Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Page 27
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. 27 Ljubomir Ljubojevic stórmeistari. Hann og Jusupov tefldu spennandi skák sem lauk með sigri Ljubojevic eftir aö kóngur Jusupovs hafði gert víðreist um borðið. án þess að hafa bætur fyrir. En tak- ið nú eftir hvemig Ljubojevic tekst að hrista upp í stöðunni. 15. -Hxe2!? 16. Rf4 Rd4! 17. Rxd4 cxd4 18. Rxe2 Dd5 19. Kfl g5! Svartur hefur fómað hrók og ljóst er að hann hefur öflugt frumkvæði vegna þess hve hvíti kóngurinn er gott skotmark. 20. Hacl g4 21. Bxg4 Dhl+ 22. Rgl Dg2+ 23. Ke2 De4+ 24. Kfl Ekki 24. Kd2?? Bg5+ 25. f4 De3 + 26. Kc2 Be4+ og mátar. 24. -Dg2+ 25. Kel?! Jusupov vill ekki sætta sig við þráskák en með þessu tekur hann mikla áhættu þar sem kóngurinn lendir á vergangi. 25. -Dxgl + 26. Ke2 d3+! 27. Kxd3 Dxí2 28. Hc7 Dxb2 29. Hd2 Db6 30. Hxb7 Reynir að fækka sóknarmönnun- um en skiptamunstap var óhjá- kvæmilegt. 30. -Dxb7 31. Db4 Dc6 32. Ke2 Bc3! Og hvítur gafst upp. Ef 33. BíB þá 33. -Da6 + og 33. Bd7 Dg2 + er held- ur engin lausn. JLÁ. urðssonar, Reykjavík, til Sauðár- króks til keppni við sveit Gunnars Þórðarsonar og sneri heim með vinn- inginn. í Reykjavík áttust svo við sveitir Margrétar Þórðardóttur, Reykjavík, og Sigurðar B. Þorsteins- sonar, Reykjavík. Sigurður fær að éta það sem úti frýs (skv. frægri setn- ingu Helga Jónssonar fréttamanns í beinu kosningasjónvarpi í tilefni af falli Ásgríms á Siglufirði). Fleiri úrslit liggja ekki fyrir úr 1. umferð en síðustu spiladagar í þeirri umferð eru um þessa helgi. Fyrirliðar eru beðnir að skila inn úrslitum og greiðslu vegna keppninnar, sem er kr. 4.000 á sveit, tímanlega. Vanhöld geta leitt til þess að engin stig verði gefin fyrir sigra. Og að lokum er minnt á að 2. umferð skal vera lokið fyrir 16. júlí nk. Vestfjaröamót Vestfjarðamót í sveitakeppni fyrir árið 1986 var haldið á Hólmavík helgina 14.-15. júní. Til leiks voru mættar 14 sveitir heimamanna og frá Patreksfirði, Tálknafirði, Þingeyri, Bolungarvík og Isafirði. Að venju voru spilaðir stuttir leikir (8 spila), allir við alla, alls 104 spil í striklotu, nánast. Eins og sl. ár var keppnin jöfn og spenn- andi. Vestfjarðameistarar 1986 urðu félagarnir í sveit Gunnars Jóhannes- sonar, Þingeyri, en þeir voru hárs- breidd frá titlinum í fyrra. Auk Gunnars skipuðu sveitina þeir Guð- mundur Friðgeir Magnússon, Tómas Jónsson og Sæmundur Jóhannsson. Röð sveita varð þessi: Stig 1. Gunnar Jóhannesson, Þingeyri, 225 2. Guðbrandur Björnsson, Hólmavík, 213 (Sigurgeir Guðbr^nds., Ingimundur Pálsson, Karl Þór Björnsson) 3. Sigurður Óskarsson, ísafirði, 207 (Guðlaug Jónsdóttir, Þorsteinn Geirsson, Frank Guðmundsson) 4. Friðrik Runólfsson, Hólmavik, 206 5. Jóhannes O. Bjarnason, Þingeyri, 199 6. Guðni Ásmundsson, ísafirði, 199 Athygli vekur frammistaða pilt- anna í sveit Jóhannesar en þeir töpuðu 5-25 í síðustu umf. og urðu af verðlaunasæti. Sveitirnar í tveim efstu sætunum sýndu mikið öryggi og töpuðu engum leik stórt. Þá er aðeins eftir að geta frammi- stöðu Hólmvíkinga. Skipulag og undirbúningur var með besta móti, engu áfátt, vel tekið á móti og séð fyrir þörfum gesta. Stjórn mála fyrir vestan sýnist í góðum höndum. Næstu mótshöldurum er því vandi á höndum að halda uppi merkinu. Keppnisstjóri á mótinu var Her- mann Lárusson. Sumarbridge Eins og búist var við var metþátt- taka í sumarbridge að Borgartúni 18 sl. fimmtudag. 