Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. 15 Okkur vantar íslenskan alþýðukaprtalisma íslenskir sósíalistar halda því gjaman fram, að við skiptumst í tvær stéttir, sem standi gráar fyrir jámum hvor gegn annarri: annars vegar stétt kapítalista, sem eigi öll fram- leiðslutækin, hins vegar stétt venju- legra launamanna, sem eigi ekkert nema sjálfa sig og vinnuafl sitt. Enn- fremur segja þeir, að launamönnum finnist eins og þeir séu tannhjól í risastórri vél, sem þeir fái engu um breytt. Þess vegna beijast margir sósíalistar fyrir því, að stétt kapítal- ista verði útrýmt, en starfsmenn fyrirtækjanna fái að stjóma þeim, og hefur þessi hugsjón þeirra verið kölluð „sjálfstjómarsósíalismi" á ís- lensku. Ég held, að þeir nái alls ekki tilgangi sínum með þessu. Fyrirtæk- in á ekki að reka með hagsmuni starfsmannanna fyrir augum, heldur neytenda, og það, sem tryggir, að þetta sé gert, er frjáls samkeppni fyrirtækjanna um hylli neytenda. Ekkert bannar mönnum heldur að stofna fyrirtæki undir starfsmanna- stjóm, og sú staðreynd, að þau em mjög óalgeng á Vesturlöndum, sýn- ir, að þau geta ekki verið mjög hagkvæm. En nokkur sannleikskjami er þrátt fyrir allt í kenningu sósíalista. Það er auðvitað æskilegt, að launa- menn finni, að þeir skipti einhverju máli í atvinnulífinu, en séu ekki eins og viljalaus verkfæri í höndum ann- arra. Það er einnig æskilegt, að valdið yfir fjármagni dreifist á sem flestra manna hendur. En hvemig getum við komið því í kring án þess að fóma hinni ótvíræðu hagsæld, sem hlýst af kapítalískum fram- leiðsluháttum? Svar fijálshyggju- • manna er einfalt: Gerum alla, sem það vilja, að kapítalistum með því að stuðla að sem víðtækastri eigna- raðild almennings að atvinnufyrir- tækjum. Komum með öðrum orðum á íslenskum alþýðukapitalisma. Og svo vill til, að þetta er sennilega auðveldara hér á landi en annars staðar, því að ríkið hefur klófest ýmis stærstu fyrirtæki landsins. Hvers vegna færum við þau ekki úr greipum ríkisins í hendur fólksins? Hvers vegna komum við ekki á beinni og milliliðalausri eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum? Lærum af reynslunni Til þess er reynslan að læra af henni. Margrét Thatcher seldi á sín- um tíma starfsmönnunum vöruflutn- ingafyrirtæki breska ríkisins, og skilar það nú ágætum arði. Hún seldi ennfremur á almennum hlutafjár- markaði mestallt hlutaféð í breska símanum og gætti þess, að hlutabréf- in dreifðust á sem flestra manna hendur. Þetta hefúr mælst mjög vel fyrir í Bretlandi, hlutabréfin hafa síðan hækkað í verði, og síminn skil- ar nú miklum hagnaði. Og hún hefúr sett flugfélag breska ríkisins, British Airways, bresku flugvellina og vatn- sveitumar og ýmis önnur fyrirtæki á sölulista. Jacques Chirac, hinn nýi forsætisráðherra Frakklands, hefur einnig lýst því yfir, að hann hyggist selja öll þau fyrirtæki, sem sósíalist- ar þjóðnýttu á valdadögum sínum, og mörg önnur. Stjóm Steingríms Hermannssonar hefur sem betur fer ekki heldur setið aðgerðalaus síðustu árin. Sverrir Hermannsson seldi starfsmönnunum Landssmiðjuna fyrir nokkm, og skil- ar hún hinum nýju eigendum sínum ágætum arði, þótt áður hafi hún verið rekin með stórtapi. Hann seldi einnig Siglósíld og hlutabréf ríkisins í Iðnaðarbankanum, og Albert Guð- mundsson seldi hlutabréf ríkisins í Eimskipafélaginu og Flugleiðum. Davíð Oddsson borgarstjóri breytti Bæjarútgerðinni í sjálfstætt hlutafé- lag í samvinnu við einkafyrirtæki, og verða