Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986.
15
Hvað gerir Þorsteinn?
Alþýðuflokkurinn hefur á undan-
fömum árum lagt höföðáherslu á að
jafha eigna- og tekjuskiptingima í
landinu. í því skyni hefur flokkurinn
flutt margar tillögur á Alþingi, m.a.
um aðgerðir gegn skattsvikum og út-
tekt á umfangi skattsvika.
Báðar þessar tillögur vom sam-
þykktar á Alþingi í maí 1984. Með
sérstöku bréfi frá þingflokki Alþýðu-
flokksins til þáverandi fjíirmálaráð-
herra var síðan krafist tafarlausra
framkvæmda á þessum tillögum Al-
þýðuflokksins.
í kjölfar þessa var fjölgað í skattaeft-
irlitinu og ákveðnar skipulagsbreyt-
ingar gerðar. Árangurinn lét ekki á
sér standa.
Pólitískan vilja
vantaði
Áður en farið var að vinna sam-
kvæmt tillögum Alþýðuflokksins hafði
lítill árangur orðið. Illa var búið að
skattaeftirlitinu, sem hafði ekki nægj-
anlega sérhæfðu starfsliði á að skipa
til að gera átak gegn skattsvikum.
Skattaeftirlitið beindist því að ein-
faldari framtölum, einkmn launa-
mannaframtölum. Takmarkað eftirlit
var með þeim sem raunverulega höfðu
aðstöðu til að koma tekjum sínum
undan skatti. Á undanfömum árum
hafa aðeins um og innan við 1% fram-
tala fyrirtækja og einstaklinga í
atvinnurekstri fengið ítarlega skoðun.
Á árinu 1983 fengu t.d. aðeins 416 af
23 þúsund skráðum framtölum félaga
og einstaklinga í atvinnurekstri ítar-
lega skoðun. Sektarákvæðum var
mildilega beitt og skattsektir lágar. Á
árinu 1981 sendi rannsóknardeild rík-
isskattstjóra 23 mál til ríkisskatta-
nefndar til úrskurðar, sem rannsókn-
ardeildin taldi að sekta bæri í. Aðeins
var sektað í 8 þessara mála og námu
skattsektir 206 þúsund krónum. Á ár-
inu 1982 námu skattsektir aðeins 2
þúsund krónum og á árinu 1983 379
þús. kr.
Ljóst var að pólitískan vilja vantaði
til átaka gegn skattsvikum. Skattsvik-
arar gátu andað rólega
Árangur skatta-
eftirlits
Frá árinu 1984 hefur verið unnið
samkvæmt þeim tillögum sem Al-
þýðuflokkurinn beitti sér fyrir á
Alþingi. M.a. var gerð úttekt á um-
fangi skattsvika, sem sýndi að 6,5
milljörðum var stungið undan skatti
á sl. ári og ríkissjóður varð af 3 millj-
örðum af þeim sökum. - Fjölgað var
í skattaeftirliti og skipulagsbreytingar
gerðar sem leiddu til þess að á árinu
1985 innheimtust í ríkissjóð 125 millj-
ónir vegna aðgerða skattaeftirlitsins
samanborið við 23 milljónir árið áður.
Á fyrstu 5 mánuðum þessa árs hafa
verið innheimtar 83 milljónir, en þar
er um áttföldun að ræða ef miðað er
við 12 mánaða tímabil samanborið við
KjaUaxinn
Jóhanna
Sigurðardóttir
þingmaðurfyrir
Alþýðuflokkinn
innheimtu á árinu 1984. - Haft er eftir
skattrannsóknarstjóra að hann telji
árangurinn enn meiri, þvi aukið
skattaeftirlit skapi líka aðhald sem
kæmi á sinn hátt í veg fyrir skattsvik.
Sofandaháttur
stjórnvalda
Það sem er þó ekki minna virði en
þær tugmilljónir sem náðst hafa í rík-
iskassann vegna aðgerða skattaeftir-
litsins undanfarið er sú staðreynd að
ýtt hefur verið við stjómvöldum. - Það
lofar góðu að forsætisráðherra skuli
benda á skýrsluna um úttekt á um-
fangi skattsvika þegar hann er spurð-
ur um ráð til að rétta við halla
ríkissjóðs. Skilvísir skattgreiðendur
munu líka gera þá kröfu til stjóm-
valda að af fullri einurð og hörku verði
tekið á skattsvikum. Sofandaháttur
stjómvalda hefúr þegar kostað mikið
- svo mikið að það hefur skipt mörg
hundmð milljónum á ári hverju.
Samþykkt Alþingis
Á borðinu liggur að hertar aðgerðir
og aukið fjánnagn til skattrannsókna
skilar sér margfalt aftur í ríkissjóð.
