Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Draumurinn breytist í hreina martröð Úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspymu virðist vera að breytast í martröð fyrir mex- íkönsk yfirvöld. Götuóeirðir hafa blossað upp, gjaldmiðill landsins hefur fallið og jafnvel veðrið hefur verið til hreinna vandræða. Borgaiyfirvöld í Mexíkóborg bönnuðu í gær áfengisdrykkju á al- mannafæri, afinörkuðu sérstök útivistarsvæði fyrir fótboltaaðdá- endur og settu upp öflugan vörð um minnismerki borgarinnar. Þetta kemur í kjölfar óláta eftir leik heimaliðsins við Belga. Gjaldmiðill landsins féll mikið eftir óeirðimar. í gær þurfti 640 pesosa gegn einum dollar en í síðustu viku var gengið 520 og leikur Suður- Kóreu og Búlgaríu líktist meir leðjuslag en knattspymu. Miðar eru nú aftur til sölu eftir að sagt hafði verið að þeir væm uppseldir. Enginn þeirra fimmtán leikja sem lokið er hefur dregið að sér mikinn fjölda áhorfenda. í Mexíkó var litið á úrslitakeppn- ina sem tækifæri til að sanna að landið væri búið að ná sér eftir jarð- skjálftana á síðasta ári sem urðu 10.000 manns að bana. Keppnin er haldin rétt efir að keppnistímabili evrópskra knatt- spymamanna lýkur. Núna er regn- tíminn í Mexíkó. Það má því búast við rigningu, eins og varð í gær, á fleiri leikjum keppninnar. I óeirðunum eftir leikinn á þriðju- daginn réðust ribbaldar á um 100.000 manna hóp sem fagnaði úrslitunum með dansi, söng og drykkju í kring um sjálfstæðisminnisvarða landsins. Slegist var með brotnum flöskum, hnífúm og keðjum og lágu eftir 187 særðir og um 200 vom fluttir í fanga- geymslur. Öeirðimar, sem em hinar verstu í Mexíkó um margra ára skeið, bmt- ust út er fögnuður fólksins breyttist í mótmæli. Hrópuð vom ókvæðisorð um Miguel de la Madrid, forseta landsins, en hann ku ekki vera með vinsælli mönnum í Mexíkó. Óeirðimar ollu því að gjaldmiðill landsins, pesosinn, féll skyndilega og spáðu margir því að það yrði Óeirðir hafa nú brotist út i Mexíkó og beinast þær aðallega gegn de la Madrid forseta. Svo virðist sem draumur Mexíkómanna um heimsmeistara- keppnina sé aö snúast upp í martröð. ekki til að bæta stöðuna fyrir de la Madrid sem hefur á valdaferli sínum náð að safiia yfir hundrað milljónum dollara í erlendar skuldir. Borgaryfirvöld sögðu að 47 ólög- legir miðasalar hefðu verið hand- teknir fyrstu 6 daga keppninnar. Sagt var að þeir yrðu fangelsaðir í 36 klukkustundir eða sektaðir um 1500 krónur, sem er 15 sinnum meira en lægstu lágmarksdaglaun em í Mexíkó. Skipuleggjendur keppninnar sögðu að miðar yrðu nú aftur til sölu á opinberum miðasölum. Áður höfðu þeir sagt að allir miðar væm uppseldir en allir hafa séð að áhorf- endafjöldi hefur verið lítill. Það var ekki einu sinni fullt á opnunarleikn- um. Enn em vandræði með sjónvarps- útsendingar frá keppninni og em liðnir sex dagar frá því að hún hófet. Sjónvarpsstöðvar og fréttastofur hafa átt í stöðugum vandræðum með að koma frá sér efrú. Skipuleggjend- ur kenna um skemmdum af völdum jarðskjálftans í fyrra. blaðsölustöðum um allt land. Tímarit fyrir alla^ 6 HEFTI - 45. AR : 386 VERÐ KB.160 2 &NDLIT &Ð H&NDAN 13 7 LÓFRLESTOR: MERKÚRLÍN&N r&STXIR í ELI BLS. Skop....................... ........... hóíalestur: Merkurlman............ Sá miima sefur meira lifir ••••■■•. Epli: Ekki bara góð á bragðið.......... AndUtaðhandan.......................... Kossinn - hið Ijúfa innsigh astarmnar. Hugsuniorðum......................... Trúirþúhonum?..................... 2f Úrheimi ................................'31 Fastur i flæðandi .......... „„ ÖKúiegtensattstú]kanmeðguBl'naPPum ■ XJV’I.T.T Skylda eigmmannsms.............. I BLS. 41 Samhljomun. .n _ j,EGarkarlinner SaganafShooShooBaby .......■ « — >■ Búlgaría, aldingarður Evropu .. Pegar karlinn er konuþurfi..^ Völundarhús................ konuþtofi KOSSINN: L]UFR INNSIGLIÁSTRRINNRR Urval LESEFNl VIÐ ALLRA HÆFI í rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022 Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að ieyfa stjórninni að selja Saudi-Aröbum vopn fyrir 265 milljónir dollara og vann Re- agan forseti þar nokkum sigur. Það munaði einu atkvæði að ekki tækist að ná 2/3 hlutum at- kvæða sem til þurfti til að fella úr gildi ákvörðun forsetans frá því f síðasta mánuði er hann beitti neit- unarvaldi til að koma í veg fyrir að þingið stöðvaði söluna. At> kvæði féllu 66 á móti 34. Reagan fékk aðeins einn þriðja hluta atkvæða og eitt að auki en það dugði honum. Málið er komið í gegn. Reagan hótar Norð- mönnum ÞegarReagan Bandarfkjaforseta barst til eyma að hvalveiðivertíðin f Noregi væri byrjuð, og fyrsti hvalurinn lagður að velli, gaf hann út yfirlýsingu um að nú kæmi vel til greína að grípa til refeiaðgerða gagnvart Norðmönnum. Þetta verður gert þannig að dregið verð- ur úr innflutningi á norskum vörum. Bæði norska ríkisstjómin og út- flytjendur taka yfirlýsinguna alvarlega en að svo stöddu vill rík- isstjómin ekki taka neinar ákvarðanir um að láta undan þess- um bandaríska þrýstingi. En málið mun verða tekið upp á þinginu bráðlega. Umsjón: Ólafur Amarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.