Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 6
50 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Æ fleiri bændur vinna utan heimilis Bærinn Sölvanes stendur undir Hamrahlíð í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Sveitin nefnist Fremri- byggð - til aðgreiningar frá Efri- byggð. Leiðin fram í Fremribyggð liggur suður frá Varmahlíð, fram- hjá Varmalæk og Steinsstöðum þar sem bamaskólinn er og þjónusta fyrir ferðamenn, ylrækt og sund- laug sem sést rjúka úr þegar ferðalangur ekur þar hjá í apríl- blíðunni. Elín Sigurðardóttir og Magnús Óskarsson búa í Sölvanesi. Þau em bæði Reykvíkingar og hófu búskap nyrðra árið 1978. Vegurinn fram Lýtingsstaða- hreppinn sveigir austur frá Hamrahlíðinni hjá kirkjustaðnum, Mælifelli, og maður ekur fram ut- anhallt í voldugum kambi og horfir niður á Sölvanesið sem virðist langt frá veginum. En fjarlægðin reynist vera blekking - heimreiðin er ekki sérlega löng og áður en varir er hundurinn Smali kominn gjammandi í bíldekkin. Reyndar ræðst hann ekki gegn bílnum af neinu offorsi, enda lífsreyndur orð- inn og vanur fólki þar á hlaðinu. Það er oft gestkvæmt í Sölvanesi. Magnús segir að það sé eins og annars staðar í Skagafirði þar sem hann þekkir til: heilmikið um mannaferðir, því Skagfirðingar eru lífsglatt og félagslynt fólk og hund- ar kannski kærulausari um bí- laumferð en víðast annars staðar. Um gáfnafar nautgripa Elín og Magnús hófu sinn búskap á Húsavík. Þar kenndu þau bæði um árabil og höfðu víst hugsað sér að kennsla yrði ævistarfið. Elín er annars með háskólapróf í sálar- fræði og Magnús er söguhestur. Hann á reyndar ekki langt að sækja áhuga og tilfinningu fyrir sögu því faðir hans var Óskar Magnússon, sagnfræðingur og skólastjóri frá Tungunesi í Húna- vatnssýslu. „Mig langaði alla tíð til að búa,“ segir Magnús. „Alveg frá því ég var smástrákur. Ég var sendur i sveit á sumrin - og vildi síðan vera í sveit. En ég var aldrei fyrir þessar heimsku, stóru beljur. Ég er fyrir sauðféð." Magnús er þó ekki alveg laus við nautgripi því í fjósi elur hann kálfa - sem ætlað er að verða hinar blíð- ustu steikur. „Þegar við komum hingað ætluð- um við okkur að kenna hér við Steinsstaðaskólann fyrstu fimm árin en fara síðan alveg yfir í bú- skapinn. Og það hefðum við kannski getað gert - hefðum við steypt okkur í miklar skuldir; byggt hér gripahús og fleira. Það gerðum við ekki og höfum þar af leiðandi sloppið við kvótaskerð- ingu.“ SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaður meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir.., Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti I I. ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjalst.ohaö dagblaö Skortur á snjóalögum Veður hafa verið blíð í Skagafirði undanfarin misseri. Magnús full- yrðir að heimaslóð hans sé einhver snjóléttasta sveit landsins. Og er ekki ánægður með það. Snjórinn hlífir gróðri og þegar snjór er á landi, frýs jörð ekki eins langt nið- ur. í vetur varð bóndinn í Sölvanesi að brynna kindum sínum upp á gamla móðinn því vatn var bein- frosið í pípum og ekki viðlit að þíða. Það hvarf líkaúr sameigin- legu vatnsbóli manna og dýra og þurfti því að sækja vatn í ána. „Púl,“ sagði Óskar bóndasonur, þrettán ára; Eydís systir hans tók í sama streng - enda eru þau systk- ini tvíburar og svipar saman um flest - nema ef vera sky ldi skoðan- ir á stöku málefni. En þótt fólkið í Sölvanesi hafi kannski óskað sér meiri snjókomu í vetur þá kom það sér að einu leiti vel að lítið var um ófærð: Bæði kennararnir og nem- endurnir úr Sölvanesi þurftu að komast í skólann á hverjum degi og það munar miklu að þurfa ekki að kafa snjóinn langa leið í veg fyrir skólabílinn, eins og stundum hefur komið fyrir. Þeir sem sinna tvöföldu starfi þurfa að rísa árla úr rekkju - og bæði böm og húsdýr eru krefjandi og bindandi - Sölvanesfólkið kemst sjaldan langt af bæ. „En þetta er ævistarf sem við höfum valið,“ segir Elín. „Og við sinnum því. Það er einfalt mál. Og þar að auki eru flestir bundnir á einhvers konar klafa.“ -Fólk sem vill heíja búskap núna - vantar jörð og bústofn - hvemig ber það sig að við að hefja sitt ævistarf? „Það er einfalt. Það er einfald- lega ekki hægt að hefjabúskap núna. Ekki nema þá með því að erfa, setjast í gróið bú. Við gátum byrjað hér vegna þess að við höfð- um áður keypt íbúð, seldum hana og fengum þá jörð og illa farið íbúðarhús.“ Nú er risið nýtt íbúðarhús í Söl- vanesi. Það er enn ófullgert - og þar af leiðandi ekki fyrirsjáanlegt að Magnús og Elín hætti að kenna. - En er ekki landbúnaður vern- duð atvinnugrein? Er ekki allt í lagi fyrir ykkur að setja ykkur í miklar skuldir, fylla búmarkið og sjá svo til? „Nei. Landbúnaður er ekki verndaður á íslandi. Ef tekið er mið af öðmm löndum þá er minnst lagt til landbúnaðar af opinberu fé á Islandi i allri V-Evrópu,“ segir Elín. „Að ég nú ekki tali um Bandaríkin." „Þessi „vernd“ sem menn eru stundum að tala um,“ sagði Magn- ús þá - „ég er hreint ekki viss um að hún sé meðvituð.“ Aukabúgreinar í Lýtings- staðahreppi Bændur í Skagafirði hafa helst tekjur af hinum hefðbundnu bú- greinum, sauðfé og kúm. En það er framleitt miklu meira en nóg kindakjöt í landinu og allri þeirri mjólk sem tutlað er úr kúm fær íslenskaþjóðin ekki torgað. Bændur í Lýtingsstaðahreppi finna fyrir breyttum viðhorfum og stefnu í landbúnaði eins og aðrir - og eru farnir að þreifa fyrir sér með „aukabúgreinar" - refi, ferðaþjón- ustu, kanínurækt (ullarkanínur) og á Steinsstöðum er komin sauma- stofa. Og kannski má líka nefha myndbandaleiguna, sem einn bóndinn er kominn með - en reynd- ar er það hæpið að hægt sé að lifa af slíkri starfsemi í strjálbýli. „En það getur ekkert komið í staðinn fyrir sauðfjárræktina hér,“ segir Magnús. „Aftur á móti þarf gð minnka kostnað á öllum stigum kjötframleiðslunnar. Þaðþarflíka að efla vöruþróun, áróður og kynn- ingarstarf. Kannski er markaður fyrir lambakjöt takmarkaður- en það er bara ekki komin nein endan- leg vitneskja um það. Menn verða stöðugt að láta sér detta eitthvað Óskar Magnússon - var á leiðinni út í fjárhús að gefa kvöldgjöfina en dokaði við fyrir ljósmyndarann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.