Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 40
40 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Ymislegt Nemendur húsmæðra- skólans á Löngumýri í Skagaflrði veturinn 76-77. Hafíð samband við Diddý, s. 92-2637, Svövu, s. 91-71016 og Bimu, s. 91- 79637, fyrir 20. maí vegna 10 ára af- “^mælisins. Aðalfundur SPOEX 3. apríl sl. var samþykkt á aðalfundi samtakanna að fá einn exemsjúkling inn í stjórn félagsins. Dagný Björk Pjetursdóttir hefur tekið það að sér að vera fulltrúi exemsjúklinga. Þessa dagana er vefið að senda út bréf til allra exemsjúklinga í félaginu til að fá hugmyndir þeirra um hvern- ig best verði staðið að þeirra hagsmunamálum. Við vonum að allir félagar með exem láti frá sér heyra og einnig eru nýir félagar velkomnir. Skrifstofa SPOEX er að Baldurs- götu 12, 101 Reykjavík, sími 25880. Opið er virka daga frá 13—17. Kennaranámskeið Umsóknarfrestur um kennaranám- skeið, sem haldin verða í sumar á vegum Kennaraháskóla íslands, er nú runninn út. Að vanda hafa kenn- arar sýnt mikinn áhuga og eru mörg námskeið fullbókuð og meira en það, en á önnur er ennþá hægt að bæta við nokkrum þátttakendum. Þar sem allir kennarar eru jafn- framt móðurmálskennarar var búist við mikilli aðsókn á námskeið í ís- lensku. Þ>að eru því alls þrjú námskeið í boði og er hægt að bæta við á tvö þeirra, „Talmál í móður- málskennslu“ og „Málfræðileg greining“. Á námskeiði fyrir kennara í 7. 9. bekk á að leggja áherslu á að ræða þau vandamál sem kennarar og nem- w endur unglingastigs standa and- spænis og leita leiða til úrbóta. Þetta er tvímælalaust áhugavert viðfangsefni og aðkallandi að velta fyrir sér hvaða námsefni og kennslu- aðferðir höfða best til unglinga og koma þeim að gagni í áframhaldandi námi og starfí. Ennþá er hægt að bæta við þátttakendum á þetta nám- skeið og líka á námskeiðin: „Fræðsla um þróunarlönd“, sem ætlað er kennurum í 7.-9. bekk og á fram- haldsskólastigi, og „Náms- og starfs- fræðsla og ráðgjöf‘7, ætlað kennurum í efstu bekkjum grunn- skólans. Ófétin í Djúpinu Nk. sunnudagskvöld verður djassað í kjallara veitingastaðarins Hornsins við Hafnarstræti, Djúpinu. Þar munu Ófétin leika af fingrum fram frá því kl. 21.30. Ófétin eru sæmilega kunn íslensku djassfólki, hljómplata þeirra, Þessi ófétis jazz, kom út á 10 ára afmæli Jazzvakningar sl. haust og hefur hlotið lofsamlega dóma í blöðum, bæði hér og erlendis. Ófétin eru Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Briem. Málfreyjur Stofnskrárfundur málfreyjudeildar- innar Irpu verður haldinn sunnudag- inn 11. maí nk. að Lækjarhvammi, Hótel Sögu, og hefst kl. 20.00. Mæt- ing kl. 19.00. Þú átt erindi á Klepp! Flóamarkaður verður haldinn í sam- komusal Kleppsspítala í dag, 10. maí, kl. 14.00 til styrktar utanlands- ferð deildar 11, endurhæfingardeild- ar. Stefnt er að Hollandsferð í lok maí og verður dvalist þar í sumar- húsum í 2 vikur. Unnið hefur verið að fjármögnun ferðarinnar á ýmsan hátt í vetur og þessa dagana er m.a. gengið i hús og hrossatað boðið til kaups. Ennfremur er í undirbúningi útgáfa blaðs með gamanmálum og verður það selt á sama hátt. (Fólk getur einnig hringt í Kleppsspítal- ann og beðið um hrossataðið.) Á flóamarkaðnum verður á boðstólum fjöldinn allur af góðum munum og fatnaði, gömlum og nýjum, á gjaf- verði. Auk þess verða seldar kökur, heitar