöm, aðrir Caro-Kann vöm og enn aðrir sína ástkæru Aljekín-vöm? Svarið felst ekki í því að ein byrj- unin sé sannanlega betri en önnur, heldur tengist vafalaust á einhvem hátt persónuleika skákmannsins. Flækjur liggja í eðli Sikileyjar- vamarinnar sem þeir tefla því sem vilja hressilega baráttu og hafa ekki á móti því að taka áhættu. Svo em þeir sem hvergi ná sér bet- ur en með trausta og örugga stöðu fyrir framan sig. Þeir þoka c-peðinu varlega fram um einn reit, tefla Caro-Kann vörn og skeyta því engu þótt þeir fái þrengra tafl. Tilviljunin ræður annars miklu um það hvaða byrjanir menn taka ástfóstri við. Ein lítil hugmynd í heilu byijanakerfi getur orðið kveikjan að því að skákmaðurinn tefli aldrei aðrar byrjanir. í fyrsta skipti er hann beitir byrjuninni gengur vel og einnig í næsta sinn og áður en hann veit af er hann fastur í netinu. Alexander Beljavsky, sem tefldi á 1. borði fyrir Sovétmenn á ólymp- íumótinu í Þessalóniku 1984, hefur tekið franska vöm upp á sína arma, sem upphaflega átti að vera sál- fræðilegt vopn í höndum hans. Er hann tefldi við Júgóslavann Ljubojevic í Tilburg skömmu fyrir ólympíumótið beitti hann frönsku vörninni í fyrsta sinn á ævinni. Ástæðan var sú að hann tók eftir því að árangur Ljubojevic gegn byrjuninni var slæmur. Þannig taka sovésku stórmeistaramir töl- fræðina í þjónustu sína og haga seglum eftir vindi. Beljavsky vann skákina næsta auðveldlega og er hann tefldi aftur við Ljubojevic á ólympíumótinu tefldi hann vitaskuld aftur franskt. Allt fór á sömu lund: Beljavsky vann ömggan sigur og síðan hefur franska vömin átt vísan samastað í vopnabúrinu. Á skákþingi Sovétríkjanna í Kænugarði átti franska vömin vinsældum að fagna og Beljavsky lét ekki sitt eftir liggja hvort held- ur hann var með hvítt ellegar svart. Eitt afbrigðið öðrum fremur var baðað sviðsljósinu. Hvítur komst lítt áleiðis og mátti þola tap í tví- gang þótt það verði ekki nauðsyn- lega skrifað á reikning byrjunar- innar. Annars átti Beljavsky erfitt upp- dráttar á skákþinginu sem væntan- lega er lokið er þetta birtist. Er síðast fréttist, að þremur umferðum óloknum, vom Beljavsky, Tsesh- kovsky og Malantsjúk efstir og jafnir með 8'A v. (af 14) en Bareev hafði 8 v. og biðskák. Eingorn, Gurevich og Lerner höfðu 8 v. Beljavsky hafði hins vegar aðeins hlotið 6 v. úr 14. umferðum, þó svo hann hafi verið langstigahæstur keppenda. Hvítt: Jakovich Svart: Beljavsky Frönsk vörn. 1. e4 e6 Upphafsleikur frönsku varnar- innar sem dregur nafn sitt af bréfskák milli Lundúna og Parísar árið 1834. Frönsku skákmennimir beittu þessari byrjun og unnu skákina. 2. d4 d5 3. Rd2 Vinsælla nú á dögum heldur en 3. Rc3 er svartur getur leppað riddarann með 3. - Bb4 (afbrigði Winawers). Þannig tefldust m.a. frumraunir Beljavskys í frönsku vörninni - gegn Ljubojevic. 