Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. 17 Lesendur Símnotandi segir að þjónustan hjá talsamböndum við útlönd sé með afbrigðum góð. Talsamband við útlönd Símnotandi hringdi: Vegna starfs míns þarf ég mikið á þjónustu 08 að halda en það er talsam- band við útlönd. Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem vinna við þessa símaþjónustu því að þeir hafa ætíð sýnt mér framúrskar- andi kurteisi og liðlegheit. Það er svo oft sem maður heyrir raddir þeirra sem óánægðir eru með opinberar stofnanir að mér fannst mál til komið að lýsa ánægju minni með eina þeirra og ekki að tilefhislausu. Eins og ég sagði þarf ég oft á þjónustu 08 að halda, því er ég svo þakklát fyr- ir hvað mér hafa verið sýnd mikil liðlegheit, oft bjarga þessi liðlegheit deginum fyrir mér því það er ekki oft sem fólk sýnir slíka kurteisi. Ég ít> reka, takk fyrir 08. Viðvaranir til eriendra ferðamanna Bima skrifar: Hvað viðkemur óförum Frakk- anna um daginn, sem virðast vera tilefhi bréfs Reykvíkings sem birtist í lesendadálki DV, er rétt að vekja athygli á því að þau skötuhjúin við- urkenndu að hafa vitað að þessi hálendisvegur var lokaður og óheimilt að aka um hann. Þau sögð- ust áður hafa stundað þessa iðju hér á landi, það er að aka hálendisvegi sem þau vissu að voru lokaðir vegna aurbleytu, en alltaf komist klakk- laust til byggða. Það er ekki alltaf vegna upplýs- ingaskorts sem útlendingar komast í ógöngur í óbyggðum hér á landi, heldur vegna eintómrar ævintýra- mennsku. Við skulum ekki loka augunum fyrir því að margir útlend- ingar koma hingað eingöngu í ævintýraleit og víla því ekki fyrir sér að brjóta reglur eða hunsa leið- beiningar sem þeim eru gefhar ef þær hefta ferðir þeirra að einhverju leyti eða draga úr spennunni. Sá tími á vorin, sem hálendisvegir eru lokaðir vegna aurbleytu, er ekki ýkja langur. Ef við viljum forða út- lendingum frá hættum eða koma í veg fyrir vega- og gróðurskemmdir á þessum afmarkaða tíma dugar ekkert annað en að auka eftirlitið, annaðhvort með því að lögreglan eignist torfærubíla eða hafi eftirlit úr lofti. Það hefur verið gert að ein- hverju marki en bersýnilega ekki nægjanlega. Þetta kunna að þykja harkalegar aðfarir og ekki taldar viðgangast nema í lögregluríkjum. En við skul- um hafa í huga að á þessum tíma á vorin er bannað að aka hálendisveg- ina á sama hátt og bannað er að aka ákveðna þjóðvegi á bílum sem eru umfram ákveðinn þunga. Hér á ég við þungatakmarkanir, sem ekki er hikað við að láta vegaeftirlitsmenn fylgjast með og sekta ökumenn ef reglur eru brotnar. Þetta þykir öllum sjálfsagt eftirlit og ekki líkt við lög- regluríki en annað er uppi á teningn- um ef fylgjast á með umferð um lokaða óbyggðavegi. Það vill stund- um gleymast að lögreglan hefur einnig lögsögu í óbyggðum. Það er ekki hikað við að senda flugvélar og fjölmenna leitarflokka þegar eitt- hvað hefur farið úrskeiðis. Ef okkur er alvara í því að vilja byrgja brunninn í tíma er ekkert sem gildir nema meira eftirlit samfara bættum upplýsingum. Ýmsar leiðir eru færar, til dæmis hafa flugáhuga- menn boðist til að svipast um eftir óleyfilegum og ótímabærum akstri á hálendinu á þessum afrnarkaða tíma, þegar frost er að fara úr jörðu á hálendisvegum og bæði vegir og gróður eru hvað viðkvæmastir. Það sem þarf er að taka málið föstum tökum og að þeir sem málið varðar vinni sameiginlega að lausn þess. Hundar eiga ekki heima í borgum Bréfritari segir að þeir sem hafi hunda í borgum séu ekki dýravinir. Dýravinur skrifar: Ég hef aldrei skilið hvemig þeir sem hafa hunda í Reykjavík geta kallað sig dýravini. Dýravinir em þeir sem sjá til þess að dýrunum líði vel og séu í réttu umhverfi, get ég ekki séð að þetta eigi við um þá sem hafa hunda í borginni. Hundinum er ekki eðlilegt að vera lokaður inni, kannski allan daginn, án þess að fá nokkra hreyf- ingu. Hundar em dýr sem eiga heima í sveit, þar geta þeir hlaupið um allan daginn og þar er ég viss um að þeim líður yfirleitt vel. Þetta á auðvitað ekki við um öll dýr, til dæmis em kettir sjálfstæð dýr sem geta unað sér vel í borg. Oft er sagt að það sé gott fyrir einmana fólk að hafa hunda, þessu andmæli ég ekki. En ég tel það rétt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það fær sér hund og spyrji sig þessarar spumingar. Hvor nýtur góðs af, ég eða hundurinn? Með Herjólfi á þjóðhátíðina í Eyjum Herjólfsferð er góð ferð Ferðaáætlun: Miðvikudagur 30. júlí frá Vestm.kl. 07.30 Miðvikudagur 30. júlí frá Þorlh.kl. 12.30 Miðvikudagur 30.júli frá Vestm.kl. 17.00 Miðvikudagur 30. júlí frá Þorlh. kl. 21.00 Fimmtudagur 31. júli frá Vestm.kl. 07.30 Fimmtudagur 31. júlí frá Þorlh.kl. 12.30 Fimmtudagur 31. júli frá Vestm. kl. 17.00 Fimmtudagur 31. júli frá Þorlh. kl. 21.00 Föstudagur 01. ágúst frá Vestm. kl. 05.00 Föstudagur 01.ágúst frá Þorlh.kl. 10.00 Föstudagur 01. ágúst frá Vestm. kl. 14.00 Föstudagur 01. ágúst frá Þorlh.kl. 18.00 Laugardagur 02. ágúst fráVestm.kl. 10.00 Laugardagur 02. ágúst frá Þorlh. kl. 14.00 Sunnudagur 03. ágúst frá Vestm.kl. 14.00 Sunnudagur 03. ágúst frá Þorlh.kl. 18.00 Mánudagur 04. ágúst frá Vestm.kl. 07.30 Mánudagur 04. ágúst frá Þorlh.kl. 12.30 Mánudagur 04. ágúst fráVestm.kl. 17.00 Mánudagur 04. ágúst frá Þorlh. kl.21.00 Þriðjudagur 05. ágúst fráVestm.kl. 07.30 Þriðjudagur 05. ágúst frá Þorlh.kl. 12.30 Þriðjudagur 05. ágúst fráVestm.kl. 17.00 Þriðjudagur 05. ágúst frá Þorlh. kl. 21.00 Herjólfur hf. áskilur sér rétt á breytingum á áætlun skips- ins ef þörf krefur. Farmiðasala og upplýsingar i Reykjavík: Í Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. Á afgreiðslu Herjólfs v/Köllunarklettsveg, sími 686464. Á Selfossi: í Árnesti í Ársölum, sími 99-1599. Herjólfsferð er örugg ferð. 4» HERJÓLFUR h.f. ’ 1792 6l 1433 — Vestmannaeyjum -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.