pizzur og gos á staðnum. Látið þetta tækifæri til að gera góð kaup ekki fara framhjá ykkur og styrkið gott málefni í leiðinni. Verið velkom- in. Tónleikar í Hlégarði Sunnudaginn 11. maí nk. kl. 17.00 verða haldnir tónleikar í Hlégarði á vegum Tónlistarskóla Mosfells- hrepps. Þar koma fram þau Pauline Martin píanóleikari og Robert Risel- ing, klarínettleikari frá Kanada. Þau hafa haldið tónleika í Bandaríkjun- um, Kanada og í Evrópu og hvar- vetna hlotið frábærar viðtökur. Þau eru nú á heimleið úr tónleikaferð um England, Frakkland, Holland og Belgíu. Pauline, sem er af íslensku bergi brotin, mun leika verk eftir Mozart, Chopin og Pepin og saman leika þau verk eftir Weber, Kulesha og Brahms. Burtfarartónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burtfarartónleika sunnudaginn 11. maí kl. 17.00 í sal skólans, Skipholti 33. Kolbrún Amgrímsdóttir alt, syngur lög eftir Schumann, Tjaikof- Umboðsmann vantar á Vopnafjörð. Upplýsingar gefur Laufey í síma 3195 og afgreiðsla DV í síma 91-27022. Nauðungaruppboð w a lausafjármunum Eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl., f.h. K. Albertsson hf., verður ofn af gerðinni Elektro Dahlen (19 71759, Typa Rotary 4000), Hef-skápur (EIB 433 nr. M. 57251) Rondo Seewer útrúll ingsvél, Hobart hrærivél (serial nr. 451000-mark nr. 7921), og Björn hrærivél 60 lítra, Hobart stór hrærivél, brauðgerðarvél - Frede- rik, brauðskurðarvél - Berkel, pökkunartæki - Hilco 2 stk., gufuketill Rafha - nr. 93447, (Kælir - inbyggður ca. 3x2), peninga kassi Sharp - ER 1875, kaffivél Westbend, ísskápur Stylist, reiknivél - Victor, 2 eldhúsborð - 5 kollar, skrifborð, 2 stólar, sófi + hæginda stóll, reiknivél Toshiba, 2 stk. Siemens símar, málverk eftir Þorlák, hansahilla, 3 slökkvitæki, 400 brauðform, brauðkassar ca 60 stk., sundurtekin búðarinnrétting, 5 brauðkörfur, brekkvél Eberhandt, hillurekkar - 5 stk., 2 stk. loftljós, 3 Ijóskastarar, 9 flúrljós, 5 vinnu- borð, vigt Mikro, - allt talið eign Jóns Sigurðssonar, selt á opinberu uppboði sem háð verður laugardaginn 17. maí 1986 kl. 13.00 að Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. sky, Thomas, Wagner og íslensk og írsk þjóðlög. Selma Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Frá menntamálaráðuneytinu Menntamálaráðuneytinu hefur bor- ist svofelld ábending frá fuglafriðun- arnefnd: „Að gefnu tilefni skal vakin at- hygli á því að dvöl manna við hreiður sjaldgæfra fugla, svo og myndataka, er óheimil nema með leyfi mennta- málaráðuneytisins. Þær tegundir, sem hér er átt við, eru: haförn, fálki, snæugla og haftyrðill. Sérstök reglu- gerð (nr. 97/1968) gildir um umferð manna við hreiður þessara fugla. Á undanförnum árum hafa stund- um birst myndir í fjölmiðlum af fálkum og örnum í eða við hreiður þeirra og einnig viðtöl við menn sem gera sér far um að fara að slíkum hreiðrum án þess að tilskilinna leyfa hafi verið aflað frá ráðuneytinu. í sumum tilfellum má gera ráð fyrir að viðkomandi hafi rekist á hreiður umræddra fugla fyrir tilviljun. Verra er þegar fréttafólk hefur beinlínis gert sér ferð að hreiðrum þessara fugla án þess að afla sér tilskilinna heimilda og jafnvel tekið viðtöl á staðnum. Tillitsleysi við þær reglur sem gilda um umferð manna við hreiður sjald- gæfra fugla getur leitt til almenns andvara- og skeytingarleysis. Reglur