Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLl 1986. Fréttir_______________________ Albert og Hafskipsmálið Ríkissaksóknari ákvað fyrir helgi að endursenda Rannsóknarlögreglu ríkisins öll gögn er varða þátt Al- berts Guðmundssonar iðnaðarráð- herra í svokölluðu Hafskipsmáli. Þótti saksóknara þáttur Alberts standa í slíkum tengslum við heild- arrannsókn Hafskipsmálsins að ekki væri unnt að taka hann til sjálf- stæðrar afgreiðslu né heldur kveða á um hvort höfðað yrði refsimál á hendur iðnaðarráðherra eða ekki. Albert Guðmundsson hefur því áfram réttarstöðu grunaðs manns í Hafekipsmálinu. Bréf ríkissaksóknara I bréfi, sem saksóknari sendi með gögnum Alberts, segir: „Af hálfu ákæruvalds verður því eigi nú um að ræða efnislega afgreiðslu á ein- stökum rannsóknarefhum eða hugsanlegum þáttum Alberts Guð- mundssonar eða annarra, sem tengst háfa eða tengjast kunna eiristökum greiðslum frá Hafekip hf. eða fjár- málaskiptum Hafskips hf. og Ut- vegsbanka íslands í þeirri heildar- rannsókn er yfir stendur.“ í bréfinu er ekki farið nánar út í þessi „fjármálaskipti Hafekips hf. og Útvegsbanka íslands" en með þeim orðum er vafalaust átt við viðskipti fyrirtækjanna á þeim tíma þegar Albert Guðmundsson var formaður beggja. Úm „einstaka greiðslur frá Haf- skip hf.“ segir hins vegar að þar hafi verið um þrjá afrnarkaða rann- sóknarþætti að ræða sem snerta Albert Guðmundsson: 1. Viðtaka Alberts Guðmundsson- ar í maí 1983 á gjaldeyri, $ 5.000 í ferðatékkum, skráðum á nafn hans sjálfs og eiginkonu, að andvirði ísl. kr. 123.452. 2. Viðtaka Alberts Guðmundsson- ar og framsal á tékka þann 1. febrúar 1984, kr.117.034, sem af hálfu forr- áðamanna Hafekips hf. og viðtak- anda tékkans er skýrð sem greiðsla afeláttar á flutningsgjöldum vegna Alberts Guðmundssonar, heildversl- unar, Grundarstíg 12, Reykjavík. 3. Sérstök rannsókn á milligöngu Alberts Guðmundssonar um afhend- ingu fjárstuðnings, kr. 120.000, til Guðmundar J. Guðmundssonar, al- þingismanns, í nóvember 1983. I bréfi saksóknara kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum eru allar þessar greiðslur greiddar samkvæmt ákvörðunum forráða- manna Hafekips og út af sérstökum hlaupareikningi er skráður var á nafri og var í umsjón eins af fyrrver- andi starfemönnum fyrirtækisins. Saksóknari getur þess einnig að í niðurlagi skýrslu, sem tekin var af Albert við yfirheyrslur 25. júní síð- astliðinn, kveðst Albert vilja taka það fram að síðar, um það leyti sem hann hafi orðið sextugur, hafi hann fengið sem afinælisgjöf frá Hafekip hf. ferð til Frakklands fyrir sig og eiginkonu sína. Aftur á móti er ekki að sjá í rannsóknargögnum þeim sem embættinu voru send að þessi liður hafi verið frekar rannsakaður. Saksóknari lýkur bréfi sínu til rannsóknarlögreglunnar með því að árétta niðurlag bréfe sem embættið sendi Albert 13. desember síðastlið- inn: „Ef reynt yrði að skilja þátt yðar (Alberts) frá þáttum annarra, sem hér eiga hlut að máli, í því skyni að flýta málalokum að því er yður einan varðar, væri það ekki aðeins ógerlegt af málefhaástæðum heldur einnig skýlaust brot gegn jafnréttis- reglunni, sem er einn af hymingar- steinum íslenskrar réttarskipunar." Albert hefði með öðrum orðum átt að vera kunnugt um þetta þegar hann fór fram á sérstaka rannsókn á málum sínum í síðasta mánuði. Að sögn Þóris Oddssonar, setts rannsóknarlögreglustjóra, breytir þessi ákvörðun saksóknara, að end- ursenda gögn Alberts, engu um þá staðreynd að rannsókn á máli iðnað- arráðherra er lokið af hálfu lögregl- unnar. Þögn Alberts Albert Guðmundsson