Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. , 32 Andlát v Ingibjörg Guðmundsdóttir lést 11. júlí sl. Hún fæddist í byrjun þessarar aldar í Skálholti við Bræðraborgar- stíg, dóttir hjónanna Sigurveigar Einarsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar. Ingibjörg var tvígift. Fyrri maður hennar var Gísli Péturs- son Kæmested en hann lést aðeins 35 ára gamall. Þau hjónin eignuðust þrjú böm og er eitt á lífi. Seinni maður Ingibjargar var Gottsveinn Oddsson, hann lést eftir 13 ára hjóna- band. Þau eignuðust eina dóttur. Útför Ingibjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Útför Ingimundu Bjarnadóttur frá Snæfjallaströnd, sem lést 13. júlí sl., var gerð frá Fossvogskirkju í morg- un. Útför Hreins Bergþórssonar, Nökkvavogi 1, fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 21. júlí, kl. 13.30. Daníel Jónsson, Álfheimum 68, áð- ur Akurgerði 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.30. Útför Þórðar Jónssonar, Fossa- götu 14, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. júlí kl. 15. Pétur Pétursson, fv. verkstjóri, Vesturbergi 138, sem lést 14. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fíladelfíu- kirkjunni, Hátúni 2, í dag, 21. júlí, kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufunesi. Tónleikar Swedenborgarkvartettinn í Norræna húsinu Þriðjudaginn 22. júlí kl. 20.30 leikur Swed- enborgarkvartettinn frá Svíþjóð í Norr- æna húsinu. Kvartettinn skipa: Lars Holm, Matts Eriksson, Anders Lindgren og Hákan Molander. Þeir munu leika verk eftir Prokofiev, Schubert, Haydn, Bartók og Beethoven. TjJkyimingar Sumarhátíð að Sogni Hin árlega sumarhátíð Styrktarfélags Sogns verður haldin að Sogni í Ölfusi dagana 25.-27. júlí nk. Að venju verður um að ræða hátíð fjölskyldunnar og munu margir góðir skemmtikraftar koma. Dans- að verður bæði á föstudags- og laugardags- kvöld. Sú nýbreytni verður upp tekin að dans og dagskrá mun fara fram inni í 400 Jeppinn, sem valt í Svínahrauni í gærkvöldi, er mikiö skemmdur. í baksýn sést ökumaður bifhjólsins ásamt iögreglumönnum. DV-mynd S Bílvelta í Svínahrauni 9- Jeppi valt í Svínahrauni, skammt SelfossiogúrReykjavíkkomástaðinn ofan við Litlu kaffistofuna, um ellefu- auk sjúkrabíls. Þrennt var í bílnum leytið í gærkvöldi. og voru þau öll flutt á slysadeild. Slysið varð með þeim hætti að öku- Meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. maður jeppans hugðist fara fram úr Ökumann bifhjólsins sakaði ekki. öðrum bíl. í sama mund kom bifhjól Jeppinn, sem var af Mitsubishi gerð, úr gagnstæðri átt. Sveigði ökumaður ‘ er mikið skemmdur. Hann var dreginn jeppans út í vegarkantinn vinstra af vettvangi með kranabíl. megin með þeim afleiðingum að jepp- inn valt eina veltu. Lögreglan á -ÞJV KENNARAR Kennara vantar að grunnskóla Hólmavíkur, meðal kennslugreina almenn kennsla á barnastigi og tungumál. Frítt húsnæði. Upplýsingar gefur skóla- nefndarformaður í síma 95-3155 og sveitarstj óri í síma 95-3193. Skólanefnd. Utvaip - sjónvaip______________________________________pv Hafsteinn Eggertsson tannlæknanemi: „Góðar myndir í sjón- varpi Á sumrin getur oft verið erfitt að festa sig við fjölmiðla en þessa helgi reyndist það þó auðveldara en á horfðist. Eg er farinn að þekkja rás 2 nokkuð vel og tek ég hana yfir- leitt fram yfir rás 1. Um helgina fór ég þó að hlusta á rás 1 og fannst það ágætt. Þar er mikið af fróðlegum og skemmtilegum erindum og þáttum. Á laugardaginn var góður j)áttur sem hét Á söguslóðum í Suður- Þýskalandi. Ég hef líka gaman af Svavari Gests og þætti hans Alltaf á sunnudögum þar sem hann dregur fram gamalt útvarpsefhi. Fram- haldsleikritið 1 leit að sökudólgi er skemmtilegt og á sunnudaginn heyrði ég líka stórgóðan lestur