Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 14
I 14 Frjálst, óháö dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Fjárkúgun undirbúin Fulltrúar launamálaráðs háskólamenntaðra manna, sem starfa í þágu ríkisins, gengu fyrir helgina á fund fjármálaráðherra og sögðu upp samningum ráðsins við ráðuneytið. Þetta kemur ásamt fleiru í kjölfar dóms Kjaradóms fyrir skömmu um launakjör þessa fólks. Háskólamenntaðir menn verða því með lausa samninga' um áramót eins og flestir aðrir. Fjármálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp snemma þings og fá það samþykkt fyrir áramót, þar sem þessir starfsmenn, eða BHMR í styttingu, fái fullan samningsrétt. Rökrétt er, að BHMR-menn fái fullan samningsrétt og verkfallsrétt eftir því sem öryggi leyfir. Ekki er rétt, að þessir ríkisstarfsmenn hafi ekki sama rétt og aðrir ríkisstarfsmenn, það er félagar í hinum samtökunum, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Raunar strandaði það á sínum tíma á háskólamenntuðum mönn- um sjálfum, að þeir fengju þennan rétt. Rétturinn þýðir, að BHMR-fólk getur farið í verkfall, þegar samningar þess ganga úr gildi, takist ekki samningar. BHMR-fólk sætti sig ekki við nýkominn úrskurð Kjaradóms um laun þess. Þó veitti dómurinn þessu fólki mun meiri hækkanir en aðrir hafa fengið í ár. Kjaradóm- ur tók með því þá áhættu, að erfitt yrði að semja við aðra hópa launafólks næst þegar samningar verða laus- ir, um áramót. Aðrir munu þá krefj ast þess að fá ekki minni hækkanir en opinberir starfsmenn hafa hlotið. En opinberir, háskólamenntaðir starfsmenn vilja miklu meira. Þeir telja sig hafa minna en samsvarandi fólk hefur, sem starfar hjá einkaaðilum. Aðalkrafa BHMR er því, að laun þess hækki um 60 prósent frá 1. janúar næstkomandi. Þetta er geysihá krafa. Ætla má, að sam- keppni á markaðnum jafni að verulegu leyti út þann mun, sem er eftir því hvort háskólamenntaður starfs- maður vinnur hjá ríkinu eða einkaaðilum. Þeir sem hjá ríkinu starfa hafa margvísleg forréttindi umfram hina, réttindi sem ekki einfaldlega sjást í launatöflum þess- ara manna. Því er eðlilegt, að fulltrúar ríkisvaldsins hlaupi ekki upp til handa og fóta til að verða við ýtrustu kröfum þessa fólks. BHMR-menn sögðu eftir viðtal við fj ármálaráðherra fyrir helgi, að hann hefði kastað stríðshanzkanum. Þó hafði ráðherra boðið fram frjálsan samningsrétt. Raun- ar eru það hinir háskólamenntuðu, sem hafa kastað stríðshanzka. Þeir boða ólöglegar aðgerðir, sem eiga að komast í gangið, áður en næst verður samið. Aðgerðanefnd BHMR hefur hafið undirbúning að hópuppsögnum félaganna til að leggja áherzlu á launa- kröfurnar. Reiknað er með, að uppsagnirnar verði frá 15. ágúst og með þriggja mánaða fyrirvara. Þessir opinberu starfsmenn undirbúa því í reynd verkfall, sem auðvitað er ólöglegt. Talað er um, að heil- brigðisstéttir, svo sem læknar, verði í fararbroddi í slíkum aðgerðum. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn, sem slíkir hópar beittu fjárkúgun til að auka tekjur sínar. Heilbrigðisstéttirnar hafa flestum öðrúm fremur lykil- hlutverk. Þar ræðir um heilbrigði og líf fólks. Fordæma verður hart þessar aðgerðir. Háskóla- menntað fólk, sem starfar hjá hinu opinbera, á auðvitað að bíða þess, hvað hinn aukni samningsréttur færir því. Annað er forkastanlegt. Haukur Helgason. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Bændur vilja lækka verð á dilkakjöti. Með feigðina í augunum Sölvi Helgason eða Sólon ísland- us, eins og hann kaus að kalla sig, kom eitt sinn að bænum Felli í Sléttuhlíð, hann þáði þar beina og gaf sér góðan tíma til að njóta, í almennu baðstofuhjali síðar lét hann þess getið að hann hefði gengið fram á mertrippi sem var að brjótast um og sökkva ofan í mýrarpytt skammt frá bænum. Aðspurður hvort hann hefði hjálpað trippinu kvað hann nei við. Hann var spurður af hverju. „Það tók því ekki,“ sagði Sölvi, „ég sá nefhilega feigðina í augunum á því.