Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 26
38
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1986.
Gluggað í fundargerðir útvarpsráðs fiá áramótaim:
Fréttastofiir gagnvýndar
á næstum hverjum fundi
Um miðjan þennan mánuð munu
útvarpsstjóri, útvarpsráð og frétta-
stjórar útvarps og sjónvarps eiga
saman fúnd til að ræða þá gagmýni
sem komið hefur fram á fréttaflutn-
ing Ríkisútvarpsins að undanfómu.
Tilefrú fúndarins er ályktun út-
varpsráðs frá 20. júm' þar sem lýst
er yfir óánægju með þær fréttir sem
fréttastofúr útvarps og sjónvarps
hafa flutt af máli Guðmundar J.
Guðmundssonar alþingismanns.
Ályktun þessi hleypti nýrri hörku í
þá gagnrýni sem fféttastofúr ríkis-
fjölmiðlanna hafa orðið fyrir í vetur.
Gagnrýni
Fréttastofur Ríkisútvarpsins urðu
fyrir óvenjumikilli gagnrýni á síð-
asta vetri. Einkum beindu menn
spjótum sínum að sjónvarpinu. Þótti
mörgum sem helst til mikill ofsi hefði
hlaupið í fréttamenn stofnunarinnar
og að kastað hefði verið fyrir róða
þeirri hlutleysisstefnu sem Ríkisút-
varpið hefur reynt að fylgja frá
upphafi.
Mikið af þessari gagnrýni kom frá
útvarpsráði. Hér á eftir birtist sam-
antekt úr fúndargerðabók ráðsins
frá áramótum til 20. júm'. Eins og
sést hefur ráðið séð ástæcu til að
gera athugasemdir við fréttaflutning
Ríkisútvarpsins á svo til hverjum
fúndi frá áramótum. En það er ekki
aðeins að verið sé að biðja menn um
að fara mildari höndum um við-
fangsefhi sín heldur er einnig verið
að gagnrýna fréttaval og fréttmat,
framsögn og uppsetningu, tækni-
vinnu, tímasetningu og fleira. Það
er sama hvort um er að ræða Guð-
mundarmál, Hafskipsmál eða
okurmál; árásina á Líbýu eða kjam-
orkuslysið í Úkraínu; Alusuisse,
Samtök hemámsandstæðinga eða
aprílgabb sjónvarpsins, alltaf skal
útvarpsráð láta í sér heyra.
Rétt er að taka fram að fundar-
gerðimar veita ófullkomna mynd af
því sem fram fer á fúndum ráðsins.
Oft vantar nöfn þeirra sem bera fram
athugasemdir eða gagnrýni. Aldrei
er greint nákvæmlega frá umræðum.
Færslur í fúndargerðabók em yfir-
leitt stuttar og nokkum veginn
samhljóða því sem hér fer á eftir.
vel og flutt traustverðugar fréttir í
erfiðum málum.
21. janúartil 18. febrúar:
Skammdegið.
Fréttastofúmar komá lítið sem
ekkert við sögu á næstu fundum
útvarpsráðs.
21. febrúar: Embættismenn
og óskiljanleg hugtök.
Á tíunda fundi ráðsins á þessu
ári, 21. febrúar, em gerðar athuga-
semdir við umfjöllun um utanlands-
ferðir embættismanna i þættinum
Hér og nú. Einnig er fundið að því
að bændafundum víðs vegar um land
hafi ekki verið gerð mikil skil og að
framsetning frétta í útvarpi sé oft
ógreinileg. „Bindiskylda banka“ og
„nýtingarhlutfall lóða“ væra til
semd að þær hefðu verið of einhliða
en fleiri töldu vel að verki staðið.
7. mars: Óviöeigandi spum-
ingar og leghálskrabbamein.
