Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 5 Fréttir Um 20 varðskipsmenn yfirheyrðir „Það er náttúrlega augljóst að við gerum það ekki með öðrum hætti en að yfirheyra þá skipveija sem voru með í þessum þremur túrurn," sagði Amar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, er DV spurði hvemig rannsókn á staðhæfingum Jóns Sveinssonar sjóliðsforingja um drykkjuskap og agaleysi um borð í varðskipum hefði farið fram. Amar sagði að nær allir skipverjar hefðu verið yfirheyrðir, alls um tutt- ugu manns. Þá hefði verið tekin greinargóð skýrsla af Jóni Sveins- syni. Auk þeirra hefði starfsmaður Vita- og hafiiamálastofhunar, sem var með í ferð skipsins, verið yfir- heyrður. Deildarstjórinn vildi ekki svara þvi hvort einhverjir skipverja hefðu kannast við einhverjar lýsingar Jóns Sveinssonar. -KMU Kasparov frestaði Sjöttu einvígisskák Karpovs og Ka- sparovs, sem tefla átti i gær, var frestað að beiðni hins síðamefhda. Hún verður tefld á mánudag. Karpov og Kasparov em nú jafhir að stigum með 2 'A vinning hvor eftir fimm skákir. Jón L./London Rallkross við Kjóavelli á morgun Rallarar munu þenja vélfáka sina hressilega á morgun, sunnudag, en klukkan tvö mun fara fram keppni í rallkrossi við Kjóavelli. Jafnframt fer fram keppni á vélhjólum, mótokross, en verið er að koma upp aðstöðu fyrir mótorhjólakappana á Kjóavöllum. Rallkrosskepnin á morgun er liður í íslandsmeistarakeppninni og mun verða hart barist því hálft stig skilur að efsta og næstefeta mann. Efetur að stigum er Jón Sigurjónsson, sem kepp- ir á Escort, með 13 og hálft stig, næstur er Jón Hólm með 13 stig og jafnir í 3. og 4. sæti em þeir Steingrím- ur Ingason og Hjörleifur Hilmarsson með 10 stig. Alls munu um 10 bílar taka þátt í keppninni á morgun. Fimm teknir á hundrað Lögreglan á Akureyri tók í fyrra- kvöld fimm ökumenn á um hundrað kílómetra hraða. Lögreglan var með radarmælingar á Ólafsfjarðarvegi og vom þessir ökumenn teknir á tæpum tveimur tímum. Þeir eiga yfir höfði sér töluverðar fjársektir. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var hér aðeins um venjulegt radar- eftirlit að ræða en ekki skipulega herferð. Lögreglunni mun þó áfram skjóta upp hér og þar í bænum með radarbyssuna góðu. -ÞJV BHreiðarstuldur Lögreglan í Ámessýslu leitar nú aS bifreið sem stolið var úr Þorlákshöfri síðastliðið föstudagskvöld eða aðfara- nótt sunnudags. Bifreiðin er Subam station, árgerð 1982, rauðbrún að lit. Hafi einhver orðið bifreiðarinnar var er sá hinn sami beðinn að hafa sam- band við lögregluna. -ÞJV anlusn"1 Eldsnöggur, lipur og öruggur fær hann sér bita meö hraði, þar sem hann óhultur getur gætt sér á Ijúffengum pítum, hamborgurum og öörum skyndiréttum, sem eru nauðsyn- legir þeim er eru í kappi við tímann á þess- um síðustu og verstu...! Happdrættismiði fylgir hverri máltíð og af- sláttarkort, sem gefur þér 10% afslátt af þeirri næstu. Happdrættisvinningarnir eru vegiegir: BMX reiðhjól frá Hjólasport Fjöldi Hi-C pakka Aðgangsmiðar í tívolíið Eden- garð og síðast en ekki síst 30 matarúttektir hjá BLEIKA PARDUSNUM að upphæð kr. 250.- miklabraut u iCJ' ir Gnoðarvogi 44, GEGNTMENNTASKOLANUM VIÐ SUND. r' MUNIÐ NISSAN ________GOLFMÓTIÐ__________________ laugardag og sunnudag í Grafarholtinu. Þar ræðst hverjir skipa íslenska landsliðið í golfi á Norðurlandamótinu. Ingvar HelgaSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.