Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 28
28 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Knattspyrna unglinga Knattspyrna unglinga Knattspyrna unglinga a U. UUIVIVUI j Markaregn á Framvelli j Fram og Fylkir léku á Framvelli sl. miðvikudag. Framarar sigruðu, 8-1 (8- . '| 1). Mörk Framara gerðu Kjartan Már Hallkelsson, 2, Ólafur Theodórsson, I ■ 2, Amar Amarsson, Heiðar Pálsson, Hilmar Þórlindsson og Kristján Bald- ■ I ursson, 1 markhver.Greinilegt er að Framarar verða mjög sterkir í 5. flokki I I í ár þar sem þeir hafa unnið hvem stórsigurinn á fætur öðrum undanfarið. | Mark Fylkis gerði Svavar Benediktsson. Þess má og geta að markatala | m---------o Leikur b-liða; Fram-Fyikir, 6-0. -HHj ^Framara er 25-2 eftir 3 leiki. 5. flokkur A: Brynjólfur skoraði 2 marka KR í 4-2 sigri yfiir Fylki KR og Fylkir léku á KR-velli sl. laug- ardag. Leikur liðanna var lengst af mjög jafh og spennandi. Þegar 10 mín. vom liðnar af leik tóku Fylkisstrákamir forystu með marki Svavars Benediktssonar. KR- strákamir sættu sig greinilega illa við það því þeir kvittuðu 5 mín. síðar með marki Einars Ámasonar. Bæði liðin léku opinn sóknarleik og allt gat gerst. En fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik þrátt fynr sterkan vilja leikmanna beggja liða. I upphafi síðari hálfleiks tóku KR- ingar forystu eftir mikla pressu að marki Fylkis. Markið gerði hinn harð- j,skeytti leikmaður þeirra KR-inga, Brynjólfur Bjamason. Fylkisstrákamir vom ekkert á því að gefast upp. Þeir börðust vel og uppskám mark og þar var Svavar Benediktsson aftur að verki og staðan orðin jöfii, 2-2. Undir lokin slökuðu Fylkisdrengim- ir aðeins á - og vom KR-ingar fljótir að ganga á lagið og skomðu 2 mörk með stuttu millibili, Andri Sveinsson það fyrra og markamaskínan Brynj- ólfur Bjamason það síðara og annað mark sitt í leiknum. KR-liðið er skipað jöfhum og góðum strákum sem áreiðanlega eiga eftir að bíta frá sér í sumar. Bestir KR-inga vom Bjöm Viktorsson og Biynjólfur Bjamason. Einnig börðust vel þeir Mikael Nikulásson og Andri Sveins- Fylkisstrákamir börðust vel í þess- um leik, að undanskildum lokamínút- unum. Mest áberandi vom þeir Svavar Benediktsson og Sævar D. Halldórs- son. Einnig þeir bræðumir Ómar og Óttar Guðmundssynir. Leikur B-liða: KR-Fylkir 0-3. Þjálfari KR: Jónas Kristinsson. Þjálfari Fylkis: Hilmar Sighvatsson. -HH I I nr i 4. flokkur A: Ármenningar urðu að þola 7-0 tap gegn ÍR | Armann og ÍR léku sl. miðvikudag á Ármannsvelli. ÍR-ingar sigmðu I með 7 mörkum gegn engu. Þrátt fyr- ■ ir töluverða yfirburði ÍR-inga verður I að segja Ármannsstrákunum til _ hróss að þeir börðust vel allan leik- | inn og með smáheppni hefðu þeir - getað skorað mark þegar hinn efrii- | legi framherji þeirra, Finnur Krist- Iinsson, komst einn inn fyrir vöm ÍR og átti gott skot á markið sem mark- vörður ÍR varði. - I Ármannsliðinu Rúnar Stefánsson og Svanur Egils- son. I I I em strákar sem gætu með tímanum bætt sig mjög, tæknilega og þá ekki síður hvað varðar leikskipulag. Bestir Ármenninga vom Sævar ÍR-liðið gæti skákað hvaða liði sem ^ ■ er á góðum degi. Það sigraði Þrótt, I 4-0, en það lið er, að mínum dómi, z mjög verðugur andstæðingur. Mörk | ÍR-inga gerðu