Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Qupperneq 36
FRETTASKOTIÐ
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafirþú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað i DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 4. JÚU 1986.
Krafa um afsogn vegna fjárstuðnings:
Kann að gilda um
Guðmund Einavsson
„Guðmundur Einarsson kastar
steinum úr glerhúsi. Það er hægt að
krefjast, afsagnar manna vegna íjár-
stuðnings sem þeir þiggja óafvitandi,
en það kann að gilda um fleiri, til
dæmis formann þingflokks jaíhaðar-
manna.“ Þetta sagði yfirmaður hjá
Hafskip, er DV bar undir hann full-
yrðingar, sem fram komu í grein eftir
Magnús Bjamfreðsson i DV í gær,
j>ess efnis að Bandalag jafnaðar-
mamia og Alþýðubandalagið heíðu
þegið fé af Hafskip.
Yfirmaðurinn heldur éfram: „Nið-
urstöður Magnúsar BjatiTfreðssonar
eru réttar. Það vita allir sen* standa
í rekstri að stærri fyrirtæki veita
flestum stjómmálaflokka styrki.
Þau kaupa happdrættisiniða og
borga auglýsingareikninga. Þetta
gildir ekki bara um Hafskip heldur
um flest stórfyrirtæki og alla stjóm-
málaflokka."
Yfirmaðurinn hjá Hafskip óskaði
nafnleyndar.
„Mér er ekki kunnugt um að
Bandalag jafnaðarmanna hafi fengið
nokkurt fé frá Hafskip. Ef um ein-
hverja stærri upphæð væri að ræða
væri mér eflaust kunnugt um það,“
sagði Guðmundur Einarsson, for-
maður Bandalagsins, er DV bar
undir hann fullyrðingar Magnúsar
Bjamfreðssonar um að flokkur hans
hefði þegið fé frá Hafskip. „Það get-
ur vel verið að einhvem tímann
hafi verið keypt auglýsing eða örfair
happdrættismiðar, en mér er ókunn-
ugt um það. Ég hafði samband við
Magnús Bjamfreðsson eftir að ég las
greinina og hann hafði engar upp-
lýsingar um málið annað en það sem
kemur fram þar.
Við bandalagsmenn höfum sent
einstaklingum og fyrirtækjum bréf
þar sem við óskum eftir fjárstuðn-
ingi enda er ekki hægt að reka
stjómmálahreyfingar án þess að fé
sé fyrir hendi. Þetta er ekkert feimn-
ismál, en því rniður skilaði þetta
okkur allt of litlum peningum og ég
efast um að eitt einasta stórfyrirtæki
hafi brugðist við á jákvæðan hátt.
Ég er fylgjandi því að það verði
settar reglur um íjárstuðning við
stjómmálaflokka. Það má setja regl-
ur um hámark slíkra greiðslna og
þetta ætti skilyrðislaust að vera op-
inbert.
Ég tel óeðlilegt að aimennings-
fyrirtæki veiti slíka styrki án þess
að vilji meirihluta hluthafa liggi fyr-
ir,“ sagði Guðmundur Einarsson.
as.
Danadrottning
kemur í dag
Margrét II. Danadrottning er vænt-
anleg hingað til lands í dag í boði
forseta íslands. Flugvél hennar há-
tignar og Hinriks prins lendir á
Reykjavíkurflugvelli klukkan 16.00 og
munu þau hjón búa í Ráðherrabú-
staðnum á meðan á heimsókn þeirra
stendur.
Danadrottning mun ferðast um
landið á næstu dögum, heimsækja
Vestmannaeyjar, Skaftafell, Egilsstaði
og Borgarfjörð eystri. Þá mun Hinrik
prins renna fyrir lax í Elliðaánum í
boði borgarstjóra.
Margrét Danadrottning og Hinrik
prins halda til Kaupmannahafnar að
loknum hádegisverði í Höfða á mánu-
daginn. -EIR
ALLAR GERÐIR
SENDIBÍLA
Jón Páll sigraði með yfirburðum.
I gærkvöldi fór fram á Kjóavöllum fyrsta rallýkrosskeppni sumarsins. Keppnin var hin fjörugasta og skemmtu
fjölmargir áhorfendur sér vel. í hléi kepptu þeir Jón Páll Sigmarsson og Ómar Ragnarsson í reiptogi og naut
Ómar aðstoðar gamallar Prins-bifreiðar. Skipti það engum togum, Jón Páll sigraði með yfirburðum og sá ekki á
kappanum. Hins vegar fór kúplingin í Prinsinum í átökunum enda ekki við neinn áukvisa að etja. Sigurvegari í
Rallykrossinu var Steingrímur Ingason á Datsun Nizzan eftir harða baráttu við Eirik Friðriksson á Ford Escort.
