Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Síða 27
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986. 39 Eiður Guðnason: Fréttalestur iðu- lega óboðlegur. Magnús Erlendsson: „Enn einu sinni hafa fámenn samtök sér- hyggjufólks náð að misnota hljóð- varpið." Inga Jóna Þórðardóttir: Fréttamaður kom með athugasemd frá eigin brjósti Ámi Bjömsson: „Áratugum saman hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði reynt að berja það i gegn að fréttamat Morgunblaðsins skuli gilda sem fréttamat Ríkisút- varpsins.“ Haraldur Blöndal: Ekki á að birta myndir af grunuðum eða sökuðum mönnum sem ekki hafa verið dæmdir. ur á rós 2 um Líbýu þar sem fréttamaður kom með athugasemd frá eigin brjósti. Sneru menn sér þá að máli Magn- úsar Erlendssonar. Formaður út- varpsráðs bauð fréttastjóra og fúlltrúa fréttastofú velkomna en þeir höfðu óskað eftir að koma á fundinn vegna bókunar Magnúsar Erlends- sonar frá 4. apríl. Margrét Indriða- dóttir lagði síðan fram bókun fyrir hönd fréttastofúnnar þar sem gagn- rýni Magnúsar er svarað. Á eftir Ingibjörg Hafstað lét bóka að með bókun sinni hefði Magnús Erlends- son verið að reyna að gera friðar- sinna tortryggilega. 25. apríl: Fréttir og aftur fréttir. Á tuttugasta fundi útvarpsráðs á þessu ári, 25. apríl, kom fram þó- nokkur gagnrýni á fréttir og þá sérstaklega fréttalestur í sjónvarpi. Ekki voru allir jafnánægðir með hann. um útvarpsráðs um val á þátttak- endum. Lagt var fram bréf frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði þar sem mótmælt er fréttaflutningi Ríkisút- varpsins af aðgerðum í Reykjavík 1. maí og fleira. Ingibjörg Hafstað tók undir efiii bréfsins en fimm út- varpsráðsmenn töldu ekkert at- hugavert við fréttir þennan dag. Haraldur Blöndal gerði athuga- semd við að umsjónarmenn þátta létu eigin skoðanir í ljósi, eins og kostnað við hana. Voru skiptar skoðanir um hvort rétt hefði verið að taka þátt í henni. Pétur Guð- finnsson sagði að þetta væri alfarið mál fréttastofu og að hann mundi afla nánari upplýsinga. 23. maí: Hafskipsmálið. Mikið var rætt um fréttir af Haf- skipsmálinu á fundi útvarpsráðs 23. maí og voru myndbirtingar sjón- varpsins harðlega gagnrýndar. 2Tammmwm... Fréttamenn sjónvarps kynna sér tölvutæknina fyrir útsendingu kosningasjónvarps. fylgdu umræður um fréttamat og sjöttu grein Reglna um fréttaflutn- ing í Ríkisútvarpi þar sem fjallað er um mannfundafréttir. Vafasamt var talið að það væri fréttaefni að geta um fundi fyrirfram. Fram kom að regla hefúr verið að geta um alla fúndi fyrirfram sem fréttastofu er kunnugt um en að jafnaði ekki í hádegisfréttum. Eiður Guðnason taldi það mistök að birta frétt um fúnd hemámsandstæðinga í hádeg- inu þann dag. Fréttastjóri viður- kenndi að um mistök hefði verið að ræða. Þá lagði Ámi Bjömsson fram bók- un þar sem segir meðal annars: „Áratugum saman hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði reynt að berja það í gegn að frétta- mat Morgunblaðsins skuli gilda sem fréttamat Ríkisútvarpsins. Frétta- stofum nkisfjölmiðlanna er sómi að því í hvert sinn sem þær beygja sig ekki undir þetta flokkspólitíska ok.“ 2. maí: Þingsjá og árekstrar. Viku síðar óskaði Magnús Er- lendsson eftir því að allt efni eftir Ólaf Hauk Símonarson yrði sérstak- lega yfirfarið fyrir útsendingu „til að forðast eilífa árekstra". Athugasemd var gerð við að klippt væri á sjónvarpsfréttir í miðri mynd. Eiður Guðnason gagnrýndi það form að ætla sex fúlltrúum stjóm- málaflokka að fjalla um störf Alþingis í þinglok í rúmlega tuttugu mínútna langri Þingsjá. 9. maí: Úkraína og eigin skoð- anir. Föstudaginn 9. maí voru gerðar athugasemdir við fréttir í hljóðvarpi kvöldið áður um kjamorkuslysið í Úkraínu. Sjónvarpsfréttir af kjam- orkuslysinu vom einnig gagnrýndar. Misjafnar skoðanir vom um fíkni- efnaþátt í sjónvarpi 7. maí og að ekki hefði verið farið eftir ábending- gerst hefði í lokaorðum umsjónar- manna þáttarins Hafa sveitarfélögin stefnu í umhverfismálum? Ámi Bjömsson taldi það ekkert nýmæli. Ingibjörg Hafetað taldi óeðlilegt að í lestri úr leiðurum dagblaða 1. maí hafði þeim hluta leiðara DV verið sleppt sem snerti Kvennalist- ann. Formaður útvarpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir, spurði hve mikið fréttamönnum væri leiðbeint um lestur. 