Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. 13 Hafskip og samtiyggingin Hafskipsmálið er annað og meira en Qárhagslegt áfall fyrir þjóðina. Af því eigum við að draga lærdóm um hið stórhættulega samtryggingar- kerfi sem nú teygir anga sína að heita má um þjóðlífið allt. Til frek- ari glöggvunar skulum við líta á staðreyndir málsins. Þegar Hafskip hf. varð gjaldþrota hafði Útvegsbankinn, með bankaráð tilnefnt af kerfisflokkunum í broddi fylkingar, lánað fyrirtækinu gííúr- legt fé. í dag er ljóst að hvert mannsbam á Islandi mun tapa a.m. k. 2000 krónum á þessu hneyksli og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn. Hafskip, þar sem Albert Guð- mundsson var í stjóm, var stærsti viðskiptavinur Útvegsbankans, þar sem Albert Guðmundsson var for- maður bankaráðs. Jafhframt var Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra perluvinur Guðmundar J. Guðmundssonar, for- manns Verkamannasambands Is- lands. Það þyrfti í raun ekki að koma Hafskipsmálinu við, ef ekki kæmi einnig til að Albert Guðmundsson, stjómarmaður í Hafskip, var í vin- fengi við Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar, sem flestir starfsmenn Hafskips tilheyra. Hagsmunir Það er ekki skrýtið að þegar Guð- mundur veiktist sæju Hafskip og Eimskip hag í að skjóta saman í hressingarferð handa honum, 60 þúsundum hvort félag, eða samtals 120 þúsundum króna. Sem milli- göngumaður virðist Albert af frétt- um hafa tekið „umboðslaun heildsala", eða 20 þúsund, og afhent Guðmundi 100 þúsund. Allt er þetta í augum Alberts hinn mesti vinar- greiði, og segir það sitt um hið brenglaða siðferði sem þykir sjálf- sagt hjá kjömum fulltrúum þjóðar- innar. Til að bæta gráu ofan á svart sér Albert ekki einu sinni ástæðu til að segja af sér, á meðan á rannsókn stendur, eins og maður í hans stöðu myndi gera alls staðar annars staðar en á íslandi og bananalýðveldum Suður-Ameríku. Þegar upplýsingar um viðskipti Alberts og Guðmundar láku út til fjölmiðla, varð fjandinn laus. Stein- grímur kallaði rannsóknarlögreglu- stjóra (sem í þessu tilviki er „sem betur fer“ tilnefndur af Framsóknar- flokknum, og hefúr engar sérstakar taugar til Alberts eða Guðmundar J.) á sinn fund til þess að frétta, hvort óþægilegir hlutir væm á ferð. Og Þorsteinn Pálsson gerði skömmu síðar slíkt hið sama. Hvomgur sá neitt óeðlilegt við það, að koma á framfæri sínum sjónarmiðum við yfirmann rannsóknarinnar, fúlltrúa dómsvaldsins, sem samkvæmt stjómarskrá á að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu (Þorsteini og Steingrími). Rannsóknarlögreglustjóri sá meira að segja ástæðu til að gefa út fáheyrða yfirlýsingu um að Albert Kjallarinn Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Guðmundur J. væm „heiðurs- menn“, væntanlega til þess að friða áhyggjufulla kerfismenn. Til þess að fylgjast með þessum málum öllum hefúr þjóðin notið full- tingis útvarps, sjónvarps og Helgar- póstsins. Dagblöðin eiga öll hagsmuna að gæta, þar sem Morg- unblaðið sér að um er að ræða vont mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Þjóð- viljinn gætir hagsmuna Alþýðu- bandalagsins, forráðamenn DV sátu í stjóm Hafskips, Tíminn má ekki skaða ríkisstjómina og Steingrím, og Alþýðublaðið vill ekki verða til óþæginda fyrir fulltrúa Alþýðu- flokksins í bankaráðum ríkisbank- anna. Hlutafélög Eitthvað fer fréttaflutningur ríkis- fjölmiðlanna í taugamar á flokks- mönmmum, ef dæma má af lesendabréfum í Morgunblaðinu og DV, þar sem útvarp og sjónvarp em gagnrýnd fyrir að „velta sér up úr óförum annarra". Óförum annarra! Höfundar þessara lesendabréfa gera sér ekki grein fyrir að þetta mál varðar fyrst og fremst ófarir þjóðar- innar allrar, sem siðspilltir flokks- gæðingar hafa