Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 20
Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur og verjandi hans, Tómas Gunnarsson. - „Ég get ekki tekið mark á mönnum sem ekki þora i lestrarpróf," sagði Þorgeir. Fer saksóknarí ríkisins í lestrarpróf? Ríkissaksóknari, Þórður Björns- son, stefndi Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi fyrir Sakadóm Reykja- víkur þann 13. ágúst í fyrrasumar. Síðan hafa staðið réttarhöld í máli ríkissaksóknara gegn Þorgeiri fyr- ir „ærumeiðandi aðdróttanir í garð lögreglumanna í tveimur greinum í Morgunblaðinu", eins og segir í stefnunni. Greinar þessar birtust í desember 1983 og komu í kjölfar svonefnds Skaftamáls sem byrjaði í fatageymslu Þjóðleikhússkjallar- ans eins og frægt var. Greinar þær sem ríkissaksóknari stefndi Þor- geiri út af nefndust „Hugum nú að - opið bréf til Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra." Seinni grein- in bar fyrirsögnina „Neyttu á meðan á nefinu stendur..." Þær „ærumeiðandi aðdróttanir", sem Þorgeiri var stefnt fyrir, voru svo- hljóðandi í fyrri greininni: 1) „Einkennisklædd villidýr". 2) „Einkennisklæddu villidýra". 3) „Stofufélagar þessa unga manns sögðu mér að bæklun hans væri af völdum útkastara og lögreglu. Þessu vildi ég þá ekki trúa svona fyrirvaralaust og spurði bæði lækna og sjúkralið að þessu. Jú, rétt var það: þarna var komið eitt af fórnardýrum löggæslunnar í næturlífi Reykjavíkur." 4) „Þá brá svo við að hvarvetna hitti ég fólk sem kunni sögur af mönnum sem lent höfðu jafn illa eða ver í þessum einkennisbúnu óargadýrum. Sumir höfðu jafnvel verið sendir afturá vitsmunastig bernsku sinnar með kyrkingatökum sem lögreglumenn og útkastarar kunna en fara ekki með af skynsamlegu viti heldur fautaskap og hugsunarleysi. Sögur þessar eru svo gjörsamlega sam- hljóða og margar að það verður æ örðugra að vísa þeim frá sér eins og hverjum öðrum uppspuna." 5) „fórnardýr lögregluhrottanna". 6) „...að lofa hrottum og illmennum að þægja sínu brenglaða tilfinn- ingalifi..." I seinni grein Þorgeirs stefnir saksóknari ríkisins vegna eftirfar- andi klausu: „Aðfarirnar lýstu svo mætavel þeirri mynd sem almenn- ingur hlýtur óðum að vera að gera sér af lögreglu í sjálfsvörn: bola- brögð, falsanir, lögbrot, hindur- vitni, flaustur og ráðleysi." Verði Þorgeir Þorgeirsson fund- inn sekur vegna framangreindra ummæla um lögregluna má hann allt eins búast við að vera dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Ósk um lestrarpróf Réttarhöld hafa staðið í allan vetur vegna þessa máls. Og lauk fyrir 10 dögum með því að dómari lagði fyrir verjanda Þorgeirs, Tóm- as Gunnarsson hrl., að skila skrif- legri vörn í málinu þann 3. júní nk. Saksóknari er hins vegar ekki skyldur til að skila sókn í málinu - og gerir því ekki. Dómari er Pét- ur Guðgeirsson. í síðasta réttarhaldi lagði Þorgeir fram æði óvenjulega ósk - hann fór fram á það við dómara og saksókn- ara að þeir færu í lestrarpróf: „Mig langar til þess að biðja um það, herrar mínir - og það er mín sein- asta ósk hér í þessu réttarhaldi - að þið báðir tveir: dómari og sak- sóknari, leggið fram vottorð um