Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Neytendur 13 „Tel lyf ekki óeðlilega dýr“ Guðmundur Reykjalín, fram- kvæmdarstjórf Apótekarafélagsins, sagði í samtali við neytendasíðuna að hann teldi lyf ekki vera óeðlilega dýr hér á landi. Sagði hann ekki hægt að bera saman álagninguna hér við álagninguna í öðrum löndum né lyfjaverslanir við aðrar verslanir. Hvar sem er verða apótekin að standast fullkomnar kröfur um að- búnað og hæft starfsfólk og eru lyfjaverslanir af þeim sökum dýrari í rekstri en aðrar verslanir. Enn- fremur eru apótekin hér að þjóna marcfalt færri einstaklingum en lyhaverslanir erlendis þótt kröfum- ar j séu nákvæmlega þær sömu. Guðmundur sagði einnig að það væri ekki rétt hjá landlækni að lyf væru yfirleitt send í endurvinnslu til viðkomandi verksmiðju. Apótekin fá oft/að skila til heildsalanna íymdum lyfjum sem þeir endurgreiddu að hluta, en þau væra nær undantekn- ingarlaust eyðilögð. Benti Guð- mundur ennfremur á að sú upphæð sem landlæknir nefiiir í upphafi greinar sinnar, að um fimmtungur fólks greiði yfir 1.000 krónur fyrir lyf í hverjum mánuði, væri alltof há. Ef fólk ætti að nota lyf fyrir þessa upphæð mánaðarlega yrði það að er líklegt að margir geri það. taka inn 20-30 lyfjategundir en ekki -RóG. Guðmundur Reykjalín, framkvæmdarstjóri Apótekarafélagsins, er ekki sam- mála landlækni. Hann telur lyf ekkl óeðlilega dýr hér á landi. Sextíu og átta prósent smásöluálagning á lyf Hvað kosta svo lyfin? Nú er álagning innflytjenda 17 prósent, smásöluálagning 68 prósent og söluskattur 25 prósent. Trygg- ingastofhun ríkisins greiðir árlega niður mikinn hluta lyfjakostnaðar einstaklinga. Einstaklingar greiða fast verð fyrir hvaða lyf sem þeir fá. Verðskráin skiptist í tvo flokka, 1. og 2. flokk. Elli- og örorkuþegar borga 70 krónur fyrir lyf í 1. flokki en 110 krónur fyrir lyf í 2. flokki. Aðrir borga 180 krónur fyrir lyf í 1. flokki en 310 krónur fyrir lyf í 2. flokki. Á síðastliðnu ári, 1985, nam þáttr taka Tryggingastofimnar í lyfja- kostnaði einstaklinga 797 milljónum og er þá aðeins um að ræða þau lyf sem einstaklingar kaupa í almenn- um lyfjaverslunum, kostnaður við lyfjanotkun á sjúkrahúsum er ekki með í þessari upphæð. Þess má geta að sérstök lyfjaverð- lagsnefiid, sem skipuð er af hinu opinbera, ákveður lyfjaverð hverju sinni. -RóG. Heildsöluverð á tómötum 90 kr. kg „Það hefur verið nóg framboð af tóm- ötum hér undanfarið en heildsöluverð- ið er núna mjög lágt eða 90 kr. I ár hefúr engu verið fleygt á haugana eins og stundum hefur þurft að gera vegna alltof mikils framboðs á skömmum tíma,“ sagði Níels Marteinsson, sölu- stjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, í samtali við DV. „Við seldum sex tonn til Svíþjóðar í sumar og fengum næstum því sama verð fyrir og tómatamir vora þá seld- ir á hér eða um 60 kr. kg. En það er ekki um að ræða útflutning núna því það fæst svo lítið verð fyrir þá úti núna,“ sagði Niels. „Agúrkumar hafa verið seinar í vor. Það var svo dimmt í vetur að plönt- umar komu illa út í vor og þurfti að skipta um plöntur. Júní var sólarlítill og því er uppskeran fullsein á sér, eiginlega hálfum mánuði á eftir. En þetta er að glæðast, agúrkumar era að koma. Þær kosta núna 130 kr. kg í heildsölu,“ sagði Níels. Annað íslenskt grænmeti en tómatar og agúrkur streymir nú inn á markað- inn. Blómkálið kostar 180 kr., hvítkál- ið 76 kr„ rófur 70 kr„ kínakál 135 kr., toppkál 92 kr., gulrætur (gróðurhúsa- gulrætur) 100 kr. og brokkál 250 kr. Athugið að þetta er heildsöluverð. -A.BJ. Tómatar og agúrkur eru kostafæða, sprengfull af vitaminum og að miklum hluta vatn þannlg að hitaeiningamar eru mjög ?áar. DV-mynd Bjamlelfur Roadstar RS-400 er sérhannaöur til aö flytja mœlt mál. Ömissandi fyrir bílstjórann, sem þá losnar viö aö ver sífellt aö hœkka og lœkka í útvarpinu. Roadstar kraftur-hljómgœði Roadstar i bilinn VID TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR SKIPHOLTI 19 SÍMI 29 800 i bilnum. Góöur hátalari er lykillinn aö góöum hljómburöi. Roadstar AD-3800X frábœrir 120 watta hátalarar á aöeins 5.890,- kr. pariö. Roadstar RS-960X 4 hátalarar, -2 i hurö og 2 aftur i- 150 watta hátalarar á aöeins 10.900,- kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.