“ Þessi írásögn hefur þráfaldlega komið í hug mér þegar bændabænd- umir á melunum í Rvk., SÍS forkól- famir og rithjú þeirra, em að fjalla um íslenskan landbúnað og mögu- leika honum til bjargar. * Vafasöm verðmyndun Vegna okurverðs á dilkakjöti, sem að verulegu leyti verður til í milli- liða- og emokunarfyrirkomulagi SfS-hringsins og margslungnu sjóðakerfi bændabændanna, hefur innanlandsneysla stórlega dregist saman, með þeim afleiðingum að úr ríkissjóði þarf að greiða mörg hundr- uð milljónir til útflutningsbóta. Bændur vilja verðlækkun Þessi staðreynd hefúr valdið bændum miklum áhyggjum. Þess vegna m.a. bauð formaður Lands- sambands sauðfjárbænda á síðasta stéttarsambandsþingi, að í þeim til- gangi að lækka verð á dilkakjöti yrðu rannsakaðir allir kostnaðar- þættir í verðmyndun þess, hjá bændum og milliliðum og þar með talið sjóðakerfið. Kansellíið þarf sitt Við þessa tillögu glaðvaknaði öll bændahallarhirðin á fundinum og það með andfælum og brást hin versta við, enda nýbúin að leggja undir starfsemi sína heila hæð í Bændahöllinni til viðbótar þeirri hæð, sem hún hafði fyrir, - mönnum ber auðvitað að skilja það að stór- felldum samdrætti verður ekki stjómað með neinum kotungshætti. Andstyggð Það má vera að tilberamir í „den- tíð“ haii bara verið þjóðsaga, - en þau kvikindi stálu búnyt bóndans og skiluðu henni svo í annarra kim- f dag finnst mér þó að ég hafi þá fyrir augunum. Bændur horfa vonaraugum til út- flutnings á kjöti og vilja láta á hann reyna áður en farið verður að „skera þá niður“ og innleiða þar með at- KjaUarinn Birgir Dýrfjörð þinglóðs Alþýðuflokksins SÍS-hringnum miklu ömggari tekju- lind en kaupendur í N.Y. SÍS bregst því ætíð harkalega við þegar útflutning á kjöti ber á góma. III er þeirra iðja Sjálfúr heyrði ég og horfði á for- mann Stéttarsambands bænda vinna það ömurlega verk á landsfúndi sauðfjárbænda að gera lítið úr og hæða þessa „spámenn" sem kæmu upp með vissu millibili og byðu bændum gull í Ameríku, og það fyr- ir íslenskt kjöt!! Tilbrigði við þetta stef hæðninnar er leikið í Tímanum 12. júlí sl. en þar segir „við og við stinga upp kollinum menn sem kom- ist hafa að því að kjötskortur sé í Bandaríkjunum." Með svona um- fjöllun er verið að beita þeirri lúalegu taktík að íslenskt dilkakjöt seljist ekki nema skortur sé. Hvað meðfiskinn? Þessir þjónar SÍS-hringsins láta eins og þeir viti ekki að framboð á fiski til Bandaríkjanna er margfalt meira en markaðurinn tekur við, og þó seljum við fiskinn okkar þar fyrir „Bændur horfa vonaraugum til útflutnings á kjöti og vilja láta á hann reyna áður en farið verður að „skera þá niður“ vinnuleysi i fiölda kaupstaða á landinu. íslensk hollusta í USA Milljónum Bandaríkjamanna er orðið ljóst að skordýraeitur - lyf - og vaxtahormónar safiiast upp í síð- asta neytanda, sem eru þeir sjálfir, þegar um landbúnaðarafúrðir er að ræða. í Bandaríkjunum er það í vax- andi mæli að verða stöðutákn að kaupa dýr vörumerki sem tryggja ómengaða fæðu. Miðað við þá mark- aðskröfú geta íslendingar boðið vöru sem fáir aðrir hafa. Það gæti vantað kjöt Umframframleiðsla okkar á dilka- kjöti er þó ekki meiri en svo að ef hver íbúi í New York keypti einn lítinn kjötbita á ári - þá nægir hún ekki. En það þarf ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að allt að 40% hærra verð en Kanada- menn, Kórea, Japan o.fl. bjóða sinn fisk á, þeir láta eins og þeir viti ekki að það eru gæðin og söluhættir en ekki magnið sem ráða úrslitum. Engin heiðarleg Satt best að segja þá hefúr engin heiðarleg tilraun verið gerð til að koma kjöti á Bandaríkjamarkað, sú sem lengst hefur komist var að frum- kvæði sauðfjárbænda, en var eyði- lögð á lokastigi með ákvörðunum núverandi landbúnaðarráðherra, sem er efalaust blíðlyndur og góður maður, natinn við skepnur og lið- tækur að skjótast fyrir kindur. En pólitískt umkomuleysi hans og und- anlátssemi við SÍS-gengið er senni- lega hættulegra landsbyggðinni en flesta órar fyrir. Um það mun ég skrifa síðar. Birmr Dvrfiörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.