þessir: Trausti Haf- ■ liðason, 2 mörk. Eftirtaldir leikmenn | með 1 mark: Sigurbjörn Sigurðsson, ■ Páll Kristinsson, Ámi Ámason, Ámi I Sigurðsson og Njörður Árnason. | ^Javíðsson, Finnur Kristinsson, Mest áberandi í annars jöihu ÍR-liði I vom þeir Páll Kristinsson, Trausti I Hafliðason, Ámi Þ. Ámason, Njörð- ■ urÁmasonogHelgiÞ.Gunnarsson. I HH 1 4. flokkur A: Víkingar burstuðu Val, 6-1 3. flokkur Vals (A) lék gegn Víkingi á Víkingsvelli sl. laugardag. - Víking- amir vom í miklum ham og sigmðu Hlíðarendastrákana með miklum yfir- burðum, 6-1. Valsstrákamir áttu aldrei möguleika í þessum leik. Þessi stóri sigur Víkinga kom mikið á óvart, eftir hinn góða sigur Valsstrákanna á Fram á dögunum (3-0) en Fram og ”Víkingar gerðu jafhtefli fyrir skömmu (1-1). Víkingar sýndu í þessum leik að þeir em til alls líklegir í sumar, enda er liðið skipað góðum strákum. Það má mikið vera ef Víkingar em ekki þegar búnir að tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn með þessum góða sigri gegn Val. Þeir standa a.m.k. best að vígi. - Mörk Víkinga gerðu: Þórður Jensson, 3 mörk, Steinar Agnarsson, 2, og Hall- steinn Amarsson, 1. - Gunnlaugur Einarsson skoraði mark Vals beint úr aukaspymu af um 20 m færi. Leikur B-liða: Vfkingur-Valur 2-2. HH I Urslitleikja IÚrslit annarra leikja í Keykjavíkur- mótinu hafa orðið sem hér segir: _2. flokkur: IValur-Ví kingur (A) 1-4 I*Leiknir-Fram (A) 1-12 Fylkir-KR (A) 0-0 Leiknir Valur JFylkir-Fram KR-Þróttur IÞróttur-lR (A) 3. flokkur: IFram-Leiknir (A) 6-0 Fram Leiknir (B) 4-0 |KR-Fylkir (A) 8-0 ■Valur-Leiknir (A) 4-2 ■Valur^ Leiknir (B) 3-2 |Fram-Fylkir (A) 0-0 |Þróttur-KR (Á) 2-2 0-13 1-4 10-3 5-1 4. flokkur: Valur-Víkingur (A) Valur -Víkingur (B) Leiknir Fram (A) Leiknir-Fram (B) !Leiknir-Valur (A) Leiknir Valur (B) Fylkir-Fram (A) Fylkir-Fram (B) KR-Þróttur (A) 5. flokkur: Fram-Leiknir (A) Fram-Leiknir (b) Valur-Leiknir (A) Valur-Leiknir (B) Þróttur-KR (A) Þióttur-KR (B) "1 l^j 5-2; 0-21 O-IO" 3-11 0-6« 3- 21 o-ol 4- 01 8-0| 11-31 141 0-31 14| Ármann hefur dregið 3. Reykjavikurmótinu. og 5. fl. út úr| Myndin er frá leik Vikings og Vals í 5. flokki A. sl. laugardag. Valsstrákamir em i sókn en markvörður Víkinga ver með tilþrifum hörkuskot á markið. DV-mynd HH 5. flokkur (A): Stæðilegir Víkingar sigraðu Val, 3-2 Víkingur og Valur léku sl. laugardag á Víkingsvelli. Víkingar hófú mikla sókn sem gaf þeim mark strax á 3. mín. eftir stífa pressu við Valsmarkið. Markið gerði Ármann Agnarsson. Valsstrákamir voru ekkert á þvi að gefast upp og áttu góða sóknarlotu á 12. mín. sem Tryggvi Valsson rak endahnútinn á með marki eftir góðan undirbúning félaga sinna. Valsdreng- urinn Einar Kristjánsson var einkar laginn með stungusendingar i þessum leik. - Þegar 20 mín. voru liðnar af leik fengu Víkingar homspymu sem var vel tekin og barst boltinn til Orra Péturssonar sem var ekki lengi að af- greiða hann í netið. Rétt fyrir leikhlé bætti Úlfar Jacobsen við 3. marki Vík- inga og var staðan því 3-1 fyrir Víking í hálfleik. í síðari hálfleik léku Valsmehn með vindinn í bakið og sóttu þeir þvi öllu meira. Á 15. mín. lagaði Tiyggvi Vals- son stöðuna fyrir Val með góðu marki, en Tryggvi er bróðir Vals Valssonar sem er mflleikmaður með