Það er þvi lítil ráðdeild fólgin í því
að skera við nögl fjármagn til skatta-
eftirlitsins. Tvivegis á fjárlögum
undanfarið hafa verið felldar tiliögur
Alþýðuflokksins um stóraukið fjár-
magn til að hægt sé að fullu að hrinda
í framkvæmd samþykkt Aiþingis firá
maí 1984 um aðgerðir gegn skattsvik-
um. Þær hafa aðeins að hluta komist
til framkvæmda, en meginefrii þeirra
er:
- að stofna sérdeild við Sakadóm
Reykjavíkur sem sérstaklega skal
rannsaka skattsvik, bókhaldsbrot,
gjaldeyrisbrot, faktúrufalsanir o.fl.
- að fjölga sérhæfðum starfsmönnum
hjá embætti saksóknara og efla
starfsemi Rannsóknarlögreglu rík-
isins.
- að breyta skattalögum með það að
markmiði að tryggja ítarlegri og
samræmdari sundurliðun á reikn-
ingsliðum fyrirtækja og einstakl-
inga í atvinnurekstri.
- að koma á skilvísara eftirliti með
innheimtu söluskatts.
- að stórhækka skattsektir og beita í
auknum mæli sjálfvirkum sektará-
kvæðum.
- að auka hagræðingu og tölvuvæð-
ingu við upplýsingaöflun og úr-
vinnslu skattframtala.
- að fjölga sérhæfðu starfshði við
embætti skattrannsóknarstjóra og á
skattstofum.
- að veita á fjárlögum nauðsynlegt
fjármagn til að stórauka allt skatta-
eftirlit, m.a. að a.m.k. 10% skatt-
framtala fyrirtækja og einstaklinga
í atvinnurekstri fái ítarlega skoðun
árlega.
- að endurskoða frádráttarliði af
tekjum í atvinnurekstri s.s. risnu-
kostnað, bifreiðafríðindi, launamat
o.fl.
Þorsteinn á leik
Fyrrverandi fjármálaráðherra, Al-
bert Guðmundsson, hafði dug í sér til
að byrja á að framkvæma þessar til-
lögur. Það hefur á stuttum tíma skilað
ríkissjóði rúmlega 200 milljónum
króna. Spumingin er. Hvað gerir nú-
verandi fj ármál aráðherra, Þorsteinn
Pálsson? Sumar af þeim tillögum, sem
hér hefur verið greint frá, auk þeirra
sem liggja fyrir í skýrslu um úttekt á
umfangi skattsvika, þarfnast laga-
breytinga. Aðrar er hægt að fram-
kvæma tafarlaust. - Hafi ekkert verið
að gert eða Þorsteinn komi tómhentur
til þings í haust verða honum engin
grið gefin.
Jóhanna Sigurðardóttir.
„Hafi ekkert verið að gert eða Þorsteinn
komi tómhentur til þings 1 haust verða
honum engin grið gefin.“
Sunnudaginn 22. júní sl. var kynnt
í Ríkisútvarpinu efhi úr gömlum
útvarpsþáttum. Þar heyrðist meðal
annars rúmlega 20 ára gamalt viðtal
við Steingrím Hermannsson. Hann
túlkaði glögglega þau viðhorf sem
voru ríkjandi í orkumálum í byrjun
6. áratugarins, bæði hérlendis og
erlendis.
Þá héldu menn að þeir sem ættu
fallvötn að orkugjöfum yrðu að hafa
hraðan á og virkja til að koma vatns-
orkunni í verð áður en kjamorkan
yrði allsráðandi sem orkugjafi.
Kapphlaupið við kjarn-
orkuna og erlend
skuldasöfnun
Þessi skoðun var ráðandi á 6. ára-
tugnum og í kapphlaupi við kjam-
orkuna var anað út í óhagstæða
samningagerð og virkjanafram-
kvæmdir sem við höfum æ síðan
sopið seyðið af. Af metnaði var ráð-
ist í stórar, hratt byggðar og rándýr-
ar virkjanir til að uppfylla kröfur
stóriðjunnar. En orkan, sem rann
úr fosshjartanu, varð aldrei að því
gulli í höndum okkar sem marga
dreymdi um. Það verð, sem fyrir
hana fæst þegar hún er seld til stór-
iðju, er talsvert undir þvi verði sem
kostar að framleiða hana og sér hver
maður að það em léleg viðskipti. Á
meðan greiða heimilin, fiskvinnslan
og ýmis smáiðnaður, sem er að reyna
að skjóta rótum, hærra raforkuverð
en þekkist t.d. á Norðurlöndunum.