Ein- ars Ólafs á Njálssögu. Mér fannst takast vel til með val á helgarmyndum í sjónvarpið. Ég horfði á báðar bíómyndimar á laug- um helgina ardagskvöldið og fannst þær báðar góðar. Sú fyrri með Taylor og Burton var þó betri og endir hennar var hjartanlegur þar sem allir ui-ðu ánægðir í lokin. Á sunnudaginn bil- aði sjónvarpið mitt en annars hefði ég horft á Aftur til Edens sem mér fundust skemmtilegir þættir. Ég hef gaman af áströlskum myndaflokkum yfirleitt. Ég held að Ameríkanar gætu lært margt af Áströlum sem hafa súnt fram á að svona þættir þurfa ekki að vera stjömum hlaðnir til að teljast góð afþreying. Mér finnst líka að það mætti vera meira af ítölskimi þáttum í sjónvarpinu. Þeir ítölsku þættir sem hafa verið sýndir hafa verið mjög góðir. Ég er almennt nokkuð ánægður með dagskrá útvarps og sjónvarps. Rás 2 er góð afþreyingarrás og mér finnst ekki þörf á að minnka tónlist- ina þar. Eini gallinn við hana er að maður hlustar heldur lítið á rás 1 en þar em oft fróðlegir þættir um land og lýð. m skemmu þannig að rok og regn mun ekki hafa truflandi áhrif á samkomuna. Sumarleyfi í Borgarbókasafni Vegna sumarleyfa í Borgarbókasafni eru þrjú útibú safnsins lokuð fram í ágúst, Hofsvallasafn frá 1. júlí til H. ágúst, Bú- staðasafn frá 7. júlí - til 14. ágúst og Sólheimasafn frá 14. júlí til 18. ágúst. Ferð- ir bókabílanna falla ennfremur niður frá 1. júlí til 18. ágúst. Lestrarsalurinn að Þingholtsstræti 27 er lokaður til 1. sept. Lánþegum er hins vegar bent á að hvorki aðalsafninu, Þingholtsstr. 29a, né nýja útibúinu í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi þarf að loka, heldur er opið þar mánud.-föstud. frá kl. 9-21 og eru allir velkomnir á þessa staði. Hlaupið milli byggðra bóla Laugardaginn 26. júlí nk. munu ung- mennafélagar í A-Skaft. standa fyrir boðhlaupi milli byggðra bóla í Austur- Skaftafellssýslu. Hlaupið verður frá Hvalnesi í Lóni að Skaftafelli í Öræfum, um það bil 200 km, og er áætlað að hlaup- ið taki nálægt 20 klst. Hlaupið er í fjáröfl- unarskyni fyrir íþróttastarfsemi í sýslunni og er fólk hvatt til að heita á hlauparana. Tapað - Fimdið Hestur í óskilum Brúnn hestur tapaðist úr girðingu við Helgafell í Mosfellssveit. Hesturinn er frostmerktur og einnig merktur N7. Þeir sem upplýsingar geta gefið um hestinn vinsamlegast hringi í síma 82848. Menning____________________pv Nútímatónlistin á N’ART í þeirri viku, sem í hönd fer, verð- ur mikið um norrænar listadýrðir í höfuðstaðnum á vegum menningar- hátíðarinnar N’ART ’86. Þar á meðal verða tvennir tónleikar með nýrri tónlist, hinir fyrri í kvöld kl. 21 í tjaldi hátíðarinnar við Vatnsmýrina með tónlist eftir Lárus H. Grímsson. Síðari tónleikamir verða á þriðju- dagskvöld kl. 21 í Borgarskála við Sigtún en þar verða flutt verk eftir finnsku tón-skáldkonuna Kaiju Sa- ariaho. Bæði hafa þessi tónskáld fengist mikið við raftónlist eins og efnisskrár tónleikanna bera með sér. Lárusar þáttur Grímssonar Lárus Halldór Grímsson hefur fengist meira við smíði raftónlistar en flest önnur íslensk tónskáld. Áður en hann lagði út á þá braut haföi hann lengi starfað með popphljóm- sveitum en popptónlistarferil sinn hóf hann átta ára gamall sem eins konar dráttarvéladjúkbox í sveit. Höföu bændur þá gaman af að láta snáðann syngja sér dægurlögin eftir pöntun meðan þeir hristust um teig- inn. Þetta var áður en hljóðeinangr- aðar dráttarvélar búnar hljómflutn- ingstækjum komu til sögunnar en þegar þær hófu innreið sína í sveitir landsins var Lárus sestur að í Holl- andi. Þar stundaði hann nám við raftónlistarstofnun háskólans í Utrecht, þar sem ýmsir íslenskir tón- listarmenn hafa drepið niður feti, þó enginn þeirra eins lengi og Lárus sem dvaldi þar í fjögur ár, írá 1980 til 1984. Elsta verkið á tónleikunum á mánudaginn er unnið í hljóðveri þeirrar stofhunar árið 1982. Þetta verk,... og þá riðu hetjur um héruð, er flutt af fjögurra rása tónbandi en það er tileinkað „forfeðrum okkar allra er höfðu það sér til dægrastytt- ingar að höggva mann og annan.