Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 40
. r* FRÉTTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast i.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Kosið í V-Landeyjum: Óbreytt ástand Urslit kosninganna í Vestur-Land- eyjum, sem endurteknar voru um helgina, urðu þau að framboðslistamir fá sama fjölda fulltrúa eins og í fyrri kosningunum. Kosningaþótttaka vár mjög góð. Alls kusu 125 af 129 á kjör- skrá, sem er um 97 prósent kjörsókn. Tveir listar vom í framboði og í síð- ustu kosningum varð að varpa hlut- kesti milli fjórða manns K-listans og annars manns H-listans. K-listinn vann hlutkestið. í kjölfar þess kærðu H-listamenn úrslitin vegna eins vafa- atkvæðis. í kosningunum nú um helgina fékk H-listinn 38 atkvæði og K-listinn 82 atkvæði. Fimm seðlar vom auðir. Að r * þessu sinni munaði aðeins einu og hálfu atkvæði á milli fjórða manns K-listans og annars manns H-listans. K-listinn hafði betur og fékk því fjóra menn kjöma en hinir einn. Efsti mað- ur K-listans er Eggert Haukdal al- þingismaður og efsti maður H-listans er Haraldur Júlíusson, bóndi í Akurey. -APH Hella og Hvolsvöllur: * Vinnustöðvun hófst í nótt Verkfall hófst á miðnætti í nótt hjá ræstingarfólki á dvalarheimilunum Lundi á Hellu og Kirkjuhvoli á Hvols- velli. Upphaflega átti einnig að hefjast verkfall á Heilsuhælinu og dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði og Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi en sótt var um frest til miðnættis á þriðjudaginn. Þessi deila snýst um launamál alls ófaglærðs starfsfólks á þessum stofri- unum og ákveðið var að þrýsta á með verkföllum ræstingarfólksins. í gróf- um dráttum er farið fram á 6% launahækkanir og einnig ýmsar launaflokkatilfærslur. í dag hefur verið boðaður sáttafund- ur hjá sáttasemjara ríkisins. Sigurður Óskarsson, formaður Alþýðusam- bands Suðurlands, sagðist vera vongóður um að samingar næðust í dag eða á morgun. -APH Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. ÞRDSTUR SÍDUMULA 10 LOKI Jafngott að Tommi komist ekki í Þjóðminjasafnið! Haukur Oiafsson aðstoðarvarðstjóri með háf veiðiþjófsins. DV-mynd S Kvennaathvaifið þarf aukna fiárveitingu: Annars blasir gjaldþrot við „Það er ljóst að efaukin fjárveiting Edda sagði að síðasta ár hefði at- Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, fæst ekki til athvarfsins blasir gjald- hvarfið farið fram á 900 þúsund forseta borgarstjómar, hafa mál þrot við. Ymsar framkvæmdir á króna fjárveitingu frá þorginni en Kvennaathvarfsins ekki verið rædd husmu, sem liggur undir skemmd- fengið 625 þúsund sem er sama upp- sérstaklega á borgarstjómarfundum. Un!’ ^naIjðsynlegar °g ^ær k0Sta hæð og árið áður. Heimingurinn var „Við munum að sjálfsögðu ræða mikið. Fjarhagsstaðan hefur oft ver- greiddur íjórum mánuðum síðar en þetta ef beiðni um aukna §árveit- ið dæm en aldrei á við þetta. Ég tveir fjórðungar verða greiddir í ingutil athvarfsins verður lögð fram. tmi þvi þó ekki að yfirvöld horfi upp september og desember. Af þessari Ég tel að þetta sé mikilvæg starfsemi a að athvarfið leggist niður, það íjárhæð verða tekin m.a. fasteigna- sem ekki má leggjast niður. Við hefur aldrei sannað sig betur en í gjöld. Athvarfið fékk rúmar tvær verðum samt að fara yfir bókhald ar llv® )!ðríln er. f?eysilega brýn,“ milljónir á fjárlögum í ár en ná- og fá reikninga frá athvarfinu til að sagði Edda Scheving, fastur starfs- gi-annasveitarfélögin hafa lítinn sem taka mið afáður en meiri fjárveiting maður hjá Kvennaathvarfinu, í engan fjárstuðning veitt utan Kópa- fæst.“ samtali við DV. vogur. -BTH Veiðiþjófur staðinn að verki Veiðiþjófur var staðinn að verki við Elliðaámar um klukkan tíu í gær- kvöldi. Starfsmaður Securitas kom auga á ungan pilt þar sem hann stóð við ána með litla veiðistöng. Var lög- reglan í Árbæ kölluð á staðinn og tók hún skýrslu af piltinum. Skömmu síð- ar fann starfsmaður Securitas lax í poka undir göngubrú. Er talið að pilt- urinn hafi komið honum þar fyrir. Hjá laxinum fannst einnig stór háfur sem ætlað er að notaður hafi verið til verksins. Að sögn Securitas hefur mikil um- ferð verið um veiðisvæðið við Élliða- ámar að undanfomu og hefur öll gæsla verið stóraukin. -ÞJV Veðrið á morgun: Þykkna mun upp vestan- lands Á morgun þykknar upp vestan- lands með vaxandi sunnanátt. Súld eða rigning verður vestanlands síð- degis en á Norður- og Austurlandi verður bjartviðri. Hiti verður á bil- inu 9-16 stig. Tommi fær nú að fara frjáls ferða sinna um vesturbæinn. DV-mynd GVA Tommi slapp út Síamskötturinn Tommi slapp úr einangmninni á föstudaginn. Hann stökk inn um glugga í nágrenninu og braut gamlan erfðagrip, kaffibolla frá 18. öld. „Tommi slapp út alveg óvart þama á fostudaginn og braut til allrar óhamingju þennan bolla. Við erum búin að bjóðast til að borga hann,“ sagði Ólöf Þor- steinsdóttir, einn eiganda hans. „En við hleyptum honum út með ól í gær. Það var ekki hægt að halda honum lengur inni. Hann gekk um íbúðina alveg viðþols- laus.“ - En hvað gerist núna? Sitja nágrannarnir ekki um líf hans? „Við tökum auðvitað áhættu með því að setja hann út. En okkur hefur verið tjáð hjá Dýra- vemdunarfélaginu að það megi ekki snerta hár á höfði hans. Við erum búin að ákveða að selja hann ekki. Kaupendur em held- ur ekki á hveiju strái. Núna bíðum við og sjáum hverju fram vindur. Við erum ákveðin í að halda fjölskyldunni saman. Sá möguleiki er enn fyrir hendi að við flytjum öll austur fyrir fjall,“ sagði Ólöf Þorsteins- dóttir. -ÞJV Loðnuveiðar: TVö íslensk skip við Jan Mayen Tvö íslensk loðnuskip em nú komin á miðin við Jan Mayen. Gísli Árni lagði upp frá Reykjavík á fóstudag og Súlan fór frá Akureyri á sunnudag. Bæði skipin vom væntanleg á miðin í morgun. Um tuttugu norsk og fær- eysk skip em nú við veiðar út af Jan Mayen. Loðnuverð hefur enn ekki verið ákveðið en fiindur verður haldinn í loðnunefiid í dag. Erlendis er verð á loðnu um tuttugu af hundraði lægra en það var í fyrra. Ekki er vitað til þess að samið hafi verið sérstaklega við áhafhir skipanna tveggja sem nú em á miðunum. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.