Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. Andlát Sigfús Elíasson rafvirki lést 9. júlí síðastliðinn. Hann fæddist í Hafnar- firði 1941, sonur hjónanna Helgu Sigfúsdóttur og Elíasar Ólafssonar. Árið 1982 kvæntist Sigfús eftirlifandi konu sinni, Hafdísi Svavarsdóttur, og gekk syni hennar í föðurstað. Sig- fús verður jarðsunginn í dag, 15. júlí, kl. 13.30 frá Hafnarfjarðarkirkju. Kolbein Finnsson, fyrrverandi hafn- sögumaður, Vesturgötu 41, andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 13. júlí. Ásbjörn Jónsson frá Deildará, Ný- lendugötu 29, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laug- ardagsins 12. júlí. Daníel Jónsson, Álfheimum 68, lést í sjúkrahúsi í London laugardaginn 12. júlí. Hreinn Bergþórsson, Nökkvavogi 1, andaðist í gjörgæsludeild Landspít- alans 14. júlí. Anna Margrét Ólafsdóttir frá Braut- arholti, Akranesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 13.30. Útför Sigurlaugar Þ. Guðnadóttur, Kjartansgötu 1, fer fram frá Hall- grímskirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 15.00. Sigurbjöm Ingþórsson, hljómlistar- maður verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni fóstudaginn 18. júlí kl. 10.30. Útvarp - Sjónvarp__________________________ Áshildur Jónsdóttir skrifstofumaður Dagskrain mun batna með harðnandi samkeppni Ég fylgist alltaf með fréttum í sjón- varpi og útvarpi og mér finnst áberandi hvemig lítil mál eru blásin upp og stórmálum gerð lítil skil. Það er athyglisvert að heyra um siðleysi og spillingu í þjóðfélaginu en það sem við fáum að heyra er aðeins brot af ísjakanum. Gott dæmi um þetta er Guðmundar og Alberts mál- ið. Fjölmiðlar þurfa að miðla til fólksins greinarbetri fféttaflutningi. Mér finnst til dæmis fréttaflutningur sjónvarpsins lélegur og yfirborðs- kenndur. Ég held að þeir gætu nýtt meira erlenda frétta- og fræðslu- þætti. Einstök mál, sem tekin eru fyrir í fréttum, mætti kynna betur með öðrum þáttum sem fylgja á eft- ir. Annars fylgist ég ekki náið með sjónvarpi. Mér finnst dagskráin heldur þunn hjá þeim. Þetta á örugg- lega eftir að batna með samkeppn- inni þegar fleiri stöðvar komast í gagnið. Ég hlusta nokkuð mikið á útvarp og þá meira á rás 2 en rás 1. Mér fannst rás 2 mjög góð fyrst en er reyndar orðin svolítið leið á henni. Hún er of einhæf. Með fleiri rásum mundi skapast meiri fjölbreytni. Ég held að meginorsök þess að dagskrár útvarps og sjónvarps eru í því ástandi sem þær eru sé skortur á samkeppni. Eins og er tekur pólítískt skipað útvarpsráð allar ákvarðanir og mikil stýring fer ffarn. Þó eru margir ágætir samtalsþættir og þess háttar í útvarpi, sérstaklega á rás 1. Það mætti vera meira af þáttum um það sem er að gerast í þjóðfélag- inu hvort sem það er á sviði menn- ingar, viðskipta eða stjómmála. Fólk hefur alltaf gaman að heyra um það sem annað fólk er að gera. r „Þetta er nú ekki mikið, ég hef oft fengið miklu meira,“ sagði Bjami Friðrik um veiðina. Höfh í Homafirði: Barnungir útgerðarmenn Þeir voru ekki bangnir þessir guttar sem brunuðu á hraðbát um höfhina á Höfn í Homafirði. Þess- ir ungu ofúrhugar em aðeins 13 og 14 ára og vom að koma inn af silungsveiðum þegar DV var statt á Höfri. „Þetta er ekkert mál. Við fÖrum oft miklu hraðar," sögðu þeir. Út- gerðarmaðurinn er Bjami Friðrik og vildi hann gera sem minnst úr veiðinni. „Þetta gekk ekki nógu vel núna, ég hef oft komið með miklu meira að landi.“ Þegar þeir vom spurðir um nafn bátsins braust út mikill hlátur og þeir vom ekki fáanlegir til að upplýsa það þrátt fyrir miklar fortölur. „Pabbi keypti bátinn," sagði Bjami og sagði að það væm fjórir strákar á hans aldri sem stunduðu álíka útgerð á eigin bátum. Annar ungur útgerðarmaður sagðist gera mikið af því að láta draga sig á volkswagenbretti í höfninni og fannst greinilega ekki mikið til koma. -S.Konn. Þeir bmnuðu um höfnina á hraðbát og þótti ekki mikið til koma. Ungir Hornfirðingar stunda hinar aðskiljanle- gustu íþróttir, m.a að láta draga sig um höfnina á bilbrettum. DV-Mynd KAE Nyr umboðsmaður HELLISSANDUR Kristín Benediktsdóttir, Naustabúð 21, sími 93-6748 Nýr umboðsmaður GRUNDARFJÖRÐUR Arndís Magnúsdóttir, Grundargötu 28, sími 93-8626/8604 t Maðurinn minn og faðir okkar Ásbjörn Jónsson frá Deiidará, Nýlendugötu 29, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 12. júlí. Kristrún Jónsdóttir Jón Ásbjörnsson Fríða Ásbjörnsdóttir Umboðsmaður óskast á Þórshöfn. Upplýsingar hjá Heiðrúnu Óladóttur. Sími 96-81154. Tilkynningar Sumarferð Parkinsonsamtak- anna Parkinsonsamtökin á Jslandi efna til sum- arferðar laugardaginn 19. júlí. Farið verður í Þjórsárdal og lagt af stað kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni. Þátttaka til- kynnist til Áslaugar í síma 27417 eða Kristjönu Millu í síma 41530. Þær veita nánari upplýsingar. Ásprestakall Sumarferð safnaðari.ns verður farin 27. júlí nk. austur undir Eyjaíjöll, messað í Ásólfskirkju og Byggðasafnið í Skógum skoðað. Lagt verður af stað frá Áskirkju kl. 9 f.h. Verð kr. 1200 og er þá allt nesti innifalið. Þátttaka tilkynnist fyrir 16. þ. m. í síma 37788, Guðrún, og 685970, Hilm- ar. Sumarleyfi í Borgarbókasafni Vegna sumarleyfa í Borgarbókasafni eru þrjú útibú safnsins lokuð fram í ágúst, Hofsvallasafn frá 1. júlí til 11. ágúst, Bú- staðasafn frá 7. júlí - til 14. ágúst og Sólheimasafn frá 14. júlí til 18. ágúst. Ferð- ir bókabílanna falla ennfremur niður frá 1. júlí til 18. ágúst. Lestrarsalurinn að Þingholtsstræti 27 er lokaður til 1. sept. Lánþegum er hins vegar bent á að hvorki aðalsafninu, Þingholtsstr. 29a, né nýja útibúinu í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi þarf að loka, heldur er opið þar mánud.-fóstud. frá kl. 9-21 og eru allir velkomnir á þessa staði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.