Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Utlönd Craxist ÍÍL II af sér vantraustið - fertugasta og fímmta ríkisstjóm á ítalíu eftir stríð Ný samsteypustjórn jafiiaðar- mannaleiðtogans Bettino Craxi stóðst atkvæðagreiðslu um van- traust í neðri deild ítalska þjóð- þingsins í gær og hefur nú hlotið fulla staðfestingu og umboð ítalska. þingsins til áframhaldandi stjórnar- athafna. Fimm flokka samsteypustjórn Craxis hlaut 352 atkvæði gegn 227 atkvæðum stjórnarandstæðinga. Áður hafði efri deild þingsins fellt tillögu um vantraust með traustum meirihluta atkvæða. Stjórnarandstæðingar, aðallega þingmenn kommúnista, gagnrýndu hina nýju ríkisstjórn harðlega á þingfundi í gær áður en gengið var til atkvæðagreiðslu og kváðu hana í mesta lagi endast í nokkra mánuði sökum eigin sundurlyndis. Craxi vísaði gagnrýni stjórnarand- stæðinga á bug, sagði að ítölsku þjóðina þyrsti í starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn og lofaði að efha gefin fyrirheit um stoðugleika og ábyrgð í stjórnarathöfhum. Ríkisstjórn Craxis er sú fertugasta og firnmta á Italíu frá stríðslokum. Firnm flokka samsteypustjórn Bett- ino Craxi stóð af sér tillögu um vantraust á italska þinginu i gær með miklum mun. Æviirtyraflóttinn tóm lygi og uppspuni Peningamarkaöur VEXTIR (%) hæst ínnfán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar s-s Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ak.Lb.Vli 6 mán. uppsögn 9.5-125 Ali.Vii 12mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 6-13 Ab Sp. Í6mán. ogm. 9-13 Ab Avísanareíkningar 3-7 Ab Hlauparetkningar 3-4 Lb.Síj Innlán verðtryggð Sparireikningar 3jamán. uppsogn 1 Allir 6mán.uppsögn 2.5-3.5 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 6-7 Ab Stertingspund 8-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Ðanskarkrónur 6-7.5 Ab.Sb Útlán úverðtryggð Aimennir víxlar(forv.) 15.25 Allil ViðskÍptavíxlar(forv.){1) kgctjglO.b Almenn skuldabréf(2) 16.5 Allii Viðskiptaskuldabréff 1) kgf AIIÍF Htaupareikníngar(yfirdr.) 7-S Útlán verðtrYggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Útlántilframleiðslu tsl. krónur 15 SDR 8 Bandartkjadaiur 8.25 Sterlingspund 11.75 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.18 Gengtstryggð(5 ár) 6.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1463 stig Byggingavísitala 272.77 Mig Húsaleigavísitala HaaH<zði5%! jiilt HLUTABRÉF Sötuverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. Ásgeir Eggertssan, DV, Miindien: Mikill fjöldi blaða- og fréttamanna hlýddi í síðustu viku með andakt á frásögn Austur-Þjóðverjans Heinz Braun af ævintýralegum flótta hans frá Austur-Berlin ásamt þremur út- stillingarbrúðum. Útstillingarbrúð- urnar sagðist Braun hafa klætt upp í einkennisbúninga sovéskra liðsfor- ingja í Ladabifreið er máluð hafði verið í litum sovéska hersins. í húsi því er blaðamannafundurinn átti sér stað er safn þar sem varðveitt eru hin ýmsu tæki og tól er notuð hafa verið af austur-þýskum flótta- mönnum allt frá því Berlmarmúrinn var reistur fyrir réttum aldarfjórðungi. Braun sagði nákvæmlega frá því hvemig hann hefði blekkt landa- mæraverðina með útstillingarbrúðun- um og sjálfur klæddur í búning óbreytts sovésks hermanns. Fjölmiðlar trúðu ævintýralegri sögu Braun eins og nýju neti og var Braun þegar farinn að ræða alvarlega samn- inga um kvikmyndarétt að flóttanum við bandarísk og bresk