frlutabréf borgarinnar í því seld við fyrsta tækifæri. Reynslan af sölu ríkisfyrirtækja hefur alls staðar orðið hin sama: rekstur fyrirtækjanna og þjónusta við neytendur hefur stórbatnað, þau hafa getað greitt starfsmönnum sín- um hærra kaup fyrir vikið, og hinir nýju og ánægðu eigendur þeirra hafa orðið tiyggir kjósendur þeirra stjómmálamanna, sem í sölu þeirra réðust. Færum fjármagnið til fólksins Fyrstu sporin hafa hér sem annars staðar verið tekin í rétta átt. En betur má ef duga skal. íslenska ríkið getur sem hægast selt ýmis fyrirtæki á frjálsum markaði, ef það gætir þess, að enginn einn aðili geti keypt nema lítinn hluta þeirra, og býður fólki góð greiðslukjör. Ég nefrii hér aðeins Landsvirkjun, Póst og síma, Landsbankann,Útvegsbankann, Búnaðarbankann, einstakar útsölur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins og Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Stöldrum um stund við tvö þessara fyrirtækja, Landsvirkjun og Símann. Hver á þessi fyrirtæki? Fólkið í landinu á þau auðvitað - á pappfrn- um. En hvers vegna má eignaraðild þess ekki vera bein og milliliðalaus, þannig að þeir, sem kæra sig ekki um að eiga neitt í þeim, fái vilja sín- um framgengt, en hinir, sem áhuga hafa á að eiga í þeim, megi það? Hvers vegna eiga einhverjir stjóm- málamenn eða embættismenn að stjóma þessum fyrirtækjum fremur en leyfa landsmönnum sjálfum að hafa áhrif á þau? Ég held, að auð- velt sé að selja fólki þessi tvö fyrir- tæki, ekki síst ef ríkið býður væntanlegum kaupendum tíma- bundinn afelátt á margvíslegri þjónustu þeirra eins og Thatcher gerði með góðum árangri í Bretlandi. Einhverjir úrtölumenn kunna að segja, að þessi tvö fyrirtæki séu ólík Landsbankanum og Búnaðarbank- anum, þar sem þau geti eðli málsins samkvæmt ekki búið við frjálsa sam- keppni. Hvað á að tryggja, að þau verðleggi þjónustu sína eðlilega, ef þau em í einkaeign? En reynsla annarra þjóða sýnir, að einkafyrir- tæki, sem búa ekki við fijálsa samkeppni, hafa ekki haft neina telj- andi tilhneigingu til að okra á þjónustu sinni. Hvað á hvort sem er að tryggja, að fyrirtæki í ríkiseign verðleggi þjónustu sína eðlilega? Ég er ekki viss um, að mönnum finnist það hafa tekist mjög vel fram að þessu. Kjami málsins er, að þjónusta ríkisfyrirtækja verður alltaf dýrari en fyrirtækja í einkaeign, þegar til lengdar lætur, því að stjómendur ríkisfyrirtækjEuma finna alls ekki sömu hvöt hjá sér til þess að reyna að koma kastnaði niður í lágmark. Frjálshyggjan er mannúðarstefna KjaUaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Sláum fjörar flugur í einu höggi Þeir stjómmálamenn, sem ráðast í það að selja ríkisfyrirtæki á fijáls- um markaði, slá ekki tvær, heldur §órar flugur í einu höggi. í fyrsta lagi auka þeir hagsæld í landinu, þar sem einkarekstur er hagkvæmari en ríkisrekstur. í öðru lagi stuðla þeir að dreifingu valdsins, þar sem íjár- magnið dreifist á fleiri manna hendur. Venjulegir launamenn, sem eignast hlutabréf í fyrirtækjum, finna, að þeir skipta einhveiju máli, en em ekki viljalaus verkfæri í höndum annarra. Spamaður al- mennings rennur til vaxandi at- vinnulífe, en festist ekki í steinsteypu eða gagnslausum mannvirkjum stjómmálamanna. 