65 pör mættu til leiks (húsið tekur 68 pör) og var spilað í 5 riðlum. Úrslit urðu þessi (efstu pör); A) Lárus Hermannsson - Gunnar Þorkelsson, 247 stig Halla Ólafsdóttir - Sæbjörg Jónasdóttir, 241 stig Eyjólfur Magnússon - Steingr. Þórisson, 229 stig Baldur Árnason - Sveinn Sigurgeirsson, 224 stig Jakob Kristinsson - Júlíus Siguijónsson, 219 stig B) Gunnar Þórðarson - Sigfús Þórðarson, 188 stig Ásthildur Sigurgíslad. Lárus Arnórss., 183 stig Þórður Sigurðsson - Valtýr Pálsson, 178 stig Bernódus Kristinss. - Þórður Björnsson, 177 stig Anton R. Gunnarsson - Ragnar Magnússon, 172 stig C) Albert Þorst. - Sigurður Emilsson, 194 stig Bragi Björnsson - Þórður Sigfússon, 191 stig Jóhahn Ólafsson Ragnar Þorvaldsson, 184 stig Anton Haraldsson - Úlfar Kristinsson, 181 stig Jóhann Jónsson - Kristinn Sölvason, 168 stig D) Hrólfur Hjaltason Oddur Hjaltason, 177 stig Jacqui McGreal - Þorlákur Jónsson, 174 stig Ásgeir P. Ásbjörnss. Friðþj. Einarssoon, 173 stig Guðm. Sigursteinss. - Sæm. Jóhannss., 170 stig Ríkh. Steinbergss. - Steinb. Ríkharðsson, 168 stig E) Geirarður Geirarðsson - Sigfús Sigurhjson, 95 stig Bjarnl. Bjarnleifss. - Sigurl. Guðjónss., 89 stig Edda Thorlacius - Finnur Thorlacius, 85 stig. Efstu spilarar í fimmtudagskeppn- inni eru Ásthildur Sigurgísladóttir og Lárus Arnórsson, 96, Gunnar Þórðarson og Sigfús Þórðarson, 69, Murat Serdar og Þorbergur Ólafs- son, 59. Lárus Hermannsosn, 54, Magnús Aspelund og Steingrímur Jónasson, 44, og Anton R. Gunnars- son, 43. Fyrstu keppendur hófu keppni kl. 18 síðasta fimmtudag og síðan fyllt- ust riðlar jafnt og þétt fram yfir kl. 19. Þetta sýnir að fólk er almennt farið að mæta tímanlega til skrán- ingar sem þýðir að spilamennska hefst að sjálfsögðu fyrr i viðkomandi riðli. Er það vel. Spilað verður næst á þriðjudaginn og minnt er á að húsið verður opnað kl. 18.30 (hálfsjö). Allt spilaáhuga- fólk er velkomið, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Steinn Steinarr: „Eg og hamingjan skildum aldrei hvort annað ...“ Forsetningar og hamingja Hvað á þetta tvennt, forsetningar og hamingja, sameig- inlegt? kann einhver að spyrja. Og mér verður fátt um svör. Það má ef til vill segja sem svo að hvort tveggja hagi sér undarlega, hvort tveggja sé nauðsynlegt en það kosti kunnáttu að nota rétt, Forsetningar em lítil og nett en afskaplega nauðsyn- leg orð. Án þeirra gætum við hvorki komið til einhvers né farið frá einhverjum. Forsetningar hafa það dásam- lega hlutverk að segja okkur fall orða sem'beygjast í föllum. Það kallast að stýra föllum. Og það skiptir svo sannarlega máli hvort við erum að koma til eða fara frá. Og þá erum við komin að dálitlu forsetningai’vanda- máli: þær eiga það nefnilega til að hætta, að þvi er virðist að ástæðulausu, að stýra