Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. 23 Iþróttir Fjörugur síðari hálfleikur er Þór vann ÍBV í Eyjum - Nóalausir Þórsarar sigraðu Eyjamenn, 1-2, og innbyrtu þrjú stig Gísli Valtýssan, DV, Vestmannaeyjum; Staða ÍBV á botni 1. deildar fer að verða vonlítil og ekki lagaðist hún eftir ósigurinn gegn Þór frá Akureyri á laugardag. Þórsarar fóru írá Eyjum með öll stigin þrjú, lokatölur 1-2 og staðan í leikhléi 1-1. Þórsarar fengu óskabyrjun í leikn- um. Eftir aðeins tuttugu mínútna leik skoraði Hlynur Birgisson eftir góða sendingu frá Jónasi Róbertssyni. Skömmu síðar munaði minnstu að Ómari Jóhannssyni tækist að jafna metin en mjög fast skot hans fór rétt fram hjá marki Þórs. Jafnað á markamínútunni Það var svo á markamínútunni frægu, 43. mínútu fyrri hálfleiks, að heimamenn jöfiiuðu leikinn. Elías Friðriksson gaf þá góða sendingu á Berg Ágústsson sem staddur var í markteig Þórsara og þaðan skoraði hann með góðu skoti. Síðari hálfleikur var aðeins tíu mín- útna gamall þegar Þórsarar náðu forystunni á nýjan leik. Ámi Stefáns- son skoraði sigurmark leiksins með góðum skalla eftir snjalla fiTÍrgjöf Jónasar Róbertssonar sem einnig var framkvæmd með skalla. Fallegt mark og eftir að það var skorað lifnaði held- ur betur yfir leikmönnum beggja liða og var sótt á víxl. Upp hófst nú besti kafli leiksins. Eyjamenn sóttu nokkuð stíft, einu sinni skall knötturinn í stönginni á marki Þórs eftir hom- spymu Eyjamanna og Þórður Hall- grímsson bjargaði skoti Jónasar Róbertssonar á marklínu en mark- vörðurinn var ekki í markinu. Sókn Þórsara mun beittari Mun meiri broddur var í sóknarleik Þórsara í þessum leik og framheijar liðsins oft hættulegir upp við mark heimamanna. Ekki verður það sama sagt um framlínumenn Eyjamanna sem virkuðu í daufara lagi og ekki nægilega ákveðnir. Greinilegt er að Sighvatur Bjamason styrkir liðið mik- ið en vafasamt er að það nægi liðinu Fjörteikur á ísafirði - ÍBÍ - Víkingur 3-3 Það var fjörleikur á ísafirði þegar Isfirðingar léku við Víking í 2. deild- inni á laugardag. Jafhtefli, 3-3, þar sem Víkingar jöfnuðu á lokamínútu leiksins. Spenna mikil allan leikinn og leikurinn sá besti sem háður hefur verið á ísafirði í sumar. Margir áhorf- endur skemmtu sér hið besta en nokkur vonbrigði að heimamönnum tókst ekki að hljóta stigin þrjú. Þeir urðu að sætta sig við sjötta jafhteflið í annarri deildinni í sumar. fsfirðingar vom betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst þó ekki að skora nema eitt mark. Þar var Benedikt Ein- arsson að verki. Heimamenn heldur óheppnir í hálfleiknum. Áttu bæði skot í stöng og þverslá marks Víkinga. I síðari hálfleiknum vom Víkingar meira með boltann og ívið betri. Jó- hann Holton jafnaði í 1-1. Ólafur Petersen náði fomstu á ný fyrir fs- firðinga en Andri Marteinsson jafnaði. Rúnar Guðmundsson skoraði þriðja mark heimamanna en rétt fyrir lokin tókst Elíasi Guðmundssyni að jafha í 3-3 fyrir Reykjavíkurliðið. Jafhtefli þar sem sex mörk vom skomð í þess- \irn olrpmmHlno-o Inilr til áframhaldandi vem í 1. deild. Fyrir bæ eins og Vestmannaeyjar er knatt- spymulið bæjarans stolt bæjarbúa og þegar illa gengur er það jafnan mikið áfall. Sumum finnst meira að segja ekki eins gott að búa í Eyjum þegar knattspymuliðinu gengur illa. Liðin: fBV. Þorsteinn Gunnarsson, Viðar Elíasson, Þórður Hallgrímsson, Jón Bragi Amarsson, Jón Atli Gunn- arssonfKári Þorleifsson), Elías Frið- riksson, Ómar Jóhannsson, Jóhann Georgsson, Sighvatur Bjamason, Ingi Sigurðsson og Bergur Agústsson. Þór. Baldvin Guðmundsson, Sigur- bjöm Viðarsson, Ámi Stefánsson, Einar Arason, Júlíus Tryggvason, Kristján Kristjánsson, Halldór Áskelsson, Jónas