1 þriðja lagi gera’ þessir stjómmálamenn hina nýju eigendur fyrirtækjanna að kjósend- um sínum í fyrirsjáanlegri framtíð. Og í fjórða lagi fá þeir ærið fé fyrir fyrirtækin, sem mætti til dæmis nota til þess að greiða niður erlendar skuldir okkar íslendinga, en þær hafa hækkað úr hófi á síðustu árum. Við íslendingar höfúm öll skilyrði til þess að breyta landi okkar úr lág- launasvæði, en til þess þurfum við að koma hér á myndarlegum íslensk- um alþýðukapítalisma! Hannes Hólmsteinn Gissurarson „...ríkið hefur klófest ýmis stærstu fyrir- tæki landsins. Hvers vegna færum við þau ekki úr greipum ríkisins 1 hendur fólksins? Hnefahögg í andlit frystitogarasjómanna Nú undanfarið hafa farið fram all- miklar umræður um kaup og kjör hinna ýmsu stétta í landinu, og virð- ast margir vera óánægðir. Tilefni skrifa minna var þó ekki hin al- mennu kjaramál, heldur nær ein- göngu kjaramál sjómanna og þá sér í lagi þeirra sem starfa á fiystitogur- um. Mikið er rætt um það nú upp á síðkastið að fá leiðréttingu launa, þó er ég ekki viss um að þetta sé rétt orðalag eða hvort fremur ætti að tala um að fá kauphækkun eða öllu heldur að fá greidd sanngjöm laun. Eitt veit ég þó fyrir víst, að ein stétt í landinu getur óhikað notað þetta orðalag, en það eru sjómenn og ekki hvað síst þeir sem starfa á frystitogurunum. Neikvætttal Það kann að koma mörgum á óvart að óánægju gæti meðal frysti- togarasjómanna, þeir sem hafa það nú svo gott, hugsa margir, og þá aðallega þeir sem ekki þekkja til málanna nema af fréttum. Þeir eru sennilega ekki margir, vinnustaðimir á íslandi, þar sem „stóri“ túrinn á Akureyrinni hefur ekki einhvem tímann borist í tal, enda hafa fjölmiðlamir venjulega verið ákaflega hjálplegir við að koma af stað umræðu um háar tekj- ur sjómanna og hafa í fréttum sínum einatt haldið sig við toppana í það og það skiptið, svo sem eins og stóm túrana hjá frystiskipunum, toppsöl- ur erlendis, eða jafiivel tekið fyrir eitt gott kast hjá loðnuskipi. Því miður heíúr mér oftast fimdist þetta tal um tekjur sjómanna vera fremur neikvætt í okkar garð, því fjöldi fólks hefúr þá skoðun að sjó- menn yfirleitt hafi óeðlilega mikið kaup, eða jafiivel ofmikið. Úmræðan að undanfómu hefur aðallega snúist um það hvað við fiystiskipamenn höfum gert það gott, við höfum að vísu ekki kvartað og þess vegna finnst manni grátlegt til þess að vita að okkar menn í landi, þ.e.a.s. for- KjaUaiinn Sigurður Ólafsson stýrimaður ysta sjómannasamtakanna í landinu, heíúr spillst af umtalinu og finnst við hafa heldur mikið. Ég ætla ekki að gera lítið úr kjara- baráttu annarra, en þó hugsa ég að flestum þætti súrt í broti að þurfa að leggja á hilluna öll áform um hækkun launa og þurfa þess í stað að snúa sér að því að ná til baka því sem var. Sjávarútvegsráðherrann okkar skipaði í byrjun síðastliðins árs nefiid sem haifði það að meginmark- miði að gera fjárstrauma og tekju- skiptingu innan sjávarútvegsins einfaldari og skýrari, auk þess að stuðla að sanngjamri skiptingu tekna og koma í veg fyrir að sjóða- kerfið og tekjuskiptingarreglur dragi úr hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri sjávarútvegsins. I nefrid- inni áttu sæti fúlltrúar fjögurra þingflokka, fulltrúar frá Farmanna og fiskimannasambandi íslands, Sjó- mannasambandi fslands og Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna, auk þess sem síðar bættust inn í full- trúar frá samtökum fiskvinnslunnar. Mér er ekki kunnugt um hvenær nefndin lauk störfum en nefridar- menn hljóta þá að hafa talið að áðurtilgreindum meginmarkmiðum væri náð, því nú í byijun sumars tóku gildi ný lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarút- vegsins. Engin einföldun Ekki ætla ég að mótmæla því að