hefur forðast það í lengstu lög að ræða þessi mál sín við fjölmiðla. Blaðamaður DV hefúr reynt að ná tali af honum á hverjum degi undanfamar þrjár vik- ur en án árangurs. Svipaða sögu er að segja af starfemönnum annarra fjölmiðla. Engu að síður hafa fimm misjafnlega ítarleg viðtöl birst við Albert um þessi mál á undanfómum vikum. Albert Guðmundsson var stjómar- formaður Hafckips á érunum 1979 til 1983 og formaður bankaráðs Út- vegsbankans á ámnum 1981 til 1983. Á þeim tíma sem Albert gegndi for- mennsku í báðum fyrirtækjunum var Hafekip stærsti viðskiptavinur Útvegsbankans. í viðtali við Þjóð- viljann 12. júní síðastliðinn sagði Albert að hjá Útvegsbankanum hefðu lán aldrei verið lögð fyrir bankaráð til athugunar nema að sérstakri ósk bankastjóra. Aðspurð- ur sagðist hann ekki muna hvort það hefði nokkum tímann gerst með lán til Hafekips. Hann sagðist heldur ekki muna hvaða bankastjóri Út- vegsbankans annaðist viðskiptin við Hafekip og hélt þvi fram að hann hefði ekki vitað af þeirri miklu aukningu sem varð á lánum bankans til skipafélagsins á meðan hann var formaður bankaráðs. I sama viðtali viðurkenndi Albert að hafa þegið gjöf frá Hafskip á þeim tíma er hann gegndi embætti fjár- málaráðherra. Aðspurður um hvort hann hefði þegið einhverjar greiðsl- ur úr hendi Hafckipsmanna sagði Albert: „Annars konar greiðslur frá Hafekip hef ég ekki fengið aðra en þá að þeir buðu mér til útlanda í sambandi við sextugsafinæli mitt.“ Kvaðst Albert hafa kosið að fara til Nissa í Frakklandi því þangað hefði hann þurft að fara í öðrum erindum. Hann sagðist ekki hafa spurt hvað ferðin kostaði og ekki vita það og ekki muna hvort hún var farin árið 1984 eða 1985. Þjóðviljinn upplýsti síðar að við athugun á utanferðum Alberts Guð- mundssonar hefði komið í ljós að íslenska ríkið greiddi ferðir hans til Frakklands í lok maí árið 1984 og einnig árið 1985. Fyrra árið fór hann í boði borgarstjórans í Nissa, dagana 25. til 28. maí, og greiddi ríkið honum þá um 80 þúsund krónur í ferða- kostnað og 50 þúsund krónur í dvalarkostnað, alls rúmar 130 þús- und krónur á verðlagi þess tíma. Síðara árið fór Albert til Frakklands í boði þarlendra yfirvalda dagana 23. til 30. maí og greiddi ríkið honum þá samtals um 198 þúsund krónur. Hvorug þessara ferða var því farin í boði Hafekipsmanna, nema þá að hluta tíL Albert skýrði svo frá þessu máli á þingflokksfúndi Sjálfetæðisflokksins 23. júm' að hann hefði notað þessa gjöf Hafekips til að greiða kostnað við dvöl konu sinnar í Frakklandi árið 1984. Hún hefði ákveðið að framlengja dvöl sína þegar hann þurfti að hverfa heim vegna anna og hefði kostnaður vegna þeirrar framlengingar verið greiddur af Haf- skip. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, lét hafa það eftir sér að loknum fundinum að það væri mjög alvarlegt mál ef þama hefði verið um einhveijar tvígreiðslur að ræða. Eins og kom fram í biéfi ríkissak- sóknara frá því á föstudag er ekki að sjá að rannsóknarlögreglan hafi tekið þessa ferð Alberts og eigin- konu hans til sérstakrar rannsóknar. Aftur á móti hefur Albert haft til- hneigingu til þess að blanda þeirri gjöf saman við ferðatékkana að fjár- hæð $ 5.000 sem þau hjónin þáðu frá Hafekip í maí árið 1983.1 viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnu- dag segir Albert til dæmis: „Þriðja atriðið sem til rannsóknar var, var afinælisgjöf sem ég fékk frá fyrirtæk- inu, þegar ég varð sextugur, og hafði til frjálsrar ráðstöfunar." Á það ber hins vegar að líta að Albert tók við ferðatékkunum í maí 1983, að því er segir í bréfi