Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. JULÍ 1986. 17 Hans fér ekki aftur til Spánar „Leik hér heima næsta vetur/1 segir Hans Guðmundsson „Það er alveg 100% öruggt að ég leik ekki á Spáni næsta vetur. Eg hafði samband við forráða- menn Maritim í gærkvöldi og þeir sögðu mér að fjárhagur fé- lagsins væri það slæmur að þeir hefðu ekki ráð á að hafa mig áfram hjá liðinu,“ sagði hand- knattleiksmaðurinn Hans Guðmundsson í samtali við DV í gærkvöldi. Hans lék sem kunnugt er með 2. deildar liðinu Maritim á síð- asta keppnistímabili og stóð sig mjög vel. Var langmarkahæsti leikmaður liðsins. Hvað er nú framundan hjá Hans Guðmunds- syni? „Það er ekki ákveðið ennþá með hvaða hði ég spila hér á landi næsta vetur. Það hafa nokkur félög haft samband við mig en ég hef ekki gert upp hug minn,“ sagði Hans í gærkvöldi. Er þá ekki öruggt að þú leikir með FH? „Nei, það er ekki öruggt. Það eru nokkur félög inni í myndinni hjá mér og ég tek ákvörðun um í hvaða lið ég fer á næstu dög- um,“ sagði Hans Guðmundsson. -SK. Sögu- > legur j dráttur! - í þýska bikamum j Atli Mlmaisson, DV, Þýskalandi; | Mesta hneyksli í 43 ára sögu | þýsku bikarkeppninnar átti sér ■ stað í gær þegar dregið var um I hvaða lið leika saman í fyrstu | umferð keppninnar. Einhvem . veginn í ósköpunum komst mið- | inn með nafhi Stuttgarter ■ Kickers upp úr hattinum og datt I á gólfið. Enginn tók eftir þessu I fyrr en í lok dráttarins. Þá kom ■ í Ijós að nafn TB Berlin var eitt eftir í hattinum. Síðan var ákveðið að TB Berlin ætti að leika gegn Stuttgarter Kickers. Mörg lélegri liðanna í Þýska- landi fengu feitan bita í gær er þau drógust gegn frægum liðum og tekjumöguleikamir slógu glampa í augu forráðamanna litlu liðanna. Sá glampi var þó fljótur að hverfa þegar fram kom kæra frá Stuttgarter Kickers. Ákveðið var að draga aftur og gerðust menn nú æfareiðir. Þá breyttist drátturinn vitanlega mikið en það var kannski furðu- legast að l’B Berlin og Stutt- garter Kickers' drógust aftur saman. „Bikarbrandarinn" Hér í Þýskalandi eiga menn ekki orð yfir þunnan mikla klaufaskap. Kicker segir í stórri fyrirsögn: „Bikaibrandarinn'* og segir fyrirsögnin kannski allt sem segja þarf um þetta ein- kennilega mál. Vera kann að þessum mest umtalaða drælti í sögu þýsku bikarkeppninnar sé ekki lokið enn. Hugsanlegt er að félög sem drógust gegn „ris- um“ í fyrri drættinum muni kæra síðari dráttinn. Mjög yrði það spaugilegt ef draga þyrfti í þriðja sinn. I Islendingaslagur Merkilegasti leikurinn í fyrstu I /umferð þýska/bikarsins verður * án nokkurs vafa viðureign Bayer I Uerdingen og Stuttgart. Þar . munu „íslendingaliðin" í Þýska- | landi eigast við, Stuttgart, með ■ Ásgeir Sigurvinsson í broddi I fylkingar, og Uerdingen, með þá I Láms Guðmundsson og Atla ■ Eðvaldsson innanborðs. Leikim- I ir í fyrstu umferð fara fram um ■ mánaðamótin ágúst/september. I L.