Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Uúönd 9 Stúdentar í tjaldbúðum Gurmlaugur A Jónssan, DV, Lundi Þúsundir danskra stúdenta kemur til með að vanta þak yfir höfuðið þeg- ar háskólar landsins hefja starfsemi sína í haust. Ástæðan er mikill skortur á stúdentaíbúðum og okurleiga á leiguíbúðum og herbergjum á almenn- um markaði. Húsnæðisvandinn er alvarlegur í öllum háskólabæjum í Danmörku en sýnu verstur í Kaup- mannahöfn. Bæði háskólayfirvöld og nemenda- samtök hafa nú gripið til mjög óvenju- legra aðgerða til að útvega stúdentum þak yfir höfúðið. Sem dæmi má nefna að við tækniháskólann í Lundtofte, fyrir utan Kaupmannahöfn, hafa skólayfirvöld látið reisa tjaldbúðir á skólasvæðinu þar sem stúdentar fá að sofa þar til úr rætist. Á öðrum stöðum í Kaupmannahöfn hafa stúdentar sjálfir leigt sameiginlega stór tjöld eða húsvagna sem komið hefur verið fyrir á stærsta tjaldstæði Kaupmannahafii- ar, Bellahöj. Úti á landi er vandinn einnig mjög mikill og nokkrir háskólar hafa tekið farfuglaheimih á leigu fyrir stúdenta. Húsnæðisvandinn í Danmörku hefur ekki verið svo alvarlegur um árabil. Fjolskylduatok í finnskum stjórnmálum Guðrún Helga Siguiðardóttir, DV, Helsinld Upphaflegur stofhandi Flokks landsbyggðarinnar i Finnlandi og for- maður þingflokks hans, Veikko Vennamo, hefur sagt af sér sem for- maður þingflokksins. Veikko Venn- amo segir af sér vegna skrifa sonar síns, Pekka Vennamo, fjármálaráð- herra og formanns flokksins, þar sem hann lýsti því yfir að valið stæði milli föður og sonar hvað varðar foiystu í flokknum og fleira. Ekki hefur enn náðst í Pekka Vennamo. Peres rekur ráðherra Búist er við því að Shimon Peres, forsætisráðherra Israels, kalli saman ríkisstjóm sína til neyðarfundar í dag til að ræða það hvort reka skuli dóms- málaráðherrann, Yitzhak Modai, fyrir að móðga forsætisráðherrann. Talsmaður Peresar fékkst ekki til að staðfesta útvarpsfregnir um að hann hefði þegar ákveðið að reka dómsmálaráðherrann, sem áður var fjármálaráðherra, fyrir að hafa sagt á opinberum vettvangi um helgina að Peres væri jafhfáfróður um dómsmál og hann væri um fjármál. Starfsmannahópar-einstaklingarathugið! Látið okkurskipuleggja fyrirykkurfjörugarheigarferðirí Þórsmörk. Við sjáum um kvöidvökur við varðelda meðsöng,gleðioggríni. Trúðar heimsækja staðinn og farið verður í gönguferðir f fylgd með vönum fararstjóra. Matreiðslumeistari okkar íMörkinni heldurykkurgrillveislu þar sem fjallalömb verða grilluð í heilu lagi. Mjög góð snyrtiaðstaða erá staðnum í skála Austurleiða f Húsadal. Rútuferðirá vegum Austurleiðar eru frá BSÍ alla föstudaga kl.20.00. SkelliðykkuríMörkina. Pantanir ísíma 622 666. MWMWwm&MJim f Þórsmerkurvökur VISA Laugavegi 18A Sími 622 666. SOLSKINSEYJAN maHorka Við seljum síðustu 5 sæti ^ sumarsins á frábærum " kjörum Brottför 23. júlí Gististaðir í sérflokki Umboö a istandi fyrir OW \ DINERS CLUB INTERNATIONAL m^lVTMC Ferðaskrifstofa, Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.