ríkissak- sóknara, en hann varð ekki sextugur Fréttaljós fyrr en í október það sama ár. Ferð- in til Frakklands var svo farin í maí 1984, eða ári eftir að hann tekur við peningunum, og eins og kemur fram í bréfinu þá hefur hún alls ekki ve- rið tekin til sérstakrar rannsóknar af hálfu lögreglunnar. Hér virðist því gæta einhvers misskilnings nema Albert hafi verið farinn að taka við afmælisgjöfúm fimm mánuðum áður en hann varð sextugur. Afsláttargreiðsla Sama dag og Albert sagði Þjóðvilj- anum að hann hefði ekki fengið aðrar greiðslur frá Hafekip en þær sem kostuðu fyrrgreinda utanlands- ferð upplýsti Helgarpósturinn að Albert hefði þegið ávísun frá sama fyrirtæki að fjárhæð 117 þúsund krónur. I viðtali við HP 12. júní kannaðist Albert strax við þessa ávísun og sagði að þama hefði verið á ferðinni eðlileg afeláttargreiðsla frá Hafekip til heildverslunar Al- berts Guðmundssonar vegna frakt- flutninga. Það sem mun hafa vakið athygli rannsóknaraðila á þessari ávísun- var það að Albert tók við henni tæpu ári eftir að hann lét af störfúm sem stjómarformaður Hafskips, eða 1. febrúar 1984. Einnig þykir at- hugunarvert hvers vegna Álbert tók við greiðslunni en ekki þeir sem sjá um rekstur heildverslunarinnar þeg- ar haft er í huga að Albert lýsti því yfir þegar hann tók við embætti fjár- málaráðherra árið 1983 að hann mundi hætta öllum afskiptum af fyr- irtæki sínu. Helgarpósturinn hefur reyndar haldið því fram að Albert hafi þegið fleiri greiðslur frá Hafekip en ekkert hefúr komið fram sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar. Guðmundarmálið Guðmundarmálið svokallaða helltist yfir landsmenn sunnudags- kvöldið 15. júm'. Það mætti æra óstöðugan að rifja það upp hér í heild sinni eina ferðina enn en rétt er þó að líta á nokkrar setningar sem Albert Guðmundsson hefúr látið fara frá sér um málið í Þjóðviljanum og Morgunblaðinu og í bréfi sem hann skrifaði Guðmundi. í viðtali við Þjóðviljann 17. júní sagði Albert Guðmundsson: „Ég bað því Björgólf (Guðmundsson, fyrrum forstjóra Hafckips) um að leita til vina og kunningja um að hjálpa honum (Guðmundi J. Guðmunds- syni) að komast í hvíld. Þetta gerði hann með því skilyrði að Guðmund- ur vissi ekki hvaðan peningamir kæmu né hverjir stæðu að þessu.“ Albert bætti við: „Ég hef ekki sagt Guðmúndi enn þann dag í dag hveij- ir stóðu að þvi að hjálpa honum að komast í hvíld og ég veit ekki til þess að hann hafi fengið neina pen- inga, hvorki frá Hafekip né Eimskip eða öðrum skipafélögum. Guðmundi hefúr aldrei verið sagt hveijir stóðu að þessari söfnun." Þjóðviljinn spyr síðan hveijir hafi staðið að söfiiun- inni og þá svarar Albert: „Ég veit það ekki sjálfur. Ég bað bara Björ- gólf um að safúa meðal vina og kunningja." I bréfi sem Albert ritaði Guðmundi 11. júlí segir hins vegar: „Frá því við töluðum um að ég reyndi að hjálpa þér til hvíldardvalar erlendis skv. læknisráði, vissir þú að ég bað Björgólf Guðmundsson, sem vin okkar beggja, um að standa fyrir söfúun til ferðarinnar, en aldrei var það svo skilið að ég einn léti úr eig- in vasa þær kr. 120 þús. sem þú tókst við úr minni hendi.