kvikmyndafé- lög. Þýsku æsifréttablöðin tóku þessari frétt fagnandi enda mikil gúrkutíð á þeim vettvangi þessa dagana. Tvisvar áður hefur flóttamönnum að austan tekist að flýja á sama hátt og Braun sagðist hafa gert. Árið 1963 tókst fjórum ungum Aust- ur-Þjóðverjum, búnum sovéskum einkennisklæðnaði, að komast yfir lrndamærin og aftur léku tveir landar þeirra sama leikinn árið 1965, en þá í bandarískum hermannabúningum. Sérstakir samningar, sem gilda í samskiptum fjórveldanna í Berlín, segja að ekki sé heimilt að hafa eftir- lit með farartækjum fjórveldanna í borginni. Eftir að AND, austur-þýska frétta- stofan neitaði harðlega að umtalaður atburður hefði átt sér stað komu fleiri og fleiri fréttir af atburðarásinni er leiddu að lokum til þess að sannað þótti að saga Braun hefði verið upp- spuni frá rótum. Hermannabúningarnir reyndust viðvaningslega gerðir og tollgæslan í Vestur-Berlín sagði að samkvæmt dagbók hefði ekkert sovéskt eftirlits- farartæki farið yfir til Vestur-Berlínar á umræddum degi. Eitt af stærstu dagblöðum Berlínar fann að lokum manninn, er sprautað hafði Ladabifreiðina græna, og stað- festi framburður hans lygar Brauns. í yfirheyrslum hjá lögreglu í Vestur- Berlín sagði Braun að ástæðan fyrir sögu sinni hefði verið sú að hann hafi viljað vekja athygli á byggingu Berlín- armúrsins fyrir aldaifjórðungi. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengj, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Ljótasti hundur í heimi Chi-Chi heitir hvuttinn og þykir af ýmsum býsna ófrýnilegur. Chi-Chi bar um daginn sigur úr býtum í mikÚli keppni suður í Kaliforníu um titilinn ljótasti hundur í heimi. Sigraði Chi-Chi þar 35 aðra fjórfætta keppinauta eftir harða og spennandi keppni. Vestur-þýskir tjöimiölar hafa nú flett ofan af iygasögu Austur-Þjóðverjans Heinz Braun um ævintýralegan flótta frá Austur-Berifn með þrem sovéskum liðs- foringjabrúoum Biskupar Norðurianda þinga á Gotlandi: Spá aðskilnaði ríkis og kirkju fyrir árið 2000 Gunnlaagur A. Jánsscti, DV, I*mdi: Verður aðskilnaður ríkis og kirkju orðinn að veruleika fyrir árið 2000? Þeirri spurrángu svara flestir þeirra fjörutíu norrænu biskupa er nú þinga í Visby á Gotlandi játandi. Nókkra athygli sænskra fjölmiðla vakti í því sambandi serstaða ís- lands, að íslenski biskupinn, Pétur Sigurgeirsson, hafði aðra skoðun en flestir starfebræðra hans. Einn sænsku fiölmiðlanna orðar það svo að íslenski biskupinn hafi flutt lofeöng um gott samband kirkju og stjórnvalda á íslandi og um það jafnræði sem þar ríkti. Má í því sambandi minna á að Sigurbjöm Einarsson biskup hefur og látið svipuð sjónarmið í ljósi á prenti nýlega, það er að spurningin um aðskilnað ríkis og kirkju á ís- landi sé ekki tímabær og íslenska kirkjan þurfi ekki að kvarta undan sambúðinní við ríkisvaldið. Meginumræðueíni biskupanna á fundinum í Gotlandi er annars hvernig þjóðkirkjunum eigi að tak- ast að ná til fólksins. „Það eru börnin sem við verðum að ná til. Kynslóð sú sem feedd er eftir síðari heimsstyrjöld hefur á ein- hvern hátt misst trúna," sagði John Vikström, erkibískup Finnlands. „Við verðum að stunda trúboð í okkar eigin londum," sagði Andreas Aarflot, biskup frá Osló. Hann og fleiri biskupar létu í ljós þá skoðun að þjóðkkkjur Norðuríandanna væru orðnar allt of einhliða þjón- ustustofnanir og þyrfti að snúa þróuninni við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.