Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. 37 Sviðsljós Hópur hressra mótorhjólatöffara frá norska klúbbnum Sandnes - MC. DV-mynd S Þjóðvegurinn sem hvergi fannst „Við komum með Norrænu til Seyðisfjarðar og eyddum heilmiklum tíma í það að leita að þjóðveginum sem merktur var inn ó kortið,“ segja íjórtán meðlimir í norska mótor- hjólaklúbbnum Sandnes sem eru á leið frá Reykjavík og austur aftur. „Hann fannst hvergi, bara þessi hryllilegi hliðartroðingur sem síðar reyndist svo vera þjóðvegurinn. Vegakerfið skánaði ekki fyrr en við Akureyri.“ Þeir hafa farið um landið í sól og rigningu til skiptis, eru hressir með ferðina og eiga ekki orð til að lýsa aðdáun sinni á hinum íslensku Snigl- um. Þrælgóðir kappar með einstak- lega vel hirt hjól og falleg að áliti bræðranna í Noregi. Og ferðin hefur verið eitt ævintýri - þrátt fyrir horfna þjóðvegi og hellirigningu - þannig að líklega eiga þeir leið um landið aftur innan tíðar og vita þá betur hvernig búast skal til fararinn- ar. John McEnroe og Tatum O’Neal þóttu engin dauóyfli fyrir fæöingu barnsins og samband þeirra gengur kraftaverki næst að dómi helstu sérfræðinga í sálarlifi stórstjarnanna. „Barnio kemst ekki upp með frekju" „Þetta barn mun ekki komast upp með neina frekju,” segir Tat- um O’Neal um soninn nýfædda. Hún er harðákveðin í því að hann muni hljóta annað uppeldi en hún fékk sjálf á sínum tíma. „Ef John byijar ó því að láta undan öllum kenjunum og taka yfirgangi eins og ekkert sé sjólf- sagðara er mér að mæta,“ bætir hún ákveðin við. Og segir jafn- framt að ruddaleg framkoma Johns sjálfs hafi verið honum fyr- irgefin en það þurfi ekki að þýða að gáfulegt væri að ala soninn upp í því sama. Faðir Tatum - Ryan ONeal - er frægur skaphundur en honum varð mikið um þegar dóttirin fór að sjást með McEnroe. Ryan Sumir segja föðurhlu'verkið hæfa McEnroe betur en tennis- spaðinn áður og á meðfylgjandi mynd er nýbakaður faðir að sinna syninum Kevin á fæðing- ardeildinni. safnaði öllum blaðagreinum þar sem sagt var frá framkomu Johns utan tennisvallar og innan um langa hrið, tók síðan safnið, hristi fyrir framan dóttur sína óður af bræði og æpti: - „Er það svona maður sem þú vilt eyða lífinu með - ósvikinn ruddi og dóni!“ En Tatum setti einungis nefið lengra upp í loft og virtist ekki láta sér bregða hið minnsta - enda þrautþjálfuð úr föðurgarði í umgengni við heimsins frægustu frekjudós - Ryan O’Neal. Þannig að tennisleikarinn John McEn- roe virtist stundum eins og sunnudagaskóladrengur í sam- anburðinum. Heima hjó parinu unga hefur öllu verið snúið ó annan endann vegna barnsins - heil ólma verið innréttuð fyrir barnfóstruna og gullungann ómetanlega. Öllum ber saman um að McEnroe standi sig eins og hetja í föðurhlutverk- inu og Tatum heimtar að hann skipti á barninu, þrátt fyrir allan þjónaskarann og barnfóstrumar sem sitja og naga neglumar í aðgerðaleysinu. Aðeins eitt hefur verið haft opinberlega eftir hin- um nýbakaða föður: „Það gleður mig ósegjanlega að engum hugkvæmdist að senda krakkakrílinu tennisspaða í barnastærð eða míníóskara. Nóg hefur barnið að bera samt með þessa foreldra það sem eftir er ævinnar.”' Barbí og rokkararnir Alltaf er eitthvað nýtt að gerast I barbíheiminum. Nú siðast hefur þessi fyrirmynd fjölmargra kvenna um víða veröld - einkum í Bandarikjunum - sett upp slna eigin rokkgrúppu. Þar fær að fljóta með einn karlmaður - Derek - en annars eru þetta þær Barbí, Dana, Diva og Dee Dee. Fatnaður- inn er glimmergallar, hárið er léttfríkað i öllum regnbogans litum og sama má segja um meiköppið. Þess má geta að dúkkan er tuttugu og sjö ára gömul og þykir bara yngjast með ári hverju. Tveggja manna tangó Það þarf yfirleitt tvo f tangó og þessir herramenn virðast hafa tilelnkað sér frjálsa aðferð. Annars er myndin tekin I heimsmeistarakeppnínni f fjölbragðaglimu sem haldin var i Búdapest i Ungverjalandi - og það fylgir sögunni að firinn í Ijósu fimleiksskónum hafi borið sigur úr býtum. Ölyginn sagði . . . Sarah Ferguson sést nú ekki hattlaus opin- berlega enda nálgast óðum brúðkaupið mikla. Nú er þyngd ungfrúarinnar mál málanna í Bretlandi og hafa landar hennar af því þungar áhyggjur ef hún sést setja upp í sig svo mikið sem einn matarbita. Aukakílóin hafa hrunið af Fergie og virðist ekki leika nokkur vafi á því að hægt verði að koma henni í brúðarkjólinn án telj- andi erfiðleika þegar stóra stundin rennur upp í næstu viku. Michael Jackson hélt brjálað partí um daginn og bauð öllum bestu vinun- um í Hollívúdd. Tilefnið var að uppáhaldsdádýr Jack- sons hafði eignast bamba og því var að sjálfsögðu fagnað hressilega. Kampa- vín, kavíar og vindlar - nei, ónei! Það var ávaxtasafi og heilsukorn á borðum. Eitt- hvað lengdist víst andlitið á sumum veislugestanna þeg- ar sú staðreynd varð Ijós - en tiltækið mæltist vel fyrir hjá öðrum. Liberace hætti við hljómleikaferð til italíu vegna ótta við mann- ræningja. Þetta hefur valdið poppáhugamönnum um heim allan miklum heilabrot- um - talið er nær útilokað að finna svo brenglaðan terrorista að hann léti sér til hugar koma í fullri alvöru að ræna þessum syngjandi fataskáp. Reynt er nú að telja störnunni hughvarf og hann minntur á þann möguleika að einmitt nærvera hans geti orðið til þess að bjarga heilu flugvélaförmunum - ræn- ingjarnir muni taka sem fjótast til fótanna af ein- skærri skelfingu því það er ekkert gamanmál að sitja uppi með karlinn, ef til vill svo dögum skiptir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.