“ Hér gætir greinilega einhvers mis- ræmis. Og ekki skýrðist það þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði Albert 13. júlí síðastliðinn hvort hann hefði greint frá því áður að Guðmundur vissi hveijir stóðu að söfhuninni: „Nei,“ sagði Albert, „ég hef ekki talað við neinn um þetta mál áður. Ég talaði í upphafi þessa máls við blaðamann Þjóðviljans, til þess að staðfesta það að Guðmundur vissi ekki hveijir lögðu peninga í þessa söfnun. Fólk verður að gera greinarmun á því, að Guðmundur vissi að ég bað Björgólf um að standa fyrir söfnun hjá vinum og kunningj- um, og hinu að Guðmundur vissi ekki hverjir höfðu lagt féð til. Það vissi ég reyndar ekki heldur fyrr en viku eða tíu dögum eftir að ég hafði afhent Guðmundi féð, en af skiljan- legum ástæðum, þá sagði ég Guðmundi ekki frá þeirri vitneskju minni." Albert gerir sem sagt greinarmun á því að Guðmundur hafi vitað um Björgólf en ekki um þá sem stóðu að söfnuninni með honum. Samt sagði Albert í Þjóðviljanum 17. júní: ..að Guðmundur vissi ekki hvaðan peningamir kæmu né hveijir stóðu að þessari söfnun". Einnig er vert að vekja athygli á því að Albert segir Morgunblaðinu að hann hafi vitað hveijir lögðu til fé í söfnun Björgólfs viku eða tíu dögum eftir að hann afhenti Guð- mundi peningana. En í Þjóðviljan- um segist hann ekki vita til þess að Guðmundur hafi þegið fé frá Eim- skip og Hafskip, eins og nú hefúr komið í ljós, og þegar Þjóðviljinn spyr hann beint hveijir hafi staðið að söfnuninni segir hann: „Ég veit það ekki sjálfur. Ég bað bara Björ- gólf um að safna meðal vina og kunningja.“ Þessi orð Alberts eru ekki til að bæta stöðu hans í þessu furðulega máli sem kennt er við Guðmund J. Guðmundsson. Af hverju var Albert að styrkja Guðmund? Áf hverju leit- aði hann til Björgólfe Guðmunds- sonar? Af hverju gaf hann ekki Guðmundi peningana sjálfur? Af hveiju lét hann Guðmund hafa seðla en ekki ávísun? Hafði Albert eitt- hvað að óttast? Fannst Albert eðli- legt að fjármálaráðherra þjóðar væri að safna fé hjá einkafyrirtækjum til að styrkja verkalýðsleiðtoga og þingmann stjómarandstöðunnar? Af hverju sagði Albert ekki Guð- mundi hvaðan peningamir komu? Má ekki líta á þessi síðustu orð AI- berts í Morgunblaðinu sem breyt- ingu á vitnisburði? Blaðamaður Morgunblaðsins spyr Albert hvort hann hafi greint lögreglunni frá því við yfirheyrslur að Guðmundur hafi vitað hvaðan peningamir komu og þá svarar Albert: „Eg staðfesti það við yfirheyrslur að Guðmundur vissi ekki hveijir lögðu fram fjármunina, en ég var, að mig minnir ekki spurð- ur um það, hvort Guðmundur vissi um að Björgólfur sá um söfnunina." í vanda Ljóst er að Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra er í vanda staddur. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra hefur hvorki viljað játa né neita að hann hafi beðið Albert um að segja af sér ráðherraembætti á meðan á rannsókn Hafekipsmálsins stendur. í sjónvarpsviðtali 27. júní sagði forsætisráðherra hins vegar að hann teldi það skynsamlegt ef iðnað- arráðherra hefði frumkvæði að því að víkja úr ríkisstjóminni á meðan á rannsókn stæði og að hann mundi gera það sjálfur ef hann væri í spor- um Alberts. Guðmundur Einarsson, formaður Bandalags jafnaðar- manna, hefur sakað forsætisráð- herra um tvískinnungshátt vegna þessara ummæla og ítrekað kröfu sína um að Albert verði vikið úr ráðherraembætti. Þá hefúr Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, lýst því yfir að væri Albert ráðherra Framsóknar myndi Páll kalla saman þingflokksfund og gera tillögu um að Albert viki úr sæti ráðherra. í skoðanakönnun, sem Helgarpóstur- inn lét framkvæma 3. júlí, kom í ljós að 73% þeirra sem tóku afetöðu töldu að Álbert ætti að segja af sér. Og þingflokkur Sjálfetæðisflokksins tók mál Alberts til umræðu 23. júní og mun gera það aftur næstkomandi föstudag. -EA Erling Aspelund Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra fyrir utan húsakynni Rannsóknarlögreglu ríkisins i Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.