Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Síða 23
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. 23 Skærustu stjömur Listapopps - Ronald Gift og félagar í Fine Young Cannibals. en hinar sveitirnar. Það tók þá nokkra stund að hrífa áhorfendur með sér en þegar tónar hins nývin- sæla Holding back the years læddust úr hátalarakerfinu tóku áhorfendur við sér og hlutu að launum stórgóðan seinni hálfleik með lögum eins og Come to my aid, Money’s too tight to mention og Jericho, að ógleymdri hinni fró- bæru Talking Heads-ballöðu, Heaven. Tónlist Simply Red er há- gæðapopp með sterkum souláhrif- um og eru flest laganna vel danshæf. Megineinkenni Simply Red er þó glæsilegur söngur Mick Hucknall sem lifir og hrærist í soultónlistinni og virðist hafa erft tilfinninga- og tjáningarmátt sinna helstu fyrirmynda. Athygli vakti pottþéttur hljóðfæraleikur sveitar- innar en auk sex meðlima voru tveir aðstoðarmenn með í för. Var sannarlega fengur að Simply Red sem stendur nú á þröskuldi heims- frægðar. Megum við koma aftur? Á þjóðhátíðardaginn var smekk- fullt í Laugardalshöll enda löngu uppselt á tónleikana. Troðningur og tramp á tám var meira áberandi í réttu hlutfalli við aukinn fjölda ungbarna undir annarlegum áhrif- um. Þótti sumum vammlausum Hallargestum nóg um en bitu á jaxl og skrifuðu bægslaganginn á Bakkus og Jón Sigurðsson. Fine Young Cannibals áttu fyrsta erlenda leik og er skemmst frá því að segja að tríóið sló eftirminnilega í gegn. Roland Gift hefur þegar skipað sér í hóp bestu söngvara Bretlands þó aðeins sé liðið eitt ár frá því FY C vöktu á sér athygli. Gift er sérlega öflugur söngvari en best tókst honum upp í tregablöndnum ballöðum, s.s. Funny how love is og gamla Buz- zcocks-laginu Ever fallen in love, að ógleymdu Blue. Gift semur texta tríósins en öll lög eru verk þeirra Andy Cox og David Steele. Steele hafði sig lítið í frammi, plokkaði bassann af einbeitni en Cox sýndi stórskemmtilega takta og var hinn hressilegasti. Hins vegar hefði að ósekju mátt hafa gítar hans framar í hljóðblöndun því gítarleikurinn á stóran þótt í hinu ferska yfirbragði tónlistarinnar. Þetta er hins vegar smáatriði sem dregur ekkert úr þeirri skoðum margra að leikur Fine Young Cannibals hafi verið hápunktur hátíðarinnar. Rokkar- arnir Johnny come home og Suspicious minds, auk áður- nefndra laga, heilluðu áhorfendur upp úr skónum og Cannibals gátu ekki stillt sig um að spyrja þegar leik þeirra var lokið: Hvenær meg- um við koma aftur? Brjálæðislegt! Meðan á hátíðinni stóð var opið út á bersvæði hægra megin við Höllina og var það vel til fundið að gefa mönnum kost á fersku lofti og útiveru milli atriða enda var farið að hitna í kolum í öllu mann- hafinu. Að loknum leik FY C varð alllöng bið eftir lokaatriði hátiðar- innar, vegna bilunar á bassamagn- ara, en því var kippt í liðinn og á tólfta tímanum steig Madness loks á svið. Madness lék lengst hinna fjög- urra sveita, í hálfa aðra klukku- stund, enda af nógu að taka frá 7 ára ferli. My girl, Baggy trousers, Grey day, Cardiac arrest, It must be love, House of fun og Michael Caine voru meðal þeirra ódauðlegu popplaga sem tónleikagestir fengu að heyra. Auk þess spilaði Madness nokkur óútgefin lög og var To- morrow’s dream sérstaklega eftir- tektarvert. Nýju lögin eru yfirleitt flóknari en góskafull verk fyrstu áranna enda hafa vinsældir Mad- ness dvínað nokkuð hin allra síðustu ár. Þær raddir heyrðust að „Brjálæðingarnir" i Madness - stanslaus keyrsla i 90 minútur. Madness væri í raun útbrunnin en þótt sveitin hafi lifað sitt blóma- skeið er því ekki að neita að nýjustu verk hennar, breiðskífan Mad not mad og hið gullfallega lag Yesterday’s men, eru með því besta sem frá Madness hefur komið. Þá var sviðsframkoma „Brjálæðing- anna" sú líflegasta sem sást á hátíðinni og munaði þar mestu um fjörkólfinn Chas, Smash, Smythe sem var hreint óstöðvandi allan tímann; blés i trompet, barði bumb- ur, söng bakraddir og lét öllum illum látum þess á milli, sem ár.orf- endur kunnu vel að meta. Áhorf- endur tóku virkan þátt í flutningi þessara velþekktu laga og fjölda- söngurinn í Our house var býsna áhrifamikill. Madness var klöppuð upp í tvígang og í seinna skiptið lét hún undan þrábeiðni áhorfenda og lék það lag sem kom henni á framfæri í lok áttunda áratugarins: One step beyond. Ætlaði þá allt um koll að keyra, sannarlega viðeig- andi endapunktur á frábærri tónleikahátíð. Aðeins upphafið? Erlendu hljómsveitirnar, sem léku bæði kvöldin, stóðu allar ríf- lega fyrir sínu og tónlistarunnend- ur fengu loks verðugan bita í kjaft eftir mörg sultarár. Listapopp '86 var í alla staði geysivel heppnað. Nú er sannarlega tækifæri til að gera hljómleikahald innlendra sem erlendra hljómsveita að reglu- bundnum viðburðum. Það væri ekki amalegur vitnisburður um popphátið Listahátíðar 1986 að hún hefði markað upphaf tónleika- menningar í íslensku rokklífi. Mick Hucknall í Simply Red - sannkallaður soul-söngvari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.