lestrarkunnáttu ykkar. Þá á ég við tæknilega lestrarkunnáttu. Þetta gæti t.d. verið fullnaðarpróf í lestri eða lestrarpróf sem þið tækjuð nú i vor eftir stöðlum Barnaskóla Reykjavíkur. Forsendur þessarar beiðni - sem með nokkrum hætti er mín hinsta ósk í þessu máli - get ég rökstutt nánar ef krafist verður." Steinhljóð En hvorki Pétur dómari né Þórð- ur saksóknari kröfðust rökstuðn- ings Þorgeirs vegna þessarar beiðni um próf í lestri. Þeir létu bara eins og þeir hefðu ekki heyrt hana. Og þótt hún væri lögð fram skriflega á borð dómara var hún ekki færð til bókar. Það var stein- hljóð í dómsalnum í Borgartúni 7 - eitt andartak var sem engill flygi um salinn. Það hefur eflaust verið réttlætisgyðjan að flögra kringum höfuð hinna lærðu manna. En sak- sóknari þagði. Og dómarinn þagði líka, horfði staðfastlega út um gluggann. Verjandinn fór fram á að beiðnin yrði færð til bókar. Ekkert svar. Ekkert skrifað í bók. Tómas Gunnarsson verjandi skrifaði þá Pétri sakadómara bréf og sendi seinna þann sama dag. Þar segir m.a.: „Ákærði bað um að lögð yrðu fram vottorð um lestrar- kunnáttu dómarans og ríkissak- sóknarans i málinu og bauðst til að rökstyðja beiðnina, ef óskað yrði eftir. Dómarinn og ríkissaksóknarinn hlustuðu á ákærða lesa upp beiðn- ina, en siðan lét dómarinn sem hann hefði ekki heyrt hana né heldur ósk mína sem verjanda um að beiðnin yrði bókuð. Var beiðnin því ekki færð til bókar. Ekki var spurst fyrir um afstöðu ríkissak- sóknara til beiðninnar, né heldur rök ákærða fyrir henni. Ekki var heldur sinnt athugasemdum mín- um þegar bókun þinghaldsins var lesin upp við lok þess." Og heyrnarleysi réttarins var síð- an undirritað og vottað af tveimur starfsmönnum - í útskrift yfir rétt- arhaldið var ekki minnst á það sem Þorgeir, stefndi í málinu, og verj- andi hans höfðu þó lengst mál um. Steinhljóð. Ritdómarar þurfa að kunna að lesa Þorgeir sagði blaðamanni að hann ætlaði sér ekki að hlíta dómi um ritstörf sín frá hendi manna sem ekki treystu sér í lestrarpróf. „Það er langt síðan að ég komst að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því að þeir eyða tíma og fé í að reka þetta mál áfram er ólæsi þeirra. Tilgangurinn með því að biðja þá um að fara í lestrarpróf var í sjálfu sér hávísindalegur. Ég vildi komast að því hvaða tegund ólæsi þeir væru haldnir. Ólæsi getur ve- rið tvenns konar - tæknilegt ólæsi, þ.e. að menn kunna ekki að kveða að. Og svo huglægt ólæsi. Séu þeir haldnir huglægu ólæsi, þá lesa þeir kannski uppá 10, en ólæsi þeirra er þá geðrænt og getur stafað af pólitík eða öðrum huglægum höml- um. Ég samdi mínar greinar með sér- stöku tilliti til laga um meiðyrði. En þessir gæjar hafa brotið bæði lög og stjórnarskrá i þessu máli. Svo neita þeir að fara í lestrarpróf - og þar af leiðir álykta ég að þeir hafi dæmt sjálfa sig ólæsa og þar með óhæfa til að dæma. Ég get því ekki tekið mark á þeim. Dómarinn? Ég hef ekki getað greint á milli þeirra. Dómarinn virðist vera ein- hvers konar þjónn saksóknarans. í íslensku réttarfari virðist ekki gerður greinarmunur á dómsvaldi og ákæruvaldi." _GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.