Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Side 21
ittir_________________Iþróttir___________________Iþróttir__________________Iþróttir___________________Iþróttir DV. FIMMTUDAGUR 15. MAI 1986. keppnistaðnum í keppninni. Bílarnir >g Alain Prost, til vinstri, hefur tekið mn og Prost eru félagar í keppninni. Helgi ekki lög- legur með Víði? Missir ef til vill af fyrstu leikjunum í 1. deild Svo getur farið að Helgi Bentsson, sem lék með Keflvíkingum sl. sumar en hefur nú gengið til liðs við Víði í Garðinum, geti ekki leikið með í fyrstu leikjum Víðis í 1. deildar keppninni sem hefst á laugardag. Helgi hefur ekki fengið send félagaskipti frá félag- inu sem hann æfði og lék með í Vestur-Þýskalandi síðastliðinn vetur. Knattspymusamband íslands hefur sent vestur-þýska knattspyrnusam- bandinu bréf þar sem beðið er um að félagaskiptin hjá Helga verði sam- þykkt og send hingað. Ekkert svar hefur borist enn og óvist er á þessu stigi málsins hvort það berst í tæka tíð. Stutt er í að keppnin heíjist í 1. Helgi Bentsson. deild og margir leikir fram undan. • Það yrði mikið áfall íyrir Víðis- menn ef Helgi gæti ekki leikið með þeim í upphafi Islandsmótsins vegna þessa máls. Víðir leikur þrjár leiki á næstu dögum eins og reyndar 1. deild- ar liðin öll. Ekki er vitað á hveiju stendur, hvort félagið, sem Helgi lék með i Þýska- landi, hefui- eitthvað brugðist og ekki sent félagaskiptin til vestur-þýska sambandsins eða hvort bréf þess hefur lent á einhverjum flækingi þar. Það er þó ólíkt Þjóðverjum. En einhver mistök hafa orðið. Eins og staðan er í dag hefur vestur-þýska sambandið ekki gengið frá málinu og sent það til KSÍ. SOS Völler sá um Holland „ Rudi, Rudi,“ hrópu áhorfendur í Dortmund í hvert skipti sem miðheiji Werder Bremen, Rudi Völler, kom við knöttinn í landsleik V-Þýskalands og Hollands í gærkvöld. Völler, sem hefur verið slasaður mest allt keppnistima- bilið, átti stórleik í þýska liðinu. Skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-1 sigrin- um á Hollandi og sýndi og sannaði í leiknum að hann getur orðið meðal þeirra bestu á HM í Mexikó. Völler, sem skoraði eina mark Þýskalands í landsleik við Júgóslava nýlega, skoraði fyrsta markið í gær á 39, mín. Skallaði í mark með hnakkan- um eftir homspymu Lothar Matt- haeus. Fyrir markið hafði þýska liðið heldur átt í vök að verjast. Völler skor- aði aftur á 42.mín. Sneri baki í markið, þegar hann fékk knöttinn frá Briegel. Sneri sér snöggt i þéttskipuðum víta- teignum og sendi knöttinn neðst í markhomið. Johnny Van’t Schip minnkaði muninn i 2-1 á 8o. mín. en á lokamínútunni skoraði Herget þriðja mark V-Þýskalands. hsím írar koma með sterkt lið Það er ljóst að írar koma með geysi- sterkt lið hingað til lands á þriggja landa mótið sem fram fer i Reykjavík dagana 25. til 29. maí. Það er 20 manna hópur sem Jackie Charlton hefur valið til fararinnar. Allir leikmenn liðsins eru atvinnumenn. Lið írlands, sem leikur hér, verður þannig skipað: Markverðir Gerry Payton, Fulham Pat Bonner, Celtic Varnarmenn Chris Houghton, Tottenham Jim Beglin, Liverpool John Anderson, Newcastle Mick McCarthy, Man. City Mark Lawrenson, Liverpool Kevin Moran, Man. United Paul McGrath, Man. United Miðvallarleikmenn Liam Brady, Inter Milano Ronnie Whelan, Liverpool Kevin Sheedy, Everton Ray Houghton, Oxford Gerry Murphy, Chelsea Lian O’Brian, Shamrock Rovers Framlínumenn John Aldridge, Oxford