Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. 5 Laxá og Bæjará: • • Ossur fékk engan Veiöimennirnir við Bæjará með aflann: Lúðvík Geirsson, Þröstur Elliðason og Össur Skarphéðinsson sem glottir að tregðu fisksins. DV-mynd G.Bender „Þetta er þægilegt og mikið labb héma, gott veiðihús og gaman að vera hér við veiðar," sagði Össur Skarp- héðinsson eftir að veiðitúmum í Laxá og Bæjará lauk um helgina. Ritstjóri Þjóðviljans hefur látið ýmislegt íjúka um átökin í Alþýðubandalaginu og það hefúr gustað um hann. En Össur Skarphéðinsson er veiðimaður og hef- ur gaman af að renna fyrir lax og silung enda doktor í fiskeldi. Hann stóð upp úr stólnum „ó“mjúka og renndi í Laxá og Bæjará. Laxá og Bæjará hafa gefið 5 laxa, 4 bleikjur og 1 urriða, enda veiðin rétt að byrja og lítið af fiski komið ennþá. Laxáin lætur ekki mikið yfir sér þessa dagana hvað fisk snertir en nokkrir laxar em í Bæjará og veiddust einn og þijár bleikjur. Nýju veiðihúsi hefur verið komið fyrir við Laxá og er þetta eitt það skemmtilegasta sem undirritaður hef- ur gist í. Það ætti ekki að væsa um veiðimenn í þvi. G.Bender 32 punda laxinn sem aldrei veiddist Þær sögur hafa gengið fjöllunum hærra norðan heiða að veiðimaðurinn Páll A. Pálsson hafi fengið 32 punda lax í Skjálfandafljóti fyrir skömmu. „Þetta er allt meiri háttar vitleysa og ég hef ekki veitt neinn 32 punda fisk,“ sagði Páll A. Pálsson á Akur- eyri er við höfðum samband við hann í gær. „Við vorum að veiða í Skjálfanda- fljóti og veiddum vel, fengum kvótann og svo gerðum við annað, hreinsuðum laxastiga í Djúpá. Svo komum við aft- ur á mánudaginn og þá er það fyrsta sem við sjáum að skrifað hefur verið í veiðibókina að Páll póstur hafi feng- ið 32 punda lax, hæng, og allt fært inn í bókina annað, hitastig og vatnshit> inn líka, svo þetta leit mjög vel út. Palli póstur á líklega að vera ég, alla Veiðivon Gunnar Bender vega er sagt að það sé ég. Við látum þetta vera og svo kemur veiðimaður til veiða daginn eftir og sér þetta, 32 punda fiskur, og þannig kemst þetta á kreik. Þetta er tómt kjaftæði og eins og að gera úlfalda úr mýflugu, engan stórlax hef ég veitt." Víða góð veiði Veiðimenn fara víða til veiða þessa dagana og fá margir góða veiði. Laxá í Leirársveit hefur gefið 668 laxa og hafa veiðimenn fengið góða veiði síðustu daga, erlendir veiðimenn renna þessa dagana. Stóra-Laxá í Hreppum hefur gefið 89 laxa og hafa veiðimenn aðeins séð laxa í ánni síðustu daga en ekkert mok hefur verið ennþá. 1185 laxar hafa veiðst í Þverá (Kjarrá) og hefur veiðin aðeins verið að batna í Kjarrá síðustu daga. Laxá í Dölum hefúr gefið 400 laxa og hafa erlendir veiðimenn veitt vel, bandarískur veiðimaður sem var við veiðar á fóstudag hafði veitt 12 laxa þá um daginn og alla á flugu. Mikið var af laxi í ánni. Laxá í Kjós hefur gefið 470 laxa og hafa bandarískir veiðimenn verið þar við veiðar. Veiðimenn, sem voru að koma úr Soginu, sögðu 15 laxa vera komna af Bílfellssvseðinu og sögðu ekki mikið vera af laxi. Fréttir Kristján Thorlacius, fórmaður BSRB: „Þorsteinn vill eyðileggja BSRB og aðildarfélög þess“ „Rakalaus fullyrðing," segir fjármálaráðherra „Það er greinilega stefria fjár- málaráðherra að rústa heildar- samtök opinberra starfsmanna og einstök félög þeirra. Þessi stefha er reyndar í fullu samræmi við fyrra starf hans sem framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands íslands. Hann er með þessu að þjóna hagsmunum atvinnurek- enda eins og hann var þá. Samn- ingurinn við lögreglumenn er liður í þessari eyðileggingarstarfsemi fjármálaráðherra,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í við- tali við DV. Kristján sagði að í febrúar heföi fjármálaráðherra undirritað bók- un um að skipa nefnd til að fjalla um samningsrétt irrnan BSRB. í þessa nefnd heföi ríkið ekki skipað fyrr en nýlega. Á þeim vettvangi ætti að fjalla um samningsrétt fé- laganna en ekki að taka hann til umfjöllunar eins og gert var hjá lögreglumönnum. „Þetta eru gjörsamlega raka- lausar full>Tðingar og hafa ekki við neitt að styðjast. Undir stjóm þessarar ríkisstjómar hefúr aldrei verið gengið eins langt í umfjöllun um sanmingsrétt opinberra starfs- manna. Ég lagði til í vetur að samningsrétturinn yrði færður til félaganna innan BSRB, sem hefúr verið stefria BSRB, að minnsta kosti í orði kveðnu. Hins vegar bregðiu- svo við, þeg- ar eitt aðildarfélagið gerir samn- inga í þessum anda, að forystan rís upp á afturlappimar og telur þetta vera hina mestu ósvinnu. Kristján Thorlacius getur ekki ætlast til þess að ríkið haldi BSRB uppi. Við viljum þó ekki á neinn hátt leggja stein í götu samtak- anna. Við viljum gjaman að það séu til sterk heildarsamtök,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra þegar ummæli Kristjáns vom borin undir hann. „Það er ekki rétt hjá fjármála- ráðherra að hann sé að fram- kvæma okkar stefnu. Við kröíðumst þess að samnings- og verkfallsréttiuánn yrði færður til félaganna, líkt og hjá Alþýðusam- bandinu, og þau fengju öll þann rétt. Þorsteinn stefnir hins vegar að samningsrétti til félaganna en ekki fyrir t.d. löggæslumenn og heilbrigðisstéttimar og það er hans stefiia en ekki okkar,“ sagði Kristján Thorlacius. -APH TVÖ FRÁBÆR FRÁ AIWA* Sérstakt tilboðsverð fram að verslunarmannahelgi. CS-W 220 stgr. krOörSæ stgr. Kr. 9.990.- Útvarp: LW-MW-FM stereo. Magnari: 20 músíkvött. Tvöfaldur upptökuhraði milli segulbandstækja. Auto laudness. Viðstöðulaus afspilun (Deckl Deck2) Til í svörtu, silfurlitu og rauðu. CA— 25 stgr. kr. 13^70' stgr. Kr. 12.990.- Útvarp: LW-MW-FM stereo. Magnari: 32 músíkvött. 5 banda tónjafnari. Lausir hátalarar. Innstunga fyrir plötuspilara. Auto laudness. Til i svörtu, silfurlitu og rauðu. D i ÍXdOTÖ Ármúla 38, símar 31133 og 83177, og Garðatorgi 1, Garðabæ, sími 656611 AIWA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.