leitt yfir hana eins og hverja aðra pest. Út úr öðm homi flokksveldisins, útvarpsráði, heyrðist síða nýlega væl mikið yfir „æsifréttaflutningi" út- varps og sjónvarps, og þótti hags- munagæslumanni Sjálfstæðisflokks- ins, Ingu Jónu Þórðardóttur, mjög að geðheilsu þjóðarinnar vegið. Það, að stjómmálaflokkur telji sig geta ritskoðað umflöllun sem kemur við kaunin á honum sjálfum, minnir fremur á venjur í stórveldi í austri en hjá siðmenntaðri þjóð. Allt þetta mál er með miklum end- emum og er fyrst og fremst sorglegt fyrir íbúa landsins. Við verðskuldum ekki annað eins svínarí og komið hefúr í ljós í tengslum við Hafskips- málið. En meginatriði málsins er að gera sér grein fyrir þvi að Hafskips- málið er ekki einangrað fyrirbæri sem hverfur af sjálfu sér. Það er angi af miklu stærra 'og erfiðara vandamáli íslensks þjóðfélags sem verður að uppræta áður en hér verð- ur komið á eðlilegu efhahags- og mannlífi. Bandalag jafhaðarmanna hefur lagt til að ríkisbönkum verði breytt í hlutafélög, að útvarpsráð og út- varpsréttamefnd verði lögð niður, að stangar reglur verði settar um hagsmunaárekstra og að skýrari mörk verði dregin milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds. Um þetta hljóta menn að sameinast, hvar í flokki sem þeir standa. Hafskips- málið kennir okkur að það er nú eða aldrei. Vilhjálmur Þorsteinsson „Allt þetta mál er með miklum endemum og er fyrst og fremst sorglegt fyrir íbúa landsins.“ Skipst á skætingi Nýverið ritar dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson í DV um ráð- stefnu sem Samtök félagsmálastjóra á íslandi héldu í mars sl. um fátækt í landinu. Upp úr henni varð allnokkur fjölmiðlaumræða, misjöfn að gæðum eins og gengur, sum mál- efnaleg og af skynsemi, önnur sama háttar og siðbúin grein Hannesar. Hannes lætur feitletra nafn Þjóðvilj- ans í þessu sambandi og satt er að Þjóðviljinn ritaði mikið um ráð- stefnuna. Það var þó eins og kjami málsins; hvort fátækt væri á íslandi og hvort tekjujöfnunaraðgerðir heföu borið þann árangur sem skyldi, færi þar á síðum mikið fyrir ofan garð og neðan, en því meira var Qölyrt um ýmis hliðaratriði sem áttu það sammerkt að koma sér bág- lega fyrir Davíð borgarstjóra. Hins vegar flallaði Mbl. hvað alvarlegast blaða um aðalatriði ráðstefriunnar og hafi þökk fyrir. Svarar sér sjálfur Sá megingalli er á orðræðu dr. Hannesar um ráðstefnuna að hann var þar ekki og veit ekki hvað þar fór fram. Svo er um fleiri sem ritað hafa um hana af mikilli elju. Það er því ámóta örðugt að eiga við hann orðastað um ráðstefnuna eins og við djúpsjávarfisk um fegurð himinsins, en djúpsjávarfiskar ku vera einsýnir og sjá illa í þokkabót. Dr. Hannes veit því ekki að spumingamar, sem hann hróðugur spyr, eins og hann hafi fundið þær upp sjálfur, voru KjaUariim Jón Björnsson félagsmálastjóri á Akureyri meginefni ráðstefnunnar og um þær var §allað þar ítarlega og af meiri einlægni og sjálfsgagnrýni en ég hef annars staðar heyrt í svipaðri um- ræðu. Ég svara þeim þvi ekki hér, en ræð Hannesi að bíða eftir útgáfu erindanna í nokkrar vikur enn, og auk þess að skammast til að sitja þær ráðstefhur sem hann vill gera rekistefnu útaf, en ekki hvá löngu eftir þær eins og seinfær nemandi í bekk. Sé hann argur, eins og sumir hafa verið, yfir að fátækt og ísland sé nefnt í sömu spumingu, svarar hann sér sjálfur í 29. og 30. setningu verks- ins betur en ég get, og telji nú hver sem nennir. Skætingur Þetta er önnur ráðstefhan, sem þessi samtök standa að; hin var 1984 „Sá megingalli er á orðræðu dr. Hannesar um ráðstefnuna að hann var þar ekki og veit ekki hvað þar fór fram.“ _£>að bar við skömmu fyrir sveitar- stjómarkosningamar, að. félagsá málastjóramir í landinu efndu til ráðstefnu um fátækt.