Róbertsson, Siguróli Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Bald- ur Guðnason. Þess má geta að Nói Bjömsson, fyrirliði Þórs, var í leik- banni og lék ekki með í liðinu í Eyjum. • Leikinn dæmdi Kjartan Ólafeson og var hann slakur. Gul spjöld fengu þeir Ómar Jóhannsson og Jóhann Georgsson, fBV, og Þórsarinn Sigu- róli Kristjánsson. Maður leiksins: Jónas Róbertsson, Þór. -SK. •Jónas Róbertsson átti mjög góð- an leik með Þórsurum í Eyjum og var maðurinn á bak við sigur liðsins. TVö rauð spjöld og fjögur gul þegar KA sigraði KS - Tvyggvi Gunnarsson skoraði þrennu í 3-1 sigri KA í 2. deild Stefin Amaldssan, DV, Akoreyit Stefán Amaldsson, DV, Akureyri: KA hlaut þrjú dýrmæt stig í 2. deild gegn KS á föstudagskvöld og það var „markavélin" Tryggvi Gunnarsson sem tiyggði KA sigur með þremur mörkum í síðari hálfleiknum eftir að KS hafði verið betra liðið framan af. Lokatölur 3-1 og í síðari hálfleiknum hitnaði heldur betur í kolunum. Tveir leikmenn Siglufjarðar vom reknir af velli, og geta aðeins sjálfum sér um kennt, og fjórir leikmenn voru bókað- ir. Þetta var ekki fallegur leikur en barátta mikil. Fyrri hálfleikurinn beinlínis slakur og Siglfirðingar þá beittari. KA fékk þá aðeins eitt færi, Hinrik Þórhallsson skallaði yfir. Sigl- firðingar áttu betri skot og færi. Jón Kr. Gíslason spymti knettinum í hlið- amet KA eftir skyndisókn, Ámi Freysteinsson bjargaði á marklínu KA eftir homspymu Óla Agnarssonar og um miðjan hálfleikinn sendi Hafþór Kolbeinsson knöttinn yfir mark KA inn á markteig. Hins vegar tókst Hafþóri að skora á 27. mín. Siglfirðingar fengu auka- spymu. Spymt fast inn í teiginn. Torfi Halldórsson, markvörður KA, varði en hélt ekki knettinum, sem hrökk til Hafþórs. Hann skoraði af stuttu færi. Tvö rauð spjöld KA fékk fyrsta færið í síðari hálf- leik. Hinrik skallaði knöttinn í þverslá eftir góðan undirbúning Friðfinns Hermannssonar, sem var langbesti leikmaður KA í leiknum. Sókndjarfur bakvörður. Á 54. mín. var brotið á Hafþóri og dæmd aukaspyma á KA. Þegar Hafþór ætlaði að taka spymuna var Stefán Ólafsson fyrir og Hafþór gerði sér þá lítið fyrir og kastaði hon- um í völlinn. Ekkert annað að gera fyrir dómara leiksins, Ólaf Sveinsson, en reka Hafþór af velli. Það var mikið áfall fyrir Siglfirðinga. KA sótti miklu meira eftir þetta atvik, sem gefur augaleið - einum og síðan tveimur leikmönnum fleiri. Á 63. mín. komst Tryggvi Gunnars- son í dauðafæri inn á markteig en spymti framhjá. Sjaldgæft að sjá slíkt hjá honum. Aðeins tveimur mín. síðar jafhaði hann í 1-1. Skallaði í mark af stuttu færi en mestan heiður af mark- inu átti Friðfinnur. Mínútu síðar var Tryggvi enn í færi. Lélegt skot hans fór framhjá og á 71. mín. munaði ekki miklu að Siglfirðingar næðu forustu. Colin Tacher, besti maður KS, átti skalla í þverslá. Hinum megin átti Bjami Jónsson skot í þverslá marks Siglfirðinga. Á 79. mín. var Jakob Kárasyni vikið af velli fyrir nöldur. Hann hafði áður: verið bókaður og einnig hafði dómar- inn bókað KA-mennina Erling Kristj- ánsson og Tryggva. Eftirleikurinn var auðveldur hjá KA - tveimur fleiri. Á 82. mín. skoraði Tryggvi eftir undirbúning Hinriks og á 85. mín. var dæmd vítaspyma á Bjöm Sveinsson, KS, sem Tryggvi skoraði úr. Þriðja mark hans í leiknum og hann hefur nú skorað 17 mörk í deildinni á leiktímabilinu. Áhorfendur 604. hsím GÓÐIR 75%&8J0% Nú býður Samvinnubankinn tvo nýja og glæsilega kosti: ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 18 mánuði. Vextir eru 7,5% umfram verðbætur. ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 24 mánuði. Vextir eru 8,0% umfram verðbætur. Ávöxtun sem breytir öllu dæminu. SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.