Á fúndi útvarpsráðs föstudaginn
7. mars urðu talsverðar umræður um
þáttinn Setið fyrir svörum. Spum-
Fréttaljós
Eriing Aspelund
ingar, sem fréttamenn beindu til
viðmælenda, þóttu óviðeigandi. For-
maður ráðsins, Inga Jóna Þórðar-
dóttir, benti á að þegar leitað væri
álits allra stjómmálaflokka á Al-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði að
málfarsráðunautur væri þar
ákveðna daga í viku en annars væri
það verk fréttastjóra að lesa yfir
fréttir.
21. mars: Alusuisse.
Viku síðar gagnrýndi Magnús Er-
lendsson ffétt í hljóðvarpi um
Alusuisse sem honum þótti bæði vill-
andi og yfirborðskennd.
4. apríl: Gabbiö og svokallað-
ir hernámsandstæðingar.
Nokkrar umræður urðu um
aprílgabb sjónvarpsins á fúndi út-
varpsráðs 4. apríl. Gabbið á milli
dagskrárliða, um að kafbátur hefði
strandað í Hvalfirði, þótti ósmekk-
legt og þar farið yfir mörkin. Spurt
var um kostnað. Gabbið í fréttatíma
þótti aftur ó móti gott.
notkun á þessum ríkisfjölmiðli að
ræða og ábyrgð lýst á hendur þeim
fréttamönnum sem að þessum kynn-
ingum stóðu. /.../ Enn einu sinni
hafa fámenn samtök sérhyggjufólks
nóð að misnota hljóðvarpið. Slíkt
ber að fordæma harðlega."
11. apríl: Fréttastofan svarar.
Viku síðar var lögð fram á fundi
útvarpsráðs greinargerð frá frétta-
stofú hljóðvarps vegna bókunar
Magnúsar Erlendssonar 4. apríl. Til-
kynnt var að fréttastjóri og frétta-
maður mundu mæta á næsta fund
ráðsins þegar málið yrði tekið fyrir.
18. apríl: Líbýa, okurmálið og
bókanir á bókanir ofan.
Næsti fundur var haldinn 18. apríl.
Áður en kom að máli Magnúsar og
3. og 10. janúar:
Þýsk-íslenska verslunarfélag-
ið.
Árið fór rólega af stað. Fyrsti fund-
ur ársins var tíðindalítill en ó næsta
fundi, 10. janúar, vom gerðar at-
hugasemdir við fréttaflutning sjón-
varps af máli Þýsk-íslenska
verslunarfélagsins. Á það var bent
að ekki væri farið að rannsaka mál-
ið opinberlega. Allt annar blær þótti
á útvarpsfréttum.
27. janúar: Látið vel af útvarp-
inu.
Tveim vikum síðar, föstudaginn 27.
janúar, var fulltrúa fréttastofú út-
varps boðið á fund útvarpsráðs til
að ræða fréttaflutning og starfsemi
fréttastofú hljóðvarps. Formaður
ráðsins, Inga Jóna Þórðardóttir,
fjallaði almennt um starfsemi frétta-
stofúnnar og lýsti yfir ánægju með
hana. Hún sagði þó að fréttaskýring-
ar væm ekki alltaf nægilega að-
greindar frá fréttum og að fyrirsagn-
ir á fréttum á rás 2 væm oft ekki
góðar. Kári Jónasson fréttamaður,
sem mætti ó fundinn fyrir hönd
fréttastófúnnar, gerði grein fyrir öfl-
un erlendra frétta og erfiðleikum á
að fá hæfa fréttaritara þar og ef til
vill ekki síður innanlands. í umræð-
unni, sem á eftir fylgdi, kom fram
að fréttastofan hefði staðið sig mjög
Hópur fréttamanna á fréttastofu hljóðvarps.
dæmis hugtök sem fæstir hlustendur
skildu.
28. febrúar: Óboðlegur lestur
og kjarasamningar.
Á firndi ráðsins viku síðar var lýst
yfir ánægju með ferð Guðna Braga-
sonar fréttamanns til Filippseyja.
Þótti fúndarmönnum þó óheppilegt
hve fljótt hann sneri heim vegna
þeirra atburða sem gerðust næstu
daga á eftir.