________— • Stefán Jóhannsson markvörður gerir hér örvæntingarfulla tilraun til að bjarga skoti Grétars Einarssonar en án árangurs. Knötturinn fer i markið og sigurmarkið er staðreynd. DV-mynd Brynjar Gauti Fallbaráttan nálgast - hjá KR-ingum eftir 0-1 tap gegn Víði Það var ekki burðug knattspyma sem boðið var upp á í leik KR og Víðis í gærkvöldi á Laugardalsvellinum. Kýlingar fram og aftur og það var sjaldnast að boltinn Ienti hjá sam- herjum. Víðismenn sigmðu í leiknum, 1-0, og verður sigur þeirra að teljast nokkuð sanngjam því þeir misnotuðu meðal annars vítaspymu. Barátta og samstaða Víðismanna fleytir þeim langt og þó að knattspyrna sú sem lið- ið sýnir sé ekki áferðarfalleg þá nær liðið inn sínum stigum. Þetta var slakur leikur hjá KR- ingum og nú er streita fallbaráttunnar farin að nálgast þá. Eftir góðan sigur á Þór í bikarkeppninni í síðustu viku væntu margir þess að nú færi liðið aftur að sýna knattspymu í líkingu við það sem það sýndi í upphafi keppn- istímabilsins. Það var hins vegar ekki raunin. Langspymur fram völlinn þar sem Bjöm Rafnsson átti að taka við boltanum var það eina sem sást til KR-inga. Barátta Víðismanna setti þá alveg út af laginu þó það væri auðvit- að hlutur sem mátti ganga að sem vísu. Miðvallarleikmenn KR sáust ekki og liðið virtis vera ófært um að breyta leikstíl sínum þó ljóst væri að það kæmist ekkert áleiðis gegn sterkri vöm Víðis. f upphafi leiksins voru KR-ingar heldui- meira með boltann og þeir áttu fyrsta færi leiksins á 18. mínútu. Ásbjöm Bjömsson skaut þá framhjá i dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Bjöms Rafnssonar. • Á 31. mínútu kom sigurmark leiks- ins. Grétar Einarssoli fékk þá langa sendingu fram völlinn. H<uin náði að leika aðeins álram og þrumaði síðan boltanum í markið af um 30 metra færi. Hvort liarm var búiim að sjá að Stefán Jóhaimesson markvörður hætti sér fullframarlega skal ósagt lútið. Stefún revndi að bakka en náði ekki til knattarins sem sveif yfir hann og inn. Þetta var glæsilega gert hjá Grét- ari en Stefán virtist ekki vera alveg með staðsetningu sína á hreinu. Misnotað víti hjá Víði Hafi verið um mistök hjá Stefáni að ræða við markið þa bætti hann svo sarrnar- lega fyrir það þrent mínútum fyrir leikslok. Þá skellti Gunnar Gíslason. fyririiði KR. Mark Duflíeld inn í vítateignum og ekkert aimað en vítaspyma kom til greina. Spymuna tók Guðjón Guðmundsson en Stefán fór í rétt horn og varði vel lausa spymu Guðjóns. Þama sluppu KR-ingar með skrekkinn. Ekki virtust KR-ingar liressast í leik- hlénu. Leikurinn hélt áfram í sama farinu og komust þeir lítið Aleiðis. Þegar líða tók á hálfleikinn fór að gæta örvæntingar hjá þeim og þeir urðu heldur mistækir í þeim færum sem þeir fengu. Á 70. mínútu var til dæmis mikili darraðardans inni í víta- teig Víðismanna og þeir vörðu hvað eftir annað á línu en inn viidi boltinn ekki. Þrem mínútum síðar var Willum Þór ailt í einu frir inni í vítateig en skaut í þver- siána. Þar með rann síðasta tækifæri KR-inga út í sandinn. Gleði Víðismanna var hins vegar mikil í lokin. Þeir em nú með 11 stig í deildinni og eiga þar að auki möguleika á að fá 3 stig í viðbót þegar dæmt verður í kærumál- inu gegn Keflavík. Þá hafa, Víðismenn jafnmörg stig og KR-ingar. Á því hefðu sjálfsagt ekki margir átt von eftir fyrstu umferðimar í mótinu. Víðisliðið birrðist vel í þessum leik eins og aður sagði. Vömin var traust með Daníel sem akken og Gísli var ákaflega ömggur í markinu. Hann greip mjög vel inn í leikinn og var með góðar staðsetning- ar. Mark var sterkur á miðjunni en frammi ógnuðu þeir Helgi og Grétar þó Víðismenn ættu ekki mörg færi í leiknum. Leikmenn KR vilja án efa sem fyrst gleyma þessum leik en mikil deyfð var yfir KR liðinu. Það var eins og leikmenn