þessar hafa verið settar til þess að forða sjaldgæfum fuglum frá truílun um varptímann. Ef þær eru brotnar átölulaust, ekki síst af fjölmiðlafólki, sem getur haft víðtæk áhrif, gætu þessar reglur orðið dauður bókstaf- ur. Af þeim fjórum tegundum, sem sér- stakar reglur eru yfir, er fálkinn algengastur, líklega nokkur hundruð pör. Haftyrðill er orðinn nær út- dauður sem varpfugl hér á landi, aðeins 2-3 pör eftir, en snæugla hefur ekki fundist verpandi með vissu á íslandi í 10-15 ár. Haförninn er einna næmastur fyrir truflun af þessum fjórum tegundum. Áf honum eru að- eins 35-40 pör í landinu, þótt fjöldi þeirra hafi aukist hægt og sígandi síðustu 25 ár. Ein heimsókn að arn- arhreiðri á viðkvæmasta tímanum, á vorin, getur leitt til þess að parið afrækir og verpi ekki aftur það árið. Óskað er eftir því við alla að sýna tillitsemi í umgengni sinni við fugla nú þegar varptíminn er skammt und- an, við sjaldgæfa fugla jafnt sem aðra“. Ljósmyndasamkeppni Sjómannablaðið Víkingur, Ljós- myndastofa Reykjavíkur og Sam- vinnuferðir-Landsýn efndu til ljósmyndasamkeppni þar sem mynd- efnið skyldi vera tengt sjómennsku; skip, störf sjómannsins eða umhverfi hans. Ljósmyndasamkeppnin stóð allt árið 1985 og var þátttaka meðal sjó- manna mjög góð enda voru góð verðlaun í boði frá öllum fyrirtækj- unum sem að samkeppninni stóðu. Tíu bestu myndirnar, að mati fimm manna dómnefndar, sem í sátu ljós- myndarar, blaðamenn og sjómenn, hlutu verðlaun. Myndin sem fylgir hér var tekin við verðlaunaafhendinguna. í fremri röð eru frá vinstri Björn Kjartans- son, sem tók við þriðju verðlaunun- um fyrir Svan Rafnsson, vélstjóra á Ólafsfirði, Snorri Gestsson, skip- stjóri í Keflavík, og Stefán Sturla, fyrrum háseti í Kópavogi. Þeir halda allir á verðlaunamyndunum, stækk- uðum og innrömmuðum. Á bak við þá standa fulltrúar fyrirtækjanna sem að samkeppninni stóðu, Sigur- jón Valdimarsson frá Sjómannablað- inu Víkingi, Kjartan L. Pálsson frá Samvinnuferðum-Landsýn og Emil Þór Sigurðsson frá Ljósmyndastofu Reykjavíkur. Umsjónarfélag einhverfra barna Hin árlega fjáröflun Umsjónarfélags einhverfra barna fer fram um þessar mundir. Á Hallveigarstöðum verður basar, kökusala og flóamarkaður á uppstigningardag. Ágóðinn mun renna til að bæta þjónustu við ein- hverf börn hér á landi en hún er mjög af skornum skammti miðað við hversu erfiða fötlun hér er um að ræða. Einhverfa er afar þungbær geðveiki sem kemur í ljós á fyrstu árum einstaklinga og lýsir sér meðal annars í tengslaleysi við umhverfið. Talið er að hér á landi fæðist árlega tvö alvarlega einhverf böm og 2 með vægari einkenni. Eigendaskipti á BABY-BJÖRN- búðinni Fyrir skömmu urðu eigendaskipti á Baby-björn-búðinni Þingholtsstræti 6, Reykjavík. Hjónin Bryndís Einarsdóttir og Guð- mundur Ó. Hermannsson starfrækja nú þessa verslun og heildsölu sem aðallega selur vörur tengdar börn- um. T.d. sænsku gæðavörurnar frá BABY-BJÖRN, vagna og kerrur frá BRIO og POUPY vörurnar svo eitt- hvað sé nefnt. Verslunin og heildsal- an er opin alla virka daga frá kl. 9-18, föstudaga til kl.19 og laugar- daga er opið frá kl. 10-12. Símanúmer BABY-BJÖRN-búðarinnar er 29488 og 28875. Tapað - Fundið Kvengullúr tapaðist Kvengullúr tapaðist á leiðinni frá Hagkaupi Laugavegi að Lindargötu 21. apríl sl. Upplýsingar í síma 12705. Myndavél tapaðist