Frank Stapleton, Man. United Michael Robinson, QPR. Tony Galvin, Tottenham Það er ljóst að Jackie Charlton ætlar sér stóra hluti með þetta lið og greini- legt að írar leggja mikið upp úr þvi að ná góðum árangri i mótinu. Tékkar, sem verða þriðja þjóðin í mótinu, mæta einnig með sitt sterk- asta lið. Þeir eru að yngja upp og ætla sér stóra hluti í framtíðinni. -SMJ Webster til Þórs á Akureyri Leikur með Þór næstu tvö árin Ingi Björn Albertsson. Skorar Ingi Bjöm aftur í Garðinum? „Það verður að sjálfsögðu farið suð- ur í Garð með þvi hugarfari að vinna þar sigur. Okkur tókst það á síðasta keppnistimabili og vonandi verður nú engin breyting þar á,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari og leikmaður FH- liðsins. Það var einmitt Ingi Björn sem skor- aði sigurmark FH gegn Viði í fyrra, eina mark leiksins í Garðinum í fyrsta leik liðanna i 1. deildar keppninni 1985. SOS. „Ég hef ákveðið að leika með Þór á Akureyri næsta vetur. Ég hlakka mik- ið til að fara norður og veit að við eigum eftir að gera góða hluti á næsta keppnistimabili,“ sagði körfuknatt- leiksmaðurinn hávaxni, Ivar Webster, í samtali við DV í gærkvöldi. Ivar lék sem kunnugt er með Haukum á síð- asta vetri en hefur nú ákveðið að flytjast til Akureyrar. „Mér líst mjög vel á þetta. Það eru margir ungir og efnilegir strákar í Þórsliðinu og ég veit að þeir eru til- búnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Hvað sjálfan mig varðar þá er ég þegar byrjaður að æfa og lyfti mikið. Ég ætla mér að gera stóra hluti með Þórsurum næsta vetur,“ sagði Hlaupið í þágu Afríku Afríkuhlaupið verður haldið hér á landi sunnudaginn 25. maí. Undir- búningur að hlaupinu er unninn af „Sport Aid“ sem m.a. var stofnað af Bob Geldof sem stóð fyrir „Live Aid“ tónleikunum. Málefnið er hið sama; að safna fé handa hungruðum i Afr- iku. Hér á landi starfar sérstök fram- kvæmdanefnd i tilefni hlaupsins. Fjársöfnun fer fram með þeim hætti að barmmerki og bolir með áletrun söfnunarinnai’ verða boðnii- til sölu. Síðan hlaupa allh- með og taka þannig þátt í þessum einstæða íþróttaviðburði um leið og þeir leggja góðu málefiii lið. Um þijátiu þúsund barmmerkjum verður dreift til íþróttafélaga um land allt. Reiknað er með að Afrikuhlaupið fari fram i u.þ.b. 160 stórborgum í 49 löndum. -SMJ ívar Webster sem mun leika með Þór í það minnsta tvö næstu keppnistíma- bil. Bylting hjá Þórsurum Koma ívars til Þórs ætti að geta markað tímamót í sögu körfuknatt- leiksins á Akureyri. Þórsarar hafa verið í nokkrum öldudal undanfarin ár og ekki náð að hrista af sér slenið. Veikasti hlekkur liðsins hefur verið miðheijastaðan sem Webster tekur nú að sér og það er greinilegt að Þórsarar verða ekki auðsigraðir næsta vetur, hvort sem þeir leika í 1. deild eða úr- valsdeild. Það fer eftir þvi hvort tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag næsta vetur verður samþykkt á komandi árs- þingi KKÍ. ' -SK. •ívar Webster leikur með Þór á Akureyri næsta vetur. russon fylg- ^jamönnum nni á laugardag ekki á Akranesi þegar leikurinn fer fram því leikurinn á Laugardalsvelli verður á sama tíma. Sigurður er í leikbanni - þarf að taka út eins leiks bann sem hann var dæmd- ur í á síðasta keppnistímabili. Hann fær því það hlutverk að njósna um Eyjaliðið en Skagamenn leika í Vest- mannaeyjum á miðvikudag í 2. umferð íslandsmótsins. SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.