Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Iþróttir Misskitningur hjá KR-ingunum Willum Þórssyni og Lotti Ólafssyni inni á markteig FH og knötturinn fór beint í fangið á snjöllum markverði FH, Gunnari Straumland. DV-mynd Brynjar Gauti Ekki skorað í Krikanum - jafntefli FH og KR 0-0. Gunnar snjall í marki FH Bruno brást Bretunum - í hnefaleikunum „Ég vona að ég hafi ekki brugðist neinum - Tim Wither- spoon hefur alla mína virðingu sem mikill meistari og ég held hann fari til USA með virðingu fyrir mér,“ sagði breski hnefa- leikamaðurinn Frank Bruno eftir að hann tapaði fyrir WBA- heimsmeistaranum Tim Wither- spoon i keppni um heimsmeist aratitilinn í þungavigt í hnefaleikum á Wembley í Lund- únum á laugardag. Dómarinn stöðvaði leikinn í 11. lotu en þá var Bruno hjálparlaus í köðlun- um. Áhorfendur voru 50 þúsund og talsverð ólæti urðu eftir leik- inn. 25 voru handteknir. Flestir höfðu reiknað með sigri Brunos en það fór á aðra leið. Annað tap hans í 30 leikjum og eftir leikinn var hann fluttur á sjúkrahús. Óttast var að hann væri kjálka- brotinn. Leikurinn var lengstum mjög jafn. Bandaríkjamaðurinn hafði þó reynst Bruno erfiður í 3. lotu og í þeirri 11. gerði hann út um leikinn. 25. sigur hans í röð í 27 leikjum sem atvinnumaður. Nú er reiknað með að hann keppi við Spinks, heimsmeistara WBC-sambandsins, og sambönd- in, WBA og WBC, verði síðan sameinuð. „Ég er mjög ánægður með úrslitin vegna þess að Bruno er frábær hnefaleikamaður," sagði Witherspoon eftir leikinn. Áhorfendur voru ekki eins án- ægðir. Þeir höfðu reiknað með að Bretar myndu eignast sinn fyrsta heimsmeistara í þungaviet á þessari öld. hsím Bættu sigá HM í Aþenu - en það dugði skammt Steinn Jóhannsson, KR, náði sínum langbesta árangri í 800 m hlaupi á HM unglinga, sem nú stendur yfir í Aþenu. Hann hljóp á 1:56,72 mfn. í undanrásum en varð þó ekki nema í 49. sæti af 53 keppendum hvað tíma snertir. Keppendur á þessu fyrsta heims- meistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum eru 1040. Aldurstak- mark 19 ára eða yngri. Guðrún Amardóttir, Breiða- bliki, hljóp 100 m á 12,61 sek. í undanrás og féll þar úr. Hennar besti timi á vegalengdinni. Þá stökk Guðbjörg Svansdóttir, ÍR, l, 65 m í hástökki. Jafnaði sinn besta árangur en til að komast í úrslit þurftu keppendur að stökkva 1,72 m. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum á mótinu. Vladinih' Sasimovic, Sovétríkj- unum, setti heimsmet unglinga með nýja spjótinu. Kastaði 78,84 m. Eldra metið átti Gavin Love- grove, Nýja-Sjálandi, 76,68 m. Sasimovic er 18 ára og keppti á sínu fyrsta alþjóðamóti. Miles Murphy, Ástralíu, sigraði í 400 m hlaupi á 45,64 sek. Roberto Hem- andez, Kúbu, annar á 45,65 sek. og Edgar Itt, V-Þýskalandi, þriðji á 45,72 sek. Stórkostlegt hlaup. Dietmar Haaf, V-Þýska- landi, varð heimsmeistari í langstökki, stökk 7,93 m. Emilio Valle, Kúbu, í 400 m grinda- hlaupi á 50,02 sek. og Karen Scholz, A-Þýskalandi í hástökki stúlkna, stökk 1,92 m. hsím FH og KR gerðu markalaust jafh- tefli í 1. deild í miklum baráttuleik á Kaplakrikavelli á laugardag. Bæði liðin þurftu svo sannarlega á stigunum að halda og því var ekkert gefið eftir. Vamir beggja liða vom sterkar en minna fór fyrir sóknarleiknum. Hart var barist á miðjunni og bar því leikur- inn lengst af sannkallað miðjuþóf. FH-ingar vom frískari framan af leiknum en þeim tókst samt ekki að ná yfirhendinni eða að skapa sér marktækifæri. Næst vom þeir að skora strax á 3. mínútu leiksins þegar Kristján Gíslason komst inn í vítateig KR-inga en þeim tókst að bjarga í hom. KR-ingar komu svo