-J?eir komust þar að þeirri niðurstöðu, að hún heföi stóraukist á síðustu árum. Fjórðungur landsmanna væri neðan sérstakra fátæktarmarka. fg var staddur erlendis, þegar þessi ósköp fréttust, en mér er sagt., að sjaldan eða aldrei hafi einni ráðstefnu verið gerð jafngóð skil í ríkisfjölmiðlunum og á ÞjóðviIjanum. £n ég er satt að segja hissa á því, að menn hafa ekki tekið málflutningi félagsmála- stjöranna afmeiri t/mtryggni en raun varð á. Það ætt.i þó< að vora aug- ljóst, að þessir ágætu menn hafa hag af því að gera eins mikið úr fátækt og þeir getn, þar sem þeir lifa I>ein- línis af henni Um leið og fátæktin hyrfi, hly+.u þeir að missa atvinnuna. En hér æt.la ég að leyfa mér að leggja örfá orð í helg um þetta mál. Villandi tölur asti hluti þjóðarinnar getur keyþt fyrir tekjur sínar. £að hefur á sið- ustu áratigoim aukist, en ekki minnkað. # Við getum í öðru lagi aldrei treyst opinberum tölum um tekjur manna fullkomlega. |_>ví hærri skattar sem lagðir eru á landsmenn, þvi meiri verður tilhneiging þeirra til þess að hörfa niöur í noðanjarðarhagkerfið, og tekjur þeirra þar koma eðli máls- ins samkva'mt ekki fram á neinum opinbenim skýrslum. Það sýnir, hversu áreiöanlegar þessar tölur voru, að fjöldi sjálfstaföra atvinnu- rekenda var samkvæmt þeim undir fátæklarmcirkum! # tl'riðja lafrí nægirckki fyrir okkur • nð lítn nðeins á tölur um beinar pen-. ingatekjur fólks, þegar við reynum að meta lífskjör þess. Við verðum líka að taka með í reikninginn, hvað .. það fær i sinn hlut án þess að þurfa að greiða sjálft fyrir það. Einstæðar mæður njóúi til dæmis niðurgreiddr- nr bamagæslu. ' ..... Frjálshyggjan er mannúðarstefna Kiallarinn Dr.Hannes Hólmsteinn Gissurarson qokkra vísbendingu um, að alm hfskjör hljóta að hafa batnað kröftir fólks til lífsins aukist, þar kaupmáttur, sem heföi verið tá ágætur fyrir tuttugu eða þrj árum, er nú skyndilega talinn of lítill. J>að er samanburðurinn betri kjör annarra, sem skiptir s fólk mestu máli, og þá gleymist það býr sjálft við betri hag en gerði fyrr á árum, þótt tekjur ■ hafi ekki aukist jafrihratt og t ísland láglaunasvæöi '' Eg er sannfærður um, að sú tækt, sem félagsmálastjóramir fjölmiðlungamir, vinir þeirra, götvuðu á dögimum, sé mjög ori aukin. Játækasti hluti þjóðanr kcmst nú betur af en áður, en merkir, að raunveruleg fátækt hi Íminnkað, ekki aukist Hitt er de; mn ljósara, að almenn vinnulaun hér allt of lág. |sland er því mi orðið hálfgert láglaunasvaeði í s anburði við mörg önnur 1 Grein dr. Hannesar Hólmsteins. um félagslega þjónustu. Á báðum hefur verið kappkostað að hafa um- ræðuna á sem hæstu plani og það hefúr verið lögð á það mikil áhersla að ía hina allra hæfustu fyrirlesara og bestu sem völ er á, um hvert efni. Mér er nær að halda að það hafi tekist og að athyglin, sem hefur beinst að ráðstefnunni í vetur, sé fyllilega verðskulduð. Ég hef í undir- búningi beggja þessara ráðstefna viðrað þá hugmynd við samverka- menn mína að við ættum að fara þess á leit við dr. Hannes, að hann héldi þar fyrirlestur, því hann sé skeleggur talsmaður ákveðinna við- horfa, sem eigi heima í umræðunni. Þessir samverkamenn mínir hafa þá orðið hálfkindarlegir og vikið talinu með lagni að öðru. Það er viðbúið að ég reyni þetta aftur næst, Hann- es, en þá verður þú að vanda þig meira en þú gerðir í þessu greinar- komi og láta þekkingu þína og lærdóm tala í stað þess taugatitr- ings, sem virðist oft grípa þig þegar þú heldur að eitthvað vinstra megin við sjálfan þig opni munninn. Ég viðurkenni fúslega að þetta svar mitt er ekki málefnalegt heldur af kyni skætings, en tilefnið verð- skuldaði tæpast annað. Jón Bjömsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.