Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. Uflönd „Viðhorf manna i Saudi-Arabiu hafa breyst að undanförnu og innan konungsfjölskyldunnar gætir nú aukinnar til- hneigingar til að fara sínar eigin leiðir. Þetta viðhorf virðist nú vera ríkjandi" er haft eftir bandarískum embættis- manni á málþingi Kólumbíuháskóla. Gifurlegt olíuframboð að undanförnu hefur leitt tii vaxandi birgðasöfnunar á meðal olíukaupenda. Er haft eftir sérfræðingum að í kjölfar birgðasöfnun- arinnar og áætlaðrar minni eftirspurnar i haust megi búast við lágu olíuverði eitthvað fram á næsta ár. Spá aukinni birgðasöfnun í kjölfar frekara olíuverðfalls Bandarískir olíusérfræðingar á málþingi Kólumbíuháskóla um orkumál Haft er eftir bandarískum sérfræð- ingum á sviði olíu- og orkumála á þrettánda árlega málþingi Kólumb- íuháskóla um orkumál, er haldið var um helgina, að hraðvaxandi olíu- framleiðsluaukning Saudi-Araba og bandamanna þeirra í samtökum ol- íuframleiðsluríkja, OPEC, að undanfömu hafi stórlega dregið úr getu samtakanna til að komast að samkomulagi um framleiðslumörk á olíu. Spá frekari verðlækkunum Niðurstaðan, segja sérfræðingam- ir, verður enn frekari olíuverðslækk- un á heimsmarkaði, að öllum líkindum töluvert undir tíu Banda- ríkjadollurum á tunnuna á síðari helmingi ársins. Sérfræðingamir spá ennfremur að með lækkandi olíuverði aukist hamstur og birgðasöfnun olíu, er leiði af sér meiri eftirspum en fram- boð um ákveðinn tíma og þar af leiðandi eitthvað hækkandi kaup- verð, en þó langt frá því að komast nálægt marki 20 Bandaríkjadollara á tunnuna. Efast um OPEC úrsögn Sumir sérfræðingamir skýrðu framleiðsluaukningu Saudi-Araba með vissri og gamalgróinni tilhneig- ingu konungsfjölskyldunnar til að fara sínar eigin leiðir, án of mikils tillits til annarra, þótt þeir efuðust stórlega um að Saudi-Arabar hygð- ust segja sig úr OPEC . „Viðhorf manna í Saudi-Arabíu hafa breyst að undanfömu og innan konungsfjölskyldunnar gætir auk- innar tilhneigingar til að fara sínar eigin leiðir. Þetta viðhorf virðist nú vera ríkjandi," er haft eftir banda- rískum embættismanni á málþingi Kólumbíuháskólans, er sérhæft hef- ur sig í málefrium Saudi-Arabíu og fylgst þar með gangi mála. Vilja takmarka gjaldeyristekj- ur Irana Einnig er talið að viss andstaða Saudi-Araba á heildarsamkomulagi byggist á ótta þeirra við stríðsrekst- ur klerkastjómarinnar í íran í stríðinu við Irak og vilji með and- stöðu við heildarsamkomulag forð- ast að gefa íranstjóm tækifæri á auknum gjaldeyristekjum tál fjár- mögnunar stríðsrekstursins, en Saudi-Arabía hefur sem kunnugt er snúist á sveif með írökum í Persa- flóastríðinu. Tíu til tólf Bandaríkjadollarar? John Lichtblau, starfsmaður bandarískrar stofiiunar er fylgist Oliusérfræðingar áætla heildarframleiöslu OPEC-rikja nú tæplega 20 milljón tunnur á dag, þar af er hlutur Saudi- Arabíu áætlaöur 25 prósent. með þróun á olíumarkaðnum, taldi að OPEC-ríkjum myndi ekki takast að ná samkomulagi um heildarfram- leiðslu á fyrirhuguðum framhalds- fundi sínum síðar í þessum mánuði né þótt síðar yrði. „Það er vel mögulegt að ríki OPEC nái engu samkomulagi sín á milli á þessu ári um framleiðslumörk, þrátt fyrir aukna viðleitni sumra aðildar- ríkja um slíkt, og er þá ekki við neinu öðru að búast en olíuverð haldist á bilinu tíu til tólf Banda- ríkjadollarar tunnan á næstu miss- erum,“ sagði Lichtblau. Haft er eftir bandarískum embætt> ismönnum á málþinginu að ótti manna við útbreiðslu stríðsins fyrir botni Persaflóa á milli grannþjóð- anna íran og írak, sem báðar eru meðlimir í OPEC, minnki enn lík- umar á heildarsamningi um fram- leiðslumörk. Á meðal sumra sérfræðinganna var það álit ríkjandi að oliufram- leiðsluríkjum myndi takast að komast að samkomulagi um heildar- framleiðslu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, en áhrif slíks samkomu- lags á verðmyndun olíu, er liði á síðari hluta ársins, yrðu hverfandi vegna þess gífurlega olíumagns sem þegar er komið í umferð á heims- markaði. Saudi-Arabía framleiðir fjórð- ung Sérfræðingar áætla nú að heildar- olíuframleiðsla OPEC-ríkja á dag sé á bilinu 19-19,5 milljón tunnur og þar af sé hlutur Saudi-Arabíu rúm- lega fjórðungur. Charles Maxwell, varaforstjóri Cyrus J. Lawrence fyrirtækisins, sagði að eftir því sem framboð ykist á olíumarkaðnum ykjust líkumar á enn frekara verðfalli, jafnvel allt niður í átta Bandaríkjadollara fyrir tunnuna, „þó ekki sé líklegt að verð- ið haldist svo lágt lengi“. Forsvarsmenn orkukaupenda á málþinginu töldu líklegt að enn frek- ara verðfall olíu myndi leiða til þess að fyrirtæki og aðrir olíukaupendur fjárfestu í miklum umframbirgðum olíu. „Það er ljóst að ef verðið fer niður fyrir tíu dollara er olían kom- in á tombóluverð þar sem fyrirtæki munu leita allra leiða til að birgja sig vel upp á meðan hægt er, en aft- ur á móti er ekki hægt að búast við því að slíkt ástand vari lengi,“ sagði Tor Meloe, helsti hagfræðingur bandaríska Texaco olíufélagsins, á málþinginu. Skortur á aga og einbeitni Lichtblau sagði að olíubirgðasöfn- un fyrirtækja og stofhana væri þegar hafin. „Það hefur þegar orðið mikil birgðasöfhim olíu á 8 til 9 Banda- ríkjadollara tunnan, birgðasöfhun sem kemur til með að leiða til minnkandi eftirspumar olíu á kom- andi vetri og þar af leiðandi áffarn- haldandi lágt olíuverð töluvert ffarn á næsta ár,“ sagði Lichtblau. Forsvarsmenn fyrirtækja og olíu- sérffæðingar á málþingi Kólumbíu- háskóla virtust almennt sammála um að helst mætti kenna um skorti á aga og einbeitni á meðal OPEC- ríkja að ekki hefði tekist að hækka olíuverð að nýju. Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.