föllum, hætta að vera forsetningar og fara að verða atviksorð. Skoðið eftirfarandi setningapör: Komdu til mín. Komdu til. Farðu frá mér. Farðu frá. í fremri setningunum er greinilegt að til og frá stýra föllum orðanna min og þér. Jafngreinilegt er það hverj- um læsum manni að í síðari setningunum stýra þær engu. Og fyrri setningin breytir um merkingu þegar fall- orðið er tekið burt. Eigum við að leyfa forsetningum að komast upp með að skipta um hlutverk og gerast atviksorð eða eigum við að halda því til streitu að orðin séu forsetningar sem hafi einfaldlega um stundai'sakir hætt að stýra öðrum orðum? Ef við kjósum fyrri kostinn þá sitjum við líka uppi með atviksorð sem hætta að vera atviksorð og fara að stýra fóllum! Þetta er eitt lítið dæmi um þau vandamál sem málfræð- ingar standa frammi fyrir. Þeir hafa tekið að sér að leysa slík mál fyrir þjóðina og skrifa um það kennslubækur og birta þar affarasælustu lausnirnar og kenna þær litl- imi bömum í skólum. Og sama gildir um þessi vandamál og öll önnur mann- anna vandamál, þ.e.a.s. að þau verða einungis leyst með samvinnu. Það skiptir engu hve snjöll lausn málfræð- ingsins er, frá hans eigin sjónarhóli séð, hún öðlast ekkert gildi fyrr en þjóðin viðurkennir hana. Og svo hitt... Þetta með hamingjuna. Það er auðvitað ekkert annað en bilun að vera að skrifa grein um íslenska tungu og sitja svo fyrir framan tölvuskerminn og velta fiTÍr sér hamingju. En til allrar hamingju er til íslenskt kvæði sem íjallar tun hamingju og málfræði. Það er eftir Stein Steinan' og hljóðar svona: Ég og haniingjan skildum aldrei livort annað. og eflaust má kenna það vestfirskum framburði mínum, en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlensk í sínum, og sveitadreng vestan af landi var hús hennar bannað. Það hæfir ei neinum að tala urn töp sín og hnekki, og til hvaða gagns ntyndi verða svo heimskuleg iðja? Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja, en hamingjan sneri sér frá mér og gegndi mér ekki. Og loksins varð sunnlenskan eiginleg munni mínum, og mállu’eimur bernsktmnar týndist í rökkur hins liðna. Ég hélt. að við slíkt myndi þel hennar glúpna og þiðna, en þá var hún orðin vestíirsk í framburði sinum. Þetta skultun við skilja sem svo að hamingjan sé ekki spurning um framburð. En hvað þá? Eg ætla að gera hér þá játningu að ég hef smíðað ntjög skothelda kenningu um þessi efni. Htin er hvort- tveggja í senn, uppskrift að hamingju og óhamingju. Vopnaðui' þessari kenningu getur hver maður tekist á við vandamál lífsins, leyst þau og snúið sér í hag. Eða óhag ef hann kýs. En sökum þess að mér er yfirleitt hlýtt til allra manna, með örfáum undantekningum, þá vil ég engum birta þessa kenningu mína. Hitt er svo annað mál að orðið hamingja er komið af ham-gengja, þ.e. sú sem gengur í sérstökum ham (gervi). Þar með er það skylt sögninni að hamast og nafnorðinu hamhleypa. Við getum hamast eins og hamhleypur við að höndla i hamingjuna, við getum hleypt ham, brugðið okkur í framandi gervi. En munið að hamingjan getur það líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.