Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. Sandkom 25 / „Gulrótar- samtök" Það hefur ekki farið fram hjá neinum að háskólamennt- aðir ríkisstarfsmenn eru ákaflega óánægðir með úr- skurð Kjaradóms, sem féll nýlega um launamál þeirra. Á tjölmennum félagsfundi BHMR kom þessi óánægja berlega í ljós. Krafa ríkisstarfsmannanna hefur verið sú að þeir fái sömu laun og félagar þeirra sem starfa á almennum markaði. Þeim hafa verið gefin fjölmörg loforð en öll hafa þau verið svikin að þeirra mati. Einn ræðumaður á fundinum sagði að nú væru samtök þeirra gjaman nefnd gulrótarsam- tök. Þessi nafngift kæmi af því að samtökin væru eins og asni sem elti stöðugt gulrót. AUtaf væri verið að skipta um gulrót en asninn gæti aldrei gætt sér á þeim, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vegleg jaröar- för Heimir Pálsson, varafor- maður Hins íslenska kennara- félags og bæjarfulltrúi í Kópavogi, var ekki að skafa utan af hlutunum á fyrrnefnd- um fundi BHMR. Hann sagði að félagsmenn yrðu að snúa við af leiðinni til steinaldar. Með þessum dómi hefði Kjara- dómur kveðið upp dauðadóm yfir sjálfum sér. Greinilegt væri að dómurinn hefði verið framsýnn því til að gera útför sína sem veglegasta hefði hann dæmt prestum einum launaflokki meira en öðrum... Latir ríkis- starfsmenn 1 sambandi við iaunamál háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna var á sínum tíma gerð könnum á launakjörum þeirra og annarra háskóla- ar hættu að skrá niður mætingu nemenda. Þeir gætu einfaldlega borið við leti. I framhaldsskólum er byggt mikið á mætingu, m.a. í sam- bandi við próf. Ef kennarar taka nú upp á þessu ættu þetta að vera notaleg tíðindi fyrir þá nemendur sem ekki eru sérstakiega stundvísir... HeimirPálsson. menntaðra á almennum markaði. Reyndargekk mönnnum misjafnlega vei að skilja þá skýrslu sem birt var í kjölfar könnunarinnar. í henni mátti þó lesa að taka þyrfti tillit til hversu latir rík- • isstarfsmenn væru þegar laun þessara tveggja hópa væru borin saman. Almennt gengur þetta atriði undir nafninu „letistuðullinn". Einn ræðumanna á fundi BHMR taldi að ríkisstarfs- menn ættu nú að fara að notfæra sér þessa viður- kenndu leti. Hann var kennari og stakk upp á því að kennar- Móðurum- hyggia Við rákumst á þennan í Dagskránni, blaði sem gefið er út á Selfossi: Mæðgurnar voru á skemmtigöngu með- fram höfninni. Allt í einu missti dóttirin fótanna og féll í höfnina. Ungan mann bar að í þeim svifum og stakk hann sér óðar eftir stúlkunni og tókst að bjarga henni að landi. Móðirin kom þar að og leit kuldalega á manninn: „Mér fannst þér vera fulllengi í kafi með dóttur minni!“ Látnir eða lif- andi Blaðamanni Þjóðviljans, sem færir erlendar fréttir í stílinn, varð á í messunni um daginn. f blaðinu birtist frétt um Bemard Goetz, sem frægur varð er hann skaut á unglinga sem réðust á hann í neðan- jarðarstöð í New York. f byijun fréttarinnar segir: Það var í desember, 1984, sem Go- etz skaut fjóra unglinga til bana og vakti það gífuriega athygli þar sem hann sagðist hafa framið verknaðinn í sjálfsvöm. f lok fréttarinnar segir svo frá líðan þessara látnu ungl- inga og þá rekur lesanda heldur betu'r í rogastans. „Einn þeirra sem Goetz skaut er nú í endurhæfingu vegna ofneyslu lyfja, tveir em í fang- elsi, sá fjórði er nú lamaður fyrir neðan mitti eftir skothríð Goetz.“ Reyndar virðist sem blaðamaðurinn hafi ekki verið vel vakandi þennan dag, 10 júlí. í annarri frétt segir nefni- lega að Reagan og Mitterrand hafi hist við Frelsisstyttuna daginn áður í tilefni þjóðhá- tíðardags Bandaríkjanna. Jafnframt segir frá því að sá síðarnefndi ætli sér að hitta Gorbatsjov Sovétleiðtoga eftir för sína til New York. Þessi frétt var aðeins of sein á ferðinni. f fyrsta lagi bar fundum þessara höfðingja saman 4. júlí og i öðm lagi var Mitterrand löngu búinn að hitta Gorbatsjov þegar frétt- inn birtist. Umsjón: Arnar Páll Hauksson Níels Jörgensen og ana. DV-mynd baj Þór Martin eyða flestum frístundum i umönnun ökutækisins sem allt snýst um þessa dag- Sjevrólett „Hann kemst vonandi í gagnið eftir tvær vikur,“ sagði bíleigandinn Úlfar Þór Martin þar sem hann stóð við bílinn eina og ræddi við hjálparmann- inn Níels Jörgensen sem sat undir stýri. Þetta er greinilega hörkukerra af tryllitækjategundinni sem er að verða fremur sjaldgæf sjón á vegunum. Flateyri: sextíu „Jújú, þetta er Chevrolet Malibu árgerð ’68,“ segir Úlfar Þór stoltur. „Og það hefur verið mikil vinna að koma honum í núverandi ástand en samt er ekki allt búið ennþá. En þetta er góður bíll og kannski verður þetta að mestu búið eftir tvær vikur.“ Þeir félagar eru annars ekki Flateyringar og átta heldur í fiskvinnu á staðnum. Níels kemur frá Akureyri en Úlfar Þór er alinn upp í Pennsylvaníu og Norður- Karólínufylki. Báðum líkar stórvel á staðnum og þeir segjast hafa nóg að gera í frístundunum - Sjevrólett sextíu og átta sér þeim fyrir nægum verkefn- um fram eftir sumri. -baj Laus staða Hálf staða bókasafnsfræðings til skráningarstarfa í þjóð- deild Landsbókasafns Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. júlí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 9. júlí 1986 UMFÍ - framkvæmdastj óri Ungmennafélag tslands óskar að ráða framkvæmdastjóra fyrir samtökin. Starfið felst m.a. í fjármálastjórn, umsjón með erlendum samskiptum, svo og kynningar og út- breiðslustarfsemi. Umsækjandi þarf að hafa áhuga fyrir starfi og stefnu ung- mennafélaghreyfingarinnar og gjarnan að þekkja eitthvað til almennrar félagsmálastarfsemi úti á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar hjá stjórnarmönnum UMFÍ og á skrif- stofunni að Mjölnisholti 14, en þar fá umsækjendur umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1986. Ungmennafélag íslands BUNpy Sundaborg7. Sími 82530. VERKTAKAR - SVEITARFÉLÚG GÖTUSÓPARI sem tengja mð við flestar gerðir dráttarvéla. Fóanlegur með 200 Iftra vatnstank og safnara. Til af- greiðslu með stuttum fyrirvara, sýnishorn é staðn- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.