Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. LAUSAR S1ÖÐUR HÍÁ REYKJAVÍKURBORG Útideild Starfsfólk óskast að útideild Félagsrnálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Krafist er menntunar á háskólastigi (BA) á sviði sálfræði, félagsráðgjafar eða uppeldisfi-æði. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 622760. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborg- ar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 1. ágúst 1986. Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 Tímapantanir 13010 í -i > % RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Hjúkrunarfræöingar óskast á handlækningadeild 1 12A. í undirbúningi er að reyna breytt vaktafyrirkomulag á deildinni. Ennfremur verður tekið upp nýtt skipulag sjúklingafræðslu. Hjúkr- unarfræðingar komið, sjáið og sannfærist. Fóstrur óskast við Barnaspítala Hringsins frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðingar óskast til fastra starfa og til sumarafleysinga nú þegar eða eftir samkomulagi við Barnaspítala Hringsins, legu- deildir og vökudeild. Fastar næturvaktir koma til greina. Athugið að hærra kaup er greitt á næturvöktum. Skrifstofumaður óskast til afleysinga við almenna göngudeild Landspítalans, frá 28. júlí nk., í þrjá til fjóra mánuði. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliöar óskast til starfa á lyflækninga- deild 4 við hjúkrun giktar- og nýrnasjúklinga. Deildin verður opnuð að nýju eftir endurnýjun þann 17. ágúst nk. Boðið er upp á 3ja daga fræðslunámskeið við opnun deildarinnar. Hjúkrunarfræðingum er boðið upp á skipulagt aðlögunartímabil. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri Landspítal- ans í síma 29000. Yfirsjúkraþjálfari óskast við endurhæfingardeild Landspítalans. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rík- isspitala fyrir 18. ágúst nk. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfingardeildar í síma 29000. Bókasafnsfræöingur óskast í fullt starf við bókasafn Landspítalans frá 1. september nk. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspít- ala fyrir 18. ágúst nk. Upplýsingar veittar í bókasafni Landspítalans í síma 29000-488. Læknaritari óskast við röntgendeild Landspítalans. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri íslensku- og vélritunar- kunnáttu. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri röntgendeildar í síma 29000. Fulltrúi félagsráðgjafa óskast frá 15. september nk. við félagsráð- gjafaþjónustu geðdeildar Landspítalans. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin ásamt góðri vélritunar- og íslensku- kunnáttu. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi geðdeildar Landspít- alans í síma 29000. Meðferðarfulitrúi óskast við geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut frá 1. september nk. Starfið er fólgið í að veita meðferð innlögðum börnum með geðrænar truflanir. Umsækjandi verðurað hafa lokið uppeldisfræðilegu námi semsvar- ar til BA-prófs í sálarfræði, félagsvísindum, uppeldisfræði eða kennaraprófi. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 84611. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar óskast á legudeildir öldrunar- lækningadeildar Landspítalans, Hátúni 10B. Hjúkrunardeildarstjóri óskast á dagspítala öldrunarlækningadeildar frá 1. október nk. Hjúkrunardeildarstjóri óskast á móttökudeild öldrunarlækninga- deildar frá 1. ágúst. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri öldrunarlækningadeildar, Hátúni 10B, í síma 29000. Starfsmenn óskast til ræstinga við Vífilsstaðaspítala. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 42800. Starfsfólk óskast til afleysinga við þvottahús ríkisspítalanna, Tungu- hálsi 2. Boðið er upp á akstur til og frá vinnustað að Hlemmi. Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahússins I síma 671677. Fóstrur óskast við dagheimili ríkisspítala, Sólbakka við Vatnsmýrar- veg. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins I síma 22725. Reykjavík 21. júlí 1986. „Það er svo margt sem fælt hefur hinn almenna lesanda frá fomsög- unum, óþarfa lotning fyrir þeim sem „menningarverðmætum" og svo auðvitað fomfáleg stafsetningin. Með okkar útgáfu viljum við fyrst og fremst stuðla að því, að fólk lesi þær eins og allar aðrar íslenskar bókmenntir." Þannig mæltist Ömólfi Thorssyni, einum af ritstjórum hinnar nýju heildarútgáfu af Islendingasögum og þáttum, sem bókaforlagið Svart á hvítu gefur út. Tilefnið var það að forlagið var að senda frá sér seinna bindi íslend- ingasagna og er þá þessi útgáfa orðin stærsta heildarútgáfa sagnanna á nútímastafsetningu, með 40 sögum og 55 þáttum, 2350 blaðsíður alls. Það telst annars til sérstakra tíð- inda að allri útgáfunni var lokið á 12 mánuðum og var tölvutækni beitt við vinnslu textans. Ritstjóramir, Ömólfur, Bragi Halldórsson, Jón Torfason og Sverrir Tómasson, settu textann sjálfir og fullunnu á tölvu- diska. Gjörbreytir rannsóknarað- stöðu „Sú staðreynd að íslendingasög- umar em nú allar komnar á tölvu- diska, kemur til með að gjörbreyta allri aðstöðu ffæðimanna til rann- sókna á þeim,“ sagði Ömólfur. „Nú er hægt að kalla á málsgrein- ar og orð úr hvaða sögu sem er, bera þau saman við orð eða orðatil- tæki í öðrum íslendingasögum og gera nákvæmar samanburðarrann- sóknir á ritstíl sagna. Þeir sem em á höttum eftir höfundum sagnanna ættu einnig að geta nýtt sér tölvuna til eftirgrennslana. Auk þess ætti nú að vera hægur vandi að setja saman orðabók yfir fomíslensku en slíka bók hafa íslendingar ekki enn gefið út þótt undarlegt megi virðast.“ Ritstjórar hafa kappkostað að gera þessa útgáfu endanlega, definítífa, með því að byggja alla texta á viður- kenndum útgáfum áreiðanlegra ffæðimanna og grandskoða ffum- handrit ef um einhver vafaatriði var að ræða. Vísnaskýringar í seinna bindinu em fyrirferðarmeiri en í því fyrra, meðal annars vegna þess að í því em svokallaðar Skáldasögur, t.d. Hallfreðar saga, Kormáks saga og Gunnlaugs saga ormstungu. Fræði- og upplýsingarit Útgefendur ætla ekki að láta stað- ar numið við þessa tveggja binda útgáfu. Nú er farið að undirbúa sér- staka skólaútgáfu af sögunum, með myndskreyttu skýringarkveri, að því er Sverrir Tómasson sagði. Næsta stórverkefni hjá Svörtu á hvítu er að gefa út Sturlungu alla, en það hefur aldrei verið gert. „Síðan viljum við taka til við ýmis fræði- og upplýsingarit sem skrifuð vom um svipað leyti og fomsögum- ar, svona til að sýna fólki, að menn vom ekki með allan hugann við skáldskap á þessu tímabili," hélt Sverrir áfram. „I Dublin á írlandi er til dæmis að finna stórmerkilegt íslenskt handrit að lækningabók sem aldrei hefur verið gefið út óbrenglað. En það kostar mikla vinnu að lesa úr því og búa það til útgáfu." Þá kemur væntanlega til kasta Rannsóknarsjóðs Svarts á hvítu. Ömólfur skýrði hvemig sá sjóður er til kominn. „Við ritstjóramir gerðum um það samning við útgefandann að þegar ákveðinni sölu af íslendingasögun- um yrði náð mundi forlagið greiða 5 % af hagnaði sinum í sérstakan sjóð. Úr honum verður svo úthlutað styrkjum til þeirra sem stunda rann- sóknir á fombókmenntunum og verkefnum sem þeim tengjast." Engar stafréttar útgáfur Það blæs byrlega fyrir Rannsókn- arsjóðnum, íyrsta bindi íslendinga- sagna hefur þegar selst í meir en 4000 eintökum og menn binda tals- verðar vonir við hið síðara. En hvers vegna em fjórir ungir og frískir fræðimenn að eyða tíma og orku í að gefa út fornrit? Em þau ekki til á prenti og aðgengileg? „Óekkí,“ svarar Sverrir að bragði. „Hingað til hafa margar af okkar frægustu sögum ekki verið til í staf- réttum útgáfum sem taka tillit til allra handrita. Síðan er það stað- reynd að helstu rannsóknir á fom- ritunum hafa ekki farið fram hér á landi heldur í Kaupmannahöfh eða Kalifomíu, og ekki nokkur vegur fyrir lágt launaða íslenska fræði- menn að fylgjast með því rannsókn- arstarfi. íslensk bókasöfii, sem eiga vitanlega að vera vakandi fyrir því markverðasta sem er að gerast í fomritarannsóknum erlendis, hafa verið alveg liðónýt. Okkur hefur beinlínis verið mein- að að sinna þessum bókmenntum okkar eins og okkur ber skylda til að gera.“ Ömólfur bætir við: „Það ei ekki nóg að fá handritin heim. Við verðum líka að vera menn til þess að rannsaka þau og gefa þau út, fyrir almenna lesendur sem fræðimenn. Þessi útgáfa okkar er kannski fyrsta skrefið." Halda þeir félagar, að þessi nýja útgáfa á íslendingasögunum komi til með að breyta viðhorfum nútíma íslendinga til þeirra? „Það vona ég,“ segir Sverrir. „Út- lendingar tala alltaf um íslendinga- sögur sem heimsbókmenntir. Það er tími til kominn fyrir Islendinga að gera slíkt hið sama, í stað þess að vera eilíflega að „veija“ þær fyrir útlendum áhrifum eða gera úr þeim heimildarit." -ai Kampakátir ritstjórar búa um sig að baki samræmdri upphleöslu fomri af síðara bindi íslendingasagna. F.v.: Örnólfur Thorsson, Jón Torfason, Bragi Halldórsson og Sverrir Tómasson. Heimsbókmenntimar heim: Allar íslendinga- sögur komnar út í tveimur bindum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.