Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 53 Fjölskyldulíf í Beverly Hills m’ I nýjustu mynd sinni gerir Paul Mazursky óspart grín að bandarísku þjóðfélagi Hvað skyldu þau Richard Dreyf- uss, Nick Nolte og Bette Midler eiga sameiginlegt. Líklega ekki margt, nema hvað þau öll hafa átt erfitt með að viðhalda frægð sinni og frama í kvikmyndum. Öll fengu þau óskabyrjun en síðan hefur hallað undan fæti nema þá helst hjá Nick Nolte. Richard Dreyfuss var nýlega handtekinn fyrir að hafa undir höndum eiturlyf og hefur þetta atvik haft áhrif á feril hans sem leikara. Hann hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hann fór með aðalhlutverkið í WHOSE LIFE IS IT ANYWAY (1981) og THE BIG FDÍ (1978) en einbeitt sér þess í stað að leikhúsun- um. Nú virðist hann ætla sér stóra hluti á hvíta tjaldinu því nýlega var haft eftir honum: „Nú helga ég mig starfinu og tek það alvarlega - ég vil gera mitt besta. Þetta er lífsstarf mitt og það tekur flesta leikara lang- an tíma að gera upp huga sinn í þessu efni eins og ég hef gert.“ Síðan Nick Nolte gerði Beverly Hills Cop (1984) hefur honum reynst erfitt að rífa sig út úr þeirri imynd sem myndin dró upp af þeirri per- sónu sem hann lék þar. TEACHERS, sem hann lék í næst á eftir, náði aldrei vinsældum þótt hún fengi þokkalega dóma. THE ULTIMATE ursky sem ber heitið DOWN AND OUTIN BEVERLY HILLS og spáð er miklum vinsældum. Er talið að þessi mynd komi fótunum undir alla leikarana þrjá á hinni þymum stráðu braut frægðarinnar í Hollywood. Endurútgáfa DOWN AND OUTIN BEVERLY HILLS er endurútgáfa af frönsku myndinni BOUDU SAUVÉ DES EAUX sem Jean Renoir leikstýrði árið 1932 og var byggð á leikriti René Fauchois. Fjallaði myndin um umrenning sem reyndi að fyrirfara sér í ánni Seine en var síðan bjargað af bóksala sem átti eftir að umbreyta lífi hans. Mazursky notar eíni myndarinnar til að koma til skila góðlegri ádeilu á borgarlegt samfélag okkar og þá sérstaklega þátt hjónabandsins. Myndir Mazursky hafa alla tíð þótt' nokkuð sérstakar og yfirleitt mann- legri en gengur og gerist með Hollywood-myndir. Sögusviðið er nú Beverly Hills í stað Parísar. Þar búa hjónakomin Barbara (Bette Midler) og Dave Whiteman (Richard Dreyf- uss), en hann hefur orðið vellríkur á gerð flugskýla. Þau eiga tvö böm stæðustu hlutverkin frá þessum tíma vom í THE BLACKBOARD JUNGLE og FEAR AND DESIRE. Þegar frægðin og stóm hlutverkin létu bíða eftir sér fór Mazursky að skemmta í næturklúbbum. Hann samdi eínið sitt sjálfur og féll áhorf- endum það vel í geð. Smátt og smátt skapaði hann sér nafii á því sviði. Ritstörf fóm að taka meiri og meiri tíma og brátt var Mazursky farinn að skrifa handrit fyrir sjónvarps- þætti og ekki fyrir minni menn en sjálfan Danny Kaye. Sérstæðar myndir Ásamt samstarfsmanni sínum, Larry Tucker, ákvað Mazursky síð- an að leita fyrir sér með að gera handrit fyrir kvikmynd. Þeir hittu á óskastundina því þeim tókst að selja sitt fyrsta handrit og út frá því sá myndin I LOVE YOU, ALICE B. TOKLAS með Peter Sellers í aðal- hlutverki dagsins ljós. Þó var einn galli á gjöf Njarðar. Enginn vildi sjá myndina. Reynslunni ríkari heimtaði Maz- ursky að fá að leikstýra næsta handriti sínu sem hann komst upp með. Árangurinn varð BOB & CÁ- ROL & TED & ALICE sem var Hjónakomin Dave og Barbara búa í Beverly Hffls. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Þau em rík en leið á lifmu. SOLUTION OF GRACE QUIGLEY fékk ekki aðeins slæma dóma heldur gekk hún einnig hörmulega en í þeirri mynd lék Nolte á móti sjálfri Katharine Hepbum. Nick Nolte tel- ur að myndin hafi haft að geyma of langsótta fyndni til að höfða til fólks, sérstaklega bama og unglinga sem framleiðendur myndarinnar vom að reyna að ná til. Nýtt tækifæri En líklega hefur Betty Midler átt erfiðast uppdráttar af öllum. Hún hóf feril sinn sem söngkona og gerði garðinn frægan sem hin „guðdóm- lega Miss M“. Á eftir fylgdu bækur, plötur og sjónvarpsþættir. Hápunkt- inum náði Midler 1979 þegar hún var útnefhd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í sinni fyrstu mynd sem bar heitið THE ROSE. Frægðin virðist hafa stigið Midler eitthvað til höfuðs því hún missti allan þann kraft og eldmóð sem haföi áður einkennt feril hennar. Tvær kvikmyndir fylgdu í kjölfarið og vom báðar mislukkaðar að