3. - Rf6 4. e5 Rfd7 5. c3 c5 6. Bd3 Algengasta afbrigðið þótt búast megi við að 6. f4 Rc6 7. Rdf3 Db6 8. g3 eigi eftir að sjást oftar eftir sigur Karpovs gegn Ljubojevic á skákmótinu í Bmssel á dögunum, sem glöggir lesendur DV ættu að kannast við. 6. - Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. exf6 Rxf6 10. 0-0 Bd6 11. Rf3 Dc7 12. g3 Nýjasta tilraun hvíts í þessari margþvældu stöðu fyrr í mótinu lék Beljavsky 12. Rc3 gegn Gurevich og framhaldið varð 12. - a6 13. Bg5 0-0 14. Bh4 Rh5 15. Hel g6 16. Bfl Dg7 (sjálfur lék Beljavsky 16. - h6 í þessari stöðu gegn Kínverjanum Je Jangxuan í Luzern í fyrra). 17. Ra4 Bd7 18. Rb6 Hae8 19. Bg3 Rxg3 20. hxg3 Bc7 21. Rxd7 Dxd7 22. Hcl Bb6 23. Db3 Ba7 24. Hedl Dg7 25. Da4 b5! 26. Dxa6 Rxd4 27< Bxb5 He7 28. Hc3 Rf5 29. Hc8 Rxg3 30. Bd7? Hxd7 31. Dxe6+ Df7 og svart- ur vann. 12. - 0-0 13. Bf4 Bd7 14. Hcl Bxf4!? Eftir 14. - Rh5 15. Bxd6 Dxd6 16. Rc3 a6 17. Hel hefur hvítur ívið betri stöðu. Beljavsky ætlar drottn- ingu sinni virkari stað og hefur auga með d-peði hvíts. 15. Rxf4 Db6 16. b3 Hae8 17. Hel g6 18. Bbl He719. Hc3 Re8 20. Hce3 Rg7 21. Rg5 Ekki gekk 21. Rxd5 exd5 22. Hxe7 Hxe7 23. Hxe7 vegna 24. - Bg4 o.s. frv. Nú er 21. - Rxd4? hins vegar svarað með 22. Rxd5 og 21. - Dxd4 einnig. 21. - Hxf4! Lykilleikurinn í mörgum stöðum. Svartur eyðileggur hvítu peðastöð- una og fær miðborðspeð fyrir skiptamuninn. 22. gxf4 Rxd4 23. Hh3?! e5! 24. Hd3 Hættir réttilega við 24. Hxh7? sem er sterklega svarað með 24. - Df6! T.d. 25. Hh6 exf4 26. Hxg6 Hxel+ 27. Dxel Dxg5 + ! 28. Hxg5 Rf3 + 29. Kfl Bb5 +! og vinnur lið. 24. - Df6 25. Hxd4! exd4 26. Hxe7 Dxe7 27. Dxd4 Del+? Mistök. Betra var 27. - Bc6 og svartur má vel við una. 28. Kg2 Bc6 abcdef gh 29. Be4! Da5 Eini leikurinn, því að ef 29. - dxe4 þá 30. Dc4+ og mátar. 30. b4! Db5 31. Bd3? Rétta framhaldið er 31. a4! Dc4 (ef 31. - Dxa4 32. Bxd5+ og vinn- ur). 32. Dxc4 dxc4 33. Bxc6 bxc6 34. Kf3 h6 35. Re4 Rf5 36. Ke2 og hvít- ur hefur góða vinningsmöguleika í endataflinu (ef 36. - Kf7 37. Kd2 Ke6 38. Kc3 Kd5 39. Rf6 + o.s.frv.). 31. - Da4 32. Df6 Be8 33. Dd6? Enn var ekki of seint að þvinga fram jafntefli með 33. Re6 Rxe6 34. Dxe6+ Bf7 35. Dc8+ Kg7 36. Dxb7 Dxa2 o.s.frv. 33. - Dd7! 34. Df6? Hvítur er algjörlega heillum horfinn. Hann stendur lakar eftir drottningakaupin en nú fellur maður fyrir borð. - Dg4+ Og hvítur gaf því að biskupinn á d3 fellur. Pia vann Hort Ungverski stórmeistarinn Zoltan Ribli varð öruggur sigurvegari á sterku skákmóti í Dortmund í V- Þýskalandi sem lauk á dögunum. Ribli hlaut 8 v. af 11 mögulegum Alheimsbridgesambandið heiðrar 10 íslenska bridgemeistara fyrir árangur í heimsmeistarakeppni íslandsmótið í tvímenningskeppni, sem haldið var fyrir stuttu, var hið 33. í röðinni. Það var fyrst haldið '*árið 1953 og sigruðu þá Sigurhjörtur Pétursson og Öm Guðmundsson frá Bridgefélagi Reykjavíkur. Frá upphafi hefur 41 einstaklingur unnið til þessara verðlauna en oftast hafa þessir einstaklingar unnið þennan eftirsótta titil: Ásmundur Pálsson 7 sinnum Hjalti Elíasson 7 Jón Baldursson 4 Símon Símonarson 3 Þorgeir Sigurðsson 3 Þórarinn Sigþórss. 