16. maí: Hrós! Á fundi ráðsins 16. maí síðastliðinn kom fram ánægja með Kastljós Guðna Bragasonar um kjamorku- ver. Aftur á móti vom skiptar skoðanir um dagskrárgerð í Kast- ljósi um Landhelgisgæsluna. Á sama fundi spurðist Haraldur Blöndal fyrir um þátttöku sjón- varpsins í skoðanakönnun Félags- vísindadeildar Háskóla íslands og Haraldur Blöndal lýsti þeirri skoðun sinni að ekki ætti að birta myndir af gmnuðum eða sökuðum mönnum sem ekki hefðu verið dæmdir. Þá vom gerðar athugasemdir við nafnbirtingar í fréttum og „niður- lægjandi“ þátt annan í hvítasunnu, Hafa karlmenn kímnigáfu?. Var þvi haldið fram að þar hefði verið á ferð- irrni áróðursþáttur fyrir stjómmála- flokk sem bauð fram við borgar- stjómarkosningamar í Reykjavík. 27. maí til 6. júní: Kosningar. Rólegt var á fundum ráðsins 27. og 30. maí. Starfsfólki útvarpsins vom færðar sérstakar þakkir fyrir „mjög gott“ kosningaútvarp á fúndi ráðsins 6. júní. Starfsfólki sjónvarps vom einnig færðar þakkir fyrir „vel heppnað" kosningasjónvarp. Þá kom fram gagntýni nokkurra útvarpsráðsmanna á fréttaflutning um reikninga Granda hf. Talið var óæskilegt að hafa fréttir í framhalds- söguformi, öll sjónarmið þyrftu að koma fram í sama fréttatímanum. Ingibjörg Hafstað gagnrýndi stjómanda umræðuþáttarins Borg- arstjómarkosningar sem sjónvarpað var 30. maí. Einnig var gagnrýnt hversu greið- an aðgang viðskiptafréttir, „sem em beinar auglýsingar“, ættu orðið í sjónvarpsfréttir. Ámi Bjömsson gerði sérstaka athugasemd við að getið var um vörumerki á tölvunni sem notuð var í kosningasjónvarpi. 13. og 20. júní: Ályktunin mikla. Fundurinn 13. júní var viðburða- snauður en á fundinum 20. þess mánaðar dró heldur betur til tíð- inda. Segir svo í fundargerðabók útvarpsráðs: „Allmiklar umræður urðu um fréttaflutning hljóðvarps og sjónvarps undanfama daga um mál Guðmundar J. Guðmundssonar. Skylt væri að birta slíkar fréttir en skyldan endaði þar sem staðreynd- um sleppti." Ráðið samþykkti síðan samhljóða eftirfarandi ályktun: „Út- varpsráð lýsir yfir óánægju með fréttaflutning Ríkisútvarpsins af málefnum Guðmundar J. Guð- mundssonar að undanfömu. Hefúr umfjöllunin um of einkennst af stað- hæfingum í stíl æsifregna og í viðtölum hefur á stundum gætt slíkrar ágengni að ekki sæmir óhlut- drægum fréttamiðli. Útvarpsráð telur að hætta sé á að slíkur frétta- stíll rýri traust á fréttastofum Ríkisútvarpsins og leggur áherslu á mikilvægi þess að almenningur geti ætíð reitt sig á að þær fréttir, sem Ríkisútvarpið flytur, séu réttar og heiðarlega fram settar.“ Ályktun þessi olli miklum úlfaþyt. Varafréttastjórar útvarps og sjón- varps, þeir Kári Jónasson og Páll Magnússon, sögðust báðir vera mjög ósáttir við ályktunina. „Mér finnst þessi ályktun útvarpsráðs gjörsam- lega út í hött,“ sagði Páll. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður útvarpsráðs, sagði hins vegar að ályktunin kæmi í beinu framhaldi af gagnrýni út- varpsráðs á fréttaflutning ríkisfjöl- miðlanna að undanfömu. Það yrði að skoða þetta mál í víðara sam- hengi. Kominn tími til að halda fund Og nú hefúr útvarpsráð ákveðið að efna til fímdar með útvarpsstjóra og fréttastjórum útvaups og sjón- varps til að ræða þessa ályktun nánar. Væntanlega verður fundur- inn notaður til að ræða almennt um fréttaflutning hjá Rfkisútvarpinu. En hvort einhverra breytinga er að vænta í kjölfar þeirrar umræðu er ógjömingur að segja til um. Á næstu vikum verður lögð fram ný reglugerð um starfsemi Rikisútvarpsins og má þá reikna með að reglur um frétta- flutning verði endurskoðaðar. Reglumar um fréttaflutning em ákveðnar af útvarpsstjóra en háðar samþykki útvarpsráðs. Verður fróð- legt að sjá hvemig þeirri viðureign lýkur. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.