Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. 7 Atvirinumál Vestfirðir: Póstflug um söguslóðir „Ótrúlega margir útlendingar koma hingað og spyrja hvort hægt sé að komast með í póstflugið," segir Torfi Einarsson á flugvellinum á Isafirði. Klukkan er tíu á mánudagsmorgni og vél frá flugfélaginu Emir hf. er að leggja af stað í sína daglegu ferð um firðina með póstpokana. „Þegar við síðan spyrjum, hvemig þeir viti um þetta - þvi ekki auglýsum við - kemur í ljós að einhver erlendur kunningi hefur sagt frá þessum mögu- leika sem útlendingum þykir sérlega spennandi," heldur Torfi áfram. Þetta einhvem veginn spyrst þannig út. Annars hafa ferðamenn varla sést héma ennþá - það er of kalt í veðri þetta vor og sumar.“ Fall vatna „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar," segir skeggjaður náungi í næsta sæti og kveður hart að hljóðunum. Við erum að nálgast flugvöllinn á Þing- eyri. Og hann bætir við til skýringar: „Vésteinn sagði.“ Þetta reynist vera Niels Valentin - hálfur Dani og hálfúr Rússi - í píla- grímsferð á söguslóðir. Hann er að vinna að grein um Gísla sögu Súrsson- ar og situr öllum stundum á Áma- stofnun við fræðigrúsk. „Ég var tannlæknir í fjörutíu ár en fékk mikinn áhuga á fomsögunum fyrir allmörgum árum. Las þær mikið og fór að lokum í háskólanám í Árós- um til þess að fræðast eitthvað að gagni. Islenskuna lærði ég svo í Há- skóla íslands - var héma í nokkra mánuði þess vegna. Og fyrir mörgum árum var ég héma í vinnu - hjá Skúla Hansen tannlækni. En hann er allur núna.“ Davíðskaffi Á Þingeyri er hefð að fara aðeins inn i flugstöð og heilsa upp á flugvallar- vörðinn Davíð Kristjánsson. Hann býður ævinlega kaffi og meðlæti úr nestisboxi - heimagerðir kanelsnúðar eru veittir í þetta skiptið. „Þetta er nú bara úr eldhúsinu heima," svarar hann aðspurður og býður meira kaffi. „Hvar skyldi Sæból hafa staðið," {Ánhr p>i9 tyl? farw 3<f ma bil? SMA-AUGLÝSING í dv getur leyst vandann Smáauglýsingadeild spyr danski Rússinn kátur yfir um- hverfinu. Hann hefur ekki áður upplifað annað eins ævintýri og segist aldrei hafa flogið jafhnálægt fjallst- indum og í þessari ferð þegar flogið var yfir Gemlufallsheiði. „Nema kannski í Noregi á stríðsár- unum.“ Ferðaiðnaðurinn leitar stundum langt yfir skammt og þetta póstflug hefur greinilega sannfærandi íslenskt yfirbragð í augum erlendra gesta. Og þar af leiðandi umtalsvert aðdráttar- afl. -baj Loksins á söguslóðum - hálfur bauni og hálfur Rússi - Niels Valentín. DV-myndir baj Y* Jón ívarsson flugmaður og Jakob Ólafsson aðstoðarflugmaður með hluta póst- pokanna sem flogið er með á firðina. - sími 27022. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 Nýkomin glæsileg hollensk eikarrúm Munió okkar sérstaka sumar- tilboð RUNNER Jll KORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.