meira inn í leikinn og jafnræði var með liðunum á miðjunni þar sem langmestur hluti leiksins fór fram. KR-ingar byijuðu síðari hálfleik af „Ég hélt mig vera búinn að missa knöttinn í vítateignum eftir sending- una frá Klemenzi Sæmundssyni en svo var þó ekki,“ sagði Guðjón Guð- mundsson, fyrirliði Víðis, í leiknum við ÍA á fóstudagskvöldið. „Knöttur- inn skoppaði á milli fóta varnar- manns IA, ég náði honum aftur og skaut umsvifalaust og mér lánaðist að koma honum í netið." Með þessu marki jafnaði Guðjón fyrir Víði, 2:2, og náði í eitt stig sem getur reynst félagi hans dýrmætt í fallbaráttunni, eftir að Skagamenn höfðu náð tveggja marka forustu en staðan var 0:1 í hálfleik. Fyrir ÍA getur mark Guðjóns haft örlagaríkar afleiðing- ar. Möguleikarnir á íslandsmeistar- atitlinum minnkuðu stórlega við þessi úrslit þótt þeir séu ekki endan- lega úr sögunni. Óneitanlega hefði verið betra að fá öll stigin þrjú en Skagamenn voru ef til vill orðnir fullöruggir um sigur þegar Víðis- menn tóku loks við sér í s.h. eftir fremur ósamstilltan leik og því fór sem fór. Víðismenn léku undan suðaustan- kaldanum og sóttu mun meira en gestirnir fyrsta stundarfjórðunginn án þess að ijúfa nokkru sinni varn- armúr ÍA, sem svaraði með hrað- sóknaraðgerðum. Víðismenn áttu fullt í fangi með að stöðva fótfráa Skagamenn og urðu reyndar að grípa til óvndisúrræðis Ofr brorrAn íWi fi-rir miklum krafti og Gunnar, markvörður FH, varð að taka á honum stóra sínum þegar hann varði hörkuskot Þorsteins Halldórssonar. Skömmu síðar fengu KR-ingar besta færi leiksins þegar Júlíus Þorfinnsson komst einn inn fyrir vöm FH, Gunnar bjargaði vel með úthlaupi en boltinn rann út á Þorstein sem skaut á markið en Gunn- ar varði aftur. Hinum megin á vellinum var KR- vömin geysilega sterk með Loft Ólafsson og Ágúst Má Jónsson sem bestu menn og FH-ingar komust lítið áleiðis. Leiknum lauk því með marka- lausu jafhtefli sem verða að teljast sanngjöm úrslit þrátt fyrir að KR- ingar hafi verið örlítið nær því að sigra í seinni hálfleik. Bæði liðin era nú í neðri hluta fyrstu deildar og komu með því hugarfari að Sveinbjöm Hákonarson á leið hans að marki, innan vítateigs. Ágætur dómari leiksins, Bragi Bergmann, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu sem Guðjón Þórðarson, sá langreyndi kappi, átti ekki í neinum vandræðum með að skora úr, 0:1, og rúmlega 17 mín. liðnar af leik. Markið setti heimamenn alveg úr jafnvægi fram að hléi. Leikmenn gerðu hverja skyssuna á fætur ann- arri sem hefðu getað kostað mörk ef Skagamenn hefðu verið nógu fljót- ir að átta sig á hlutunum. Aðeins einu sinni áttu heimamenn mark- tækifæri. Guðjón Guðmundsson skallaði rétt yfir þverslá eftir auka- spyrnu frá Grétari Einarssyni. Skagamenn léku hins vegar af nokk- urri yfirvegun, nýttu breiddina vel en tókst ekki að reka endahnútinn á tilraunir sínar, skotin fóru víðs fjarri Víðismarkinu. Næst komust þeir markmiði sínu á 30. mín. þegar Júlíus Ingólfsson þramaði yfir þverslá rétt innan vítateigslínu. Ekki blés byrlega fyrir heima- mönnum í byrjun seinni hálfleiks. Eftir aðeins fimm mín. sendi Ámi Sveinsson knöttinn úr aukaspymu inn í vítateig Víðis þar sem Sigurður Lárasson lyfti sér eins og stökk- hvalur upp, sneri sér snarlega í hálfhring og skallaði knöttinn í markið, fram hjá Gísla Heiðarssyni movVvprrSi fóVlr Píicnim VÖYTWTTl tapa ekki leiknum. Léku bæði varlega og treystu fyrst og fremst á vömina. Hjá FH átti Gunnar markmaður mjög góðan leik og hélt FH markinu hreinu í fyrsta sinn í sumar. Viðar Halldórsson og Magnús Pálsson léku vel í vöminni og Kristján