“ Ekki hefur Lárus alveg sagt skilið við popptónlistina enn og virðist hafa forlagatrú forfeðranna í heiðri ef marka má heiti tónsmíðar frá 1983 sem verður nú flutt hér á landi í fyrsta sinn og ber heitið Eitt sinn poppari, ávallt poppari. Þetta verk er skrifað fyrir píanó, sembal, kass- agítar og raímagnsgítar auk segul- bands. Flytjendur eru þau Þóra Stína Johansen semballeikari og hollenski gítarleikarinn Wim Ho- ogewerf en verkið er sérstaklega samið fyrir þau. Þóra Stína hefrir verið búsett í Hollandi um fimmtán ára skeið og hefur á síðari árum ein- beitt sér að flutningi nútímatónlistar fyrir sembal. Frá árinu 1980 hefur hún leikið mikið með Wim Hoogew- erf og hafa þau fengið mörg tónskáld til að semja verk fyrir þessa annars óvenjulegu hljóðferaskipan, sembal og gítar, sem Lárus hefur víkkað út með hljóðferum sem krefjast svip- aðrar tækni. Þriðji hljóðfæraleikarinn á mánu- dagstónleikunum er Guðni Franzson klarinettuleikari sem mun flytja Slúðurdálkinn. Sá samanstendur af fjórum kjaftasögum sem hver um sig gengur frá manni til manns í fjóra liði. Verkið er skrifað fyrir Guðna sem írumflutti það á tónleikum sín- um á Listahátíð í síðasta mánuði. Nýjasta verk Lárusar, By the skin of my teeth, verður frumflutt á mánudaginn. Það er skrifað fyrir segulband, sembal og sintesæser og verður flutt af Þóru Stínu. Hér nýtir Lárus sér nýja tækni sem gerir hon- um kleift að vinna á elektrónískan hátt úr náttúruhljóðum og enn- fremur að nýta sér klassíska tækni hljóðfæraleikarans til að spila úr þessum hljóðum á staðnum en slík „lifandi" notkun rafhljóða hefur til skamms tíma verið mjög þung í vöf- um af tæknilegum ástæðum. Kaija Saariaho Finnska tónlistarkonan Kaija Sa- ariaho hefur frá árinu 1980 samið fjöldann allan af raftónverkum en hún hlaut tónlistarmenntun sína við Sibeliusarakademíuna í Helsinki og síðar hjá Klaus Huber og Brian Fer- neyhough við tónlistarháskólann í Freiburg í V-Þýskalandi. Hún hefur unnið í ýmsum af helstu hljóðverum V-Evrópu og verk hennar, jafnt raf- tónlist sem hljóðfæratónlist, verið flutt víða. Einnig hefur hún fengist nokkuð við svokölluð „multi-media- verk“. Síðustu tvö árin hefur Kaija unnið að rannsóknum varðandi tölvutónlist við hina þekktu IRC- AM-stofhun í París. Á tónleikunum á þriðjudaginn verða flutt tvö verk Kaiju Saariaho fyrir segulband: Vers le Blanc og Jardin Secret I. Auk þess flytur Þóra Stína verk fyrir sembal og segul- band: Jardin Secret H. Þess má geta að hún flutti þetta verk fyrir skömmu é tónlistarhátfðinni í Midd- elburg í Hollandi og hlaut það mjög vinsamlega dóma í dagblöðum þar- lendra. Það er mál margra að tónmál nútí- mans, sem ýmsum reynist sem grjót í maga, eigi margt að rekja til raftón- listarinnar og að áhrifa hennar gæti mjög sterkt í breytingum sem orðið hafi í tónhugsun síðustu áratuga. Alla vega hefur notkun raftónlistar farið vaxandi samfara auknum notk- unarmöguleikum og sveigjanleika. Um leið hefur einnig færst í vöxt að tónskáld noti sér þá möguleika sem í raftónlist búa umfram hljóðfæra- tónlist og samræmi hvorutveggja, fremur en að líta á þetta sem tvö ólík form tónsköpunar. Gefst nú for- vitnum eyrum kostur á að heyra mismunandi útgáfur þessara notk- unarmöguleika í verkum þeirra Lárusar og Kaiju og eiga N’ART- arar lof skilið fyrir framtak sitt til flutnings þessarar tegundar tónlistar sem svo sjaldan gefet færi á að heyra hérlendis. Guðm. Óli Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.