3 Sigurvegararnir í ár, Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson, fengu fljúgandi start í fyrstu um- ferðinni þegar þeir unnu sannfær- andi sigur á Ásmundi Pálssyni og Karli Sigurhjartarsyni. Hér er sýnishom. Vestur gefur/allir á hættu Norouk * KD943 V A94 0 G95 + K2 Austuh A A8 ‘í’ K865 0 AKD8 + 974 SUÐUR * 76 ^ DG103 0 102 * AG1083 Með Ásmund og Karl n-s og Þorlák og Þórarin a-v gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður pass 1S dobl pass ÍG pass pass dobl pass pass pass Fljótt á litið virðist Þórarinn ekki eiga nema sex slagi í besta falli, fjóra á tígul, einn á spaða og hjartakóng. Við skulum hins vegar fylgjast með úrspilinu. Ásmundur spilaði ekki óeðlilega út spaðadrottningu sem Þórarinn drap með ás í blindum. Síðan fylgdu fjórir tígulslagir í kjölfarið, suður kastaði tveimur laufum og norður einum spaða. Síðan kom spaði á tíuna og norður drap með kóng. Hann spilaði nú litlu hjarta, Þórar- inn lét kónginn og spilaði strax hjarta til baka. þar með var sam- gangurinn rofinn fyrir n-s að ná þremur laufslögum og Þórarinn hlaut að fá sjöunda slaginn, annað- hvort á spaðagosa eða laufdrottn- ingu. Unnið spil og 180 til a-v. Glöggir lesendur hafa áreiðanlega komið auga á bestu vömina. Hún er sú að spila út hjarta í byrjun og þeg- ar suður kemst síðan inn á hjarta þá spilar hann spaða í gegn. Þannig nær vömin sjö slögum. Við stutta athöfn í byrjun móts afhenti forseti Bridgesambands ís- lands, Bjöm Theodórsson, tíu ein- staklingum viðurkenningu frá Alheimsbridgesambandinu (World Bridge Federation) þar sem þeir eru útnefndir alþjóðlegir bridgemeistar- ar (World Masters). í máli forseta kom fram að þessi viðurkennig væri veitt fyrir að spila í mótum heims- sambandsins. Það er í sjálfu sér rétt en hins vegar fá ekki allir sem spilað hafa í þessum mótum viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt fyrir árang- ur og jafnvel þótt hann sé unninn fyrir 1. mars 1976 sem er dagsetning sem Bridgesambandsmenn miða gjarnan við. Þeir einstaklingar sem heiðraðir voru af Alheimsbridgesambandinu voru Símon Símonarson, Gunnar Guð- mundsson, Einar Þorfinnsson (lát- inn), Öm Arnþórsson, Jón Ásbjömsson, Guðlaugur R. Jóhanns- son, Hjalti Eliasson, Stefán Guðjohnsen, Ásmundur Pálsson, Guðmundur Pétursson og Karl Sig- urhjartarson. ísland hefir einu sinni orðið í öðm sæti í heimsmeistarakeppni (Gunnar Guðmundsson og Einar Þorfinnsson í Bermuda 1952) og einu sinni 10. besta þjóð í ólympíumóti (Ásmundur