Val. Valsstrákamir gerðu hvað þeir gátu til að jafha - en fleiri urðu mörkin ekki. Víkingamir vom stærri og kröft- ugri og það gerði gæfumuninn. Þrátt fyrir það var leikurinn þrælskemmti- legur á að horfa og spennandi á köflum. -HH 4. flokkur (A): Jafnt hjá Fylki og KR Fylkir og KR léku ó Árbæjarvelli sl. laugardag. Leikur liðanna var mjög spennandi allan tímann. Staðan í hólf- leik var 2-0 fyrir Fylki. I síðari hólfleik komu KR-ingar mjög ákveðnir til leiks. Óskar Þorvaldsson lagaði stöðuna í 2-1. Síðan jafnaði Ólafur Jóhannesson, 2-2. Kristinn Kjæmested (Strumpurinn) kom KR- ingum yfir og staðan var 2-3 fyrir KR en undir lokin jöfriuðu Fylkisstrák- amir. Þórhallur D. Jónsson skoraði öll mörk Fylkis. - Þess má geta að markvörður KR-inga, Stefán Jóhanns- son, varði vítaspymu. Leikur B-liða: Fylkir-KR 1-5. -HH. Skot w Svanur Gestsson dómari. Dómari vikunnar Dómari vikunnar er að þessu sinni Svanur Gestsson, Val. Hann dæmdi leikinn milli KR og Fylkis í 3. flokki (A) á KR-velli sL laugardag. - Leik- urinn var fjörugur og harður á köflum - og sýndi Svanur mikið ör- yggi. Allt gekk rólega og snurðu- laust fyrir sig. Markviss dómgæsla Svans og rólegt yfirbragð setti skemmtilegan svip á leikinn. Leik- menn sættu sig líka fúllkomlega við allar dómsniðurstöður Svans vegna þess að þeir fundu að hann hafði full tök á leiknum og dæmdi rétti- lega. Dómgæsla til fyrirmyndar. -HH „Hvemig með er þetta - ert þú ekki bakvörítur? Guðbjöm Jónsson var v. bakvörður í mfl. KR á árunum 1940-55. Hann fékk viðumefnið „Grimmilíus", því hann var mjög sterkur vamarmaður og fylginn sér og hafði mikla yfir- ferð. Talið er að hann hafi verið fyrsti sóknarbakvörður á íslandi. Það vom þó ríkjandi þær skoðanir á þeseum órum að óhyggilegt væri að bakverðir sæktu mikið fram fyrir miðju vallarins. Eftirfarandi atburður átti sér stað undir 1950, í leik KR og Víkings í Rvkmóti mfl.: Víkingar áttu i vök að verjast, því sóknarþungi KR-inga var mikill. Guðbjöm fékk boltann á miðjum eigin vallarhelmingi, geystist fimm og lék á hvem andstæðinginn á fæt- ur öðrum og var kominn inn undir markteig Víkinga og i opið mark- tækifæri. Félagar hans í KR stóðu kyrrir og fylgdust með af athygli - því hér vom að gerast undur. Það fannst einnig miðverði Víkinga. Hvaða erindi átti bakvörður KR- inga í markteig þeirra? Ekki nema það þó. Sá skyldi fá fyrir ferðina. Hann hljóp að Guðbimi og hrinti honum með báðum höndum svo hann skall í jörðu og boltinn rann aftur fyrir endamörk. - Guðbjöm huggaði sig við það að eiga vísa víta- spymu. Dómarinn kom hlaupandi til Guð- bjamar og heyrðist tauta: „Ég fer nú ekki að dæma vítaspymu þó að bakverði sé hrint.“ Síðan spurði hann Guðbjöm: „Hvemig er þetta með þig, ert þú ekki bakvörður?“ Guðbjörn viðurkenndi að svo væri. Þó sagði dómarinn: „Vilt þú þá gjöra svo vel að halda þig í þinni stöðu!" Niðurstaða dómara: markspyma frá marki Víkinga! Nokkru seinna lenti Guðbjöm í samstuði við einn Víkinginn og var tafarlaust vikið af leikvelli. Nú er orðin breyting á. í dag eru bakverðir oft hættulegir sóknar- menn og miklir markaskorarar. Allar líkur em á því að Guðbjöm hafí verið langt á undan sinni sam- tíð. -HH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.