Ámi Bjömsson taldi að sumir
fréttamenn þyrftu að bæta lestrarlag
sitt og Eiður Guðnason kvað lestur
frétta iðulega óboðlegan.
Ingibjörg Hafstað sagði að nefnd
sérfræðinga um kennslumál á vegum
OECD hefði verið hér á landi að
kynna sér íslenska skólakerfið.
Henni þótti undarlegt að þess hafði
ekki verið getið í fréttum RíkLsút-
varpsins.
Þá var rætt um fréttir af kjara-
samningum. Kom fram sú athuga-
þingi mætti ekki gleyma þeim
aðilum sem stasðu utan flokka.
Ingibjörg Hafstað gerði athuga-
semd við frétt um leghólskrabba-
mein sem hafði verið þannig fram
sett að fólk var skilið eftir með marg-
ar ósvaraðar spumingar. Ingibjörg
taldi að þessu efni þyrfti að gera
betur skil í Kastljósi eða annarri
dagskrá.
14. mars: Schlúter og óhugn-
anlegir atburðir.
Á næsta fundi ráðsins vom gerðar
athugasemdir við ófullnægjandi
fréttir í sjónvarpi af miklum breyt-
ingum í stjóm Schlúters, forsætis-
ráðherra Danmerkur. Einnig vom
gerðar athugasemdir við óhugnan-
lega atburði sem sýndir væm í
fréttum, íþróttaþáttum og Dagskrá
næstu viku.
Eiður Guðnason spurði hvemig
yfirlestri á fréttum í sjónvarpi væri
háttað. Pétur Guðfinnsson, fram-
Á þessum fúndi var vakin athygli
á því að þrisvar á stuttum tíma hefði
fréttastofa sjónvarpsins verið kærð
fyrir siðanefnd Blaðamannafélags
Islands. Slíkt hlyti að teljast óheppi-
legt og alvarlegt mál. Markús Öm
Antonsson útvarpsstjóri svaraði með
því að segja að hann hefði sjálfur
riðið á vaðið með því að vísa máli
til siðanefndarinnar. Nú væri verið
að breyta reglum nefndarinnar og
gera niðurstöður hennar opinberar.
Því mætti búast við að fleiri mólum
yrði í framtíðinni vísað til siðanefnd-
ar.
Þá óskaði Magnús Erlendsson eft-
ir að bókuð yrði gagnrýni hans á
frétt hijóðvarps um Samtök her-
námsandstæðinga. I bókun Magnús-
ar segir meðal annars: „Ég leyfi mér
að gagnrýna vinnubrögð fréttastofú
hljóðvarps vegna kynningar á svo-
kölluðum „Samtökum hemámsand-
stæðinga" laugardaginn 29. mars.
/.../ Hér var um mjög gróflega mis-
hemómsandstæðinga vom gerðar
athugasemdir við fréttir sjónvarps-
ins af svokölluðu okurmáli. Einnig
var rætt um nafnbirtingar í saka-
málum og því haldið fram að frétta-
tími sjónvarps eftir órásina á Líbýu
hefði verið illa unninn.
Eiður Guðnason sagði að þær regl-
ur hefðu gilt þegar hann vann á
fréttastofú sjónvarps að birta aðeins
nöfn í alvaríegustu sakamálum eftir
að dómur hefði fallið í Hæstarétti.
Magnús Erlendsson tók undir það.
Eyjólfúr Valdimarsson sagði að
mat fréttastofu sjónvarps ó gangi
mála í Líbýu hefði verið rangt og
að of mikil áhersla hefði verið lögð
á- umfjöllun í Kastljósi síðar um
kvöldið.
Hins vegar kom fram mikil ánægja
með fréttir hljóðvarps daginn eftir
árásina á Líbýu. Þær hefðu verið
mjög greinargóðar og þeim fylgt vel
eftir. Inga Jóna Þórðardóttir, for-
maður ráðsins, gagnrýndi fréttalest-