tímabært var að einfalda hið svo- kallaða sjóðakerfi, en það gerðust líka alvarlegir hlutir. Sjómenn á frystitogurunum fengu í hausinn kauplækkun upp á að minnsta kosti 6%, sem þýðir tekjutap upp á kannski 100-150 þúsund krónur á ári, eða öllu heldur það að til þess að vinna upp skerðinguna þarf sjó- maðurinn kannski að bæta við sig allt að eins mánaðar vinnu. Það sem tekjutapinu veldur er bæði niðurfell- ing verðuppbóta aflatryggingasjóðs, sem reyndar kemur niður á útgerð- inni líka en var bætt þeim með niðurfellingu á 5,5% útflutnings- gjaldinu svokallaða, og svo sú ákvörðun að lækka hlutfall þess verðmætis sem kemur til skipta af framleiðslu frystitogara. Forystumenn sjómannasamtak- anna hafa sagt, sjálfum sér til afsökunar, að til að einfalda hlutina hafi verið ákveðið að lækka skipta- verðmætið af fob-verðmæti fram- leiðslunnar úr 72,25% í 70% sem væri þá í samræmi við skiptahlutfall af ísfiski lönduðum hér heima, en ég vil geta þess að þetta hlutfall er mjög breytilegt eftir því hvort landað er hér heima, siglt eða sett í gáma, og þá jafnvel um hvaða tegund af fiski er að ræða. Ég hefði getað ímyndað mér að í framhaldi af breyt- ingunni á fob-skiptaverðmætinu yrði cif-skiptaverðmætið einnig haft 70%. En aldeilis ekki, því af einhveijum óskiljanlegum ástæðum hefur nefiid- armönnum þótt ráðlegt að lækka þetta hlutfall líka, eða úr 66,71% í 64,5%, en það má koma hér fram að uppistaðan í afla frystitogara er seld samkvæmt cif-reglunni. Það sér hver heilvita maður að það sem hér hefur átt sér stað er ekki einfoldun á einn eða neinn hátt held- ur er hér einungis um að ræða tilfærslu á peningum frá okkur sjó- mönnum og yfir til útgerðarmanna, og það án nokkurrar sjáanlegrar ástseðu. Mér er gersamlega hulin ráðgáta hvað okkar menn hafa séð jákvætt við breytingar sem þessar, en eitthvað hefur það verið samt því þeir hafa haldið því fram að við sjó- menn yrðum ánægðir þegar frá liði. Hnefahöggið ekki réttlætt Eftir margítrekaðar tilraunir hefúr mér ekki tekist að koma auga á neina glaðningu til handa okkur frystitogarasjómönnum með laga- breytingum þessum og ætti þá ánægja okkar kannski helst að vera fólgin í þvi að gleðjast með vinnu- veitendum okkar sem þama fengu til sín á silfúrfati bita af sneiðinni okkar. Þó held ég líka að innst inni hafi verið til þess vonast að við myndum gleyma þessum mistökum vegna þess hvað við hefðum það gott. Þar sem gerðir höfðu verið samn- ingar við sjómenn til tæplega tveggja ára, sem telst nú í seinni tíð nokkuð góður friður, þá finnst okkur eins og komið hafi verið aftan að okkur í þetta skipti, og það sem þama gerðist, bæði kauplækkun upp á 100-150 þúsund krónur og svo það að okkar menn hafa bmgðist trausti okkar, var sem hnefahögg í andlit fiystitogarasj ómanna. Við, sjómenn á fiystitogurunum, höfum haft það ágætt en þó ekkert betra en margur annar svo hnefa- höggið verður aldrei réttlætt. Það kann að vera að einhverjum ó- kunnugum hafi stokkið bros á vör við lesturinn en til að deyfa brosið svolítið þá mætti hafa í huga að um borð í fiystiskipunum leggja menn oft á sig gífurlega vinnu og skapa jafnframt verðmæti upp á tugi millj- óna og það sem við förum fram á fyrir okkar vinnu er „bara“ það að fá sanngjama sneið af kökunni. Sigurður Ólafsson stýrimaður „Við sjómenn á frystitogurum höftim haft það ágætt, en þó ekkert betra en margur annar svo hnefahöggið verður aldrei rétt- lætt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.