treystu sér ekki til að spila boitiuium. Það var hugsað um það eitt að kvla fram. Þá vom leikmenn lélegir við að hlaupa í eyð- ur og skapa sér rými. Það vakti furðu hve seint varamönnum var skipt inn á en Gor- don Lee virðist mikið treysta á sama hópinn leik eftir leik. Ahorfondur voru 409. Dómari var Magnús Theódórsson og var hann slakm-, hann heföi til dæmis mátt hafa hagnaðarregluna í huga í nokkur skipti. Liðin: KR. Stefán Jóhannesson, Jósteinn Einarsson (Guðmundur Magnússon á 70. mínútu), Hálfdán Örlygsson, Lofttu- Ólafs- son, Willum Þór Þórsson, Gunnar Gísla- son, Ágúst Már Jónsson, Bjöm Rafiisson, Sæbjöm Guðmundsson og Júlíus Þor- finnsson (Gunnar Skúlason á 70. mínútu). Víðir. Gísli Heiðarsson, Klemenz Sse- mundsson, Bjöm Vilhelmsson, Vilhjálmur Einarsson, Ólafur Róbertsson, Guðjón Guðmundsson, Vilberg Þorvaldsson (Þórður Þorkelsson á 73. mínútu), Mark Duffield, Grétar Einarsson, Helgi Bents- son og Daníel Einarsson. Maður leiksins: Gísli Heiðarsson -SMJ íþróttir • Teitur Þórðarson. Teitur skor- aði tvrvegis - í varaliði Öster Gunrilaugur A.Jónssan, DV, Sviþjóð. „Þetta fer að lagast hjá okkur á ný þegar Teitur Þórðarson byrjar með af fullum krafti. Hann hefur ekki úthald enn til að leika heilan leik en það kem- ur fljótt og þá förum við að skora.“ sagði þjálfari Öster eftir að Teitur hafði skor- að tvö mörk með varaliði öster i 4-2 sigri í síðustu viku á Halmstad. Keppnin í Allsvenskan hófst á ný um helgina eftir sumarfríið. Öster sigraði þá Norrköping 1-0 í Vaxjö og færist við sigurinn upp um þrjú sæti. Teitur kom inn sem varamaður þegar 16 min. voru eftir af leiknum. Halmstad tapaði á heimavelli fyrir Brage, 1-2, og er nú í neðsta sæti Allsvenskan. Eggert Guð- mundsson lék ekki með Halmstad frekar en fyrir sumarfnið. Hins vegar allar lík- ur á að hann vinni sæti sitt á ný í aðalliðinu. Markvörður liðsins gegn Brage fékk afleita dóma í blöðum. Það voru aðeins þrir leikir um lielgina. í þeirn þriðja tapaði Elfsliorg, 2-4, á heimavéíli fy-rir Hammarby. Kunnasti leikmaður Sria. Torbjöm Nilsson hjá Gautaborg. er hættur keppni. Sama hvað forráðamenn Gauta- borgarliðsins reyndu til að fá hann til að halda áfrafti - alltaf þvert nei hjá Þorbimi. Fyrir sumarfríið var hann markahæstur í Allsvenskan með 9 mörk. hsim Allir bestu til Hafnar - á mikið frjálsíþróttamót AUt besta frjálsíþróttafólk íslands keppir á miklu frjálsiþróttamóti í Kaup- mannahöfh dagana 19.-22. júlí nk. en síðan halda einhvorjir úr hópnum á mót í Svíþjóð. Alls em 25 keppendur frá ís- landi. Það em: Sigurður Einarsson, Á, Einar Vilhjálmsson, UÍA, Vésteinn Haf- steinsson, HSK, Oddur Sigurðsson, KR, Helga Halldói-sdóttir, KR, íris Grön- feldt, UMSB, Ragnheiður Ólafsdóttir, FH, Sigurður P. Sigmundsson, FH, Eg- gert Bogason, FH, Svanhildur Kris- tjónsdóttir, UMSK, Oddný Ámadóttir, ÍR, Guðrún Ingólfsdóttir, KR, Sigurður Matthíasson, UMSE, Kristján Giss- urarson, KR, Aðalsteinn Bernharðsson, KR, Sigurður T. Sigurðsson, FH, Egill Eiðsson, UÍA, Guðmundur Sigurðsson, UMSK. Helgi Þór Helgason, USAH, Kristján Harðarson,. Á, Softla Rósa Gestsdóttir, HSK, Jóhann Jóhannsson, ÍR, Unnai- Vilhjálmsson, UlA, Þórdís Gísladóttir, HSK, og Stefán Þór Stefáns- son, ÍR. Fararstjórar verða Jón M. Ivarsson og Ólafttr Unnsteinsson. hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.