Og nú eigum við nokkur hundmð
gígavattstundir af umframorku í
kerfinu en gert er ráð fyrir minnk-
andi eftirspum á innanlandsmarkaði
fram yfir aldamót og engir erlendir
stórkaupendur visir. Þetta dæmi
gengur ekki upp.
Það er vert að vekja athygli á því
að rúmur helmingur allra erlendra
skulda þjóðarinnar stafar af fjárfest-
ingum vegna stórvirkjanafram-
kvæmda.
Stefna Kvennalistans
Kvennalistinn hefur frá upphafi
varað við hættunni af erlendri
skuldasöfnun og lagt áherslu á að
auka ekki við stóriðjuframkvæmdir
en miða virkjanastefiiu fyrst og
fremst við innlendar þarfir.
Þessi stefria Kvennalistans er sér-
stæð og ólík stefrium alfra annarra
flokka eða samtaka á Alþingi.
Orkumál í gúrkutíð
Ástæðumar fyrir því að við höfn-
um frekari stóriðju em eftirfarandi:
1. Stóriðja hefur jafnan verið rekin
hérlendis með bókfærðu tapi og
því erfitt að sjá fjárhagslegan
ávinning af slíkum atvinnu-
rekstri.
2. Frekari stóriðja hér á landi þýðir
aukin fjárhagsleg ítök erlendra
aðila en slíkt getur haft alvarlegar
afleiðingar fyrir efnahagslegt
sjálfetæði þjóðarinnar, einkum
þegar til lengri tíma er litið.
3. Stóriðja getur verið mengandi og
náttúruspillandi og henni getur
fylgt bæði byggðaleg og félagsleg
röskun. Þetta em þeim mun gild-
ari ástæður þar sem íslendingar
em fámenn þjóð sem býr í við-
kvæmu landi.
4. Aukinni stóriðju fylgja auknar
virkjanaframkvæmdir en eins og
menn vita hefur verið farið allt
of hratt í slíkar framkvæmdir á
undanförnum árum sem og er-
lendar skuldir okkar sanna.
5. Sérhvert starf í stóriðju er marg-
falt dýrara en á öðrum atvinnu-
sviðum og auk þess em störf þar
mjög fá og þeim fækkar sífellt
vegna nýrrar tækni, nú síðast í
álverinu í Straumsvík. Fram til
aldamóta er búist við því að nær
25.000 manns komi út á vinnu-
markaðinn en stóriðjuuppbygg-
ing mun aðeins geta veitt örlitlum
hluta þess fólks atvinnu.
6. Allar líkur em á því að aukin
stóriðjuuppbygging leiði það af
sér að önnur atvinnuuppbygging
á íslandi verði látin sitja á hakan-
um, t.d. smáiðnaður af ýmsu tagi,
og mun það hafa ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir framtíðina. Þetta
er ekki síst vegna þess hve fjár-
magnsfrekar stórvirkjanimar em.
Stóriðja er af mörgum álitin gam-
aldags og úreltur atvinnukostur
og öll framsæknustu iðnaðarríki
heims leggja megináherslu á ýms-
ar tegundir hátækniiðnaðar en
reyna fremur að flytja þungaiðn-
Kjállaiinn
Guðrún Agnarsdóttir
þingkona Kvennalistans
að sinn úr landi, þangað sem
býðst ódýrt vinnuafl og ódýr raf-
orka.
Orðstír Rio
Tinto Zinc
Þeir sem einkum sækjast eftir raf-
orkukaupum til stóriðju em fjöl-
þjóðafyrirtæki. Alusuisse hefur
reynst okkur harðsnúinn og ófyrir-
leitinn viðskiptaaðili og er reyndar
komið á daginn að stjómvöld í Ástr-
alíu súpa nú seyðið af viðskiptum
sínum við fyrirtækið vegna undan-
bragða þess við kaup á súráli.
Sá raforkukaupandi, sem nú er
sýnilegur við sjóndeildarhringinn,
er fjölþjóðafyrirtækið Rio Tinto Zinc
sem stóriðjunefnd hefur átt viðræður
við vegna reksturs kísilmálmverk-
smiðju við Reyðarfjörð.
Það fyrirtæki hefur áunnið sér
vafasaman orðstír fyrir vinnubrögð
sín (Mbl. 29.^1. ’86, K. Kunz). Má sem
dæmi nefha mikla eyðileggingu á
stórum landsvæðum vegna námu-
vinnslu t.d. á báxíti í Ástralíu og
ennfremur geislavirka mengun
stórra landsvæða í Kanada í kjölfar
úranfumvinnslu.