aðfaranótt laugardagsins 19. apríl. Vélin var í svörtu hulstri og tapaðist á leiðinni Broadway - vesturbær Kópavogur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 98-1514. Fermingar Fermingarbörn í Selfosskirkju 11. maí 1986 kl. 10.30: Enn bætist við sögu rokksins Rokkið lifir, um það er ekki að vill- ast. Stöðugt fjölgar áskrifendum að rokkplötusafni Almenna bókafélags- ins og margir þeir listamenn, sem þar eru kynntir, hafa ýmist nýlega haldið tónleika hér á landi eða eru væntan- legir til hljómleikahalds. Plata með Fats Domino hefur til að mynda þeg- ar verið send áskrifendum og Hollies koma á plötu í sumarbyrjun.Á einni plötunni, sem nýlega hefur verið send áskrifendum,er hljómsveitin The Shadows tekin fyrir. Hún er ein- mitt væntanleg hingað til lands í sumar. Almenna bókafélagið hefur nú sent út sex plötur af sögu rokksins. Á þeim hafa Elvis Presley, Bill Haley, Little Richard, Buddy Holly, Jerry Lee Lewis, Carl Perkins, Eddie Coc- hran, The Platters, Chuck Berry, Gene Vincent, Everly Brothers, Sam Cooke, Cliff Richard, Adam Faith, Billy Fury, Del Shannon, Neil Sed- aka, Paul Anka og Dion verið gerð skil, auk þeirra sem fyrr voru taldir. Á næstu plötum, sem verða sendar áskrifendum eftir nokkrar vikur, verður íjallað um The Hollies, Kinks, Searchers, Manfred Mann og soul- listamennina Otis Redding, Ray Charles, Arethu Franklin og Wilson Pickett. Ávinningurinn að útgáfu rokk- safns Almenna bókafélagsins er ótvíræður. Það sannaðist á dögunum þegar lagið Wonderful World með Sam Cooke geystist óvænt upp breska vinsældalistann. Þá gripu plötusnúðar rásar tvö til AB til að geta kynnt þessa perlu poppsins fyrir hlustendum sínum. Alex Ægisson, Háengi 3 Ásdís Erla Guöjónsdóttir, Stekkholti 11 Elva Dögg Þórðardóttir, Sunnuvegi 20 Kjartan Gunnarsson, Lambhaga 34 Kolbrún Berglind Grétarsdóttir, Kirkjuvegi 23 Kristjana Hallgrímsdóttir, Sigtúnum 9 Kristrún Helga Jóhannsdóttir, Fossheiði 50 Margrét Auður Jóhannsdóttir, Fossheiði 58 Sigurbergur Sveinsson, Seljavegi 8 Steinar Örn Erlingsson, Háengi 8 11. maí, kl. 14: Ágúst Guðjónsson, Engjavegi 57 Anton Pétursson, Gauksrima 7 Elvar Gunnarsson, Mánavegi 11 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Stekkholti 20 Helgi Sigurðsson, Heiðmörk 1A Hildur Júlía Lúðvíksdóttir, Starengi 9 Kristinn Loftur Karlsson, Víðivöllum 25 Kristjana Hrund Bárðardóttir, Lambhaga 40 Kristján Sigurðsson, Sigtúnum 5 Leifur Sveinn Ársælsson, Birkivöllum 12 Óskar Sigurðsson, Heiðmörk ÍA Óskar Helgi Andreasen, Austurvegi 31B Sigurður Ánton Ingvarsson, Heiðarvegi 12 Sonja Arnarsdóttir, Starengi 17 Stefán Þór Gunnarsson, Birkivöllum 11 Svala Ósk Sævarsdóttir, Heimahaga 2 Valgerður Dís Valdimarsdóttir, Álftarima 12 Vigdís Sísí Guðmarsdóttir, Glóru Þórður Sigfússon, Bankavegi 3 Þórir Jóhannsson, Réttarholti 7 Leiðrétting Rangt var farið með í grein um hátið harmoníkunnar á forsíðu helg- arkálfs DV í gær. Þar stendur að í hléi muni Þjóðdansafélagið sýna þjóðdansa. Hið rétta er að í hlénu mun Nýi dansskólinn sýna sam- kvæmisdansa. Auk þess eru 24 harmoníkuleikarar í Stórhljómsveit- inni en ekki 50 eins og sagt var. Hins vegar koma samanlagt fram 50 harmónikuleikarar á allri hátíðinni. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökun- ar á þessum misskilningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.