Gíslason átti góða spretti á miðjunni. KR-ingar era ekki eins sterkir og útlit var fyrir í byrjun mótsins. Liðið berst vel en leikur ekki mjög skemmti- lega knattspymu. Ágúst Már, Loftur Ólafsson og Júlíus Þorfinnsson vora bestu menn liðsins að þessu sinni og einnig átti Willum Þórsson ágætan leik. Lið FH: Gunnar Straumland, Viðar Halldórsson, Magnús Pálsson, Ólafur Jóhannesson, Henning Henningsson, Guðmundur Hilmarsson, Ingi Bjöm Albertsson, Kristján Gíslason, Ólafur við komið, 0:2. Þar með voru öftustu varnarmenn ÍA búnir að skora bæði mörkin. Líklega hefur það verið skekkja hjá Skagamönnum að hægja ferðina eftir seinna markið og draga sig held- ur í vörn í stað þess að halda uppteknum hætti og gefa hvergi eft- ir. Mark Duffield og Guðjón náðu völdum á miðjunni og Víðismenn vora búnir að átta sig á því að ekk- ert þýddi annað en að hjóla í Skagamennina, eins og sagt er á knattspymumáli, og fylgja sóknar- aðgerðum fast eftir. Á 67. mín. bar það árangur, Knötturinn barst inn í vítateig IA þar sem Guðjón Guð- mundsson átti skot í vamarmann og síðan mátti ætla að um sérstaka skotæfingu væri að ræða. Hver heimamaðurinn á fætur öðrum spyrnti en ávallt var einhver Skaga- maður til vamar uns Grétari Einars- syni tókst að skora, 1:2. Skagamenn reyndu að láta þetta óvænta mark ekkert á sig fá, dreifðu spilinu og fóru sér hægt en sá fítons- kraftur sem kom í Víðismenn olli því að ÍA missti tök á leiknum. Á 70. mín. jafnaði Guðjón, eins og í upp- hafi var sagt. Vilberg Þorvaldsson átti svo undir lokin gullið tækifæri á að jafna þegar hann komst einn inn fyrir vömina - en hann átti Birki Kristinsson markvörð eftir og það dugði S' Hafsteinsson (Hörður Magnússon 67. mín.), Pálmi Jónsson, Kristján Hilm- arsson (Hlynur Eiríksson 75. mín.) Lið KR: Sævar Bjamason, Loftur Ól- afeson, Ágúst Már Jónsson, Jósteinn Einarsson, Gunnar Gíslason, Willum Þórsson, Guðmundur Magnússon, Snæbjöm Guðmundsson, Þorsteinn Halldórsson, Júlíus Þorfinnsson, Ás- bjöm Bjömsson. Gul spjöld: Ólafúr Jóhannesson, Ingi Bjöm Albertsson, Viðar Halldórsson, allir úr FH. Dómari var Baldur Scheving og dæmdi hann leikinn illa. Á köflum sáust afar undarlegir dómar. Línuverðir vora Hjálmar Baldursson og Guðmundur Sigurðsson. Áhorfendur: 420 Maður leiksins: Gunnar Straumland, FH úthlaupi varði hann gífurlega fast skot Vilbergs sem tryggði jafntefli í leiknum. Bestu menn í Víðisliðinu voru Björn Vilhelmsson, Guðjón Guð- mundsson og Mark Duffield. Gísli Heiðarsson átti mjög traustan leik í markinu. Af Skagamönnum vakti Heimir Guðmundsson bakvörður mesta at- hygli. Fljótur, sparkviss og með gott auga fyrir spili. Árni Sveinsson er ávallt hættulegur en annars var liðið mjög jafnt þótt eldri kempurnar, eins og Guðjón Þórðarson og Sigurður Lárasson, sýndu að reynslan hefur sitt að segja. Áhorfendur 471. Maður leiksins, Guðjón Guðmunds- son, Víði. Lið Víðis: Gísli Heiðarsson, Klemenz Sæmundsson, Vilhjálmur Einarsson, Ólafur Róbertsson, Daníel Einars- son, Guðjón Guðmundsson, Vilberg Þorvaldsson, Grétar Einarsson, Helgi Bentsson, Mark Duffield, Björn Vilhelmsson. Varamaður fyrir Klemenz, Hlíðar Sæmundsson í s.h. Lið ÍA: Birkir Kristinsson, Sigurður Lárasson, Guðjón Þórðarson, Heim- ir Guðmundsson, Guðbjörn Tryggva- son, Ólafur Þórðarson, Árni Sveinsson, Sveinbjörn Hákonarson, Sigurður B. Jónsson, Valgeir Barða- son. Varamaður í s.h. Hörður Jóhannesson fyrir Valgeir Barðason. Fmm Víðismenn að mjaka sér af hættusvæði 1. deildar? - tvö mörk með skömmu millibili í síðari háifleik og Víðir náðu jöfhu gegn ÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.