flestu leyti. Vom það myndimar THE DI- VINE MISS M og JINXED. Árið 1983 fékk Midler síðan taugaáfall á tónleikum sem hún hélt í Detroit. Hún hefur nú náð sér eftir öll þessi ósköp og er farin að gefa út plötur aftur. En það er annað sem sameinar þessa þrjá leikara sem ekki var búið að nefna áður. Öll fengu þau stór hlutverk í nýjustu mynd Paul Maz- sem virðast jafnlífsleið og rugluð á tilvem sinni og foreldramir. í stuttu máli er dregin þama upp mynd af óhamingjusamri, lífsleiðri flölskyldu þ.e. þangað til Jerry Baskin (Nick Nolte) kemur til sögunnar. Jerry er illa til fara, flækingur sem Whiteman fjölskyldan tekur upp á sína arma. Þegar búið er að þvo hann og klæða kemur í ljós að Jerry hefur að geyma viðfeldinn persónuleika sem fjöl- skyldunni reynist auðvelt að móta fram og aftur. Með öðrum orðum sagt er Jerry gerður að kjölturakka fjölskyldunnar. Ekki er ástæða að fara nánar út í efnisþráðinn en margt spaugilegt kemur fyrir. Notar Maz- ursky Jerry sem stækkunargler til að sýna áhorfendum breyskleika hinna ríku og leiðu í Beverly Hills. Leikari og handritahöfundur Paul Mazursky er sá bandaríski leikstjóri sem tekist hefur að sam- eina það að gera persónulegar myndir sem em jafriframt vinsælar. Er þessi hæfileiki þvi miður afar sjaldséður, sérstaklega í bandarískri kvikmyndagerð. Mazursky var seinn til því hann var orðinn 37 ára gam- all þegar hann gerði sína fyrstu mynd. Líkt og svo margir leikstjórar hóf Mazursky listaferil sinn sem leikari- Óskadraumur hans var að leika Hamlet og King Lear sem hann enn í dag telur að hann heföi gert sóma- samleg skil, en það eina sem hann fékk vom aukahlutverkin. Minnis- frumsýnd 1969 á New York kvik- myndahátíðinni. Myndin sló í gegn bæði hjá gagnrýnendum og almenn- ingi svo allir vom ánægðir. Síðan hafa' myndir frá Mazursky birst á hvíta tjaldinu með reglulegu millibili. Næsta mynd hans rejmdist hins vegar mislukkuð þótt góðir kaflar væm inn á milli. Var það myndin ALEX IN WONDERLAND þar sem Donald Sutherland fór með hlutverk leikstjóra. BLUME IN LOVE (1973) sýndi hins vegar Maz- ursky í essinu sínu enda fjallaði myndin um eitt upáhaldseíni hans - hjónabandið. Það var þó myndin HARRY OG TONTO sem sannfærði áhorfendur um að Mazursky gæti gert mannlegar, persónulegar mynd- ir sem jafnframt væm skemmtilegar. Hver man ekki eftir Art Camey í hlutverki gamla mannsins Harry sem ákvað að leggja land undir fót ásamt vini sínum, kettinum Tonto, eftir að þjóðfélagið hafði sett þá út undan. Stefnumörkun Árið 1976 gerði Mazursky NEXT STOP, GREENWICH WILLAGE sem var lítil og nett mynd. AN UNMARRIED WOMAN (1978) olli straumhvörfum í bandarískri kvik- myndagerð því hún var fyrsta myndin sem fjallaði um stöðu kon- unnar í nútímaþjóðfélagi og út frá hennar sjónarhóli, jafnframt því að verða vinsæl. Fjöldi eftirlíkinga fylgdi síðan í kjölfarið en fæstar stóðu undir nafni. Athyglisvert var að Mazursky var þarna enn einu sinni að fjalla um hjónabandið. Lík- lega er AN UNMARRIED WOMAN vinsælasta myndin sem Mazursky hefur gert. Þess má geta að Mazur- sky fékk fjórum sinnum neitun frá Twentieth Century Fox kvikmynda- verinu áður en endanlegt samþykki fékkst fyrir gerð myndarinnar. Ástæðan var m.a. sú að kvikmynda- verið hafð nýlega sent frá sér þrjár kvikmyndir sem fjölluðu um konur, þ.e. JULIA, 3 WOMEN og THE TURNING POINT og fannst þá nóg komið. Á eftir AN UNMARRIED WO- MAN kom síðan WILLIE AND PHIL sem fjallaði um tvo menn sem urðu ástfangnir af sömu stúlkunni líkt og það sem Truffaut fjallaði um í mynd sinni, JULES ET JIM. Síðan fylgdi MOSCOW ON THE HUD- SON sem fjallaði um hvemig rúss- neskur liðhlaupi aðlagaði sig bandarísku þjóðlífi. Nú er komið að DOWN AND OUT IN BEVERLY HILLS. Framleiðandi myndarinnar er To- uchstone, sem er sú deild Walt Disney-fyrirtækisins sem framleiðir kvikmyndir fyrir aðra en böm, enda er þetta fyrsta mynd fyrirtækisins sem er bönnuð yngri en 15 ára. Sam- kvæmt þessu ætti þvi myndin að birtast innan tíðar í einhverjum sal Bíóhallarinnar. B.H. Það er Nick Nolte sem leikur flækinginn sem gerður er að kjölturakka fiöl- skyldunnar. Einhell vandaöar vörur Súluborvélar Tværstær&r, hagstætt verö Skeljungsbúðin SíÖumúla33 Símar 681722 og 38125| vandaðaóar vörur Verkfæra- kassar Fyrirliggandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.