Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Qupperneq 25
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Hin hliðin Hin hliðin Hin hliðin • Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari útvarpsins i Noregi, segir að helsti veikleiki sinn sé að geta ekki sagt nei. „Ég held að ég vildi helst búa með skjaldbökur“ “ segir Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari útvarpsins í Noregi „Ég held að ég sé ekkert á þeim buxunum að snúa heim á leið til ís- lands. Mér líkar það vel hér í Noregi," segir Jón Einar Guðjóns- son. Hann býr í Osló og starfar þar sem blaðafúlltrúi ABC-bankans sem er íjórði stærsti banki Noregs. Jón ætti að vera íslenskum útvarpshlust- endum að góðu kunnur því hann er íréttaritari útvarpsins í Noregi og flytur okkur þaðan nýjustu fréttir hverju sinni. Jón fluttist til Noregs árið 1976 og dvaldi þá þai' í eitt ár. Næsta árið starfaði hann sem blaða- maður á gamla Vísi en að því búnu lá leið hans aftur til Noregs þar sem hann hefúr dvalið síðan. Jón Einar sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni og svör hans við spumingunum fara hér á eftir. Fullt nath: Jón Einar Guðjónsson Aldur: 32 ára Maki: Yngvild Svendsen Böm: Sindri, sem er 4 mánaða gam- all Bifreið: Renault 20 I^aun: Um 80 þúsund ísl. kr. Helsti veikleiki: Get ekki sagt nei Helsti kostur: Segi aldrei nei Mesta gleði í lífinu: Þegar sonurinn faxidist Mestu vonbrigði í lífinu: Hef aldrei orðið fynr verulegum vonbrigðum Helstu áhugamál: íþróttir og stjórn- mál Besta bók sem þú hefur lesið: Jónat- an Livingstone mávur Besta hljómplata sem þú hefru- hlust- að á: Nýjasta platan hans Peters Gabriel Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti: Fara í þriggja mánaða frí á frönsku Rivier- una Hvað myndir þú gera ef þú >Tðir ósýnilegur í einn dag? Reyna að komast á ríkisstjómarfundi á Islandi og hér í Noregi Uppáhaldsmatun Lambahiyggur Uppálialdsdiykkur: Mjólk Uppáhaldsskemmtistaður: Sjallinn á Akurevri Uppáhaldsblað: DV Umsjón: Stefán Kristjánsson Uppáhaldstimarit: Newsweek Uppáhaldsfugl: Lundi Uppáhaldsstjómmálamaður: Bene- dikt Gröndal Uppáhaldshljómsveit: Daire Straits Uppáhaldssöngvari: Bruce Springsteen Uppfihaldslitiu: Rauður Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA á Akureyri Hver var fyrsti bíllinn sem þú eign- aðist og hvað kostaði hann? Það var Sunbean árgerð 1972 og hann kost- aði 140 þi'isund gamlar krónur Ef þú yrðir bóndi á morgun með hvaða skepniu- vildir þú helst búa? Skjaldbökur Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Alveg geysilega góðan Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Willy Brandt Hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni: Sennilega andvigur henni Hlynntur eða andvígur núverandi meirihluta í Ixirgarstjóm: Sennilega andvígur honunt Ef þú starfadir ekki sem blaðafúll- trúi. hvað myndir þú þá helst vilja gera? Starfa við þróunaraðstoð Ef þú ættir ekki heima í Noregi. hvar vildir þú þá helst búa? Á Akur- eyri Fallegasti staðurá íslandi: Aktu-eyri Fallegasti kvenmaður sem þú hefúr séð: Get ekki gert upp á milli þeirra Fallegasta land sem þú hefrir ferðast til: Frakkland Fylgjandi eða andvígur bjómum: Fylgjandi honmn Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Taka á móti kunningjafólki frá íslandi og fara til Svíjijóðar Ef þú yrðir helsti ráðamaðm- þjóðar- innar á morgun, hvert yrði þitt fyrsta verk? Sjá til þess að fólki í landinu (íslandi) vrði borguð mannsæmandi laun fyrir dagvinnuna eina saman Annað verk: Segja af mér Hvaða ráðherraembætti myndir þú velja þér: Forsætisráðherraembættið Hvað ætlar þú að gera á morgun: Sóla mig úti í garði og slappa af. Getur verið að ég fylgist nteð útsend- inguni frá HM í Mexíkó Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í EYRAR- BAKKAVEG MILLIEYRARBAKKA OG ÖLFUSÁRÓSS. Helstu magntölur: Lengd..............................3,5 km Fylling, fláafleygar og burðarlag.30.000 m3 Verkinu skal að fullu lokið 20. ágúst 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg- artúni 5,105 Reykjavík, og Breiðumýri 2, 800 Selfossi, frá og með þriðjudeginum 24. júní 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 hinn 7. júlí 1986. Vegamálastjóri. fcJRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf fjármálafulltrúa á svæðisskrifstofu Rafmagn- sveitnanna á Egilsstöðum. Við erum að leita að viðskiptafræðingi eða manni með sambærilega menntun. Maður vanur fjármálastjórnun, áætlanagerð og almennu skrifstofuhaldi kemur einnig til greina. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Rafmagn- sveitnanna á Egilsstöðum. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannadeildar fyrir 15. júlí nk. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík BRAUTARHOLTI 33 - SIMI: 621240 Iji MMC Tredia 4w árg. 1986, ekinn lsuzu Trooper, stuttur, bensin, árg. 7000 km, hvitur, verð 550.000. 1986, ekinn 4000 km, rauður, verð 780.000. uuuye namcharger árg. 1982, ekinn MMC Galant GLS 1600 árg. 1984, 78.000 km, rauður, verð 760.000. sjálfsk., tvilitur, ekinn 15.000 km, verð 380.000. MMC Tredia GLS árg. 1983, ekinn yw Passat C árg. 1986, ekinn 4000, 62.000, beis, verð 310.000. blásans, verð 560.000. G0H ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTAI RÚMGÓÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.