Pálsson, Eggert Benónýsson, Hjalti Elíasson, Símon Símonarson, Stefán Guðjohnsen og Þorgeir Sigurðsson í Deuville 1986). Þótt Alheimssambandið og flestar þjóðir innan þess meti árangur, þótt hann hafi verið unninn fyrir 1. mars 1976, þá gerir Bridgesamband íslands það ekki. Engu að síður hefði mátt koma fram í máli forseta viðurkenn- ing á árangri ofangreindra spilara því „forgjafastórmeistarar" Bridge- sambandsins eftir 1. mars 1976 eiga ennþá eftir að jafna hann. Sumarbridge í Reykjavik 1986 Sumarspilamennskan í Reykjavík hefst þriðjudaginn 20. maí nk. að Borgartúni 18 (hús Sparisjóðs vél- stjóra). Spilað verður alla þriðjudaga og fimmtudaga í sumar og hefst spila- mennska að venju upp úr kl. 18 og í síðasta lagi kl. 19.30. Umsjónarmenn sumarspila- mennsku verða þeir Ólafur Lárusson og Hermann Lárusson. Að gefnu tilefni skal það tekið fram hér að málefni bridgedeildar Skag- firðinga í Reykjavík eru með öllu óskyld þessari spilamennsku svo og framtíðarafskipti Ólafs Lárussonar af þeim félagsskap. Sumarspilamennska í Reykjavík er opin öllu áhugafólki um bridge. Þar gefst tækifæri til að grípa í spil tvisv- ar í viku í óbundinni keppni þar sem hvert kvöld er sjálfstæð keppni. Spilamennskan í sumar verður að- skilin stigalega séð, þriðjudaga og fimmtudaga, þannig að í raun verða tvær keppnir í gangi í einu. Sumarbridge 1985 var mjög vel sótt. Búast má við að aðsókn verði mikil frá upphafi. Umsjónarmenn, Ólafur og Hermann, bjóða nýja félaga sér- staklega velkomna svo og aðra „harðsnúna" sumarkeppendur. Frá Bridgefélagi Akureyrar Halldórsmótinu hjá Bridgefélagi Akureyrar er lokið með sigri sveitar Harðar Blöndal. Með honum voru Grettir Frímannsson, Þórarinn B. Jónsson og Páll H. Jónsson. Sveitin hafði forystu allt mótið en undir lokin hrelldu þeir Páls menn Pálssonar sigursveitina. Halldórsmótið er árlegt mót sem haldið er til minningar um Halldór Helgason. Útibú Landsbankans á Akureyri gaf verðlaun til þessa móts. 17. sveitir tóku þátt í því. Röð efstu sveita, varð annars þessi: Stig 1. sveit Harðar Blöndal 298 2. sveit Póls Pálssonar 294 3. sveit Stefáns Sveinbjörnssonar 280 4. sveit Jóns Stefónssonar 273 5. sveit Rögnvalds Ólafssonar 275 6. sveit Stefáns Vilhjálmssonar 274 7. sveit Gunnars Berg 270 8. sveit Alfreðs Pálssonar 263 Keppnisstjóri var Albert Sigurðs- son. Þetta var síðasta reglulega keppnin hjá félaginu á þessu starfs- ári en næstu þriðjudaga verður opið hús í Félagsborg, þar sem væntan- lega verður gripið í spil verði áhugi fyrir hendi. Ferðaskrifstofan Úrval efnir til hópferðar til Lúxemborgar í tengslum við hið alþjóðlega bridge- mót sem þar verður haldið í lok júní. Ferðaáætlunin er þessi: 29. júní. Flogið til Lúxemborgar kl. VtSTt K * G1052 <?72 O 7643 + D65

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.