Athygli vakti að íslandsmeistaranum frá því í fyrra, Jóni Hólm, tókst ekki að Ijúka keppni vegna vélarbilunar en
hann var kominn í úrslit DV-mynd S/JFJ
Skemmuvegur 50
LOKI
Mér er sagt að vinningur-
inn í happdrættinu hafi
verið ferð til Nissa..
Veðrið á morgun:
Bjart
suðvestan-
lands
Á morgun verður norðlæg átt á
landinu og fer veður kólnandi. Rign-
ing og súld verður um norðan og
austanvert landið en bjart veður
suðvestanlands.
Hiti verður á bilinu 8-12 stig. Heit-
ast fyrir sunnan.
Bolungarvík
hafnað í
Reykjavík
- Hafnarfjorður hækkar
Bæjarráð Hafharijarðar hefur sam-
þykkt að hækka laun bæjarstarfs-
manna um allt að 15%. Tillaga , borin 1
upp af Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki
og Kvennalista, um að hækka lág-
markslaun í 30 þúsund krónur, var |
hins vegar vísað frá á borgarstjómar-
fúndi í gær.
Samkomulagið í Hafharfirði genr ]
ráð fyrir að laun bæjarstarfsmanna
hækki að meðaltali um 8,6%. Mest er
hækkunin í lægstu launaflökkunum,
eða 15%, og minnst í þeim efstu eða
3%. Hækkanimar em afturvirkar frá
1. febrúar á þessu ári. Kostnaðarauki
bæjarsjóðs er áætlaður um 8 milljónir
og lágmarkslaun verða um 29 þúsund
krónur.
Tillagan, sem borin var upp í borgar-
stjóm, gerði ráð fyrir að lágmarkslaun
hækkuðu í 27 þúsund krónur frá 1.
júlí og svo í 30 þúsund krónur frá 1.
september. ' Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins töldu að með tillögu
þessari væri verið að bijóta samkomu-
lagið á vinnumarkaðinum frá því í vor |
og vísuðu henni frá. Fulltrúi Fram-
sóknarflokksins sat hjá. -APH
|
f
A
4
f
4
Banaslys í
Miklaholtshreppi é
Banaslys varð við bæinn Hofsstaði'P^
í Miklaholtshreppi um hálftvöleytið :
nótt. Fólksbifreið valt og kastaðist,
einn fjögurra farþega, 27 ára gömul
kona, út úr bifreiðinni. Talið er að hún
hafi látist samstundis. Hinir þrír far-
þegarnir sluppu ómeiddir. Sú látna var
búsett í Reykjavík. -ÞJV
4
4
Verslunar- é
ráðið vefengir
könnun Verð-1
lagsstofnunar é
F.íT Cfpf 11f 1A oarrf QirnoÁ an oA órr
„Ég get lítið sagt annað en að ég
mun rita Verðlagsstofhun og gera at-
hugasemd við hvemig staðið var að
þessari verðkönnun, bæði við þau
vinnubrögð sem viðhöfð vom við gerð
könnunarinnar og einnig við hvemig
staðið var að birtingu hennar," sagði
Ámi Ámason, framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands, er DV spurði
hann um verðkönnun Verðlagsstofn-
unar í Glasgow og Reykjavík.
„Það var fundur í verðlagsráði dag-
inn sem könnunin birtist en ráðinu
ekki gefinn kostur á að fjalla um hana
því hún var þá þegar komin til fjöl-
miðla.“ sagði Ámi Ámason. -A.BJ.
4
4
4
14
Barði sjö
árasonsinn ^
Um kvöldmatarleytið í gær var lög-
reglan kölluð að húsi einu í austur-
bænum. Þegar lögregumenn komu á
staðinn var ölvaður heimilisfaðir að
berja sjö ára son sinn. Skakkaði lög-
reglan leikinn og var drengurinn
fluttur á slysadeild með töluverða
áverka. Meiðsli hans reyndust þó ekki
eins alvarleg og í fyrstu var talið. Fékk
hann að fara heim síðar um kvöldið.
Faðirinn var fluttur í fangageymslur
lögreglunnar og hafður í haldi í nótt.
-ÞJV