Sonarfyrirtæki Rio Tinto Zinc hef-
ur unnið úraníum í Namibíu
undanfarin 16 ár en úraníum þaðan
er mjög eftirsótt því að það er selt
án skilyrða um notkun, þ.e.a.s. ekki
er lagt bann við því að það sé notað
í kjamorkuvopn. Auk geislavirkrar
mengunar á svæðinu, sem er nánast
eftirlitslaust, er allur aðbúnaður
blökkumanna, sem stunda námu-
vinnsluna, mjög bágborinn. Stjómin
í Suður-Afríku hefur þegið stórar
fúlgur í skattheimtu af þessu fyrir-
tæki.
Það em því ekki einungis hags-
munir hins hvita minnihluta í
S-Áfríku sem stuðla að kúgun
blökkumanna og skorti þeirra á
mannréttindum heldur jafnframt
hagsmunir fjölþjóðaiðnaðar sem
kaupir þar ódýrara vinnuafl en ann-
ars staðar þekkist.
Auk þess að vera þannig beinlínis
tengt kjamorkuvígbúnaði og kúgun
blökkumanna hefur fyrirtækið á sér
mörg einkenni fjölþjóðafyrirtækja,
s.s. að hundsa rétt landeigenda
máfrnríkra svæða, beita ríkisstjómir
margvíslegum þrýstingi, reka starf-
semi sína í trássi við alþjóðalög og
styðja við bakið á ilfræmdum stjóm-
völdum.
Þetta virðist ekki fysilegur við-
skiptaaðili og væri fróðlegt að vita
hvemig stóriðjunefiid og iðnaðar-
ráðuneytið haifa staðið að því að
kanna viðskiptafortíð þessa væntan-
lega samstarfeaðila.
Vatnaskil við Chernobyl
Reynsla af notkun kjamorku til
raforkuframleiðslu hefur sýnt að
hún er langt frá því að vera jafii-
öraggur og ódýr kostur og menn
dreymdi um.
Slysin við Three Mile Island í
Bandaríkjunum og einkum nú síðast
í Chemobyl í Sovétríkjunum hafa
dregið athygli manna að því hve
öryggi þeirra er í raun ótryggt ef
slys verða og hve ófyrirsjáanlegar,
víðtækar og dýrkeyptar afleiðing-
amar verða. Jafiiframt hve menn era
illa viðbúnir því að bregðast við slys-
um sem þessum, bæði tæknimenn,
sem hefðu getað dregið úr umfangi
beggja slysanna ef þeir hefðu gripið
rétt í taumana strax í byrjun, og eins
stjómvöld, sem gerðu sér ekki nógu
glögga grein fyrir gangi mála, lágu
á upplýsingum eða miðluðu þeim
seint og illa til almennings.
Auðlind íslendinga
endurnýjar sig sífellt
Sú auðlind, sem Islendingar eiga í
fallvötnum, er hluti af hringrás
vatnsins í náttúrunni. Hún hverfúr
því ekki en er okkur stöðugt mögu-
legur orkugjafi sem við getum nýtt
eftir þörfum hverju sinni, orkugjafi
sem veldur ekki mengun og verður
æ eftirsóknarverðari. Það skiptir
hins vegar meginmáli hvemig við
nýtum hann.
Skoðun Kvennalistans er sú að
nýtingu hans beri fyrst og fremst að
miða við innlendar þarfir og okkur
finnst fáránlegt að heimilin, fisk-
vinnslan og smáiðnaður greiði niður
raforkuverð til stóriðju, sem er ekki
arðbær.
Það verða fyrst og fremst undir-
stöðuatvinnugreinar eins og sjávar-
útvegur sem koma til með að standa
undir bættum lífekjörum okkar í
framtíðinni eins og hingað til. Aðrir
vænlegir framtíðarkostir, sem benda
má á, era smáiðnaður af ýmsu tagi,
fiskeldi sem margir hafa þegar fjár-
fest í og ferðaþjónusta sem er
vaxandi atvinnugrein hér á landi en
um síðastnefnda kostinn hefúr
Kvennalistinn flutt tillögur á Al-
þingi. Má sem dæmi nefria að
ferðaþjónustan skilaði helmingi
meiri gjaldeyristekjum árið 1984 en
jámblendiverksmiðjan á Grundar-
tanga.
Það er smám saman að renna upp
fyrir æ fleirum að hægt er að virkja
fleira en fallvötn. Ein mesta auðlind
sem íslendingar eiga er fólkið í
landinu, þekking þess og hæfrú.
Virkjun íslensks hugvits er því ekki
síst grundvöllur að framtíðarkostum
okkar. Beina þarf alúð og auknu
fjármagni til að hlúa að menntun
og rannsóknum þannig að svo megi
verða.
Guðrún Agnarsdóttir.